Alþýðublaðið - 23.07.1965, Síða 5

Alþýðublaðið - 23.07.1965, Síða 5
Minningarorð: Guðrún Marta Sigurjónsdóttir F. 12. 11. 1948 — D. 15. 7. 1965. Við Teltow-skurð í Berlín hallast þessi krans upp að stöng með sorgarfána til minningar um Hermann Döbler, Vestur-Berlínarbúa, sem fyrir vangá sigldi bát sínum fulllangt út á skurðinn og var um svifalaust skotinn af' austur-þýzkum landamæravörðum. í baksýn sést varðturninn, sem skotið var úr. Krosshólar Tenára'ðu lítið skátaljós DKKUR langar til að minnast þín, en við eigum aðeins fátækleg orð, sem á engan hátt megna að lýsa tilfinningum okkar á þessari Stundu. Okkur hefur alltaf fundizt Skátaljósið þitt svo skært og bjart, en skyndilega er ijósið horfið — þú ert komin yfir landamærin jniklu, og horfin sjónum okkar. Við erum hljóðar og sem agndofa, við getum ekki áttað okkur á því, að þú sért ekki lengur í okkar hópi. Við minnumst þín sem hins glaða og góða skáta, sem ávallt varst viðbúinn. — Þú varst okkar góði og trausti félagi og vinstúlka. í>ú hafðir svo einstaklega gott lag á því að vinna vel og vera létt og kát, livað sem á gekk. Sannarlega varstu góður foringi, og okkur til fyrirmyndar. Við stöndum eftir Cg spyrjum: Hvers vegna — hvers vegna einmitt þú, sem hafðir svo mörgum störfum að gegna — Störfum, sem við vissum að unnin voru af alúð og áhuga til heilla fyrir land og þjóð. En við þessari spurningu fáum við ekkert svar. En, við eigum trú — og það er trúin á Guð, sem er hin bjarg- fasta stoð og mikli styrkur, þegar allt annað bregzt. Við trúum því, að þú sért farin HEIM. Farin til meiri starfa Guðs um geim. Við trúum því, að litla skátaljósið, sem þú tendraðir hérna mitt á meðal okkar, eigi eftir að loga enn þá skærar, og lýsa þér langt inn í eilífðina. Litla ljósið þitt var aðeins fyrirboði að öðru enn þá stærra ijósi — neist- anum frá eilífum eldi Guðs. Minningin um þig mun hjálpa okkur til að halda litla ljósinu okkar lifandi. Við biðjum Guð að veita ástvinum þínum hjálp og styrk, og þá sérstaklega mömmu þinni. Við vitum hve þú varst henni góð og ástfólgin dóttir. Hafðu þökk fyrir allar góðar sam- verustundir. Hafðu þökk fyrir all- ar hugljúfar minningar, sem við þig eru tengdar. .... litla ljósið þitt verður Ijómandi stjarna skær, lýsir lýð alla tíð nær og fjær. AUÐUR EÐA UNNUR djúpúðga nam Breiðafjarðardali og bjó í Hvammi. Hún var einhver eftir tektarverðasti einstaklingur í þeim ágæta hópi manna, sem for ystu höfðu að því, að land var hér numið. Hún kom vestan um haf frá Dyflini á írlandi, eftir að Ólafur hvíti, maður hennar, féll í orrustu við íra. Frá íriandi hafði hún fylgdar lið sitt, sem hún gaf síðan af landnámi sínu, en þaðan hafði hún einnig annað. Þaðan hafði hún trú sína, því að hún var kona skírð og vel kristin. Það var eitt af einkennum írskr ar kristoi, að reisa krossa úr steini eða tré. Auður eða Unnur djúpúðga hefur því tekið með sér forna kristna siðvenju, þegar hún risti krossa sína á Krosshólaborg. Nú verður á þessu sumri