Alþýðublaðið - 28.09.1965, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 28.09.1965, Qupperneq 10
t=RitstiórT Örn Eidsson Jafntefli KR og ÍBK 3:3 í spennandi leik: KR og Akranes jöfn og leika úrslitaleik á sunnudaginn ÞAÐ leikur ekki á tveim tungum, að úrslitaleikur Islandsmótsins, að þessu sinni, sem fram fór á sunnu- daginn var, milli KR og ÍBK, í hinu fegursta veðri og að viðstöddu meira fjölmenni, en dæmi eru um, um slíkan leik áður, hafi verið einn sá mestspennandi ís- lenzkra knattspymuliða, fyrr og síðar. Hraði og dugn- aður var áberandi og hæfileg keppnisharka einkenndi alla baráttuna, frá upphafi til leiksloka. ! Útaf fyrir sig var það ekki til tökumál, þó að KR-ingar legðu sig alla fram til að ná sigri, þeir híöfðu vissulega allt að vinna. áinsvegar höfðu Keflvíkingar þeg ar fyrir leikinn glatað sigurvon ifini í mótinu, og sigur þeirra apeins fært þriðja aðila sem stóð ájiengdar titilinn „Bezta knatt- spymufélag íslands". í En Keflvíkingar höfðu að öðru xtarki að stefna með sigri í leikn ifin, sem var þéim hugleikið, að np sigri yfir KR, sem þeim hing ak til hefir ekki tekizt, og tókst heldur ekki að þessu sinni. Jafn teflisúrslitin—bræðrabyltan, sem þ'jálfari þeirra hafði lýst yfir, að hann væni ekki ánægður með, várð þó staðreynd að leikslokum og með því fær „Þriðji aðilinn", sém beið milli vonar og ótta um „íheppileg úrslit“ á sunnudaginn tækifæri til að leggja sjálfur sitt lóð á vogarskálina, svo að dugi. Eþ þar úr sker reynslan, er til kemur. fOg knattspyrnuunnendur fá nýj an úrslitaleik innan t'íðar og þá væntanlega eins fjörugan og skemmtilegan og þennan. ★ FYRRI HÁLFLEIKUR 2:0. Það var ÍBK sem átti fyrsta markskotið, Rúnar v.úth. þegar á|2. mín. leiksins, laglegt skot en framhjá, sem svo Theódór einnig v’ úth. svaraði rétt á eftip fyrir KR með skoti úr upplögðu færi boooooooooooooo LOKA STAÐAN Stigatalan að loknum leikj um í 1. deild er þessi: Akranes 10 6 1 3 24:16 13 i;iKR 10 5 3 2 23:15 13 Keflavík 10 4 3 3 10:14 11 • Akurevri 10 5 1 4 14:20 11 ' Valur ' 10 3 1 6 20:23 7 1 Fram 10 2 1 7 10:19 5 xxxx>oooooooo<xx> Ifl 28. sept. 1965,- ALÞÝÐUBLAÐIÐ af vítateig, en beint á markvörð inn. Eftir það var sóknin að meiri hluta til meira af KR hálfu. Nokkru síðar yar skallað yfir ÍBK-markið úr hornspyrnu. Á 15 mín. skoraði svo Baldvin fyrir KR. Langsending fram frá Ell- ert og inn fyrir vörnina, sem varð skyndilega stöð, gaf Baldvin tæki færi til að spretta úr spori og bruna í gegn, en slíkt er hans að all í leik og við slíkar aðstæður nýtur hann sín, aðeins. Kjartan markvörður var alltof seinn út gegn honum, en hahn var að eins til varnar, Með þessu marki jókst KR-ingum ásmegin og er þeir um 20 mín. síðar skora ann að mark, sem bar að með þeim hætti að Theódór hyggst senda fyrir, en skeikar og knötturinn hrekkur í mótherja og af honum til h.innherjans Einars ísfeld sem skorar næsta auðveldlega, fyrir opnu markinu, eru ÍBK-menn „af skrifaðir" hjá ýmsum meðal á- horfendanna. Framan af hálfleikn um og reyndar meginhluta hans, eða rúmlega tvo þriðju hluta, var sem ÍBK-liðið fyndi ekki hinn rétta tón, einkum þó framlínan. Þeir léku oft vel innað vítateigi, en þegan átti að reka smiðshögg ið á, brást bogalistin. Vinstri væng ur sóknarinnar með þá Rúnar og Karl, bar þó af og hættan sem skapaðist, endrum og eins, átti þar