Alþýðublaðið - 13.10.1965, Page 11

Alþýðublaðið - 13.10.1965, Page 11
Magnús Kristjánsson form. KRA: „ÁNÆGÐUR MEÐ FRAMMI- STÖÐU LIÐSINS" í BLAÐINU „Skaginn" 8. október sl. er viðtal við þrjá Akurnesinga um leikinn við KR á dögunum og jleira. Hér er viðtál við Magnús Kristjánsson, formann Knatt- spyrnuráðs Akraness: Við náðum tali af Magnúsi Krist- jánssyni, formanni Knattspyrnu- ráðs Akraness til að spjalla við hann um íslandsmótið og fleira í sambandi við knattspyrnuna. Magnús Kristjánsson formaður KRA. — Hvað viltu segja um frammi- stöðu Akranesliðsins í mótinu? — Eftir atvikum er ég ánægður með frammistöðu liðsins, sérstak- lega þegar tekið er tillit til þess, hve liðið byrjaði illa. Liðið er skip- að ungum og efnilegum leikmönn- lim og gamalreyndum mönnum, sem árum saman hafa verið okkur stoð og stytta í knattspyrnunni. Það hefur furðanlega vel tekizt að sameina leik þessara manna. Ég er ekki í nokkrum vafa um það, að ef liðið helzt að mestu óbreytt og æfir vel í vetur, þurfum við ekkí að kvíða næsta sumri. — Fannst þér sigurinn í mótinu falla þeim sterkasta í skaut? — Nei. Mitt álit er það, að bæði lið Akraness og Keflavíkur hafi verið sterkara og einungis heppni hafi fært KR sigurinn í mótinu? — Margir af dómurunum, sem dæmt hafa í mótinu hafa fengið mjög slæma dóma a. m. k. hjá á- horfendum. Hvað finnst þér um dómarana? — Mér finnst einn stærsti gall- inn á íslenzkum dómurum vera sá, að þeir virðast vera æfingalitlir og lítið samræmi í dómum þeirra. Dómarinn, sem dæmdi úrslitaleik- inn, var að manni virtist, æfinga- laus. Ég álít, að mistök i dómi hafi beinlínis ráðið úrslitum margra leikja í sumar. — Hvað viltu segja um úrslita- leikinn? — Það var alveg sérstök óheppni yfir Akranesliðinu. Hefði vítaspyrn an tekizt, er ég sannfærður um að það hefði gjörbreytt úrslitum leiks ins. Vegna yfirburða í spili úti á vellinum spilaði vörnin djarfari leik og hafði það afdrifaríkar af- leiðingar. Annars fannst mér at- hyglisvert, hvað liðið átti mikið til eftir að þeir voru aðeins 9 eftir á vellinum og sýnir það að liðið er í góðri æfingu. Meiðsli Ríkarðs var leiðinlegur endir á þessum úrslita leik og furðar mig á þeirri fram- komu dómarans að vísa ekki Sveini Jónssyni af leikvelli fyrir þann Framhald á 15. síðu ★ MARIANA ITKINA setti sov- ézkt met í 400 m. hlaupi kvenna um helgina á meistaramótinu, hiin hljóp á 52.9 sek. Fyrra met henn- ar var 53.0 sek. Tatjana Tsjelkova sigraði í langstökki, 6.50 m. og Gor- sjakowa í spjótkasti kastaði 56.22 metra. ★ Tékkóslóvakía sigraði Tyrk- land 6—0 l undankeppni HM í knattspyrnu á sunnudag. Leikur- inn fór fram í Istanbul. ★ Á frjálsíþróttamóti i Ptag um helgina setti Nina Hansen, Dan- mörku nýtt Norðurlandamet í fimmtarþraut, hlaut alls 4640 stig. Hún stökk 1.57 m. í hástökki, varp- aði kúlu 11.50 m., stökk 5.94 m. í langstökki, hljóp 200 m. á 25.3 sek. og 80 m. grindahl. á 11.1 sek. ★ Helsingör er efst í 1. deild dönsku handknattleikskeppninnar, hefur hlotið 6 stig eftir þrjá leiki. Tarup/p&rup er næst með 5 stig eftir fjóra lciki. Meistararnir Ár- hus KFUM er með 2 stig eftir tvo leiki, en neðstir eru MK31 og Skovbakken með ekkert stig, þeir fyrrnefndu eftir 2 leiki og þeir síð- arnefndu eftir 3 leiki. Þeir sigruðu í fyrsta sinn VAALERENGEN varð norsk ur meistari í knattspyrnu 1965, en það er í fyrsta sinn,( sem félagið hlýtur þann heið- > urstitil. Eins