Alþýðublaðið - 10.11.1965, Síða 7
KAUPMANNAHÖFN sumarið
1950. Sjúkrastofan er heit og
björt af sól. Laufin kvikna á
danska skóginum úti í garðinum,
og blærinn andar ilminum inn
um opinn gluggann. Þannig líða
dagarnir eins og þeir raðist á
festi, sama veður, sömu andlit.
Mér verður helzt til afþreyingar
að hugsa heim, en lundin dapr-
ast í tvísýnni bið.
Ei vegleg er hans vagga:
í veggina jata fest,
sem ekki er hægt að hagga.
Við höfðum engan frest,
og stjarnan stóð liér kyr.
Við höfðum knúð til einskis
á aðrar dyr.
Sú undrastjarnan eina,
sem engir sáu fyr,
brá ljóma á stokka og steina
og stefndi á kofans dyr,
er þraut mig þrek og von.
Ég féll um koll í hálminn,
og fæddi son.
Þýðingin á kvæðinu Vatnið er líka afrek:
Hinn blessaði iierra Bernharð frá Clairvaux
mér knapa sínum, bauð að beizla jó.
Þótt sannanlega söm væri okkar leið,
hann aðrar slóðir einhvern veginn reið.
Aldrei skil ég, sem er hans knapi. þó,
minn blessaða herra Bernharð frá Clairvaux.
Magnús gerði Hjalmar Gullberg frægan og vinsælan á íslandi,
en ógleymanlegustu ljóðin man maður þó á frummálinu. Skáldinu
mæliist þannig í För vilsna fötter sjunger graset:
Þá kemur góður drengur í
heimsókn og færir mér nýja bók.
Þetta er úrval af ljóðum eftir
sænska skáldið Hjalmar Gull-
berg og kvæðin hundrað talsins.
Þau verða mér dýrmæt huggun.
Kveðskapurinn er fagur og á-
hrifaríkur. Lesandanum gefur
sýn, svo að hversdagsleikinn
hverfur, en jafnframt nemur
hann hljóm eins og lindir kliði
eða vötn niði í fjarska, Iiuldu-
strengir skynjunarinnar titra. Ég
er þeirri reynslu ríkari að hafa
kynnzt frábæru skáldi.
Hjalmar Gullberg fæddist
1898, en lézt 1961, og veit víst
enginn, hversu dauða hans bar
að. Sumir telja, að hann hafi
bezt ort á sænska tungu síðan
Gustaf Fröding leið, en sú full-
yrðing mun hæpin, enda skiptir
hún litlu máli, fátt er fávíslegra
en ætla að bera saman tvö stór-
skáld eða fleiri, og Gullberg
stendur hvorki né fellur með
slíkum dómi. Hann var óumdeil-
anlega snillingur þeirrar vanda-
sömu en yndislegu íþróttar að
tjá í orðum mannvit og tilfinn-
ingu, samræmdi boðskap og list,
skynsemi og næmleik með að-
ferð undraverðrar hnitmiðunar.
Ljóð hans eru tímabært og minn-
isstætt umhugsunarefni, en lifa
og í endurminningunni eins og
tónrænn söngur á helgri stund.
Galdurinn er hverjum manni
skilgreinanlegur og þó líkastur
opinberun.
Magnús heitinn Ásgeirsson
þýddi mörg kvæði Gullbergs á
íslenzku og túlkaði þau af stakri
vandvirkni. Samt missa sum
þeirra snilldarbrag einfaldleik-
ans við tilfærsluna, áferðin
dofnar, þó að myndin komist til
skila. Eigi að síður tókst Magn-
úsi iðulega áð leysa þrautina.
Svo er um Vögguvísur Maríu:
Ein stjarna, er stöðugt ljómar,
á stallinn blikar inn.
Ég hlaut ineð hendur tómar
að hreiðra um drenginn minn.
Með mjóum meyjarskó
læt ég sem ég vaggi
þeim litla í ró.
Hér beið við sérhvert borðið
um bita neitun hörð.
Svo þröngt um allt er orðið
í okkar tíð á jörð.