upptökin. Hins vegar er ekki hægt að segja að ÍBK hafi átt nein verulega hættuleg tækifæri á maric KR í þessum hálfleik, svo að með sama áframhaldi myndi sigurinn verða næsta auðunninn fyrir KR-ingana. ★ Síðari hálfleikurinn 3:1 En það kom fljótlega í ljós, er leikurinn hófst að nýju eftir hléið að ÍBK ætlaði sér ekki að láta mótherjana „flá sig“ fyrirhafnan laust. Leikurinn hófst með harð vítugri sókn og áður en varði „dansaði" knötturinn á vítateigi KR, en vegna mistaka, þar sem tveir ætluðu að spyrna, fór op ið færi forgörðum. Er 6 mín. voru liðnar kom fyrsta mark ÍBK, það var Rúnar sem skoraði, eftir að Jóni Jóh. miðherja hafði mistek izt, og aðeins mínútu síðar er Jón í opnu færi og möguleikarnir til að jafna blasa við, en glatast vegna mistaka., Sókn KR rétt á eftir gefur Theódór möguleika, en hann glatar þeim, með frekar meinlausu skoti beint á Kjartan. ÍBK fær síðan aukaspymu, rétt utan vítateigs, sending innað mark inu gefur Jóni Jóh. færi með hörkuföstu skoti uppundir slá og hrekkur knötturinn út, og fáein um mínútum síðar er Jón aftur í færi, en skýtur yfir af vítateigi úr ágætri sendingu Rúnars. Enn sækja ÍBK menn fast á og gefa KR-ingum engin grið. Einar Magn ússon h.innherji á fast skot í stöng knötturinn hrekkur út, en Jón sendir hann viðstöðulaust í markið og hitti nú vel og skorar og jafn ar þar með metin. Nokkrum mín útum síðar er Jóni brugðið all harkalega á vítateigi, og dæmd er vítaspyrna fyrir vikið, og Högni skorar auðveldlega, standa leik ar nú 3:2 fyrir ÍBK, sem þar með hafa rétt hlut sinn með glæsibrag Ætlar þeim að takast það nú, sem ekki hefir tekizt áður, að bera sigurorð af KR-ingum? í rúmar sjö mínútur eru þeir með pálmann í höndunum, en svo dynur ógæf an yfir, og sigurinn brestur úr hendi þeirra, er sókn KR dynur á þeim, og Gunnar Felixson fær sendingu út á liægri kantinn og hyggst storma með knöttinn inn að markinu, lendir í baráttu við Framhald á 11. síðu. HORÐUR FELIXSON, KR, traustur í vörninni. Hér eiga tveir KR-ingar í höggi við Keflvíking á sunnudag. Mynd: Bj. Bj. ★ Finnland sigraöi Pólland í undankeppni HM í knattspyrnu á stmnudag — 2:0. Ítalía og Skotland hafa 5 stig að þrem leikjum lolcn- uin og baráttan um að komast í úrslit stendur milli þeirra. Leik- urinn var sýndur í sjónvarpinu og áhorfendur voru því fáir — átta þúsundir. ★ Danir og Norðmenn gerðu jafntefli í knattspyrnu i Osló á sunmtdag, 2:2. í hléi var staðan 2 gegn 1 fyrir Noreg. í B-leiknum unnu Danir, 7:3, í unglingaleikn- um unnu Danir einnig, 4:1, en Norðmenn sigruðu í drengjalcikn- um, 4:2. ★ Vestur-Þýzkaland vann Sví- þjóð í Stokkhólmi á sunnudag, 2:1. Jafnt var í hléi, 1:1. Vestur-Þjóð- verjar mega heita öryggir um að komast í úrslit, bæði löndin eiga eftir að leika við Kýpur, sem á veikt landslið. ★ Vestur-Þýzkaland sigraði Bretland 121:91 í frjálsum íþrótt- um um helgina. U. Beyer, Vestur- Þýzkalandi, vann sleggjukast, 66,- 93 m. Herriot, Bretlandi, sigraði í 3000 m. hindrunarhlaupi, á 8:- 38,2 mín. ★ Júgóslavía vann Noreg, 100:- 95 í frjálsum íþróttum um helg- ina. Koeovic setti júgóslavneskt met í kúluvarpi, 18,21 m. ★ Búlgaria sigraði Belgíú 3:0 i undankeppni HM i knattspyrnu. Búlgaría hefur forystu í riðlinum með 4 stig, Bclgía 2 og ísrael 0. Öi! liðin hafa leikið 2 leiki.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.