Alþýðublaðið - 19.12.1965, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 19.12.1965, Blaðsíða 13
ðÆJApP rl —1 Sími 50184. Hin heimsfrægra verðlaunamynd. Byssurnar í Navarone Það eru allra síðustu forvöð að sjíá þessa heimsfrægu kvikmynd. Gregory Peck, Anthony Quinn. Sýnd (kl. 5 Og 9 Bönnuð innan 12 ára. MANNAPINN MEÐ TARZAN með Tarzan Sýnd kl. 3. Hrun Rómaveldis Ein stórfenglegasta kvikmynd sem t'ekin hefur verið í litum og Ultra Pana Vision. Sophia Loren Alec Guinness James Mason íslenzkur texti. Sýnd kl. 5 og 9. FLEMMING í MEIMA- VISTARSKÓLA Bráðskemtntileg litmynd. Sýnd kl. 3. Néttin (La Notten) Víðfræg og sniidar vel gerð, ítölsk stórmynd. Gerð af snillingnum Michelang elo Antonioni. AðalMutverk: Jenne Morean Marcello Mastroianni Endursýnd kl. 5 og 9. Barnasýning kl. 3 ROY OG FJÁRSJÓDTJRINN na Hin hlindu augu lögreglunnar Sérstæð amerísk sakamálamynd með Charlton Moston og Orson Welles Bönnuð innain 16 ára. Endursýnd ki. 7 og 9. BAGDAD Ævintýramynd í litum Sýnd M. 5. Mary Douglás Warren LÆKNIR KUR AKVÖ Þær skoðuðu Toshogo muster ið sem er ekki ein heldur marg ar byggingar allar mjög fagur lsga útskornar. Þær sáu hin í'rægu Torri og Yakusido musteri með hinn grátandi dreka málað an í loftið. Þar var svo margt að sjá að Cherry var ringluð og hrifin. Þær snæddu í Kanaya hótelinu sem er frægt fyrir mat sinn um gervallt Japan. Þær borð- uðu japanska irétti og fengu stórkostlegan forrétt af hráu grænmeti, þunnum sneiðum af túnfiski með sérstakri soyjasósu steiktum býflugum, söltuðum sil ungshjörtum og olíusteiktum krýsantemulaufum. Eftir forréttinn kom bland- aður réttur sem samanstóð af steiktum kjúklingi og allskonar öðrum fuglategundum. Cherry hafði aldrei komið til hugar að slíkir réttir væru til. Þó furðu legt megi virðast óskaði hún þess að Alard gæti tekið þátt í máltíð inni með henni. Ef hann hefði verið hefði máltíðin verið stór kostleg. Það var einkennilegt að hún skyldi órka þess að Alard væri hjá henni. Ben hefði líka skemmt sér vel en hann var orðinn of gamall til að hrífast eins og Alard og Cherry sjálf. Síðan hún kom til Austurlanda hafði henni fundizt hún komin í annan heim aldagamlan heim með nýtízku tækjum og byggingum. En allir töfrar fornaldarinnar höfðu varð veizt. Þær komu aftur til Tokyo seint um kvöldið og hr. Minoru ósk aði þess aftur að þær snæddu hjá sér. Stúlkumar Yoshiko og Romiko hneigðu sig djúpt fyrir henni en þær flissuðu og földu munninn að baki handarbakanna. Þær lofuðu hr. Minoru að heim sækia Kyotu og Nara næsta dag. Rétt áður en Þær fóru út af hóteli Imperial var Cherry rétt bréf. Hún þekkti strax rithönd Alards. Hún baðst afsökunar og fór aftur upp á herbergi sitt og opnaði bréfið. Hún velti því fyr ir ?ér hvernig hann hefði kom izt að því hvar hún ætlaði að búq í Tokyo. Hann hlaut að hafa yfirheyrt frú Maloney allræki lega á Kingsford Smith flugvell inum. — Ég fékk bréf þitt," skrif aði hann „Þú gleymdir að senda mér ástarkveðjur — eða gleymd irðu því ekki? Ég er öðruvísi en þú eða ef til vill er ég ekki jafn hlédrægur þú sérð að ég sendi ástarkveðjur áður en ég skrif aði nafnið mitt. Það gleður mig að frændi frú Maloney skyldi vera ungur og fagur. Hélztu að ég yrði afbrýðis samur? Ég er það. Ég elska þig Cherry hvort sem þú vilt þiggja ást mína eða ekki. Ég ákvað að segja þér þetta áður en þú kem ur aftur heim svo að þú gætir hugleitt málið. Ég sakna þín ó- segjanlega. Frú Steadmann sem kom inn í þinn stað á stofuna er satt að 44 segja léleg miðað við þig. Ég bið þig að taka trúlofun okkar alvarlega Cherry. Ég hef alltaf tekið hana alvarlega. Kannski þú sjáir heldur ekki neinn nema hann en gleynidu því ekki að hann er kvæntur Clothilde og hún ætlar aldrei að sleppa hon um. Og er það irétt eða rangt hjá mér að kvöldið sem við geng um upp á hæðina á Palm Beach og þú leyfðir mér að faðma þig og kyssa þig hafirðu elskað mig líka? Kannski mér hafi skjátlast en mér fannst þú elska mig. Skrifaðu mér og segðu mér hvenær þú kemur heim. Ég tek á móti þér á