Hvi bar ég barn í heim?
Hvað verður, er hann stækkar,
af stúfi þeim?
Hans list að þegja er alveg undraverð;
ei nefndi hann, hvert var lieitið okkar ferð.
Við þræddum fram með vatnsins spegli veg,
hann grár og lotinn, ljós og grannur ég.
Ég hugsaði eftir hringferð kringum það:
til lítils fór minn herra heiman að.
Og er við riðum þetta í þriðja sinn:
að útivist er holl, veit herra minn.
För vilsna fötter sjunger graset:
jag er din matta var du gár —
ráds ej, att natten förestár!
För vilsna fötter sjunger gráset:
mot hemmet st.vr jag dina spár.
För vilsna fötter sjunger gráset:
under mitt tácke sánks din bár —
ráds ej, att natten förestár!
För vilsna fötter sjunger gráset:
du gár mot hemmet var du gár.
Og sem var ferðin sjöunda um það gjörð:
minn herra gleðst við Guðs síns fögru jörð.
Einn lævirki uppi söng um sól og vor;
við riðum tólfta sinn í sömu spor.
Þá rufu þögli okkar orðin mín:
,,Já, víst er himneskt, livernig vatnið skín!”
Sérkenni Gullbérgs njóta sín
öll í smákvæðinu stóra Broder
Död :
Död, jag tror
at du stár bak rutan,
dár jag ensam bor,
ej som ován utan
som en áldrc bror.
Ur sin grav
stiger mitt vásen,
rinner í sav,
gror bland grásen,
andas i doft
av blommande lind,
blandas med stoft
och vind . . .
Ei keyrispústur hefði sem hans svar
mig fyllt svo djúpri furðu: „Vatnið — hvar?”
Minn hcrra ei skynjað hafði þennan dag
hið bjarta vatn né fuglsins lofsöngslag.
Din gestalt
glatt jag igenkánner.
O, du har befallt,
att en gáng som vánner
vi ska dela allt.
Þetta dapra ljóð varð mér
kærkomin huggun fyrir fimmtán
árum.
Helgi Sæmundsson.
Embættisveitingiii í Hafnarfirði
HINN 4. nóv. sl. rann út um-
sóknarfrestur um sýslumannsemb-
ættið í Gullbringu- og Kjósarsýslu
og bæjarfógetaembættið í Hafn-
arfirði, sem auglýst var laust til
umsóknar í október síðastliðnurrt.
Um embættið sóttu: Björn Svein-
björnsson, settur bæjarfógeti og
sýslumaður, Einar Ingimundar-
son, bæjarfógeti á Siglufirði og
Jóhann Gunnar Ólafsson, bæjar-
fógeti á ísafirði og sýslumaður i
ísafjarðarsýslu. Hinn 6. þ. m. til-
kynnti dómsmálaráðuneytið, að
Forseti íslands liefði samkvæmt
tillögu dómsmálaráðherra veitt
Einari Ingimundarsyni framan-
greint embætti frá 1. janúar 1966
að telja.
Þar sem embættisveiting þessi
er með þeim hætti, að hún hlýtur
að varða hvern þann, sem lætur
sig einhverju skipta siðgæði hins
opinbera og almenn mannréttindi,
þykir mér hlýða, sem starfsmanni
áðurnefnds embættis um rúmlega
fjórtán ára skeið, að gera hana
hér að umtalsefni. Rétt er þó að
taka fram, að pólitísk misbeiting
valds er ekkert nýtt fyrirbrigði
hér á landi í sambandi við stöðu-
veitingar og að allir stjórnmála-
flokkarnir eru meira og minna
sekir í þessu efni. Þessar línur
eru ekki ritaðar til þess að klekkja
á ákveðnum stjórnmálaflokki öðr-
um fremur heldur fyrst og fremst
til þess að vekja athygli á mein-
semdinni og nauðsyn þess, að hún
verði upprætt, enda þótt tilefnið
sé ráðs.töfun ákveðins stjórnmála-
ílokks á tilteknu embætti.
