Alþýðublaðið - 23.07.1965, Blaðsíða 7
Menntamálaráðherra setur skólamótið.
Hér fer á eftir ræða sú,
sem dr. Gylfi Þ. Gísla-
son, menntamálaráð-
herra, flutti við setn-
ingu 19. norræna skóla
mótsins í Háskólabíói í
gærmorgun.
FYRIR rúmum hundrað árum
fæddist efnalitlum, en gáfuðum
hjónum sonur á kotbæ einum í
Skagafirði á Norður-íslandi. Hann
ólst upp í fátækt, gekk aldrei í
skóla, en lærði samt snemma að
lesa og draga til stafs í heimahús.-
um. Nýférmdur fór hann í vinnu-
mennsku, og tæplega tvítugur
fluttist hann síðan til Vestur-
heims með foreldrum sínum og
fleira frændfólki. Rétt áður fékk
liann fáeinar vikur tilsögn í ensku
hjá prestum í sveitinni. Það var
eina skólagangan á lífsleiðinni.
í Vesturheimi varð hann fyrst
daglaunamaður, síðar efnalítill
bóndi langa ævi. En hann varð eitt
mesta skáld, sem ort hefur á ís-
lenzka tungu. Fræðimenn við
æðstu menntastofnanir í Ameríku,
sem hafa getað lesið ijóð hans á
frummálinu, hafa jafnvel hreyft
■þeirri skoðun, að hann muni vera
eitt mesta ljóðskáld, sem uppi
hafi verið í Kanada — eða jafnvel
iillum Vesturheimi.
Þessi skáldbóndi, Stephan G.
Stephansson, hefur ritað drög að
ævisögu sinni. í henni er stutt frá-
sögn af atviki, sem f.vrir hann kom
tólf ára gamlan. Mér finnst hún
vera lærdómsrík fyrir alla þá nú
á tímum, sem hugsa af alvöru og
einlægni um skólamál. Hún er
svona:
„Eitt haust var ég úti staddur
í rosaveðri. Sá þrjá menn ríða
Vatnsskarð frá Arnarstapa. Vissi,
að voru skólapiltar á suðurleið,
þar á meðal Indriði Einarsson,
kunningi minn og sveitungi, sitt
fyrsta ár til skóla. Mig greip raun,
ekki öfund. Fór að kjökra. Þaut út
í þúfur, lagðist niður í laut.
Mamma hafði saknað mín. Kom
út og kallaði; ég svaraði ekki.
Vildi ekki láta hana sjá mig, svo
á mig kominn, en hún gekk
á mig. Spurði mig, hvað að gengi;
ég vildi verjast frétta, en varð um
síðir að segja sem var. Eftir þessu
sá ég seinna. Mörgum árum á eftir
heyrði ég mömmu segja frá þessu,
en ég hélt hún hefði löngu gleymt
því. Hún bætti því við, að í það
sinn hefði sér fallið þyngst fá-
tæktin. — Tvisvar síðar, einu
sinni hoima, öðru sinni hér (þ. e.
í Ameríku) hefur mér boðizt á-
væningur þess, sem gat verið byrj-
un að skólagöngu, en ég hafnaði. í
öðru sinni vorum við öll ráðin til
vesturfarar, svo að ekki varð við
snúið. í hitt skiptið, hér, hefði ég
orðið að láta foreldra mína, ald-
urhnigna og útslitna, sjá fyrir sér
sjálf, hefði ég reynt að reyna á.
Nú veit ég ekki, nema lærdóms-
leysið, með öllum sínum göllum,
hafi verið lán mitt, svo að ég uni
þyí vel, sem yarð”.
Hvers vegna er ég að segja þessa
sögu hér, þegar skólamenn frá
■Norðurlöndum öllum hittast til
þess að bera saman bækur sínar og
læra hver af öðrum?
Tilgangurinn er ekki sá að
benda á þá alkunnu og augljósu
staðreynd, að unnt er að verða
mikill maður án skólagöngu. Hann
er ekki heldur sá að undirstrika,
að miklum árangri má ná í kröpp-
um kjörum, ef sterkur og einlæg-
ur þroskavilji beinist að réttu.
marki. Enginn þarf nú að fara á
mis við skólagöngu. Og kröpp
kjör eru ekki l'engur aðalvanda-
mál okkar. En hvað getum við þá
lært af þessari sögu?
Mér hefur alltaf fundizt það at-
hyglisverðast. við hana, að Stephan
skuli segja, að ef til vill hafi lær-
dómsleysið, með öllum sínum göll-
um, orðið lán sitt og átt gildan
þátt í því, að hann varð það, sem
hann varð: Sjálfum sér og sínum
gæfumaður og andlegur aflgjafi
öllum, sem kynnast verkum hans
og manngildi. Hvers vegna gat
þessi maður sagt, að jafnvel lær-
dómsleysið hafi orðið sér til góðs?
