Alþýðublaðið - 28.09.1965, Side 2

Alþýðublaðið - 28.09.1965, Side 2
 heimsfréttir ....siáoisflidína nótt ★ NEW YORK: — Pa'kistan skýrðt formlega frá. þvi í 'gær, að pakistanskar ihersveitir mundu ekki hörfa aftur til stöðva fþeirra, isem þær voru í áður en styrjaldaraðgerðir Indveria og Pakistana hófust. Jafnframt isagði fastafulltrúi Pakistans hiá SÞ, að ef SÞ fyndi ekki viðuhandi lausn á Kasmírmálinu væri liætta é ennþá alvarlegri deilu. ★ SAIGON: — Forsætisráðherra Suður-Vietnam, Ky mar- skálkur, lýsti því yfir í gær, að hryðjuverkamenn Vietcong yrðu líflátnir í framtíðinni. Tveir Bandaríkjamenn voru teknir af lífi af Vietcong um helgina í hefndarskyni við aftökur þriggja hryðju verkamanna Vieteong við Da Nang í síðustu viku. ★ BLACKPOOL: — Formaður brezka Verkamannaflokks- ins, Ray Cunter, setti landsfund flokksins í Blaekpool í gær. Mögu leikar á nýjum kosningum áður en langt um líður setja svip sinn á þingið. Gunther hvatti fulltrúana, sem þingið sitja, til að sýna samheldni. ★ WASHINGTON: — Fjármála- og efnahagsmálaráðherrar fjötmargra vestrænna iðnaðarríkja voru hvattir til þess í gær að fcoma til leiðar víðtækum og samstilltum aðgerðum til hjálpar þróunarlöndunum er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) og Al- þjóðabankinn liófu árlegar umræður sínar í Washington í dag,. Forseti Alþjóðabankans., George Wood, hvatti til slíkra aðgerða, eem ihann kvað anundu verða mótvægi gegn styrjöld. ★ MOSKVU: Aleksei Kosygin forsætisráðherra lagði fram skýrslu um nýja stefnu í stjóm iðnaðarmála Sovétríkjanna á fundi i imiðstjórn sovézka kommúnistaflokksins í gær. l’ilgangur Inn er sá, að Ikoma á betri stjórn í iðnaðinum, gera skipulagn- ingu iðnaðarmála fullkomnari og örva bætandi áhrif iðnaðar- ins á efnahaginn. ★ BONN: — Erhard kanzlari harmaði í >gær allar tilraunir <tU að ihafa áhrif á ákvarðanir hans varðandi skipun hinnar nýju etjórnar hans með opinberum umræðum. Hann kvaðst hafa alger leiga frjálsar hendur í þessu máli. Umræðurnar isnúast aðallega um Schröder utanrikisráðherra, Strauss fv. landvarnaráðherra og Mende, formann Frjálsa demókrataflokksins. ★ TOKY: — Stærsta iskipi heims, japanska olíuflutningaskip inu „Tokio Maru“, isem er 150.000 lestir, var hleypt af stokkun Úm í Yokohama í dag, aðeins 144 dögum ieftir að kjölurinn var íagður. ★ LEOPOLDVILLE: — Kongóstjóm beitir flugher og Iand her í víðtækri árás á síðustu bækistöð uppreisnarmanna í Aust- ur Kongó. Sýningarnefndin vann við aS velja úr aðsendum myndum og hengja sýninguna upp í gær. Haustsýmngin opnuð í kvöld Reykjavik — OÓ HAUSTSÝNING Félags ísl. mynd- listarmanna verður opnuð í kvöld kl. 22.00. Alls eru á sýningunni 45 verk eftir 20 málara og 6 mynd- höggvara. Það er löngu orðinn fastur liður í starfsemi félagsins að halda sam- sýningar sem þessa á liaustin, en féll niður í fyrra vegna listahátíð- arinnar, þar sem flestir félags- manna tóku þátt í hinni stóru sýn- ingu sem þá var haldinn. Fyrir þrem árum var sá siður tekinn upp að bjóða málurum frá Norðurlönd- um að taka þátt í haustsýningun- um og að þessu sinni er gesturinn sænskur málari, Sten Diiner. Eru þrjár myndir eftir hann á sýning- unni. Óvenju margir ungir