Alþýðublaðið - 19.12.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.12.1965, Blaðsíða 8
í ; Hjúkrunarkonur óskast | Hjúkrunarkohur ósk^st til námsí svæfingadeild Land- : spítalans -sem fyrst eða tfilá næstu áramótuiií. Yfirfæknir svæfingadeildar inun gefa upplýsingar um : námstilhögun. Laun námstímatam verða greidd samkvæmt i íbyrjunarlaunum hjúkrunarkvenna í 14. fiokki. Skriflegar ums$mir með upplýsingum um nám, aldur og starfstímja sendist tjí skrifstofu rfkisspítalanna, Klapp arstíg 29. ; ; Reykjávík, 18/12 1965 Skrífstofa ríkisspítalanna. Aðstoðarlækmisstaða við svæfingadeild Landspítalans er laus til umsóknár nú þegar. Umsækjendur, sem ekki hafa lokið sérnámi og sækja vilja um þessa stöðu, geta fengið starfstúna sinn við svæfingadeild Landspítalans viðuBkenndan sem hluta af sérnámi í viðkomandi sér- grein. .-¦. ..... Umsófcnir imeð upplýsingum um aldur, nám og störf sendist til , stáórnarnefndar. ríkisspítalainna fyrir 18. jan. 1966. ;, Reykjayik,, 18/12 1965 . Skrifstofa rikisspítalanna. Danskur símvirki óskar eftir 3ja-4ra herbergja íbúð friá áramótum, helzt í nýju húsi. 1 árs fyrirfamgreiðsla. Upplýsingar veitir Póst- og símamálastjórnin í síma 11000. Póst- og símamálastjórnm. %/oV- >^ >öy m '*«S^« »V* "lo„. e'lQ "»o«:y * s*h **<%* bokaútgáfaw iogi; "">/>/¦ Ber9l"'rug<itu3-Simi 21650 OSKOPNIR u, "e, «( Jóhannes Helgi SVÖRT MESSA Skáldsaga Helgafell, Reykjavík 1965. 372 bls. Það hefur í haust orðið hálf gerð lenzka að tala um að skáld sögur væ'ru skrifaðar af einhverju sem menn nefna „innri þörf". Þörfin sjálf er nú sjaldan mjög skýrlega skilgreind í þessari um- ræðú; oftast er hún dregin fram í dagsljósið til að afsaka einhvers konar sullumbulluskap í rithaétti. Það er stundum engu líkara en , menn vilji telja það yondum skáld skap til afsökunar, jafnvel réttlæt tngar ef höfundinum tekfct að belgja sig upp með nógu miklum stóryrðaglaumi, fítonsanda, heift. Þó er sannleikurinn auðvitað sá að skáldsögur eru ýmist góðar eða vondar eftír því hvprt þær eru vel eða illa skrifaðar. Þörf ein hvers höfundar til að skrifa vonda bók er alls engin réttlæting á því athæfi hans. Hjá því fer ekki að þetta rif jist upp að aflokinni Svartri messu Jóhannesar Heiga. Mjög líklega skrifaö Jóhannes af raunverulegri þörf, ajfdráttarlausum vilja að gera upp rpikninga við samtíð sína. Bók lians er skrifuð með sjald gæfunj eldmóði, skapríki, tilfinn ingahiía; hún Ijómar 611 og skin af skáldlegum hæfileík. En því fér nú verr að Jóhannes Helgi lætur ádeiluþörfina, viljann að „gera upp", drepa hæfileika sína í dróma, verki sínu á dreif; í stað þess að semja skáldskap vel ur hahn þann kost að verja löng um stundum í návigi við samtíðar menn, fremur en sjálfa samtið sína. Saga hans leggst þar lægst sem henni er stefnt til mestra á taka, uppgjörs og ádeilu — í svörtu messunni sjálfri og aðdrag anda hennar. Þó er sjálf hugmynd hennar gullvæg og réttfundinn stað Ur í sögunni. Skáldið situr á eyju sinni, sem hann hefur ort upp úr sjónum, magnað líf af málsnilld sinni og efnir til dómsdags yfir samtíð sinni í mynd og líkingu sögufólksins; það er blendingur af martröð og leiksýningu. í þessum káfla á sagan að veita útsjön lángt út fyrir sjálfa sig, bregða upp beinni spegilmynd dolfallinnar samtíðar. En þetta sjónarspil fer allt út um þúfur í meðförum Jó hannesar Helga, verður tóm hráka smíð, markleysa. í stað Öfgafullrar hæðinnar samfélagslýsingar og hugsunarháttar í samfélaginu snýst frásögnin upp í persónulega ádeilu eða illdeilu réttar sagt, sem eng an varðar neinu nema í hæsta lagi höfund finn. Auðþekkjanlega eru skotspænir Jóhannesar Helga nokkrir liðsoddar Sjálfstæðisflokks ins og Morgunblaðsins, raunar sömu menn og Ingimar Erl. Sig urðssoh lagði út af í sinni sögu í haust. En þessi aðfers er Jóhann esi þeim mun hraparlegri en Ingi mar að hún spillir iyrir honum verki sem ellegar er unnið með æðimiklum , tilþrifum. Það liggur sannarlega ekkert bann við því að hagnýta sér lif andi fyrirmyndir í skáldskap, ein staklinga, fyrirbæri, atburði. úr samtíðinni. Fjarri því. Væri ein hver þvílík tilskipun í gildi er hætt við að færi að