Vísir - 14.01.1959, Side 3

Vísir - 14.01.1959, Side 3
Miðvikudaginn 14. janúar 1959 vlsik 3 Sikkrisnælulaus Sjeikspír væri sennilega harla ómerkilegur Sjeikspír - að tjaldabaki á leikkvöidi Menntaskólans Klukkan er hálísjö á mánu- dagskvöldi og við leggjum leið okkar niður í Iðnó. Eftir eina og hálfa klukkustund á tjaldið að fara frá á Þrett- ándakvöldi eftir hann Sjeik- spír gamla, sem dó fyrir 343 árum. Það eru milli þrjátíu og fjörutíu unglingar sem standa að þessari sýningu, alit nem- endur í Menntaskólanum -— því fyrirtækið ber nafnið Herranótt. En Herranótt Menntaskólanemenda er svo sem engin ný bóla, stendur hvorki meira né minna en á eitt hundrað og ellefu ára gömlum merg. Erindi okkar er að taka viotal við nokkra leikara um leiklist, Menntaskólann, Sjeik spír og allt það. Bakhurðin er opin og þarf ekki annað en ganga upp fimm sex tröppur, þá er maður kominn inn á mitt leiksvið. Þar er allt á rúi og stúi og er þá vægt að orði komist. Þarnn eru skólapiltar að Hón bjo í búðargíugga í 11 daga Mundir þú vilja eiga heima i búðarglugga í hálían mán- uð? Þetta gerði ung stúlka í Bandaríkjunum. Hún snœddi, afklœdd.ist, fór í bað (bak við plasttjald) og svaf, Hreyfði sig sem sagt ekki úr glugg- anum í ellefu daga. Tug þús- undir manna horfðu á hana. Þetta var gert með það eiít fyrir augum að vekja athygli á nýrri verzlun, sem var ao hefja starfsemi sína. Stúlkan varð samt enn frœgari en verzlunin. Því henni bárust tilboð frá sjón- varpsstöðvum, og nú er hún ein allra tekjuhœsta sjón- varps-auglýsinga-leikkona Ameríku. Hún heitir Russell Elizabeth Lee, er tuttugu og átta ára og mynd af henni í búðarglugg- anum fylgir þessari grein. koraa fyrir trjágróðri heil- miklum, búnum til úr tusk- urn og vírneti. Einar Magg (sem í símaskránni heitir Ómar: Nú er að standa sig — Þjóöleikhússstjóri og Guðni verða í kvöld . . . auovitað Einar Magnússon, kennari) birtist í dyrunum og segir: Hér eru nú hraust- leg handtök. Okkur gefst ekki kostur á að svara því hann er þotinn með það sama. i>. i Við göngum niður í kjall-|! ara og hyggjumst hitta ein- hvern til að taka viðtal við. í miðjum stiganum mætum við stúlku með aðra augnabrún- ina máiaða. svarta og hina ljosa og hún segir: Hæa. (Þetta mun vera nútíma- kveðja og táknar allt á milli halló —• og komdu margbless- aður og sæll). Við segjum að sjálfsögðu Hæa á móti og eru ákveðnir í að taka bara við- tal við hana fyrst hún var fyrsti leikarinn, sem við hitt- um, en hún var þotinn eins og hann Einar áðan. Niðri í kjallara er allt í hershöndum, sem í þetta skipti á að tákna hjá okkur, að það hafi verið jafnvel enn verra en rúið og stúið einni hæð ofar. Þarna var þó mað- ur sem við þekktum, hann Bendikt Árnason leikari, sem í þetta sinn var leikstjóri Þrettándavöldsins. Við spyrjum Benedikt hverjir séu eiginlega aðalleikarar, því við séum komnir hér í blaðaviSí''.lshugleiðingum. Hann tekur leikskrá og segir þessi og þessi og líka þessi og hann gerði kross við hvert einasta nafn, hann var meira að segja búinn að gera hann Gissur Pálsson ljósameistara að aðalleikara og þá gáfumst við upp á Benna (hann Benedikt var nefnilega kall- aður Benni af öllum þarna). Allt í einu kemur stúlku- andlit í ljós í dyrunum og segir: Ja, nú er það agalegt, hárið á mér í einni klessu. Þarna er þá hárgreiðslu- kona sem svarar henni: Það er alls ekkert slæmt. Andlitið í gættinni: Jú, það er alveg eins og á villimanni. Og síðan kemur andlit út um dyrnar og allt sem því til- heyrir og sezt á stól og hár- greiðslukonan tekur til. starfa við liárið, sem er í einni klessu. Piltur kemur hlaupandi niður stigann og segir: Óii, hefurðu talað við Sigga Þór- arins? Og Óli svarar: Nei. Og þá heldur pilturinn á- fram: Hann bað mig að taka frá miða og svo heyri ég ekkert í gæjanum. (Hér skal því skotið inn til