Vísir - 14.01.1959, Blaðsíða 10
10
VÍSIB
Miðvikudaginn 14. janúar 1959
mér í örmum hans og vakna létt og glöð og tóm vð hliðna á
honum og fyllast þrá við snertingu handa hans.
Hann hratt mér ruddalega á rúmið. Án þess að segja nokk-
urt orð. Með lokuð augun sá eg líkama hans, línurnar yfir
brjóstinu og öxlunum, fingur mínir þreifuðu — eins og þeir œttu
aldrei að víkja þaðan aftur. Eins og það hefði alltaf verið svona
— bara við, eins og við hefðum elskast alla tíð.
Hann lagðist ofan á mig áður en hann var búinn að færa
sig úr fötunum, hann var haröhentur þegar hann tók um mjaðmir
mínar. Eg kveinkaði mér. —
Kann sleppti mér allt í einu. — Eg get þetta ekki!
Hendur mínar fálmuðu eftir honum: — Af hverju ekki?
— Eg hef ekki, eg tók ekki.... með.... eg veit ekki, þegar eg
er fullur....
Eg dró hann að mér, talaði upp í hann.
— Þaö gerir ekkert til, gerir ekkert.
Það eina sem nokkra þýðingu hafði var að sigra hann, sigra
líkama hans, ná honum til mín aftur. Allt, sem síðan kæmi, kom
mér ekkert við, allt mátti ske — annars gæti eg misst hann.
Nú var eg hjá honum.
— Eg giftist þér ekki þó að þú eignist barn, sagði hann.
Eg skildi ekki hvaö hann var að segja. En loks rann það upp
fyrir mér. Smátt og smátt kipraði eg mig saman.
— Og svo verðum við að hugsa um hana.
Hann bað mig að hugsa um þig!
— Eg get ekki lagt það á hana, sagði hann. — Við gerðum út
urn þetta okkar á milli þegar þú komst aftur heim úr Frakk-
landsferðinni. Við ákváðum að reyna á ný.
— Og það gengur vel, sýnist mér? spurði eg hæðnislega.
— Já.... það gerir það.
Eg drúpti höfði. Hann sá að axlir mínar titruðu og hélt að eg
væri að gráta. Hann greip um höfuð mér og beygði þaö aftur á
bak og leit á mig — og eg hló. Nú leið honum víst vel með þér.
Nú var hann búinn að læra hvernig á að hafa það gott hjá konu.
Eg hafði kennt honum það.
Hann hristi mig, hristi mig svo að höfuðið slengdist til.
— Hættu, fyrir alla muni, hættu.
— Komdu þér í, sagði eg. — Hypjaðu þig heim — tii hennar.
Eg sneri mér upp að veggnum. Mig langaði ekki til að heyra
hann hringja á bíl, vildi ekki heyra þegar hurðin skylii á hæla
honum — samt leit eg upp, augu okkar mættust þar sem hann
Stóð og hélt um handfangið á hurðinni.
Allt í einu tók hann undir sig stökk og fleygði sér í kjöltu
mína, kjökraði við brjóst mér. Fingur mínir struku yfir hár hans.
Bros á vörum mínum. Hann var kominn til mín aftur. Honum
þótti vænt um mig.
— Þú mátt ekki brosa, sagði hann. — Horfðu ekki á mig, skilur
þú ekki.... uppskurðurinn, það var til þess að — ó, guð minn
góður, eg vissi það ekki, eg vissi það ekki.... nú er hún með
barni.
Líkami minn dróst saman, kaldur — ískaldur. Kipraðist sam-
an í krampateygju af kuldanum.
En biliinn beið niðri á götunni.
Allt í einu hringdi síminn. Hljóðið smaug í gegnum mig eins
og hnifur og yfirgnæfði sársaukann, eg leit ósjálfrátt á klukk-
una. Hálf þrjú. Sekúnduvísirinn tifaði rclega hringinn sinn.
Tíminn hafði liðið fljótt.
Það skein i ljósrönd meðfram gluggatjaldinu. Það var sóða-
legt í herberginu. Kjóllinn lá eins og drusla á gólfinu. Síminn
hringdi —
Smátt og smátt skýrðist liugsunin.
Fyrst var það um hann. Andlit hans var alveg hjá mér, eins og
það hefði brent sig inn í sál rnína.
Þetta hlaut að vera hann, sem var að hringja. Hann stóð niðri
í sínraklefanum og hringdi. Það hlaut að vera hann!
Mér fannst rödd mín koma langt að þegar eg svaraði. „Halló,“
sagði eg, „Halló, er nokkur þarna?“ Það fór hrollur um mig
þegar eg skynjaði efann í rödd mlnni. Nokkur? Hann — þaö
gat ekki veriö hann, hann gat ekki verið kominn svo iangt. Og
um leiö vissi eg að það varst auðvitað þú, sem sazt við hinn
endann.
Þú — og barnið.
Þú og barnið biðu hans. Þú og barnið binda hann.
Og eg elska hann.
Klukkan er hálf þrjú. Svo framorðið er það. Svo lengi er hann
búinn að vera hjá mér. Maðurinn þinn — sem þú átt að eignast
barn með, svona lengi er hann búinn að vera hjá annari.
