Alþýðublaðið - 23.07.1965, Blaðsíða 15
Í|pPp^£vf Vv
ip>.
Fer Gina í
tugthúsið?
Gina Lollobrigida
stendur í miklu stappi
þessa dagana, og útlitið
er satt að segja ekki gott.
Það getur jafnvel farið
svo að þessi heimsins
mesti kroppur verði sett
í fangelsi- Það eru nefni
lega réttarhöld yfir
henni Þessa dagana út
af rúmsenunni í frægu
í kvikmyndinni Le Bam
bole. Gina var ákærð fyr
ir að vera allsnakin und
ir handklæði (mjög litlu
handklæði) en hún held
ur því hins vegar fram
að hún hafi verið í
þröngum sundbol með
hörundslit. Þetta gagði
hún eftir að vera hátíð
lega búin að lofa því áð
segja sannleikann, all
an sannleikaann og ekk
ert nema sannleikann. Ef
hún svo hefur verið að
skrökva, getur verið að
henni veri stungið inn,
því að ítalskt réttarfar
er ekki til að spauga
með þegar velsæmi er
annars vegar. Sérfræð
ingar hafa margskoðað
myndina með öllum hugs
'jAflflDr8
kvikmyndir
skemrratanir
dœfluriöcpofl.
anlegum græjum, og
þeir segjast ekki geta
séð þess nein merki a8
hún sé í einhverju innaa
undir handklæðinu. Ea
fátt er svo með öllu illtj
myndin hefur fengið
gífurlega auglýsingu í
blöðum, sjónvarpi og út
varpi vegna réttarhald
anna Á Ítalíu hefur hand
klæðið sem Gina hefur
utan um sig á útstilling
unni verið stækkað all
verulega, en það muit
ekki vera gert í nágranna
löndunum-
í myndinni leikur einnig Elke Sommer.
Gina — rétt áðúr en senan fræga var tekin.
Ef trúa skal slúður
dálkum erlendra blaða,
líður senn að því að allir
bítlarnir verði komnir f
hjónabahd. John er bu
inn að vera giftur ura
noVVnrt, skeið. Ringo gift
ist fyrir skömmu eins fog
frægt er orðið, og mí
segia menn að Georg og
Paui séu farnir að hugsa
sér til hreyfings. — Ekki
er líklegt að þá skorti
úrvalið piltana.
B óksalaf élagið
Pramhald af 2. síðu.
á hinni ranglátu skipan toilamála,
sem íslenzkir útgefendur þurfa að
búa við. Á sama tíma og érlendar
bækur og blöð eru algjöriega toll
frjáls, ér íslenzkum útgefendum
,gert að greiða háa tolla af pappír
og bókbandsvörum. Augljöst er,
að þessi skipan tollamála stendur
íslénzkri útgáfustarfsemi veru-
lega fyrir þrifum, þar sem liún
leiðir til hærra verðs en ella
þyrfti að vera á bókum og neyð
ir íslenzka útgefendur til ójafnr
ar og óréttlátrar samkeppni við
erlenda aðila, sem njóta sérstakra
fríðinda umfram íslenzka útgef-
endur. Þess vegna skorar fundur
inn á ríkisstjórnina að beita sér
nú þegar fyrir endurskoðun á toll
um á efni til bóka- og blaðaútgáfu,
svo að íslenzkir útgefendur hafi
ekki lakari aðstöðu í sínu eigin
landi en erlendir keppihautar
þe)'rra.“
Kjörin var ný stjórn Bóksalafé
lags íslands og skipa hana nú:
Olíver Steinn Jóhannesson form.,
Gunnar Einarsson varafórm.,
Steinar Þórðarson gjaldkeri, Arn-
björn Krrstinsson ritari, Gísli Ó1
afsson vararitari, Guðmundur Jak
obsson og Gunnar Þorleifsson með
stjórnendur.
Erindi EVEatthíasar
Framh af 1 síðu.
ur skiluðu yfirléitt betri námsár
angii í tungumálum, en piltar í
stærðfráeði og skyldum námsgrein
um. Síðan vék - hann ■ niáli sínu
að landsprófinu. Hvað hann von
lítið treggreindum unglingum að
ætla að standast prófið, en hins
vegar stæðist það alltaf hópur
meðalgreindra unglinga og tæp
lega það. En á hinn bóginn kvað
hann unglinga með jafnvel mjög
háa greindarvísitölu falla á próf
inu öðru hveriu. Mætti þar ef
laust kenna um kæruleysi í mörg
um tilfellum. en það væri stað
reynd, að greind íslenzkrar æsku
nýttist ekki alltaf sem skyldi í
skólum, Vegna ýmissa mistaka við
uppeldi og kennslu færi talsvert
af greindum nemendum forgörð
um, aðallega í landsurnfsbekk og
á fyrsta menntaskólaári, en á
þessu skólastigi væri of mikið lagt
á nemendur; vinmibol þeirra
hrykki ekki til, dr. Matthías sagði
að betri árangur næðist, ef greind
arpróf væm meira notuð við að
velia nemenduri til frambaldsnáms
jafnframt bví sem námsefni væri
betur dreyft á skólaárin.
Segir af sér
Framh at 1 siðu
er í London, að Reginald Maudling
fv. fjármálaráðherra og Edward
H'eath fv. efnahags- og varautanrík
isráðann, muni berjast um stöð-
una.