flugvellinum og fari allir ^iúklingar til fjárans'. Ástarkveðjur — því þú átt alla mína ást. ALARD. Hún var r.ióð í kinnum þegar hún hafði lokið við að lesa bréf ið. Hún flýtti sér að stinga þvi í tözkuna sína og fór niður til að hitta frú Maloney. Henni fannst 'hæstum því að Alard hefði staðið við hlið sér í herberg inu eins og hann hefði sagt við hana „Ég elska þig" eins og hann hefði kysst hana líkt og hann gerði um kvöldið við Palm Beach. Hún hugsaði um bréfið allan daginn jafnvel meðan reyndur leiðsögumaður sýndi þeim forn ar rústir Kyoto hinnar fornu höfuðborgar Japan. Kyoto var stór borg, fjórða stærsta borg Japans. Leiðsögu maðurinn sagði þeim að þar væri 1300 Buddhamusteri og 4000Shintohelgiskrín. Borgin sjálf var nýtízkuleg — nýtízku hótel og verzlanir. Þar voru venju leg veitingahús og kvikmynda hús og fræg leikhús. — Þar er Gion hið fræga Lat ínuhverfi, geishaborgin og hvergi fá geishur betri kennslu en ein mitt í Kyoto. Geishur frá Ky oto eru eftirspurðar um allt Jap an, sagði leiðsögumaðurinn. Þær fengu að sjá Knkakuji musterið sem var byggt níutíu og fimm árum áður en Columbus fann Ameríku. Geðveikur prest ur kveikti í musterinu árið 1950 en það var endurbyggt. Kinkak uji líkist ekki musteri. Það lík ist helzt villu milljónamærings. Það er byggt við hlið vatns og umkringt af fögrum görðum. Þær sáu svo mörg musteri og helgiskrin að Cherry þótti nóg um en ekkert þeirra var jafn fagurt og Kinkakuji. Þær skoð uðu sig um allan daginn og næsta dag fóru þær með ferða mannavagni til Nara. Musterin í Nara voru enn eldri og jafnvel enn fegurri. Þar sáu þær hinn risastóra Buddha, sem er sá hæsti í heiminum. Þær óku að dádýragarðinum þar sem dá dýrm eru svo mannelsk að þau snæða mola úr lófa manns. En ferðalög geta líka verið þreytandi jafnvel þó maður sjái jafnfagra hluti og helgiskrín og musteri Kyoto og Nara. Eftir þriggja daga stanzlaus ferða- lög urðu þær þreyttar bæði and lega og líkamlega. Eftir að þær höfðu séð Kyoto fóru þær til Os aka til að sjá þar Bunraku eða hið fræga brúðuleikhús Japana. Brúðuleikhúsið sýnir japanskt lif og er aldagamalt. Tayu, sem er FATA VIÐGERÐIR Setjum skinn á jakka auk annarra fata- við'írerða. Sanngrjarnt TerS. EFNALJfVG AUS TfJJfBJS^JA^ Sklpholt 1. — Sfml 16S46. frægur og þýðingarmikill leik andi í Brúðuleikhúsinu segir sög una, sem er í ljóðum og undir hana leikið á samisien. Það eru ekki notaðir neinir þræðir til að hreyfa brúðurnar með held ur er þeim stjórnað af mönnum sem áhorfendur sjá. Leikbrúðu meistarinn stjórnar aðalleikaran um. AðstoðaTmenn hans tveir stjórna hinum brúðunum. Hann er í kimono en aðstoðarmenn hans eru svartklæddir og háfa hettur á höfðunum. Cherry fannst þetta allt mjðg óvenjulegt þó hún skyldi það ekki fullkomlega. Frá Osaka fóru þær til Toky o. Nú voru aðeins fáeinir dagar unz þær myndu fara heimleiðis Þær fóru í Noh oh Kabuk leik húsið þar sem karlmenn loika öll hlutverkin. Noh leikhúsið sýndi forn japönsk leikrit. Það sem eftir var af timanum fóru þær í búðir. Frú Maloney keypti ósköp in öll og varð að kaupa sér þrjár nýjar ferðatöskur til að koma öllum fötunum fyrir. Sem betur fer er auðvelt að fá ferðatöskur í Japan. Þær erú til af öllum stærðum og gerðum Cherry keypti sér japanskan kim ono himinbláan skreyttan með gylltum krysantemeum. Obi eða beltið var líka gyllt. Hún mátaði hann í herberginu sínu og hann klæddi hana mjög vel. Hún keypti gjafir fyrir alla á heimil inu sínu en hugsaði mikið um hvað hún gæti keypt handa Al ard. Hún hafði lesið bréfið hans aftur og aftur og hugsað mikiS um það. (•-• Að lokum keypti hún hanða honum jaþanskar myndir sem hún hélt að honum þættu fall egar. Hún vissi að hann bjó í Kings Gross en hún hafðl ekki hugmynd um það hvernig íbúð hans liti út eða hvort myndirn ar myndu hæfa þar. Kvöldið áður en þær fóru bauð frú Maloney Minoruhjónunum ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 19. des. 1965 |3 SlðÁJfJLÍOVO SA - r-' í *JP

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.