Skýringin er sú, að hann hafði
gert sér ljóst, að skólanám getur
því aðeins orðið til þroska, að það
sé notað sem undirstaða sjálfs-
menntunar. Og lærdómsleysi hans
varð hvatning til enn meiri átaka
við sjóifsmenntun sína. Hann lét
ekki fátæktina og brauðstritið
smækka sig. List hans og hugsun
magnaðist og þroskaðist við tor-
færurnar. Hann varð sannmennt-
aður maður. Ekki einungis varð
þekking hans víðtæk. Þekkingar-
leit hans mótaðist einnig af sann-
leiksást og rökvísi. En jafnframt
gerði hann sér skýra grein þess,
hvað liann vissi og hvað hann vissi
ekki. Hins vegar sljóvgaði vit hans
ekki tilfinningarnar. Þær voru
sterkar og heitar, þótt hann bæri
þær ekki utan á sér eða flíkaði
þeim með væmnu orðalagi. Með
sterkum vilja stýrði hann viti sínu
og stjórnaði tilfinningum sínum.
■ '.k
Þannig eiga sannmenntaðir
menn að vera. Og þannig tókst
þessu blásnauða bóndaskáldi að
verða, þrátt fyrir lærdómsleysi
[ sitt, — og jafnvel, að því er hann
sjálfur segir, vegna þess. Af þessi»
má mikið læra.
Nú á tímum eru allir sammála
um nauðsyn skóla og mikilvægi
þeirra. Nútímaþjóðfélag fengi ekki
staðizt án víðtæks skólakerfis. Og
framfarir eru í vaxandi mæli háð-
ar því, að skólakerfið sé eflt og
bætt í sífellu. En við þurfum a<i
gera okkur gleggri grein fyrir þvi
en við gerum, hvert við eigum a3
stefna. Skólinn á ekki að vera hlut-
laust hjól í þjóðfélagsvélinni.
Hann á ekki aðeins að auka verk-
kunnáttu og bæta starfshæfni,
ekki aðeins að stuðla að auknum
framförum og bættum efnahag.
Hann á fyrst og fremst að stuðla
að mannbótum. Þá fylgir allt hitt
í kjölfarið. Hann á fyrst og fremst
að bæta skilyrði sérhvers manns
til sjálfsræktar, því að úr þeim
jarðvegi einum vex sönn ham-
ingja.
Þessu. marki nær skólinn þvf
aðeins, að hann leggi grundvöll
að ævilangri viðleitni til sjálfs-
menntunar. Og slík viðleitni bér
ekki árangur nema fyrir andlegt
átak. Mesta hættan, sem nú er á
vegi skólanna, er sú, að þeir telji
alla menntun geta verið skóla-
menntun. Og mesta hættan, sem
nú er á vegi skólaæskunnar, er
sú, að henni gleymist, að enginn
þroski næst án átaks. Líf og starf
bóndans og skáldsins, sem fæddist
norður undir heimskautsbaug og
dó vestur undir Klettafjöllum,
ætti að geta hjálpað okkur til þess
að skilja þessar hættur og vinna
bug á þeim. Þess vegna hef ég
minnzt hans hér.
í einu af bréfum sínum segir
hann: ,,Ég er bara hversdagsmað-
ur í öllu, en hef aðeins reynt að
lifa ofurlitlu andlegu lífi eftir
beztu getu”. Þetta er það fyrst og
fremst, sem skólarnir þurfa að
kenna nemendum sínum: Að lifa
andlegu lífi eftir beztu getu. Skáld
bóndinn gat það án skólalærdóms.
Við eigum að reyna það með hjálp
skólanna.-
Með þessum orðum lýsi ég 19.
norræna skólamótið sett.
POSSNINGAR-
SANDUR
VIKURPLÖTURji
Elingangriaffiar- ]ji
piast
Seljum allar gerðir af pússn
ingarsandi heimfluttan og
blásinn i-nn.
Þurrkaðar vikurplötur Og
einangrunarplast.
Sandsalan við Elliðavog s.f,
Elliðavogi 115, sími 3Q120.it
•■;n?
SKURSTÖDSN
Sætúni 4 — Sími 16-2-27
Bíilinn er smurður fljótt og velti
Seljum allar teguUdir af smúrolíg
Þingheimur stendur á nieð.m þjóðsöngvar eru leiknir.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 23. júlí 1965 , j
' i; '