Alþýðublaðið - 13.08.1965, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.08.1965, Blaðsíða 2
eimsfréttir ....siáastlídna nótt ★ SAIGON: — Bandarísk sprongjuþota af gerðinni Skyhawk var skotin niður yfir Norður-Vietnam í gær með sovézkri SAM- •eldflaug. Annarri hotu, sem varð fyrir SAM-árás, tókst að flýja. Bandarískir hermenn hafa tekið sér stöðu 25 km frá útvirkinu Due Oo skammt frá landamærum Kambódíu og urðu fyrir sprengju- vörpuórás í gær. ★ NÝJU DELHI: — Indverjar héldu því fram í gær, að 25 pakistanskir árásarmenn til viðbótar liefðu verið felldir í nokkrum tiýjum átökum í Kasmir. Indverjar telja, að milli 1200 og 2000 ÍPakistanar hafi sótt inn í Kasmír. Komið hefur fram í yfirheyrsl um, að árásarmennirnir eru úr fastaher Pakistan. ★ AJÞENU: — Öflugur lögregluvörður var við konungshöllina í Aþenu í gær þegar Konstantin kontmgur veitti Papandreou fv. forsætisráðherra áheyrn. Talið er, að þeir reyni að jafna ágrein- inginn, sem olli stjórnarkreppunni. Götuóeirðir hafa verið bannað ar í Aþenu, en fylgismenn Papandreous úr hópi stúdenta og verkalýðsfélög hafa boðað til nýrra mótmælafunda. ★ SINGAPORE: — Singapore mun hefja nýjai' viðræður við Breta vegna úrsagnarinnar úr Malaysíusambandinu, að sögn vara forsætisráðherra borgríkisins. Hann kvaðst hins vegar ekki búast við erfiðleikum í þessu sambandi þar sem brezku herstöðvarnar voru aðeins til varnar. Hann kvað igóðar horfur á bættri sambúð við Indónesa. ★ ACCRA: — Kwame Nhrumah, forseti Chana, hefur sent dohnson forseta nýjan boðskap um Vietnamdeiluna. í síðustu viku sendi Nknimah Johnson bréf þar sem hann fór þess á leit fíð loftárásum á Norður-Vietnam yrði hætt. Nkrumah hefur verið boðið í heimsókn til Hanoi. ★ WASHINGTON: — Johnson forseti sagði í gær, að Banda ríkjamenn mundu aldrei færa neinar fórnir í Suður-Vietnam ef aðstoðar þeirra væri ekki óskað. Hann sagði þetta er Henry Cabot Lodge tók formlega við embætti sendiherra í Saigon. Hann sagði að Robert Kennedy hefði óskað eftir því að fá þetta starf í fyrra, og einnig hefðu Rusk utanríkisráðherra, McNamara land vamaráðherra og Bundy, sérlegur ráðunautur forsetans, boðið sig fram. Eldflaug þotu yfir Saigon, 12. ágiíst. (ntb-afp). Bandarísk sprengjuþota af Sky- mastergerð var skotin niður yfir Norður-Vietnam í dag með sov WÉvT ÓPUMERKI NÝ Evrópufrímerki koma út 27. sept. næstkomandi. Verðgildi þeirra er kr. 5.00 og kr. 8.00. — Hörður Karlsson teiknaði þessi frí- merki, og er á þeim trjágrein með þremur blöðum og aldin, sem tákn ar samstarf meðlimaríkja CEPT. Pantanir til afgreiðslu á útgáfu degi þurfa að berast ásamt greið- slu fyrir 6. september. grandar Vietnam ézkri eldflaug af gerðinni SAM, að því er tilkynnt var í Saigon. — Samkvæmt áreiðanlegum heimild- um var skotið meö eldflaug á aðra Skyhawk-þotu, en henni tókst að snúa aftur til flugvélaskipsins „Midvjay" lítt löskuð. Þetta er í annað sinn sem banda rísk flugvél er skotin niður með SAM-eldflaug yfir N-Vietnam. — Phanton-þota var skotin niður með eldflaug 24. júlí, 65 km. norðvest- an við Hanoi, en Skyhawk-þota var skotin niður um 80 km. suð- vestan við höfuðborgina, og var Bandaríkjamönnum ekki kunnugt um að eldflaugastæði væri á þeim stað. Eftir fyrri eldflaugaárásina réðust bandarískar flugvélar á tvo hreyfanlega skotpalla vestan við Hanoi. Fimm flugvélar fórust. Bandarískir fallhlífaliðar og fót- gönguliðar, sem tóku sér stöðu í gær 25 km. frá útvirkinu Duc Co skammt frá landamærum Kámbó- díu, urðu fyrir sprengjuvörpuá- rásum af hendi Vietcong í dag. Jafnframt gerði Vietcong sprengi vörpuárás á búðir hinna sérþjálf- uðu hersvéita við Duc Co. Fjöl- mennt lið stjórnarhermanna kom til búðanna í dag eftir þriggja daga