Alþýðublaðið - 17.12.1965, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 17.12.1965, Qupperneq 8
Frá afmælisfafrnaðinum. Á myndinni sjást, tal ';ð frá vinstri: i kletts, frú Rósa Loftsdóttir, Björn Sveinbjömssón bæjarfógeti, Kr ráðs og frú Sólveig Eyjólfsdóttir formaður Hraunprýði. — (Mynd: Blómleg stai allt frá fyrs' 35 ár liðin frá stofnun Hraunprýi i i Þorgeir Sveinbjarnarson: VÍSUB UM DRAUMINN Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1965. 112 bls. Tíu ár em liðin síðan Þorgeir Sveinbjarnarson birti fyrstu ljóð I sín. VLur Bergþóra var falleg bók, gædd miklum en látlausum þokka; og bókin hafði mikið nýj ungargildi. Höfundurinn sem þar ! kom fram hafði sýnilega mótað sér sína eigin persónulegu skáldskap í araðferð sem hæfði mætavel geð blæ og tilfinningu ljóða hans, og fögnuður sá sem Vísur Bergþóra ( vöktu lesanda sínum spratt með- al anna s af Því hver nýjung ljóð form Þorgeirs Sveinbjarnarsonar var. Höfundur var þá roskinn mað ur; líklega hafá ýmsir lerendur ályktað að hann væri einnar- J bókar-skáld og ekki vert að vænta ! veralegs framhalds í skáldskap hans; Vísur Bergþóra væru síð borinn ávöxtur ævilangs skáld- skaparáhuga og -iðkunar. Þessum og þvilikum lesendum sýnir Þor geir Sveinbjarnarson í tvo heim ana með nýrri ljóðabók sinni. Vís ur um drauminn er engin endur tekning á Vísum Bergþóru, síður i en svo, en nýju ljóðin eru í rök ; réttu framhaldi þeirra fyrri: Þor j geir Sveinbjamarson fágar þar Og fullkomnatr skáldskapatrlagið j sem hann hóf í fyrri bók sinni. j Vísur um drauminn hafa fæstar i sama opinskáa þokka til að bera ! og beztu ljóðin í Vísum Bergþóra sem m.a. var kominn undir hin S um næmlega samspuna kímni og j fcrega í l.ióðunum; skáldið reynir sem sagt ekki til að endurtaka sjálfan sig. Nýju ljóðin era dul ari og dulbúnari en hin fyrri, en 1 tilfinning þeirra er af sama toga. Og nýju ljóðin virðast jafnbetur ort, bókin í heild veigameira verk eni Vísur Bergþóru voru þrátt fyrir alian þokka sinn. Sýnilega eru Vísur um drauminn mótaðar af miklum skáldlegum aga; þar I birtist ávöxtur vandaðra skáld legra vinnubragða. Enda gerir bók in miklu betur en standa við þau fyrirheit '•em Vísu- Bergþóru gáfu vandlátum lesanda. Þorgeir Svciinbiarnarson er mikill sveitamaður. Hann yrkir um land sit.t með alveg náttúr- leeu tuneutaki — sem eerist nú æ síaldeæfara síðan íslendineár gpn«n~t borgarbúar. En náttúru lýsíncrin er honum ekkert takmark í cisifrí sér enn síður hér en i Vísnm Re-ebóru, oe hér stað næmict UníV bans sialdan eða alcimi vift há einföldu hnvttni cPm bnor léfn sér stnndum næeia. Néff,ín.1ý«!inoin. Jvsine land'laes vefiráffii, préfSnrs. er. honum far veenr trerrablandinnar nersénu leoHor Tcénndar. vitundair um ; hverfieika oe failvalfleilc. aðsteði- andí nétf lín yitiindin um vanmát.t oe torfao.m framundan eflir næmi skáldsins, skyn hans á dýrð hinna jarðnesku muna umhverfis hann, sjálft land hans. Hjarta þú sáir rökkri — uppsker nótt, yrkir Þor geir. Og ennfremur: Að lifa — er að skynja nýjan tíma. Milli þessara tveggja skauta leikur til- finning skáldsins í þessum kvæð um; uggur og von vega salt í lengsta og metnaðarmesta verk inu í þókinni, flokknum Lands lagi, en fögnuðutinn talar ein skær í Kjarvalsstemmu: Þannig vex dagur. Stundir hækka. Stíga eldar á blysum. Enginn bíður hnípinn með hendur í vösum. Húmdrangar ljósgnúpar logatindar lyfta bergglösum og brekkan daggarskál. Heilsa Kjarval. Myndlist hefur oft og einatt orðið hvati markverðra bókmennta verka, og gagnverkun þessara Þorgeir Sveinbjarnarson. tveggja listgreina er mikið og flókið mál athugunar. En ég man ekki sambærileg dæmi úr ís- lenzkum skáldskap um beina lýs ingu myndlistar — sem í senn er rétt og raunhæf lýsing og full gildur skáldskapur í eigin rétti. Tvímælalaust er þetta kvæði með hinu fremsta sem Þorgeir Svein bjarnarson hefur kveðið og sömu leiðis margt í Landslagi þó hann jafnist varla sem heild á við seinni flokkinn. Þorgeir Sveinbjarnarson er mik iil hagleiksmaður á mál, hortitt bregður ekki fyrir í hans munni. í Vísum Bergþóru naut hagvirkni hans sín oftast bezt í smáum kvæðum. Það er til marks um skáldskaparþróun hans að nú tekst honum einatt bezt upp þar sem hann