Hann, sem hefur komið heim á hverju kvöldi, hann, sem hefur
borðað mið'degisverð heima á hverjum degi — í nótt var hann
hjá annari. í nótt hafa hendur hans leitað annars likama. í
nótt hQfur höfuð hans hvílt við brjóst mitt. í nótt elskar hann
mig.
Þetta hef eg að segja þér, þér hinni huglausu — sem ekki
þorir að spyrja, sem hringir í símann minn og bíður. —
Eftir hverju ertu aö bíöa? Átti hann að svara simanum. Átti
hann að standa hjá mér, láta þig heyra rödd sina hérna hjá mér.
Hann er farinn. Hann er farinn frá mér.
Tvisvar hefur þú tekið hann frá mér. Þú sagðir að þú ættir
von á barni, og þaö var ekki satt. Hann giftist þér og það var
ekki satt. Og fyrst núna, þegar þú ert búin að tapa honum,
þegar hann elskar þig ekki framar, fyrst núna lætur þú hann
gefa þér barn. Nú fórst þú loksins til læknis. Nú loksins lézt þú
leggja þig inn á sjúkrahús. Þú lézt hann gefa þér barn, og hann
vissi það' ekki, hann elskar þig ekki. Þú —
Hvernig gazt þú, hvernig gazt þú þetta! Hvernig gazt þú þetta
án þess a'ð elska hann.
Gazt þú — án þess að elska hann —
Nú lield eg öllu í mínum höndum. Enn andar þú í eyra mér.
Enn er nokkur stund unz hann kemur heim. Eg get nefnt
nafnið hans, hvíslað því lágri röddu.1 Eg get talað við hann,
talað við hann í eyra þér — tala eins og hann sé að kalla á mig,
eins og hann sé að spyrja, hver sé a'ð hringja, biðji mig að koma.
Eg get sagt já, já ástin mín, eg kem eftir andartak, eg skil bara
ekki hvers vegna enginn svarar í símanum.
Eg dreg hægt andann. Opna varirnar, leita að örðunum....
Rödd mín er framandi, framandi — „Rolf,“ segi eg, „Rolf,
undarlegt, það var hringt, en svo er enginn í símamun. Það
hlýtur einhver að hafa valið skakt númer.“
Rolf — nafn annars mann. Maðurinn þinn, hann er ekki hér.
Hann er á leiðinlegri skemmtun í fyrirtækinu. Skemmtun, sem
maður kemst ekki hjá að mæta á.
Það heyrðist slittónn í símanum.
Eg legg heyrnartólið hægt á.
• — ENDIR —
Á XVOLDVðKUNNi
ft 3
H
Hún kom inn og' bar heljar
stóran böggul.
„Hvað keyptiröu?“ spurði
bóndi hennar.
„Eg veit ekki hvað það er.“
„Hvers vegna keyptir þú það
þá?“
„Búðarmaðurinn sagði, að
það fengist ekki lengur.“
SOTIYÐiR
fyrir oiíukynditæki
„Gleymdu ekki að segja öll-
um, að það sé leyndarmál.11
★
Stúlkan mín elskar tvennt.
— Hún elskar ástina og er al-
veg vitlaus í peninga.
★
„Ef manneskja er fædd 1898
— hvað gömul væri liú þá i
dag?“
„Er það karl eða kona?“
★
Stúlkan var að kvarta við
mömmu sína. „Eg varð að
skipta um sæti 1 kvikmynda-
húsinu fimm sinnum í dag.“
| „Var einhver karlmaður að
ónáða þig?“ «
„Já,“ sagði stúlkan. „Loks-
ins.“
★
Hún hljóp grátandi til
mömmu sinnar.
„Góða mamma, hann er svo
skelfilega ósvífinn.“
„Hvað hefir hann nú gert?“
spurði móðirin.
,,Þegar hánn kom heim í
kvöld var kvöldverð'urinn ekki
til og hann spurði hvers vegna.
Eg sagði: ,,Getur þú ekki
heyrt hvað eg er hás?“
Þá sagði hann: „Ef rödd mín
fengi eins mikla æfingu eins
og' þin rödd, væri eg hás líka.“
★
Randy lærði töluvert af
eg þrjár kvenflugur og tvær
karlflugur, sagði hann kenn-
aranum,
— Hvernig vissii'ðu að þær
voru karl- og kvenflugur?
— Jæja, sagði Randy, —
þrjár voru á speglinum en
tvær á vindlakassanum.
*
Föt bai'na geta haldist hrein
í nokkra daga — ef börnin eru
ekki i þeim.
Hann hefði getað hrist mig. Hann hefði getað tekið um axlir
jafnan fyrirliggjandi.
mér og snúið mér að sér. Það hefði hann getað.
SMYRILL húsi Sameinaða, sír.ii 1-22-firt.
E. R. Rurroughs — TAHZA^ —. 2798
Jón Austin var trúgjarn skyssa á að snúa baki að
[ og tilleiðanlegur og varð sú bróður sínum!
„Eg var bara einu sinni of
seinn í skólann. — Það var
þegar lögregluvagninn sótti
hann pabba. Eg vildi kveðja
hann.“
þérhafið ágóðavon
^rallíárið!
c?
0O
D o YcIttemkv
HASKOLANS