málarar sýna að þessu sinni með Félagi ís- lenzkra myndlistarmanna í fyrsta sinn. Þeir eru Jónas Guðvarðsson, Sveinn Snorri, Tryggvi Ólafsson, Magnús Tómasson og Arnar Her- bertsson, en þetta er í fyrsta sinn sem liann sýnir opinberlega. Auk málverka og höggmynda eru sýnd þrjú teppi. Tvö eftir Bar- böru Árnason og eitt eftir Vigdisi Kristjánsdóttur, Gunnlaugur Sclie- ving gerði frummyndina af því teppi. í sýningarnefnd Fél. ísl. mynd- listarmanna eru Þorvaldur Skúla- son, formaður, Jóhannes Jóhann- esson, Eiríkur Smith, Steinþór Sig- urðsson og Hafsteinn Austmann, auk myndhöggvarana Sigurjóns Ólafssonar, Magnúsar Á. Árnason- ar og Guðmundar Benediktsson- ar. Framhald á 11. síðu. HVER ÓK Á R-13204? Rvík, — ÓTJ. Grannleitur ma'ður í einkennis búningi, sem ekur ljósri Volvo l'ólksbifreið er grunaður um að hafa ekið á kyrrstæða svarta Volkg wagenbifreið (R-13204) við vest urgaflinn á bílastæði Landssíma- hússins milli kl. 13,vO og 13,45 í gærdag. Við ákeyrsluna skemmd ist vinstra afturbretti Volkswagen bifreiðarinnar, og einnig gangbretti Ökumaður Volvo bifreiðarinnar er vinsamlegast beðinn að hafa sam band við Kristmund Sigurðsson hjá rannsóknarlögreglunni. >000000000000000000000000<0>000000<> Orgeltónleikar í Neskirkju >000000000000000 Anitu Ekberg gert a5 borga Stokkhólmi, 27. september (NTB) SÆNSKA leikkonan Anita Ekberg, sem nú býr í Róm, -x' var í dag dæmd til að greiSa ógreidda skuld í annað sinn á einni viku. Leikkonan dvaldist í Svíþjóö fyrir einu ári í sambandi við upptöku á kvikmynd, sem ekkert varð úr, og gleymdi greinilega pen ingunum heima. Fyrir tæpri viku dæmdi héraðsrétturinn í Ystad hana til aö greiða dyraverði á hót- eli í bænum 1.000 sænskar krónur fyrir utan málskostn- að. Leikkonan hafði fengið þessa upphæð lánaða hjá manninum, en ítrekaðar til- raunir hans til að fá lánið greitt hafa ekki borið á- Framhald á 14- síðu. ÞÝZKI orgelsnillingurinn Mart- in Gúnther Förstemann, pró- fessor við tónlistarháskólann í Hamborg, heldur tónleika í Nes- kirkju í Réykjavík, miðvikúdag- inn 29. sept. n. k. kl. 21. Þetta Verða einu tónléikar hans hér í borginni að þessu sinni. Á efnisskránni eru verk eftir hann sjálfan, ennfremur Niko- laus Bruhns, Georg Böhm, Jó- hann Sebastían Baeh og Max Reger. Öllu blindu fólki e.r boðinn ó keypis aðgangur. Aðgöngumiðari eru seldir í bókabúðum Sigfúsar Eymunds- sonar og Lárúsar Blöndal. >00000000000000000000000000000000 >000000000000000: Dulafullur snuðr- Rvík, — OTJ. Dularfuliur snuðrari hefur ver ið á ferð í Hafnarfirði að undan förnu, og hefur fóik tvívegis orð ið vart við hann í heimahúsum að nóttu til. í síðara skiptið var lög reglan kvödd á vettvang, en þeg ar hún kom hafði náunginn forð að sér og leit bar ekki ánrangur. Talið er líklegt að sami maðurimi hafi verið á ferðinni í bæði skipt in, þó að ekki séu sannanir fyrip því. Er hann ungur að aldri, hár, grannur og fölleitur, með dökkt hár. I.ögreglan í Hafnarfirði hefur málið til meðferðar en getur lít ið sagt sem komið er. Þó kveðast beir vantrúaðir á að þetta sé ein hver vera úr öðrum heimi, eins og ei|t dagblaðanna liafl látið ligg'ja að. 2 28. sept. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.