aftur reistur kross á Krosshólaborg mest fyrir forgöngu kvenna og annarra í byggðum Breiðafjarðar dala, um það bil 1075 árum eft ir landnám Unnar. Hinn nýi kross verður helgað ur minningu landnámskonunnar kristnu. Verður hann afhjúpaður sunnudaginn 8. ágúst við hátíðar samkomu á Krosshólaborg. Ásgeir Ingibergsson. Hvammi. Látið okkur stilla og herða upp nýju bifreiðina! BlLASKOÐUN Skúlagötu 34. Sími 13-100 Látið okkur ryðverja og hljóðeinangra bifreiðina með TECTYL! RYÐVÖRN Grensásvegi 18. Sími 30945 Afmælisrit Jónasar frá Hriflu Sýslunefnd Þingeyjarsýslu á kvað á fundi sínum í vor að gefa út afmælisrit til heiðurs Jónasi Jónssyni frá Hriflu, en hann varð áttræður 1. maí síðastliðinn. Vajr Jónasi Kristjánssyni frá Fremsta felli falið að annast ritstjórn verks ins. Undirbúningi er senn lokið, og mun ritið koma út í næsta mánuði. í ritinu verða eftirtaldir þætt ir: 1.) Ævisaga Jónasar Jónssonar eftir Jónas Kristjánsson. 2.) Stjorn málasaga Jónasar Jónssonar eft ir Aðalgeir Kristjánsson. 3.) úr val greina sem ritaðar hafa v.er ið um Jónas Jónsson á ýmsum tímamótum í ævi hans. 4.) Skrá yfir bækur, ritgerðir og blaða greinar sem Jónas Jónsson heÉ ur skrifað. Afmælisritið verður 12—15 ark ir að stærð, prentað á vandaðan pappír og myndum prýtt. Áskrifta listar liggja frammi í Fræðslu deild SÍS og á afgreiðslu Tím Úns, Bankastræti 7, Reykjavik. Einnig geta þeir sem hug hafa á að eignast ritið, snúið sér til Jónasar Kristjánssonar, Sunnu braut 6, Kópavogi (sími 41758.) Einangrunargler Framleltt elnungis úr Úrvalsgleri — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. Korkiðjjan hf. Skúlagötu 57 — Síml 23260. Koparpípur og Fittings, Ofnkranar, Tengikranar, Slöngukranar, Rennilokar, Blöndunartæki. Burstafell byggingavöruverzlun, Réttarholtsvegi 3. Sími 3 88 40. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. júlí 1965 £ Kveðja frá skátasystrum. Minning: Arnlaugur Einarsson Fæddur 4. júlí 1903. — Dáinn 13. júlí 1965 Kveðja frá eiginkonu, dóttur og systskinum. Leiðir skilja ljúfi Vinur, lokið þungri sjúkdómsþraut. Góður drengur, gætinn, prúður, ; gekkstu þína ævibraut. Höndin hög til heilla leysti hlutverk hvers í lífsins önn. Dagfar allt, sem dáðu vinir, dyggðin prýddi lirein og sönn. Listin þín í söngva sölum, sú var vöggugjöfin stór. Kveiktir yndi, kraft og fegurð, hvar sem hófst þú rödd í kór. Heimaranninn byggðir bjarta bjóst af snilli allt í hag. Síðan þar við saman áttum, sólskinsstund og reynsludag. En í gegn um allt hið liðna ætíð fann ég drcngskap þinn, aðalsmerki ævidagsins, elskulegi vinur minn. Einkadóttur ástúð vafðir, allt frá fyrstu bernskutíð. Öllu varst þú fús að fórna fyrir okkur, ár og síð. Bróðir kær, frá æskuárum, um þig hugljúf minning skín. Burtu að lieiman brautir lágu, en breyttist aldrei tryggðin þín. Öll við þökkum ástvinirnir, allt, hið liðna um gengin spor. Býr hjá okkur blessuð minning, björt, sem geisli um fagurt vor.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.