Hinn 24. júlí 1956 var Guð-
mundur í. Guðmundsson, þáver-
andi bæjarfógeti í Hafnarfirði og
sýslumaður í Gulibringu og Kjós-
arsýslu, skipaður utanríkisráð-
herra í ráðuneyti Hermanns Jón-
assonar. Þá þegar tók Björn
Sveinbjörnsson, sem verið liafði
fulltrúi við embættið síðan í sept-
ember 1945, við störfum Guð-
mundar, enda þótt formlegt setn-
ingarbréf undirritað af dóms-
málaráðherra væri ekki gefið út
fyrr en 20. október þá um haust-
I ið. Eins og kunnugt er, kom Guð-
j mundur í. Guðmundsson ekki aft-
I ur að sínu fyrra embætti og á sl.
liausti sagði hann því lausu, er
hann tók við embætti sendiherra
í London. Nú um áramótin, er
skipun Einars Ingimundarsonar
tekur gildi, hefur Björn Svein-
björnssbn því veitt embættinu
forstöðu í samfleytt níu og hálft
ár. Allan þennan tíma hefur
hann rekið embættiíf á eigin á-
byrgð og Guðmundur í. Guð-
mundsson þar hvergi nærri komið.
Gullbringu- og Kjósarsýsla með
Hafnarfirði er stærsta og langum-
svifamesta héraðsdómaraembætti I
utan Reykjavíkur, íbúafjöldi citt- ;
hvað um 18 þúsund manns. Rekst- |
ur embættisins hefur að ýmsu
leyti verið erfiðari en ella vegna
þröngs húsakosts og af fleiri á-
stæðum, en mér er ekki kunnugt
um, að fundið hafi verið að honum
af hálfu dómsmálastjórnar eða
fjármála. Það er líka sannast
mála, að Björn Sveinbjörnsson
hefur rækt störf sín með frábær-
um dugnaði og ósérhlífni, enda tel
ég ekki neinn vafa á því leika að
hann sé í fremstu röð þeirra
manna, sen\ nú gegna héraðsdóm-
araembættum, að öðrum ólöstuð-
um
Vinsældir þær og traust, sem
Björn Sveinbjörnsson nýtur hér í
umdaeminu, kom berlega í ljós
eftir að embættið hafði verið aug-
lýst laust til umsóknar. Aðalsýslu-
nefndarmenn Gullbringu- og Kjós-
arsýslu sendu dómsmálaráðheiTa
áskorun um það, að hann veitli
Birni embættið er liann hefði gegnt
í rúm níu ár við góðan orðstír og
ýmsir mætir menn úr hópi sam-
flokksmanna ráðherrans bcindu
| til hans sams konar tilmælum. —
I Nefni ég þetta til þess að sýna,
að Björn nýtur almenns trausts án
tillits til stjórnmálaskoðana.
manna og að sem betur fer er tií
fjöldi manna, sem metur hvert
mál af sanngirni og hleypidóma-
laust, enda þótt þeirra tillögu.r
verði oft að þoka fyrir annarleg-
utn sjónarmiðum,
í íslenzkum rétti eru ekki sett'
nein tímatakmörk fyrir setningu
manna í embætti eins og tíðkast
í rétti sumra ríkja. Hér á landi
hefur skapazt sú venja, að menn,
sem kvaddir hafa verið til ráð-
herrastaría, hafa getað halditi
sínu fyrra embætti opnu í lengri
eða skemmri tíma með því að láv'a
setja annan mann í sinn stað.
Þetta er að sjálfsögðu galli, sern
ástæða er til að ráða bót á irseð
setningu reglna um þetta efni, eklti
sízt, þegar um dómarastörf er að
ræða, þar sem segja má, að sá,
sem er settur dómari, sé ekki jafn
óháður framkvæmdavaldinu og-
liinn, sem er skipaður.
Hin langa og samfellda setn-
ing Björns Sveinbjörnssonar 3
sér ekki neina hliðstæðu og þarí
því engan að undra, að almennt
Framhald á 10. síðu.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 10. nóv. 1965 y