Alþýðublaðið - 28.09.1965, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.09.1965, Blaðsíða 6
GLUGGINN í Bretlandi eru enn við lýði svo- kallaðir barnadómstólar þar sem jafnvel tíu ára gömul börn mæta fyrir rétti. Nú hafa komið fram raddir um að leggja þessa dóm- stóla niður, en l eftirfarandi grein segir nánar frá þeim. arna- démstólar HÉRNA ER NOKKUÐ FRÁ SVÖRTUSTU MIÐÖLDUM - ÁRIÐ 1965 Drengv.r kemur fyrir enskan barna- dómstól. Lögfræðingurinn til vinstri á myndinni yfirheyrir drenginn og kvendómarinn hlust- ar á. Sú, sem snýr baki í mynda- vélina, er móðir drengsins. DRENGUR (10 ÁRA) SETTUR FYRIR RÉTT Ömurlegasti dómstóll heimsins — enski barnadómstóllinn — lagður niður samkvæmt frumvarpi'. GREIDDUR í fyrsta skipti og kiæddur í fínustu fötin sín, er há- skælar di drengur leiddur inn í réttarsalinn af réttarþjóni, ásamt móður sinni. Eftir að hafa sýnt þeim ;æti sín ,snýr þjónninn sér að dómaranum, hneigir sig og seg- ir nafn drengsins, aldur hans og mál það, sem höfðað er á móti honum. Drengurinn grætur stöðugt og það er heldur lítið eftir af óþekkt- aranganum, sem fyrir aðeins nokkrum dögum síðan lék gamla konu hart á götunni. Honum er greinilega illa við ástandið, og sér eftir gönuhlaupi sínu. Við langt u-myndað borð fyrir framan hann, við hliðina á honum og fyrir aftan hann situr hópur manna, sem eru viðstaddir réttar- höldin. Það er eitthváð svolítið klaufalegt við öll þessi alvarlegu andlit, sem horfa á grátandi dreng inn með vanþóknun. KYNLEGT Stamandi og grátandi segir drengurinn svo frá því, hvernig hann og fleiri félagar hans spenntu snúru fyrir framan inn- ganginn á húsi gömlu konunnar. Það var hefndin fyrir það, að hún nokkrum dögum áður hafði kló- fest drengina í öðru prakkara- striki. Gamla konan datt og braut báða fótleggi, var lögð á spítala og má liggja þar í langan tíma. Það er hálf kynlegt, ónotalegt og ómannúðlegt kerfi, sem Eng- lendingarnir nota, þegar refsa á drengjum. Þeir sömu Englending- ar. sem hrósa sér af því að hafa heimsins bezta réttarhald. Þessi grátandi drengur er aðeins einn af 105.000, sem koma fyrir ensku barnadómstólana á ári. Hann verður ef til vill einn af þeim, sem eiga eftir að kosta enska samfélagið 100.000 kr. á ári, og ef það á eftir að eiga sér stað, þá á barnadómstóllinn vafalaust jMilljón króna sportbíll or gentlemen only — stendur í æklingnum með þessum glæsi lega Farina — teiknaða 12 syl indra Ferrari, sem er á Frankfurt feílasýningunni núna. Hann heitir Rerlinetta 275 Gran Tourismo óg hefur lítil 300 hestöfl og hámarks hraði er 250 km. á klst. Vilji mað ur endilega þá er hægt að koma honum í 80 á 4,5 sek. svo að það er engin hætta á því að verða sá síðasti, þegar græna ljósið kem ur. Aðalatriðið er þó það, að hér er um að ræða mjög hraðskreiðan tveggja mahna sportvagn sem sýnir hámark alþjóða bílafram- leiðslunnar. Verðið hingað kom inn? Við getum okkur til — svona um 1 millj kr. Skilyrðið „gentle- man“ verður ekki túlkað á marga vegu. . . £ 28. sept. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ sinn stóra þátt í því. Börnin for- herðast við sVona meðferð og ef ! leita á að sekt, þá er vafasamt að | skella sökinni á þau, því uppeldið og umhverfið hefur mikið að segja. Þannig hefur enskt réttarfar ver ið í ótal herrans ár, en fyrir stuttu j var flutt frumvarp í þinginu, sem verður hafnað eða staðfgst á þessu ári. Sakir barnanna og réttarfars- ins, verður frumvarpið vonandi samþykkt. SKUGGALEGT HÚS í skuggalegu húsi í Seymour í London er barnadómstóllinn — Hammersmith Juvenile Court — til húsa. Dómarinn er kona og sér til aðstoðar hefur hún lögfræðing, sem segir henni, hvaða refsingar- möguleika lögin veita henni. Móðirin er nú yfirheyrð, útslit- in fátæklega klædd kona, sem með axlayppingum viðurkennir, að hún viti ekki lengur, hvað drengurinn fhefur fyrir stafni meðan hún er úti að vinna. Hún segir þetta án þess að kvarta og án biturðar, en með vott af uppgjöf í rómnum. Hún segir ekki blátt áfram, að hún hafi gefið drenginn upp á bátinn, en viðurkennir þá, að uppeldið er að vaxa henni yfir höfuð. ÓTTAMEDFERÐ Það verður að viðurkennast að öll réttarhöldin eru til þess að skapa ótta hjá barninu og í hæsta máta undarlegt að kalla kerfið það bezta í heimi. Það er miðaldarlegt að reyna að vekja virðingu vænt- anlegs þjóðfélagsborgara fyrir samfélaginu með ótta og hræðslu. Þeir, sem virkilega skammast sín í réttinum eru frekar komnir þang- að af einstakri tilviljun og af ó- heppni frekar en af yfirlögðu ráði. Þeir sem sýna réttinum mesta fyr- irlitningu — og þeir eru í meiri- hluta — koma þangað stöðugt og >im betrumbætur á þennan hátt er varla að tala. ’*”***^?J*; FJÖLSKYLDURÁÐ Endurbótafrumvarpið, sem við- urkennir gildi þess að neyna að hafa áhrif með góðu á afbrotabörn in, minnir nokkuð á barnaverndar skipulagið. Stofna á nokkurs kon- ar fjölskylduráð, félagslegar upp- eldisstofnanir, þar sem foreldrarn- ir geta rætt uppeldisvandamál við reynda félagsráðgjafa. Meinningin er, að f jöls’|vlduráðin komi algjörlega fyrir barnadóm- stólana. Á óformlegum fundum, þar sem vandamálin verða rædd yfir tebolla, munu fjölskylduráðin reyna í samráði við foreldrana að halda börnunum í fjarlægð frá dómstólunum. Miss Bacon viðuv- kennir, að fjölskylduráðin næfi ekki í öilum tilfellum, og því sting- ur hún uppá að stofna fjölskyldu- dómstól, sem sér um afbrotamenn undir 16 ára aldri. Eftir 16 ára aldurinn taka unglingadómstólar við. Jafnvel í nýja frumvarpinu koma þá réttarsalirnir við sögu. En þrátt fyrir það virðist aukin mannúð komin til sögunnar, þar sem reynt er í fjölskylduráðunum að koma í veg fyrir þá harðbrjósta meðferð í barnaréttarsalnum, þar sem oft verður að bera grátandi börnin út úr réttarsalnum. OPINBERT. Erlendir fréttaritarar eiga mjög erfitt með það að fá leyfi, til þess að koma á barnadómstólana. — Þessu verður breytt í nýju tillög- unni. Allir fá aðgang að unglinga- dómstólunum. A ftur á móti verður ómöguiegt að fá aðgang að fund- um fjölskylduráðanna, það á sem sagt ekki að verða skaðlegt barn- inu, þótt nafn þess komi fyrir f jölskyldudómstól en einmitt þetta et gerólíkt uppbyggingu og hug- mynd barnadómstólanna. UNGLINGAAFBROT. Fjölskylduráðin munu ekki hafa nokkurn dómrétt, eins og barna- dómstólarnir hafa núna. Einastia vald fjölskylduráðanna er, að þau geta skyldað foreldra til þess að Framh. á 15. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.