Vísir - 16.01.1959, Blaðsíða 1

Vísir - 16.01.1959, Blaðsíða 1
© • meiri veiðum undan Yestur-Noregi. >» Ur Norður-Noregi koma hvorki meira né minna en 400 skip. ÞáUtaka bbi* ííHi'esdii iandslilutsiaj eisanig tuc^ uicsta aióli. vesá George Kredilbanken í Danmörku varð nýlega gjaldþrota, en banka- stjórinn gerir sér samt vonir um að geta opnað nýjan banka í ÍHÍsakynnum þess gamla. Ekki er bó vitað, livort honum tekst' jþetta, en ekki mun Islendingum þykja nafn bankastjórans gæfulegt, því að hann heitir Brask Thomscn. Ciefar á sjó afii frá 540 lestir. Svanur fékk 2 tn. af síld í net í Miðnessjó í nótt. Norðmenn hafa hug á að auka síldarsölu til Sovétríkjanna, enda þótt rússneskir sjómenn stundi þær veiðar af kappi. Hafa norsk yfirvöld — útflutningsnefndin — leitað hófanna i Moskvu um sölu á stórsíld og vorsild, og er aðeins beðið eftir því, að sovétstjórnin tilkynni, hvenær hún sé reiðu- búin til að hefja samninga. 1 fyrra keyptu Sovétríkin um 37,000 lestir af saltsíld af Norð- mönnum. Stillur eru nú dag eftir dag og gefur alltaf á sjó. Afli hefur yfirleitt vcrið sæmilegur eftir i»ví sem gerist um þetta leyti árs. Nær allir vcrtíðarbátar suðvestanlands eru byrjaðir lóðra. Það er ekki aðeins að sæmi- lega aflist af þorski heldur er mikið magn af síld á þessum venjulegu síldarslóðum í Mið- nessjó, við Eldey og í Grinda- víkursjó. Línubátar hafa lóðað á síld á siglingu sinni urn þessi svæði. Það er þó aðeins einn bátur sem stundar reknetaveið- ar að svo komnu og munu þeir vart verða fleiri þar sem allir aðrir eru byrjaðir með línu. Ákæra á 26 sjómenn. I gær var skipverjum á *n.s. Tungufossi, þeim er til náðist, birt ákæra út af smyglmálinu frá í sumar. AIls eru það 26 menn, sem ■hafa verið ákærðir, en rétt- arsætt var gerð í máli sex annarra manna, sem einnig fiomu að einhverju leyti við sögu í Tungufosssmygglinu. Hlutu þeir frá 200 krónu og allt upp í 4000 króna sekt hver. Nokkur tími líður að sjálf sögðu unz vöm hefur farið fram í málinu, en dómarinn, Guðmundur Ingvi Sigurðs- son, kvaðst vonast til að geta kveðið upp dóma í næsta mánuði. I Það er Svanur frá Akranesi sem er á reknetum. í fyrrinótt fékk hann 40 tunnur í Grind-J víkursjó, hann lagði seint og kom ekki inn en lagði svo aftur í Miðnessjó í nótt og fékk þá um tvær tunnur í net. Er hann nú með 120 tunnur og kemur inn í dag. Svanur mun fara aft- ur á línu og Ver tekur netin og verður látinn halda síldveiðun- um áfram meðan gefur. Síldin mun vera írekar smá yfirleitt. Var har.f.i meö tvöj smáriðin net og fékk meiri afla í þau en hin netin. Sildin mun1 verða fryst til útflutnings. 10 bátar frá Akranesi voru á sjó í gær með línu. Heildarafl-! inn var 70 lestir. Aflinn er að hálfu ýsa. Einn báturinn fékk þó meiri afla. Hann fékk 10 lestir af þorski og ýsu og auk þess hálfa þriðju lest af háf. Háfur er venjulega settur í bræðslu en þykir ekki eftir- sóknarverður, þar eð skrápur- inn samlagast ekki mjölinu. — Gaddarnir koma fram óbreytt- ir eftir að hafa farið í gegnum bræðsluna. Háfur er hins veg- ar eftirsóttur til manneldis. Er því í ráði að hraðfrysta hann til útflutnings en það er erfitt verk og tafsamt að roðfletta hann. Keflavík. Línubátar eru nú orðnir 30 talsins. Aflinn er enn sæmileg- ur, 5—9 lestir í róðri. Að því er Vísi var símað frá Keflavík í morgun ber ekki mikið á því að vanti menn á bátana, en talsvert er um viðvaninga. Ber það vott um að íslenzkum sjó- mönnum hefur bætzt liðskost- ur og fleiri íslendingar stunda nú sjó en á undanförnum árum. í Vestur-Þýzkalandi liefir verið lagt fram frumvarp, sem miðar að því að koma í veg fyrir fjandskap við Gyðinga. Frá fréttaritara Vísis. Osló á laugadag. Það er fyrirsjáaplegt, að ef veruleg síld kemur upp að Nor- egsströndum á næstu vlkum getur orðið um algert aflamet að ræða, því að þátttakan í veiðun- lun verður meiri en nokkru sinni fyrr. „Þjóðflutningar" eiga sér nú stað fyrir ströndum Noregs, að því er blöð