Tvö brezk kvöldblöð, „Evening
Standard" og „Evening News”
slógu í dag upp fréttnni um vænt
anlega afsögn Sir Alec, en ekk
ert var opinberlega tilkynnt um
málið fyrr en síðar um kvöldið í
bréfi frá Sir Alee til hinnar svo
kölluðu 192-nefndar, sem skipuð
er íhaldsþingmönnum.
Ákvörðun Sir Alecs kom á óvart
í' London, þar sem hann hafði
heitið því að stjórna flokknum
þar til að loknum næstu þingkosn
ingum. Hann mun halda áfram
þingmennsku.
Ian Mc Leod, sem til greina hef
ur þótt koma sem eftirmaður Sir
Alees, sagði í kvöld að hann hefði
ekki áhuga á leiðtogastöðun.ii. Ann
ar, sem hefur verið tilnefndur,
tengdasonur- Winston Churchils
og formælandi flokksins í varnar
málum, virðist hafa litla möguleika
Talið er því, að baráttan standi
milli Heaths og Maudlings.
Fylgismenn Heaths hófu var
kára herferð gegn Sir Alec fyrir
viku og hlutu stuðning 100 þing
manna. Maudling er einnig talinn
njóta fylgis 100 þigmanna. Um
100 þingmenn hafa ekki tekið af
stöðu og munu því ráða úrslitum
Maudling var einn af keppinaut
um Siu Alecs þegar Macmillan
sagði af sér 1963. Svo seint sem
,í fyrradag kvaðst Sir Alec mundu
leiða flokk sinn til sigurs í næstu
kosningum.
Sir Alec Douglas—Home hefur
staðið sig illa í skoðanakönnunum
samanborið við leiðtoga Verka
mannaflokksins, Harold Wilson for
sætisráðherra. Sumir íhaldsmenn
kenna honum um ósigurinn í kosn
ingunum í fyrra, án þess að segja
það opinberlega.
Fyrir örfáum vikum kom í ljós
að flestir Bretar telja Harold Wil
son betri leiðtoga en Sir Alec á
öllum sviðum innanrikismála, og
þótt Sir Alec hafi staðið sig bezt
í utanríkismálum þótti hann ekki
standa sig vel í viðureigninni við
Michael Stewart utanríkisráð
herra í vikunni.
Sumir telja, að Sir Alee muni
gefa kost á sér í kosningum þing
manna um nýjan leiðtoga þar
sem hann varð flokksleiðtogi áð
ur en nýju reglurnar komu til
sögunnar og til að treysta sig í
sessi, en aðrir telja það ósenni
legt.
Lögmæt
kosning
Prestskosning fór nýlega fram í
Valþjófsstaðarprestakaíli í N.-
Múlaprófastsdæmi. Á kjörskrá í
prestakallinu voru alls 252. Þar af
kusu 145.
Atkvæði féllu þannig, að síra
Bjarni Guðjónsson, settur prestur
að Valþjófsstað, sem var eini um-
sækjandinn, hlaut 144 atkvæði, en
einn atkvæðaseðill var auður.
Kosningin var iögmæt, og séra
Bjarni Guðjónsson því löglega
kjörinn sóknarprestur að Valþjófs
stað.
SLÆM
BYRJUN
Osló 22. júlí (NTB).
Fyrsta umferð í Norðurlanda
meistaramótinu í skák fór fram í
Osló í gær. Svein Johannesson
vann Magnús Sólmundarson. Bið
skák varð hjá Freysteini Þorbergs
syni og sænsknm mótstöðumanni
lians. P. E. Hansen vann Jóliann
Þóri Jónsson og A. Jensen vann
Harvey Georgson, og Dan Fosse
vann Benedikt Halldórsson.
Önnur umferð mótsins verður
tefld í dag.
Svíar teknsr
Framhald af 3. síðu.
Spánar í bifreið. Þeir földu eitur
lyfin í útvarpi bílsins.
Stúdentinn. sem sýndi fána
Spánar ekki tilhlýðilega virðingu
var handtekinn við Gíbraltar.
Hann lét fögnuð sinn óspart í ljós
þegar brezki fáninn var dreginn að
hún en fussaði þegar sá pánski
var dreginn að húni.
Flestir Svíar, sem handteknir
eru fyrir smygl í sambandi við
ferðalög til Spánar reyna að venju
lega að koma eiturlyfjum frá
Spáni til Svíþjóðar. Nokkrar töfl
ur, sem seldar eru fyrir nokkra
aura á Spáni, seljast fyrir tvær
krónur sænskar á svörtum marK
aði í Stokkhólmi. EiturlyfjasmygT'
frá Spáni hefur valdið sænsku lögí
reglunni miklum erfiðleikum ogý
daglega á þessum tima árs er eiti'
hver Svíi handtekinn fyrir eitur
lyfjasmygl.
Stúdentarnir tveir, sem sitja I
spönsku fangelsj fyrir eiturlyfa-
smygl, hafa sennilega keypt mari
juana, sem keypt er fyrir offjár
á svörtum markaði í stórborguin
Evrópu, í Tanger eða annars staB
ar í Norður-Afríku. |
SÍLDVEIÐIN fyrir Austurlandi
var lítil síðasta sólarhring. í gær
morgun höfðu 23 skip tilkvnnt um
samtals 7.400 mál og tunnur, og
hafði þessi síld fengizt á Gerpis-
flaki og Norðfjarðardýpi, 40 — 60
sjómílur undan landi. Veður var
sæmilegt á þessum slóðum, fö
þoka. i
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. júlí 1965 f*