Alþýðublaðið - 11.12.1965, Síða 16

Alþýðublaðið - 11.12.1965, Síða 16
11 JÓLABAKSTURINN | f í j i i í i Höfum við ekki annað við okkar fjármuni að gera, en að kasta þeim i svona leik araskap? Væri ekki þarfara að byggja varanlegan, tvð faldan veg í gegnum þétt býlið til Hafnarfjarðar, Götu vita á lífshættulegum gatna- mótum? Byggja upp á þjóð- vegum landsins stórhættu- legar brýr og ræsi, þar sem slys verða árlega?. .. Hjálmtýr Pétursson í Tímanum. I f : Kunningi minn sem er rit höfundur, sagði um daginn: i (;Þegar gagnrýnandi hælir : manni, finnst manni eins og j böðullinn sé að hæla manni j fyrir að hafa fallegan háls.“ f-------------------------- | * j Kallinn vill skíra Skarðs . bók upp og kalla hana hér j eftir BANKABÓK. . . Og enn ríða jólin í garð með gusti af pilsum og glingri sem fæst fyrir nánast hlægilegt verff. Og áður en nokkur veit er konan á kafi í kökuuppskrift af fínustu Vikugerð. Þú sér hvar hún situr og hugsar og reiknar og raular og rekur upp haið og ussið og gvuðið og pú og dreymandi svipur, sem geislar af andlegri auðgi, — þess órækur vottur að fórnardýrið ert þú. En ekki niá súta pyngjunnar píslarvætti. Það er postuileg dyggð að setja upp glaða brá, svuntu á magann, sykur og smjör í dollu og sultu í hárið, sem érfitt reynist að ná. Svo þeytirðu eggin. Það lukkast. Þú ljómar a£ monti og leggur arminn um mittið á þinni frú. „Æ góði láttu eins og maður og malaðu hnetur og möndlur, eitt hundrað grömm og flýttu þér nú!’’ Svo stendurðu þarna með hnífinn í hægri hendi og hundrað grömm möndlur á bretti framundan þér, En frúin snýst eins og snælda um borð og um bekki, og biður þig um að vera ekki fyrir sér! Þú færir þig undan, blíður og bljúgur á svipinn og biður tovláts á því að vera til. Svo leggurðu vopninu hiklaust i hauginn miðjan og hálfan fingur, eða rétt þar um bil, Blóðið renriur sem jafnan 'í stríðum straumi. Þú stynur og sýgur fingurinn undir drep. En frúin -gýcur til þín óblíðum augum, sem óhikað meta þig niður um fáein þrep. En það reynist erfitt að sámeina blóð og bakstur: „Það er barasta hreint ekki nokkurt einasta vit, að hafa svona asna í eldhúsi sínu. Aldeilis er ég gáttuð á þér og bit,” En ef þú finnur bara plástur, sem passar á sárið og prísar þig sælan, útundan þér — á laun. En segir við frúna: „Nú er ég óvígur elskan. Það er annað en skemmtun að ganga með svoddan kaun.’’ i ’! Og svo er það bókin og glasið af göfugu víni, * | sem gleðja þitt prúða hjarta í djúpum stói. } Þú hlustar með lúmsku brosi á braukið í frúnni og bergir á glasinu. Nú er loksins jól. ; oooooooo

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.