Alþýðublaðið - 28.09.1965, Blaðsíða 8
■
' ' ‘j' ■'K?"í'/'ý
■
EINHVERN VEGINN er það nú
svo, þegar menn koma inn í slát-
urhús að þeim finnst eitthvað hálf
óhugnanlegt vera að gerast. Hvert
byssuskotið kveður vlð af öðru, og
blessaðar skepnurnar, sem verið
höfðu lifandi nokkrum andartök-
um áður, eru skyndilega komnar
úr lifenda tölu. Borð og gólf eru
útötuð í blóði, að vísu er það kinda
blóð, sem rennur um gólf slátur-
búsanna á þessum árstíma, en það
er ekki svo ólíkt okkar blóði. Ó-
sjálfrátt verður manni hugsað til
þess, hvernig mannskepnan liti út,
ef hún væri meðhöndluð á sama
hátt og kindumar.
Einhver segir, að eini munur
inn sé sá, að ekki þurfi að flá
mannskepnuna, frekar en svínin
og annar segir, að allir megi vera
hreyknir, sem fá jafn góðan dauð
daga og féð, sem þama er verið
að slátra. Sá þriðji segist ekki
vera sammála.
En það þýðir ekki að hugsa um
þá hlið málsins, eða vorkenna kind-
unum, því að þetta verður vist að
gerast. Það lifir allt hvað á öðru
í þessum heimi, allt frá því
smæsta til þess stærsta. Og allir
vita hvað gerist, ef við fáum ekki
þann mat, sem við þurfum; —
jafnt kjöt sem fisk.
Sláturtíðin stendur nú sem
hæst og eru því miklar annir í
sláturhúsunum víðs vegar um land.
Stórir fjárhópar hafa verið reknir
til sláturhúsanna, og þar bíða
þessi vinalegu dýr sinnar hinztu
stundar. Fólkið bíður aftur á móti
eftir nýju kjöti og slátri, en fæst-
um verður hugsað tll kindanna,
sem hafa hlaupið um mýrar og
móa, grösuga dali og grænar heið-
ar í allt sumar, étið það, sem þeim
þykir bezt, og stækkað dag frá
degi. Svo, þegar tími var kominn,
var þeim smalað saman, síðan rek-
ið til rétta og eftir það til slátur-
hússins. Lömbin, sem fæddust í
vor eru nú kölluð vænir dilkar.
Sláturhúsið, sem blaðamaður frá
Alþýðublaðinu heimsótti um dag-
inn, er á Sauðárkróki, eign kaup-
félagsins á staðnum. Fjöldi karla
og kvenna hamaðist við slátur-
vinnuna, en meira virtist samt
rjúka af kindaskrokkunum en
starfsfólkinu. Það var unnið við
að skjóta,, skera hausa af, flá og
þvo skrokkana, svo að eitthvað sé
nefnt af því, sem gert var í þeim
sal, sem blaðamaðurinn kom fyrst
inn í.
Salurinn var bjartur, og þeir,
sem þar unnu, voru hvítklæddir,
eins og venja er, þegar matvara er
annars vegar.
Rjúkandi kjötskrokkarnir gengu
frá manni til manns, eftir einhvers
konar rennibrautum í loftinu. — -
Þeir voru þvegnir vel og vandlega
"og nuddaðir með einhverjum tækj-
um, að því er komumanni sýndist..
Svo héldu skrokkarnir áfram ferð
sinni þar til þeir voru orðnir kald
ir og ffrágengnir, tilbúnir að fara
á markaðinn.
Af Bausunum er það að segja, að
þeir ef u hengdir á sérstaka pinna,
þannig að pinninn gengur í gegn-
um nasirnar á hausnum, en svona
eru þeir látnir hanga þar til mest
af blóðinu er runnið úr þeim. —
Friðvin Þorsteinssón, sláturhúss-
stjóri, sagði blaðamanninum, að
þessi aðferð við hausana væri til-
tölulega nýtilkomin, og þeir þarna
á Sauðárkróki væru enn ekki bún-
ir að fá allt það, sem þessu til-
sem mest af blóðinu komast úr
hausunum.
Friðvin sláturhússtjóri gaf einn-
ig þær upplýsingar, að þarna ynnu
um 100 manns, mikið af því sveitá*
fólk og unglingar úr skólum. —
Hann sagði, að sauðfjárslátrun
stæði fram undir miðjan október,
en þá tæki við stórgripaslátrun.
Yfirleitt væri slátrað um 1400
Texti og myndir: Ólafur Ragnarsson
heyrði. Hann kvað þetta vera mikla
bót frá því, sem áður var, þegar
hausunum var öllum hent í eina
hrúgu, og þeir látnir verða alblóð-
ugir utan og innan. Að vísu er
blóð innan í þeim í byrjun, en að
því er fréttamanni blaðsins skild-
ist er bráðnauðsynlegt, að láta
Þetta er salurinn þar sem mest gengur á. Hvítklæddu mennirnir eru flestir fláningsmenn.
dilkum á dag þarna hjá KS á Sauð»
árkróki, en heildartala sláturfjár»
ins væri nálægt 39 þúsund.
Það mátti halda vel áfram til
þess að hægt væri að slátra 1400
dilkum daglega, en það var aug-
sýnilegt, að fláningsmennirnir er
unnu þarna, vissu, hvað til stóð,
því að þeir litu varla upp frá vinnu
sinni, jafnvel þótt forvitinn frétta-
snápur væri að sniglast inn á milli
þeirra og mynda þá. En yfirleitt
hættir mönnum til að vera forvitn-
ari en sá, sem fréttanna leitar,
undir slíkum kringumstæðum, og
spyrja um allt milli himins og
jarðar. Sérstaklega á þetta við,
ef í ljós kemur, að blaðamaðurinn
er langt að kominn. Sennilega eru
þetta leifar frá þeim tíma, er telja
mátti til stórtíðinda, að gesti bar
að garði. Þetta var að sjálfsögðu
útúrdúr.
Nokkrar stúlkur eru í næsta sal
við aðalsalinn, og eru þær að skilja
í sundur það, sem einu nafni nefn-
ist innmatur. Það er þó ekki neinn
venjulegur matur ennþá, en sumt
af því verður borðað seínna. —
Stúlkurnar eru klæddar svipað og
síldarstúlkurnar við söltun, enda
veitir ekki af að klæðast hlífðar-
fötum, þegar unnið er við jafn
óþrifalegt verk sem þetta.
Kjötskrokkarnir. sem minna er
nú farið að rjúka af, halda auð-
vitað aðra leið en innvolsið. Þeir
hafa verið liengdir á þar til gerð-
an krók, sem er þannig útbúinn,
með aðstoð lijóls og járnstykkis,
að hægt er að renna skrokknum
eftir sérstökum rennibrautum, sem
eru í loftinu.
Kindakropparnir (svo notað sé
nú eitthvað annað orð en skrokk-
ar), fara fljótlega eftir að þeir
eru orðnir hreinir og fínir, i mat
(gæðamat) og viktun, en þar kem-
ur í ljós, hvort lömbin háfa verið
dugleg að borða í sumar.
Sá, sem um matið sér, heitir
8 28. sept, 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
\