færist mest í fang. Skáldskaparaðferð hans þróast til æ meiri frjál-ræðis; hann fer til að mynda sparlegar og enn hag Iegar með rím í þessum Ijóðum en áður. En hér eru mörg smá kvæði hnitmiðuð af mikilli list. Einvera er eitt sem mér virðist gott dæmi um hagleik Þorgeirs Sveinbjarnarsonar, skáldstíl og lífssýn hans: Þú átt heima við hamragilið . Þar hlurtar auðnin. Þú kallar í irökkrið við klettaþilið nafnið , sem þögnin ljær eyra og ein fær skilið. Hinn tregablandni tónn sem var auðnuminn í Vísum Bergþóru er hér orðinn enn skírari og sár ari en áður; skáldið hefur nú orð ið vald þess að fara með hann. H||nn verður éinatt jfylHtur á mörkum hlutlægni og huglægni eins og þessu kvæði. En hér eru einnig kvæði sem eru með öllu huglæg og lánast til fullnustu. Svo sem Næturferð: Dynur í hjatta. Dynur í þínu hjarta. Dauðinn hleypir myrkrinu. Hart óg títt ber nóttin fæturna fyrir utan gluggana. Dynur í hjarta. Dynur í mínu hjarta hófasláttur skugganna. Hart er brjóstið troðið af beim sem hleypir myi-krinu. Þorgeir Sveinbjarnarson er æði gott skáld þar sem hann kveður bezt, svo sem í þessum Ijóðum. Og skáld-kapur hans er ætíð áhugaverður. Hann á sér nú sérstæðan svip, eigin persónulega rödd í íslenzkum bók menntum. Hann er síða'ta dæmi þess live íslenzk Ijóðhefð er mátt ug, hversu hún megnar sí og æ að bera nýian ávöxt. Vfsur um drauminn er ennfrem ur mjög falleg bók að ytri gerð og sæmir vel ríkisforlaginu sem nú er að verða langhelzti ljóða útgefandi okkar. — Ó.J. Eldur í togara Reykjavik. — ÓTJ. ELDUR kom upp í togaranuvi Þorkatli mána í gærdag, þar sem hann lá við Reykjavíkurhöjn. — Kom slökkviliðið fljótlega á vett- vang og tókst að ráða niðurlögum eldsins áður en teljandi skemmd- ir urðu. Talið er að kviknap hafi i út frá rafsuðutækjum. í dag eru liðin 35 ár frá stofnun Kvennadeiidar Slysavarnarfélags- ins í Hafnarfirði, þess félagsskap- ar, sem nú nefnist Hraunprýði. Fyrsti stofníundur félagsins var haldinn 7. desémber 1930 að for- göngu slysavarnafélagskvenna í Reykjavík, aðallega Guðrúnar Jón- assens, og var á þeim fundi sam- þykkt að stofna slysavarnadeild kvenna í Hafnarfirði og kjörin nefnd til að undirbúa þá félags- stofnun. Tíu dögum síðar, eða 17. desember, var svo haldinn fram- haldsstofnfundur, lög félagsins íl samþykkt, kosin stjórn og telst sá dagur stofndagur félagsins. Félags- konur voru þá orðnar 45 talsins. Þessar upplýsingar komu fram í viðtali, sem Alþýðublaðið átti við tvær forystukonur í Hraun- prýði, þær Sóiveigu Eyjólfsdóttur formann félagsins og Huldu Sigur- jónsdóttur í tilefni afmælisins. Starfsémi Hraunprýði hefur frá fyrstu tíð staðið með miklum blóma, og félagskonum liefur fjölg- að jafnt og þétt. Stofnendur voru 45, eins og áður segir, en nú munu félagskonur vera um 800 talsins. Eins og nafnið ber til kynna, þá er Hraunprýði deilcl í Slysavarnafé- lagi íslands, og meginhlutverk fé- lagsins eins og annarra félags- deilda er auðvitað að safna fé til slysavarnamála og vinna að þeim málum í sínu umdæmi. Þrír fjórðu hlutar af því fé sem deildin aflar rennur til aðaldeildar Slysavama- félagsins í Reykjavík, en fjórða hluta má deildin halda eftir og ráðstafa sjálf. Aðaifjáröílunardagur Hraun- prýði er 11, maí ár hvert, en þá fer fram merkjasaia og kaffisala í samkomuhúsum bæjarins. Auk þess hefur Hraunprýði nú um margra ára skeið fengið ágóða af § kvikmyndasýningu í Bæjarbíói þann dag. Félagið heldur einnig áriegan bazar, og síðastliðin 17 ár hefur kvöldvaka félagsins ver- ið árlegur viðburður í skemmtana- lífi Hafnarfjarðar. Einnig berst Hraunprýði mikið fé í gjöfum og áheitum frá einstaklingum. Kvöldvaka félagsins er venju- iega haldin í febrúar eða marz og er þar boðið upp á mjög fjöl- þætta skemmtiskrá. Að sjálfsögðu er undirbúningur undir slíka sam- komu bæði mikill og tímafrekur, en félagskonur hafa aldrei talið eftir sér að leggja Hraunprýði lið og er það starf allt unnið í sjálf- boðavinnu af konunum sjálfum. Fjöimargir ræðumenn og skemmti- kraftar hafa komið fram á þessum samkomum, en það heyrir til und- antekninga, ef nokkur tekur gjald fyrir íramlag sitt. Eru féiagskon- Frá afmælisfágttaðimu , , 8 17. des.. .1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.