Alþýðublaðið - 12.12.1965, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 12.12.1965, Qupperneq 7
000000000000000000000000000000000000000000<00000000000000000000<0000<00000000000000<C SUÐURSKAUTSLANDIÐ Eitt er þatS land á okkar jörS, sem menn virðast vita mjög lítið um. Þetta er Suðurskautslandið, sem á alþjóðamáli er kallað Antarktis. Ant er forskeyti og þýðir víst á móti. Það sem er á móti arktis (heimskautinu - norður-) er að sjálfsögðu hitt heimskautið þ.e. Suðurheimskautið. Suðurskautslandið er meginland, sem er stærra en öll Evrópa. Er það um 14 millj. ferkíómetrar og er nærri kringlótt að lögun. Á því er um 90% af öllum ís, sem er á jörðinni, vindhraðinn kemst upp í 325 kílómetra á klukkustund og frostið niður í 55° á Celcius. Þetta finnst okkur háar tölur, og við trúum því varla, þegar okk- ur er sagt að ísbreiöurnar þar verði allt að tveir kílómetrar á þykkt. Á Suðurskautslandinu eru tveir flóar, sem skerast inn í landið. Við annan þeirra Ross-flóa, eru tvö eldfjöll, sem eru hulin jökli. Miðhluti landsins er að mestu hulinn jökli, sem nær víða á haf út. Á stöku stað gnæfa þó háir fjallatindar upp úr snjóbreiðunni. Fyrsti maðurinn, sem kom til Suður- skautslandsins hefur að öllum líkindum verið Bandaríkjamaðurinn Natanael Brown Palmer árið 1820. Hafði hann þar aðeins stutta viðdvöl en fyrsti leiðangurinn, sem þar hafði vetursetu var frá Englandi. Sá leiðangur kom til landsins árið 1899 og var foringi hans Norðmaðurinn Carsten Borchrevink. Síðan hafa verið farnir til Suður- skautslandsins fjöldamargir leiðangrar, og er einn frægasti þeirra leiðangur Norð- mannsins Roalds Amundsens, sem kom þar árið 1911. Þrátt fyrir alla þessa mörgu leiðangra bættist þó ekki verulega við þekkingu manna á Suðurskautslandinu, og vitneskju þeirra um það, fyrr en á Alþjóða-Jarðeðl- isfræðiárinu. Þá voru þar vísindamenn og landkönnuðir frá 12 þjóðum, sem rann- sökuðu landið þvert og endilangt. Nú vita menn, að þar eru í jörðu ýmsar málmsteinstegundir, svo sem graf- it og járn. Er þarna fjöldi rannsóknarstöðva og árið um kring starfar fjöldi vísindamanna og sérfræðinga að alls konar mælingum og rannsóknum þar. Líklegustu not, sem menn geta í ná- inni framtíð haft af Suðurskautslandinu eru þau, að þar verði komið upp mót- tökustöðvum fyrir jarðskjálftamælingar og ýmsum rannsóknarstöðum til hinna láng varandi athuguna á loftslagi og geislun jarðarinnar. Einnig er mjög heppilegt að gera þar ýmsar athuganir á haffletinum og fortíð plánetu okkar. Nú hafa verið byggðir margir flugvellir á Suðurskautslandinu, og eru því ferðir þangað mikið auðveldari. Fljótlegt er að búa vellina til, því að það þarf aðeins að slétta yfirborðið á jöklinum, en það er mjög hart. Heyrzt hefur, að margar ferðaskrif stofur, aðallega í Bandaríkjunum séu að skipuleggja hópferðir þangað. Er það mest fyrir skíðamenn, sem ættu að því er sagt er að hafa mjög góðar aðstæður til æf- inga og iðkana hinna ýmsu tegunda skíða- greinanna. „Aðeins" á eftir að byggja hótel, kvikmyndahús, sundlaugar, leikhús, skóla, verzlunar-, skrifstofu og íbúðarhús, til þess að menn geti setzt þarna að fyrir fullt og allt. Hver veit, nema á Suðurskautsland- inu rísi upp, í framtíðinni, þorp og borgir, og kannski verður vinsælasta leiðin til að eyða sumarleyfinu, að skreppa til Suðurskautslandsins. Ef til vill 'minnkar þá straumurinn til Mallorca....... 00000000000000000<x>000000000^00000<50000000000000<x>0000c00000000000000<>0000000<>0000 Fætur á jólatré Nú er kominn tími til að fara að at- huga hvort allt er í l'agi með jólatréð og sækja það inn í geymslu. Það þarf kannski að baupa á það eitthvert jólaskraut eða laga það smávegis og það er betra að gera það fyrr en seinna. Ef til vill þarf að út- búa fót undir tréð, svo að það geti staðið sjálfstætt á góifinu eða litlu borði yfir jólin, og ef ske kynni að keypt yrði ,,1’if- andi“ jólatré er nauðsynlegt að búa til fót undir það. Fætur á jólatré geta verið með ýmsu móti. — Ef þið eigið t.d. gildan bút af járnröri, getið þið sagað með járnsög tvær rifur í kross í annan enda hans og beygt síðan endana út á við. (Sjá myndl). Algengasti'fóturinn er líklega trékrossinn, sem sést á mynd 2, og þarf ekki að skýra hann nánar. — Nr. 3 er bútur af gildu birkitré með berkinum á. — Hann er sag- aður í sundur í kross og síðan tékið inn- an úr honum hæfilega mikið, eftir því hvað jólatréð er stórt. — Síðan, þegar tréð er komið á sinn stað, eru kubbarnir, negld- ir saman. Á mynd 4 sjáið þið svo dálítið myndarlegan jólatrésfót. — Hæfilega stór tréplata er neðst. Á henni sitja fjórir jóla- sveinar og halda undir aðra plötu, nokkru minni, en niður í gegntxm hana gengur jólatréð. — Þið þurfið að teikná einn. jóla- svein, svipaðan þeim, sem myndin sýnir. Síðan má strika hina þrjá eftir honum. Jólasveinarnir eru negldir fastir eins og sýnt er á myndinni. Málið húfur þeirra, buxur og vettlinga með rauðum lit, skeggið hvítt og skórnir mættu. vera svartir. — Andlitið er ljósrautt en hárið gult. Stærð sveinanna fer eftir því, hve jólatréð exj stórt — Sé jólatréð miög lítið, mætti not- ast við blómsturpott sem fót og er slíkur fótur undir jólatré mjög einfaldur, eins og þið sjáið á myndinni, sem er númer 5. JÖLABLAÐ 1965 í flö A :ijl.d'f clJIA sjöunda síða

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.