og kunnugt er, er Vaalerengen frá Osló. Lið- ið lék síðasta leik sinn í mót- inu við Steinkjer og honum lauk með jafntefli 0—0. Vaa- lerengen hlaut 27 stig og Lyn 26. Sandefjord og Viking frá Stafangri voru neðst og flytj ast niður í 2. deild. Myndin er af hinum ham- ingjusömu sigurvegurum að leik loknufn. >000000000000000 Vetrarstarf fim- leikadeildar Ár- manns VETRARSTARF fimleikadeildar Ármanns er að hefjast um þessar 1 mundir. Æfingar í karlaflokkum hefjast þriðjudaginn 12. október, og verða þær sem hér segir í vet- ur: j 2. flokkur: þriðjudaga og föstu- i daga kl. 8—9 síðdegis. j 1. flokkur: þriðjudaga og föstu- daga kl. 9—10.30 síðdegis. OZd boys: Þriðjudaga og föstu- daga kl. 8—9 síðdegis. Æfingarnar fara fram í íþrótta- húsi Jóns Þorsteinssonar við Lind- argötu. Æfingar 1. og 2. flokks verða í stærri salnum, en old boys í minni salnum. Kennari 1. og 2. flokks verður hinn góðkunni fimleikamaður Vig- fús Guðbrandsson, en Þórir Kjart- ansson kennir old boys-flokknum. Nánar verður auglýst síðar um æfingar í kvennaflokkunum. Dönsku stúlkurnar voru taugaóstyrkar og lang- skot þeirra léleg EINS og kunnugt er leika Dan- mörk og ísland tvo leiki í undan- keppni heimsmeistarakeppninnar í handknattlcik kvenna innan- húss dagana 28. og 30. október næstkomandi. Báðir leikirnir fara fram í Danmörku, sá fyrri í For- um, Kaupmannahöfn en hinn síð- ari í Lyngby-hallen rétt utan við Kaupmannahöfn. Það liðið, sem sigrar tekur þátt í úrslitakeppn- inni, sem fram fer í byrjun nóv- ember í Vestur-Þýzkalandi. Þó að íslenzkar stúlkur liafi sigrað í Norðurlandameistaramót- inu í útihandknattleik í fyrra gerðu þær jafntefli við Dani í keppninni og þess má geta, að ís- land hefur aldrei sigrað Dan- mörku í handknattleik. Þetta er ekki sagt til þess að draga kjark- inn úr íslenzka liðinu, en ekki má gleyma þessari staðreynd og baráttan verður erfið fyrir ís- lenzka liðið, én ekki vonlaus. Dönsku blöðin ræddu allmikið um leikina við Noreg um helgina og eftir fyrri leikinn, sem Dan- mörk vann með 9—8 eru þau ekki yfir sig hrifin. Þau segja, að danska liðið hafi verið taugaó- styrkt og leikaðferð þess full einhæf, of lítið um langskot, þetta þurfi að lagfæra fyrir leik- inn við ísland. Vilji liðsins og kraftur hafa aftur á móti komið greinilega fram þegan það breytti 6—8 í 9—8 á síðustu mín- útum leiksins og þá hafi liðið sýnt það sem í því bjó. Blöðin hrósa mjög Hanne Lager- bon, sem nú lék aftur með liðinu. Eins og fyrr segir eru blöðin ó- ánægð með langskot liðsins, en segja að Anne-Marie Nielsen liafi staðið sig bezt í þeim efnum. Liðið Framh. á bls. 15. Skrifstofa 1 jr Armanns GLÍMUFÉLAGIÐ ÁRMANN hefur í vetur opna skrifstofu, eins og und- anfarna vetur, í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu. í vetur verður skrifstofan opin á mánudögum, fimmtudögum og föstudögum kl. 8—9.30 síðdegis. \ Á skrifstofu Ármanns eru veitt-j ar upplýsingar um íþróttaæfingar! í öllum deildum félagsins. Haíið samband við skrifstofuna. Æfið' íþróttir Æfið í Ármanni. L Danek: j 65.22 m. I, l LUÐWIG Danek, Tékkösló- < vakíu, bætti eigið heimsmet .J í kringlukasti-í gær, kastaði I i 65.22 m. á móti í Sololovo. J I Gamla metið, sem Danek ! setti í ágúst í fyrra var 64.55 < metrar. ! • j, < WVWW<WWWWW.WMI ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 13. október 1965

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.