herma, því að skipum og skútum er haldið suður með landi til að taka þátt í veiðunum úti fyrir Vesturlandi, sem eiga að hefjast innan skamms. Það eru vetrarsíldveiðar, sem seiða menn, því að fiskifræðingar hafa látið í Ijós, að þeir telji góðar vonir til þess að afli verði að minnsta kosti sæmilegur — mik- il síld muni verða í sjónum. Úr Norður-Noregi berast þær fregnir, að þaðan verði send hvorki meira né minna en 400 skip af ýmsiun stærð- um til þess að moka upp „silfri hafsins“, þegar færi verðiu' á í þessum mánuði og áfram. Á skipum þessum verða 6— 7000 manns, og er sagt, að nær allir karlmenn, sem fu.llvaxnir eru, fari úr sumum byggðarlög- um í Norður-Noregi. Skipin skiptast annars þannig, að 120 munu veiða méð snurpinót, en um 200 með öðrum tegundum síldarneta og loks verður um 60 hjálparskip að ræða, sem einnig taka þátt í veiðunum. Auk þess hefur talsyerður fjöldi norður- norskra flutningaskipa verið leigður til síldarflutninga, og er það talið ekki of hátt áætlað, að skipin séu alls um 400. Að jafn- aði eru 15 menn á hverju skipi, og er þá auðvelt að sjá heildar- töluna. Ein af ástæðunum fyrir því, að íbúar í Norður-Noregi verða svo fjöimennir á síld- veiðununr er sú, að þar hafa nienn orðið fyrir jiungiun búsifjum af völdum togara (eins og getið hefur verið í fréttum til Vísis.) Vonast menn til að geta unnið að nokkru upp orðin töp af völd- um togaranna, ef sæmilega veiðist af síldinni. Tölur eru elcki fyrir hendi um þátttöku manna í öðrum hlutum Noregs í síldveiðunum, fyrst og fremsí af Vesturlandi.—en rtalið er að þar verði þátttakan einnig! ið var hinsvegar talsvert. með mesta móti. | Svo bar það við dag nokk- Marshall, hershöfð- | ingi, sem Marshallhjálnin er | kennd við, veiktist skyndilega í gær. | Vár hann íluttur í sjúkra- hús Bandaríkjahers í Washing- ton. Marshall er 78 ára. Líðin hans í morgun var eftir atvik- um góð. Frakkar viðurkenna Guineu. Frakkar hafa viðurkennt Guineu, sem áður var frönsk nýlenda. Hefur verið ákveðið • að senda þangað sendifulltrúa Charge d’affaires) til þess að gegna sendiherrastörfum fyrst. um sinn. Yfirmenn á brezkum togurum reyna að knýja bann — við löndunum úr togurum þ. 12 n. in. í Skipstjóra- og stýrimanna- félögunum í Grimsby og Hull hefur verið samþykkt að hefja verkfall 12. fcbrúar, ef iönd- unum á fiski úr íslenzkum togurum verði ekki hætt fyrir þann tíma. Vilja félögin, að af opin- berri hálfu verði gerðar ráð- stafanir til þess að löndunum verði hætt. — Þarna eru þá komnar fram í dagsljósið ráð- stafanir þær, sem sagt var frá í skeytinu til Vísis um komu Ingólfs Arnarsonar til Grimsby, en þá skutu yfirmenn á togur- um á fundi, til þess að íhuga hvað gera skyldi, en frekari upplýsingum var neitað. Eins og áður hefur verið getið hér í blaðinu, hafa tveir íslenzkir togarar selt í Grimsby undan- gengna daga, Ingólfur Arnar- son og Fylkir, og gekk allt frið- samlega og seldu báðir vel. Alltaf sama ágengnin. f Færeyjum, eigi síður en í Norður-Noregi er nú mjög kvartað yfir ágengni brezkra togara á bátamiðum. Vilja Færeyingar, að Danir herði á eftirlitinu. Ungverjar, biísettlr í Eyjurn, dæmdir fyrír brugg. Þeir kærðu sjálfir tii iögregfunnar fyrir svik í viðskiptum. Teir Ungverjar, búsettir í urn eftir að degi var tekið að Vestmannaeyjum, hafa nýlega verið tcknir fyrir að brugga. Bárust fréttir af starfsemi Ungverjanna út manna á meðal í Eyjum og hófust brátt all- mikil viðskipti, sem döfnuðu með degi hverjum. Ekki var bruggaðferðin samt margbrotin, því aðeins var notazt við tvo potta, en magn- halla og rökkur færzt yfir, að tvo viðskiptavini bar að vín- garði Ungverjanna og var beð- ið um tvær flöskur af bruggi. Greiðslan var innt af hendi þarna í rökkrinu með 500 kr. seðli og fannst Ungverjunum það konungleg greiðsla. En vei! Þegar þeir brugðu seðlinum skömmu síðar upp að ljósinu var fimm hundruð kall- Frainh. á 2. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.