göngu frá Pleiku, sem er 30 km. norðaustur af Duc Co. Þegar sprengikúlurnar fóru að falla yfir bandarísku stöðvarnar við Duc Co var flokkur fallhlífa- jWtWWHWWWWWWWMWW Maðkar lokuðu spennistöðinni Reykjavík. — ÓTJ. ÞEIM brá heldur í brún mönnunum, sem litu inn l spennustöðina hjá Lýsi og Mjöl í Hafnarfirði fyrir nokkrum dögum. Gólfið í henni var þakið iðandi og spriklandi hyitum ormum og rennandi lýsi, og daunninn var svo ferlegur, að þeim sló fyrir brjóst. Gísli Jóns- son rafveitustjóri tjáði Al- þýðublaðinu að þessi úr- gangur hefði sennilega kom- ið niður um niðurfall frá verksmiðjunni. Varð að loka spennustöðinni, taka af strauminn, og var unnið við að hreinsa óþverrann um nóttina. Varð að loka spennu stöðinni, taka af straum, og var unnið við að hreinsa ö þverrann um nóttina. Engin slys eða óhöpp urðu í sam- bandi við þessa. WWMWWMWWWtMMMMW liða sendur til þorps nokkurs I grenndinni til að eyðileggja sprengivörpurnar. En áður en varð flokkurinn sótti inn í þorpið gerðu nokkrar flugvélar loftárásir á þorpið og sprengivörpurnar þögn- uðu. Þegar varðflokkurinn sótti inn í þorpið var engan mann að sjá. Þetta var í fyrsta sinn sem bandarískar bardagasveitir tóku þátt í aðgerðum gegn Vietcong. Landvarnaráðuneytið í Saigon segir, að 411 Vietconghermenn hafi bundið þúsundir hermanna Framh. á 14 síOu. ★ KAIRÓ: — Alsír og Súdan styðja ekki lengur uppreisnar menn í Kongó, að því er uppreisnarleiðtoginn Christophe Gbenye segir í blaðaviðtali. Hann sagði að innbirgðis deilur ríktu í upp- reisnarhreyfingunni. ★ TEL AVIV: — ísraelskir og sýrlenzkir hermenn skiptust í gær á skotum á landamærunum þar sem áin Jórdan rennur í Genesaretvatn, og báðir aðilar hafa kvartað við alþjóðlegu vopna lilésnei'ndina. ★ BRUSSEL: — Moise Tshombe, forætisráðherra Kongó, ræddi í gær við Spaak, utanríkisráðherra Belgíu, sennilega um tbeknilega aðstoð Belga á sviðum efnahagsmála, félagsmála og hermála. i ★ BERLÍN: — í dag eru liðin fjögur ár síðan Austur-Þjóð- Ýerjar reistu múrinn í Berlín. Af því tilefni lýsti vestur-þýzka júngið yfir í gær, að þýzka þjóðin og þýzka stjórnin mundu aldrei áætta eig við múrinn. Eins og kunnugt er samþykkti Alþingi lög um rannsóknir í þágu atvinnuveganna. Með lögum þess- um var gerð veruleg breyting á skipað og verkefnum Rannsókna- ráðs ríkisins. Samkvæmt nýju lög- unum á 21 maður sæti í Rann- sóknaráði. Sjö alþingismenn, kjörnir í sameinuðu þingi, eiga sæti í ráðinu, og einn fulltrúi frá hverri eftirgreindra stofnana: -mtm - - Búnaðarfélagi íslands, Fiskifélagi íslands, Iðnaðarmálastofnun íslands, Efnahagsstofnuninni og Raforkuráði og raforkumálastj. Háskólaráð tilnefni 3 fulltrúa og forstjórar eftirgreindra stofnana eiga sæti í ráðinu samkvæmt stöðu sinni: Rannsóknarstofnunar byggingar iðnaðarins, Rannsóknarstofnunar iðnaðarins Rannsóknarstofnunar landbún- aðarins, Rannsóknarstofnunar fiskiðnað- arins — og Hafrannsóknarstofnunarinnar. Samkvæmt lögunum er mennta* málaráðherra formaður Rannsókn aráðs og hann skipar varafor- mann úr hópi ráðsmanna. Fyrsti fundur hins nýja Rann* Framhald á 14. síðu. Fyrsti fundur hins nýja Rannsóknaráðs í gærmorgun. jr Arsþing ung- templara ÁRSÞING íslenzkra ungtempl- ara verður haldið að Jaðri 13. og 14, þ. m. og hefst það föstudags- kvöldið kl. 8,30. Þá mun formað- ur ÍÚT, séra Árelíus Níelsson, flytja ávarp, Árni Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, Hafnarfirði flytja erindi. Síðar verður flutt skýrsla stjórnar ÍUT. Þingstörf munu lialda áfram á laugardags- morgun. Þá verða umræður, stjórn arkjör o. fl. Mun þinginu ljúka síðar um daginn. FYRSTI FUNDUR KflA RANNSÓKNARÁÐSINS 2 13. ágúst 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.