Alþýðublaðið - 28.09.1965, Blaðsíða 3
NÁMSKEIÐ FYRIR FRAM-
HALDSSKÓLAKENNARA
Reykjavík — KB
SÍÐASTLIÐINN laugardag varði
séra Jakob Jónsson doktorsritgerð
við Háskóla íslands. Fór doktors-
vörnin fram í Hátíðasal Háskólans
og var salurinn þéttsetinn, meðan
athöfnin fór fram.
Doktorsritgerð séra Jakobs er
skrifuð á ensku og nefnist hún
„Humor and Irony in the New
Testament, Illuminated by Paral-
ells in Talmud and Midrash”, og
kom hún út hjá forlagi Menningar
sjóðs fyrir'nokkru. Ritgerð þessi
er í tólf köflum auk formála, inn-
gangs. bókarauka og skráa, og er
bókin 299 bls. á lengd. í fyrstu
köflum bókarinnar fjallar höfund-
ur um kýmni og háð almennt og
trúlega kýmni sérstaklega, en hann
færir undir það stoðir í ritinu, að
kýmni og trúarbrögð fái vel sam-
rýmzt. Síðan tekur hann til með-
ferðar kýmni fornþjóðanna,
Grikkja og Rómverja, og síðan
kýmni Gyðinga, bæði í Gamla
Testamentinu, en þó einkum í Tal-
mud og Midrash, sem hvort
tveggja eru helgirit Gyðinga. Þá
rekur höfundur þá staði í Nýja
Testamenntinu, sem hann telur
fela í sér háð eða kýmni, og er það
meginefni bókarinnar. í bókarauka
er svo gerð nánari grein fyrir
nokkrum þeim textum, sem teknir
eru til meðferðar í ritinu, en höf-
undur telur ekki, að nákvæmrar
textaskilgreiningar sé alls staðar
þörf, þar sem fjallað er um kýmni
og háð í Nýja Testamentinu, og
það borið saman við hugmyndir
Rabbíanna og orðaval þeirra.
Andmælendur voru tvelr, pró-
fessor Henri Clavier frá Strass-
bourg, og séra R.S. Barbour, há-
skólakennari í Edinborg. Prófess-
or Clavier tók fyrr til máls þeirra
félaga. en hann hefur áður fjallað
í ritgerðum um íroníu í kenning-
um Jesum. Fór hann lofsamlegum
orðum um verk séra Jakobs, og hið
sama gerði séra Barbour í and-
mælaræðu sinni. Töldu andmæl-
endur báðir að með riti sínu hefði
séra Jakob lagt fram gott fram-
lag til rannsókna á þætti í biblí-
•mni, sem fyllstu athygli væri verð-
ur, en fræðimenn hefðu flestir
gengið fram hjá til þessa. Töldu
þeir það mikils virði, að sýnt væri
fram á, að í Nýja Testamentinu,
bæri á kýmni og hæðni í orðavali
og rithætti.
Að loknum ræðum andmælanda
tók doktorsefni til máls og svaraði
aðfinnslum, sem fram höfðu kom-
Framh. á 11. síðu.
Tollþjónar
leita í Heklu
Rvík - ÓTJ.
UMFANGSMIKIL leit að smy»l-
varningi var gerð í M.s Heklu þeg
ar hún kom frá Amsterdam í g*r
morgun.
Var skipverjmn meinað að ganga
frá borði, og einntg urðu nokkrar
tafir á þvl að farþegar kæmust í
land. Unnsteinn Beck tollgæzlu-
stjóri tjáði Alþýðublaðinn að leit
in hefði verið hafin vegna þess að
farmskírteini skipsins hefðn ekkl
þótt í nógn góðu lagi. Leitað var
í allan gærdag og um kvöldið,
en ekkert hafði fundist er Aþýffu
biaffið hafði samband við Unn-
i
stein um hálf ellefu í gærkvöldú
í bréfi menntamálaráðuneytisins
5. júlí 1964 til Landssambands
framhaldsskólakennara um skipun
tiltekinna kennara í 18 launaflokk
var því heitið, að efnt skyldi til
námskeiðs fyrir þá kennara, sem
fyrrgreint bréf tók ekki til, og
skyldi þátttaka í slíku námskeiði
veita rétt til skipunar í hærri
Prentaraverkfall
1 oktober?