hægðar- auka fyrir menn að átta sig á nöfnunum, að gæinn Siggi Þórarins er hann Sigurður Þórarinsson jarðfræðingui-, en Ólinn sem svaraði með neiinu er Óiafur Mixa, einn leikendanna og jafnfrarnt formaður leiknefndar). Og svo kemur Jakob Mull- er, sem við munum eftir frá' því í sumar sem aðalhvíslara í leikhúsi Heimdaliar. Hann kíkir yfir öxlina á okkur og segir: Hvern fjandann er nú verið að pára? Það væri svo sem ekki svo vitlaust að taka bara viðtal við Jakob, ef hann talaði ekki svona óvirðulega við okkur. Ut úr einu herberginu kemur hár piJtur með þrótt- mikla rödd og segir æstur: Heyrðu, Benni, veiztu það, að í Alþýðublaðinu er eg talinn með statistum og í Mánu- dagsblaðinu er ekki minnzt á mig? Benni: Hvað ætlarðu að gera? Þá hrópar andlitið, sem átti villimannshárið: Þykistu kannske vera . einn af aðal- leikurunum? Pilturinn gefur sér ekki tíma til að svara, því inn kemur stúlka, hann réttir henni blómapakka og segir: Edda, gjörðu svo vel, þetta var að koma. Edda: Það er aldeilis munur. Og enn bætist nýr leikari í hópinn og segir hann: Sæll Benni, þú ert bara órakaður. Benni: -Já, ég nenni ekki að standa í þessu helvíti. Sá nýkomni: JEðisgengn- um fötum ertu í. Frá París? Benni: Nei, Andrési. Nú kemur einhver hlaup- andi nið'ur af sviði og segir: Eggert Stefánsson verður hér í kvöld. Honum er svarað: Held- urðu að það verði ekki hægt að redda því að hann komi niður á eftir? Þá gellur við kvenmanns- rödd innan úr einu búnings- herberginu: Eggert Stefáns- son, hver er það? Benni lýtur afsakandi til okkar og segir: Hvíiík æska, Framh. á 11. síðu. Hún Citte var skki hún Gitts Fyrir nokkrum vikum skýrð- um við frá því „með þrjú- kaffinu", . að ný, mjög góð söngstjarna, að nafni Gitte, vœri komin fram í Danmörku. Höfum við það eftir „áreið- anlegum heimildum", að þetía vceri hin sama Gitte og Gitte; Stendur efst á óslca- listanum. hér lék á sílófón af mikilli list fyrir nokkrum árum. Síðan heíur komið í. Ijós, að þetta er önnur Citte, og sannast enn ■ þetta með „áreiðan- legu heimildimar". En Gitte þessi er vœntanleg hingað mjög bráðlega og er það n'okkur sárabót fyrir þessi mistök okkar. Með Gitte kemur hingað kvartettinn Four Jacks, sem er lang bezti söngkvarteít, er fram ' hefur komið í Dan- mörku, stendur ekkert að baki hinum beziu amerísku söngkvartettum. Má því bú- ast við góðri skemmtun þegar þar að kemur. Hún átti heima í búðarglugga í elleju daga — og varð frccg fyrir. Kossar í þágu landhelginnar Framsóknarhúsið hefur feng- ið erlenda töframenn til að skemmta hjá sér. Ilótel Borg hefur fengið enska dægurlaga- söngkonu til að skemmta hjá sér og þegar nýjabrumið er íarið af Röðli má búast við að þeir verði að leyta eftir. erlend- um skemmtikröftum. Ný Marshallhjálp handa íslendingum. Samkeppni milli veitingahús- anna er að aukast um leið og þeim fjölgar, þau eru meira að segja orðin of mörg fyrir ekki stænl borg en Reykjavík, þess vegna á samkeppnin eftir að aukast enn. Gömlu og rótgróin samkomu- hús verða eflaust að taka upp annað og fjölbreyttara rekst- ursfyrirkomulag til að gera gestum sínum til hæfis. Skal nú lítillega vikið að Borgarsöngkonunni ensku, sem mikið hefur verið skrifað um í blöðum undanfarið. Hún ber nafnið ungfrú Marshall og væri óskandi, Borgarinnar vegna, að þessi nýja Marshallhjálp verði ekki lakari en sú fyrri, því að- sókn að Borginni var komin iiiður í sama og ekki neitt. Hin enska ungfrú Marshall er sögð hafa það til síns ágætis að hafa kysst rnenn fyrir þóknun á erlendri grund og inntektirn- ar runnið til göðgerðarstarf- semi. Skjótum við því hér fram í mestu vinsemd hvort hún gæti ekki endurvakið þessa iðju sína meðan hún dvelur hér og látið ágöðann renna í sjóð, er varið yrði til kaupa á nýjiv varðskipi handa íslend- ingum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.