dofna yfir Halldóri Laxness, til dæmis, og þá ekki síð ur höfundi Njálu ef marka má" Bafðabók. En hver höfundur verð ur að vinna úr þessum efnivið sínum eins og öðrum, sveigja hann undir eigin skáldsýn sína,. má fyr ir enga muni blindastaf návíginu við hann. Það er þetta sem hendir Jóhannes; Hejga., Samfélagslýsing hans virðist öldungis, hundin fyr irmynd einstakra manna, líðandi deiluniála.; hann megnar ekki að. hagnýta sér þennan efirivið til eig in skáldsköpunar, eigin mann^kiln ings og þjóðfélags. Hann færist í fang efni sem hann veldur ekki, kiknar undir því, yfirbugast af þörfinni fyrir að skrifa illa. Þvi bregzt saga hane þar sem mest á ríður og klúðrast ádeila hans niður í klámhögg. - Skáldið Murtur stendur fyrir dómsdegi í Lyngey; hann er mál ¦pípa og boðberi höfundar síns og gerir að lokum berum orðum upp sakir hans við samfélagið. Þar reynir mest á þessa mannlýsing og þar bregzt hún með beinum endemum. Það gætir að líkindum læðimikils sjálfsdaðurs í gerð og lýsingu Murts glæsimennsku hans, kvennamennsku o.s.frv.; það má álykta að gagnrýnileysi höfundar á þessa mannlýsing sina sé ein með öðrum orsökum þess að saga hans fer úr böndunum. En lýsing Murts sýnist mér laus við þann sjúklega sjálfsþótta sem gerspillir hliðstæðum mannlýsing urh í öðrum sögum £ haiusí Torginu, Borgarlifi; Murtur er gerður.af meiri efnum og með meiri hagleik en þær; hann er þrátt fyrir allt með mannsmóti. Murtur situr í Lyngey að skrifa skáldsögu, — nýtt guðspjall handa borgum segir einhversstaðar í sög unni. Hann miðlar í sögunni marg víslegum hugðarefnum \höfundar síns, deiluefnum sem gætu reynzt sköruleg greina,- ritgerða eða ræðu efni og eru mörg hver orðuð með fjöri og röskleik hér, en tefja ó- neitanlega fyrir sjálfri sögunni og drepa raunverulegu efni hennar á dreif. Murtur hefur mikinn ímu gust á „fjölmiðlunartækjunum" margumræddu, blöðum, útvarpi, sjónvarpi, og lætur hann oft og víða í Ijós. En sýnilega þyrfti Jó hannes Helgi sjálfur aðgang að einhverjum slíkum miðli til að ¦tappa af sér áhugamálin, fitonsand ann, — þá gæti hann kannski beitt sér betur að því a<5 skrifa skáldsögu í milli. ..... Jóhannes Helgi Og það er sjón og skilningur Murts sem miðlar lesandanum;Jýs i ingu Lyngeyjar og fólksins þar sem langsamlega er mest um vert í sögunni. Það er unnt að geta sér til um landfræðilega fyrirmynd eyjarinnar, jafnvel fyrirmynd fólks ins á eyjunni, ímynda ég mér, En . nú skiptir það ekkí lengur máli. TCú tekst Jóhannesi Helga néfni I lega raunveruleg skáldsköpun úr ¦ efnivið sínum, hversu sem hann er ættaður; hann magnar fraro hvarvetna í sögunni fullgildar myndir landslagst og atvika, fólks sem sannfæTir lesanda sinn umtil vist sína. Hún er full af lifandi ltfl. Sögumannsgáfu sinní aiiðnast 36- hannesi Helga að drepa.á dreít í Guðmundur Gíslason Hagalín: í fararbroddi. Ævisaga Har- alds Böðvarssonar. Síðara bindi. Skuggsjá. Alþýðuprent- smiðjan. Reykjayík 1965. JAFNAN er skemmtilegt að ræða við Guðmund Gíslason Hagalín, en sér í lagi minnis- stætt, ef talið berst að sjávarút- vegi. Þá rennur allur drungi af þessum kvöldsvæfa manni, og hann á til að halda vöku fyrir gesti sínum langt fram á nótt. Einu sinni bar selveiðar á góma í viðræðu okkar, og Hagalín flutti snjallan fyrirlestur um þann.at- vinnuveg heima og erlendis, lyft- ist í sæti, reis á fætur og gekk um gólf, en mælskan spratt fránj, eins og vatn undan þungu hæðar- fargi. Einhvern tíma spjölluðum við og um vandamál útvegsins á íslandi. Ég bjánaðist að láta þá skoðun í ljós, að togarasala ís- firðinga í stríðsbyrjun hefði ^er- ið hæpin ráðstöfun. Hagalín brást hart við og varði hana af ærinni rökfimi. Sneri hann vðrn- inni í sókn upp úr lágnættijog mælti á þessa lund: Togarar éru góðir, en þeir henta ekki aðstæð- um fyrir vestan, þar á að gera út báta, það er svo fallegt að sjá þá sigla drekkhlaðná inn f írð- ina. Ég gafst upp, og gæðingur- inn stilltist. Þetta kom mér í hug, er ég las síðara bihdið af ævisögu Har- íg 19. des. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ^*: cðC'í ."- $>\ - u'r'.!'' ¦ nsU-i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.