Alþýðublaðið - 28.09.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.09.1965, Blaðsíða 4
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfull- trúi: Eiður Guðnason. — Síman; 14900 - 14903 — Augliýsingasimi: 14906. ASsetur: Aiþýöuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiöja Alþýðu- blaöslns. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið. Utgefandi: Alþýðuflokkurinn. HRINGEKJAN v NEYTENDUR á íslandi greiða þessa daga 10— 26% hærra verð fyrir ýms inniend matvæli en gilt hefur í sumai. Verðhækkanir þessar stafa af því, að bændur landsins eiga samkvæmt lögum rétt á sam bærilegu kaupi við aðrar vinnustéttir, ien isá saman- burður er reiknaður út eftir formúlu, sem er vægast sagt umdeilanleg. Launþegar hafa fyrir löngu lært, að kauphækk- :,anir draga dilk á eftir sér í þessu landi. Atvinnurek- endur fá undantekningalítið að hækka verðlag á tvöru eða þjónustu, sem þeir selja almenningi, ef kaup- gjald hefur hækkað. Af þessu leiðir, að íslenzkir launþegar eru í sjálfheldu og geta varla komizt lengra eftir samninga’leiðum en að halda í horfinu ;um kjör sín — nema menn grípi til þess venjulega neyðarúrræðis að lengja vinnutíma sinn að kvöld- eða næturlagi. Þegar svo til allar stéttir fá sömu eða svipaða prósentuhækkun á kaup sitt, og atvinnurek- endur velta hækkununum strax út í verðlagið, verð ur árangurinn enginn — nema verðbólga. Og hætt er við, að í taumlausri verðbólgu freistist margir at- vinnurekendur til að smyrja örlítið meira á verðlag ið en kauphækkun nam til að tryggja sjálfa sig. Þann ig'vex verðbólgan enn meir og hagur launþega versn ar að sama skapi. Þessi hringrás leiðir til þess, að hlutur launþega í þjóðartekjum helzt óbreyttur eða svipaður. Með þessum hætti tekst vinnuaflinu ekki að fá aukinn sinn hlut eins og eðlilegt væri. Arðurinn af hinni nýju tækni, af hagræðingu og betri vinnubrögðum verður eftir í fyrirtækjunum eða hjá eigendum þeirra. Get- ur raunar engum manni dulizt, að hagur fyrirtækja og lúxuslíf atvinnurekenda hafa verið með miklum blóma. Verkalýðshreyfingin er í mjög erfiðri aðstöðu, þegar slíkt ástand skapast, sem hér hefur verið lýst. Hún verður >að beita öllum ráðum til að halda í horf inu fyrir sitt fólk, en mögúleikar til að bæta hag þess á eðlilegan liátt eru sáralitlir. Afleiðingin verður sú alkunna staðreynd, sem nýlega hefur verið staðfest með opinberum skýrslum, að 'vlnnutími er hér á landi óhóflega — ef ekki hættulega — langur. Alþýðuflokkurinn hefur ekki aðens stutt hina beinu kjarabaráttu verkalýðsins, heldur lagt sérstaka áherzlu á þýðingu félagslegra xunbóta, svo sem al- mannatrygginga. Á þann hátt er unnt að flytja til miklar tek.jur frá þeim efnaðri til hinna þurfandi. Á þessu sviði hefur náðst mikill órangur á síðustu ár- úm, og heildarupphæð almannatrygginganna mun vera nálægt 1.000 milljónum króna á ári. 4 28. sept, 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Kauptaxti V.R. frá 1. sept. 1965 (Grnnnl + vísit. 4,88%) LAUN EFTIR Fl. Byrj.l. 3 mán. 1 ár 3 ár 8 ár 10 ár 15 ár 1. 3.605 2. 4.419 4.883 3. A 6.627 6.860 7.093 7.371 7.663 7.965 8.267 3. B 6.240 6.472 6.698 6.883 7.159 7.445 7.740 4. 7.174 7.371 7.570 7.872 8.174 8.499 8.837 5. 7.815 8.117 8.442 8.768 9.115 9.477 6. 8.499 8.848 9.210 9.581 9.976 10.372 7. 9.255 9.627 10.023 10.418 10.849 11.279 8. 10.011 10.476 10.906 11.338 11.790 12.301 9. 