Hið islenzka prentarafélag hef
ur boðað verkfall 1. okt. hafi samn
ingar ekki tekist fyrir þann tíma.
Samninganefndirnar haía haldið
marga fundi sl. tvær vikur en án
árangurs. Síðasti fundur með deilu
aðilum var í gærkvöldi. Ef til
verkfalls kemur taka þátt í því
ásamt prenturum bókbindarar,
prentmyndasmiðir og offsetprent-
launaflokk. Ráðuneytið skipaði í á-
gúst og september í fyrra nefnd
til þess að gera tillögu um þetta
námskeiðshald, og áttu sæti í nefnd
inni: Helgi Elíasson, fræðslumála
stjóri, dr. Broddi Jóhannesson,
skólastjóri, dr. Matthías Jónasson,
prófessor, Ólafur H. Einarsson, for
maður Landssambahds framhalds-
skólakennara og Jónas Eysteinsson,
ritari Landssambands framhalds
skólakennara.
Nefndin hefur lokið störfum.
Þetta mál umræddra kennara er
hins vegar til umræðu í samning
um þe!m, sem nú fara fram milli
opinberra starfsmanna og ríkisins,
og þá um leið sú hugmynd, að ,
þátttaka í námskeiðum veiti rétt1
til Iaunahækkunai'. Ef samkomulag
verður mi'li aðila um þetta efni á
þá lund. að eigi þurfi til frek
ari aðgerða að koma, telur ráðu
nev'ið að fvrirheiti fyrrgreinds
bréfs hafi venið fullnægt. Að öðr
um kosti mun ráðuneytið efna til
Framhald á 14. síðu
EITTHVAÐ EYRIR ALLA
Á MIÐNÆTURSKEMMTUN
Miðnæturskemmtun verður hald
in í Háskólabíói annað kvöld og
skemmta þar vel þekktir bandarísk
ir skemmtikraftar The Dave Bunk
er Show. Þessir skemmtikraftar
hafa unnið saman í fimm ár, við
sívaxandi vinsældir, en í hópnum
eru fjórar mæðgur, dæturnar eru
nú 10, 15, og 17 ára og Dave Bunk
er, sem er þúsund þjala smiður
á sviði tónlistar.
The Dave Bunker Show hefur
víða ferðast og skemmt og kemur
nú úr Evrópuferð á leið til Banda
ríkjanna. Hefur hópurinn alls stað
Framliald á 14. síffu.
Rússneskt segulmælinga-
skip statt í Reykjavík
Reykjavík — GO
HÉR í Reykjavíkurhöfn er nú
statt seglskipið Zarja, eða dög-
un, eins og orðið myndi vera
þýtt á íslenzku. Þetta skip er
smíðað sérstaklega fyrir segul-
mælingar í sjó og er hið eina
sinnar tegundar í öllum heim-
inum. Skipið gengur að mestu
leyti fyrir seglum,' en hefur
auk þess 300 ha. hjálparvél og
nær 7—9 mílna hraða á klukku-
stund eftir hví hvernig stendur
á vindi.
Skipið er eins og fyrr segir
smíðað sérstaklega fyrir segul-
mælingar í sjó. Byrðingurinn
er úr tré og allir málmar um
borð eru ósegulvirkir ,svo sem
kopar og bronz. Undantekning-
ar eru þó í vél og eins eru sum
ir málmarnir í vísindatækjun-
um sjálfum segulvirkír.
í þetta sinn fór leiðangurinn
á Zarja frá Leningrad þann 4.
september. Héðan er förinni
heitið til Gíbraltar, Konakri í
Nígeríu, þaðan yfir hafið til
Montevideo í Uruguay, síðan til
St. Helenu, þá til Dakar í Sene
gal, aftur til Gíbraltar, þá til
Kaupmannahafnar og loks til
Leningrad aftur.
í Kaupmannahöfn er geymd-
ur svokallaður „segulstuðull”
heimsins og munu þeir bera
Framhald á 11. siðu.
CKXK>0<X><X><><><XyX><XXX>0<XXX><<XXX><><>0<X><>ó0<>0<><XX><X><XX><><
DOKTORSVÖRNIN
í HÁSKÓLANUM
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 28. sept. 1965 3