Alþýðublaðið - 18.12.1965, Side 9

Alþýðublaðið - 18.12.1965, Side 9
Eiginkona japanska sendiherrans leidd til sætis af Sir Lawrqnce Bragg. á svið, þar sém hann þakkar við- urlcenninguna með hneigingu áður en hann sezt aftur í sæti sitt. Hið sama endurtekur sig í hvert sinn. Ég ætla mér ekki þá dul að rekja hér ræður, sem fjalla um mólikúl og veirur og erfðaeindir og það virðast fleiri en ég freistast til að hugsa um annað á meðan á slíku stendur: einn franski verðlaunahafinn upphefur augnamál við konu sína niðri í sal meðan gerð er grein fyrir vísindaafrekum hans. Sýnilega ér það eitthvað skemmti Iegt sem hann er að segja henni, en virðulegur embættismaður Nóbelsathafnarinnar sem gegnt honum situr kann ekki að meta það. Hrukkurnar í andliti hans verða djúpir farvegir vanþókn- unar og áminningar. Frakkinn roðnar og fer hjá sér eins og skólastrákur, augnamálið þagnar í miðri setningu. Honum verður fyllilega ljóst, að vísindin eru ekki til að gantast með. Loks er Sjolokov einn eftir. Hinir hafa allir sótt verðlaun sín til konungs. Dr. Anders Öst- erlig talar um sagnabálk hans „Lygn streymir Don” og segir rn.a. „Vel mætti segja, að Sjolo- kov riti þrautreyndan stíl, raun- sæjan stíl án þess að plægja nýj- an akur, stíl, sem virðist barna- legur í einfaldleik sínum, sé hann borinn saman við ýmislegt sem komið hefur fram í skáldsagna- gerð síðar. En efnið, sem hann tekur til meðferðar, hefði ekki komizt til skila með öðru móti...” Það fer ekki hjá því, að hug- urinn reiki til þeirra atburða, sem á undan eru gengnir með- an Sjolokov er á dagskrá. Lítill vexti, en teinréttur stendur hann á sviðinu. Þetta er ekki bara mað- urinn Sjolokov; þetta er sjálft Sovét-Rússland. Þennan skiln- ing hefur hann sjálfur hvað eftir annað lagt áherzlu á. Hann hefur afneitað Pasternak og Bunin, annar var útflytjandi í eigin Framhald á 10. síðn. Ekki a&eins bækur -einnig bókmenntir Þorgeir Sveinbjarnarson: VÍSUR UM DRAUMENN Ný Ijóðabók — Verð 258 kr. innb. Jón ur Vör: MAURILDASKÓGUR Ný Ijóðabók. — Verð 258 kr. ínnb. Einar Krisíjánsson: BLÓM AFÞÖKKUÐ Smásögur — Verð 172 kr. innb. Juan Ramón Jiménez: PLATERO OG ÉG Verð 172 kr. innb. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. j? NYJUNG C NÝJUNG Nýft frá COTY Ilmkrem í glösum. — Einnig Talcum og Baðsölt. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 18. des. 1965 9 Austurstræti 7. — Sími 17201. Nýjung frá Svisslandi MYBOB SLEÐAR NYKOMNIR. Sleðanum má stýra og undir sætinu er rúm- gott geymslurúm fyrir nesti og annan f'ar- angur. SPORTVÖRUHÚS REYKJAVÍKUR Rafha-húsinu við Óðinstorg. — Sími 1-64-88. 7.1 iHfwftaKiaB-aa. r-rf.vy,

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.