10.964 11.395 11.849 12.325 12.813 13.325 10. 12.127 12.802 13.511 14.255 15.046 Verzlunarmannaféiag Reykjavíkur. m Vélhérinn, sem aldrei næst í AULT BER AÐ SAMA BRUNNI. Verðbólgan æðir áfram. Verstu spárnar um hrun peninganna og æðisgengið kapphlaup um lífsgæð in svokölluóu, eru sem óðast að ræt ast. Bitatog stjórnmálaflokka um það hverjir beri sökina, hverjum sé að kenna og hverjum ekki að kenna, er ófrjótt kjaftæði, sem fólk hlusutar ekki á og fer ekkert eftir. Þetta er engum einum stjórn málaflokki að kenna. Það er skort urinn á vinnuaflinu, sem veldur og æðið verður ekki stöðvað, livort sem þaö er hægt eða ekki, en það efast ég um. ALLSTAÐAR HEYRIR maður sömu setninguna: „Við höfum alls ekki kaup eða kjör saman borið við aðrar stéttir". Það er alveg sama hvem maður talar við, verka mann, sjómann, iðnverkamann, iðnlærðan, verzlunarmann eða op inberan starfsraánn. Enginn hefur sambærileg kjör við aðrar stétt ir. Þannig hljómar startskotið. Á þessu hyggist æðið, sem er alger légá blint. MENN BYGGJA YFIR loftslag. Þéir eru alltaf að stækka við sig Menn taka á sig vaxtabyrði af hundruðum þúsunda króna til þess eins að breyta til um húsnæði, að stækka við sig, án þess að þurfa þess, Vélhérinn æðir eftir hlaupa bráutinni og hundarnir þenja sig á eftir honum — og ná honum aldrei. Menn kaupa sér ekki lífs hamingju eða hugarró með spani Það er furðulegt hvað margir hafa mikið fé milli handa. ÞAÐ ER ALLS EKKI einleikið Atvinnutekjurnar eru það ekki. Hvaðan kemur féð? Hvernig er það fengið. Eg veit hvað mikið ég hef í tekjur og hvað ég má leyfa mér. Um það þarf enginn að segja neitt. Þess vegna hlýt ég að verða undrandi þegar ég sé menn eyða tugum þúsunda á einum mánuði — og mánuðum saman. Hvernig fer maður að því að standast slíkar greiðslur, sem hefur um 15—20 þúsund krónur í tekjur á mánuði samkvæmt samningum og sam- kvæmt bókum og samkvæmt skatt skránni? ÞETTA ER EF TIL VILL til- gangslaust tal, aðeins til að benda á hversu leikurinn sem við leik um er grár, kolgrár. Ég bendi ekki á lausn. Ástæðan er einfaldlega sú, að ég sé ekki hvernig eigi að fara að því að leysa það. Mér skilst að allir stjórnmálaflokkarn ir viti nákvæmlega hvernig eigi að fara að því. En útkoman er sú, að enginn gerir það. Það er vitan lega vegna þess að enginn getur það. ENGIN ÞJÓÐ hefur til lengdar þolað óðaverðbólgu. Það hefur ým islegt verið gert til bjargar, en engin stétt hefur viljað breytingu Það hefur verið hægt að tala við einstaklingana, en þegar þeir hafa safnazt saman í hóp, hefur engu tauti verið við þáÚcomandi. — Þá hefur æðið komið yfir þá, því að enginn þeirra „hefur kaup og kjör í samanburði við aðrar stéttir." ÞAÐ ÞARF AÐ stöðva þetta æðf áður en það er um seinan. En það verður iíkast til ekki gert. Öfund in og liatrið milli flokka er svo magnað — og stjórnmálamenn vantar það sem til þarf: hugrekki. Hugrekki til að seg.ia og gera það sem rétt er, að stöðva kapphlaup ið — standa og falla með sinnl stefnu. Hannes á horninu. Vélstjórafélag íslands heldúr félagsfund að Bárugötu 11 þriðjudag- inn 28. þ.m. íkl, 20,00, Fundarefni: Farskipa- og togarasamningarnir. Mætið stundvíslega. Stjómin. Starfsstúlkur óskast Starfsstúlkur vantar í eldhús Kleppsspítal- ans. Upplýsingar gefur matráðskonan í síma 38164, #kl. 15,00. Reykjavík 24/9 1965 Skrifstofa ríkisspítalanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.