Vísir - 04.02.1959, Blaðsíða 4

Vísir - 04.02.1959, Blaðsíða 4
VtSIR Miðvikudaginn 4. febrúar 1959 ttobert MSurns ♦ . /759—/959 .♦ IHÍFI B§KÁ1 D SKOTA < Þeirn sem elskað œrið hafa, , einnig mikið fyrlrgefst. Fyrir um það bil áttatíu og tveimur árum var borin út úr j'rentsmiðju Einars Þórðarson-' .sr lítil bók, hálft annað hundr-| aó síður, ein hin síðasta sem • þessi höfðingi íslenzkrar prent-^ sögu lagði hendur að. Hún lút ekki mikið yfir sér þessi litla bók, en samt var það nú ) idrgunstjarna sem þarna var að renna upp á festingu nýrrar -.itdar í íslenzkum bókmenntum, og enn í dag skín hún með ó- íölskvuðu því ljósi, sem hún ^ 'varpaði yfir þær rúmlega sjö- fiu þúsund sálir, er þá byggðuj landið. Því að þetta var Svan- ‘hvít hin prúða — Svanhvítj þeirra Matthíasar og Stein- gríms. Þarna geislaði af nokkrum binna dýrlegustu slcálda ver- " tdarinnar, og það voru tveir binna mestu þýðara, sem ísland Þefir eignazt, er þýtt höfðu 1; væði heirra. Annan þeirra 1. aliaði sænskur rithöfundur ,,mesta þýðara Norðurlanda:i. Og sannarlega var Matthías yf- i'burða-þýðari, en þó verður því tæpast neitað að ennþá fim- ari og' fágaðri var hinn, og varðveitti yfir höfuð betur svip í umhöfundanna. Svo mátti heita að þarna í hgi íslenzk þjóð sín fyrstu l:ynni af öndvegisskáldi Skota, P.obert Burns, er þessir tveir líúddu nú á milli sín, haldandi shm í hvora hönd honum. Og þar var vel í hönd haldið; má ekki á milli sjá hvor betur geri. Matthías þýðir eitt kvæði, ,,To a Mountain Daisy“, en Stein- grímur þrjú, þar á meðal ,,Is there, for honest poverty“. Vit- anleg'a er ekki svo, að náð sé í ( þýðingu blæbrigði hvers orðs, og' vantar þó furou lítið til. En þegar Steing'rímur (í „On ^ Sensibility“) þýðir: I Chords that vibrate sweetest j pleasure Thrill the deepest notes of vvoe, með Strengir geðs sem glymja sætast, geyrna dýpstan sorg'ar hljóm,1 þá verðum við að játa að það^ er mikill munur á „vibrate*' og' „glymja“, þegar talað er umj gígjustrenginn, og að íslenzka orðið fer þarna allt annað en vel. En hver mundi hafa g'ert betur? But to see hér was to love her, Love but her, and love for ever, segir Burns í einu sinna frægu ástakvæða. Þessu líkt mátti segja um sjálfan hann: að kynn- ast honum er að elska hann, leggja á hann ódauðlega ást. Nú hafði grannþjóðin litla feng- ið að kynnast honum og siðan hafa verið þeir menn í landinu, karlar og konur, sem unnað hafa honum heitt og fölskva- laust. Þessu, og miklu öðru, fékk litla bókin áorkað. Robert Burns er fæddur ör- skammt frá borg'inni Ayr á vesturströnd Skotlands 25. jan- úar 1759, en þangað hafði faðir hans, William Burnes (eða Burness: eins og skáldið ritaði nafn sitt allt til 1785) flutzt austan úr Kincardineshire og á austurströndinni var ættstofn hans. Hefir tekizt að rekja ætt- ina langt aftur í tímann og' er það góð bændaætt og þó í fá- tækara lagi. Alveg er það til- hæfulaust (on skiptir þó engu máli), sem seg'ir í bókmennta- sögu einni, endursagðri úr norsku á íslenzku, að Robert Burns væri af hálenzku kyni, enda ekki að slíku vikið í norsku heimildinni. Hálending- inn Robert Burns geta þvi jafn- vel Skotar ekki frá okkur lek- ið; hann eigum við einir allra þjóða. Þarna vestra giftist William bóndadóttur einni, Agnes Brown að nafni. Um út- lit hennar er þess getið, að hún var tiltakanlega húðfögur, en slíkt sagði Guðrún Ósvífurs- dóttir að konurn þætti miklu skipta, og hún hafði ákaflega dökk augu. Sjálfur var William ekki fríðleiksmaður, stór og fremur óliðlega vaxinn og varð snemma boginn i baki fyrir hvíldarlaust strit. Elzti sonur þeirra hjóna, Robert, líktist honum í sjón og hafði dökkbrún augu, en um þau mátti með sanni segja, að „slík voru ei augu annars manns“. Hann var harla þeldökkur (ef enn má RDBERT BURNS T»að er svartur sauður í mörgum fjölskyhhim. Þetta virðist einnig eiga sér stað hjá öndunum. Þessi öhd lagðist á egg sín í góðri trú að úr eggjumun kæmu cintómir andarungar og svo liti'.r hverjir öðrum að hun. (ickkti há ekki sundur. En þegar hin stóra stund rann upp gægð- úr einu cgginu misiitur iiænuungí. \onandi vcrður um liann eins og ljóta andarungaun Jians H. C. Andersons að einn góðan veðurdag verður hann, að vísu ekki svanur, heldur v fallcgur hreykinn hani öilum liænum til augnayndis og aðdáunar. nota það orð, þegar aulaskap- urinn lætur það dynja á okkur sýknt og' heilagt, í blöðum og' útvarpi, um blámenn), en svo segir Sir Walter Scott að þegar hann ræddi hugðarefni sín, þá ljómaði af honum öllum. Þau hjónin stunduðu búskap og' garðyrkju við næsta lítið landrými og voru mjög fátæk. Börn eignuðust þau sjö, fjóra drengi og þrjár stúlkur. Allir strituðu baki brotnu frá morgni til kvölds, börnin líka jafnskjótt og þau komust nokkuð á legg'., Robert er sagður hafa verið fullgildur verkmaður þegar hann var fimmtán ára gamall, þrátt fyrir það, að hann var óhraustur, þá og alla æfi. Sir William Craigie ályktar að þetta kunni að hafa stafað af harðrétti og striti í uppvextin- um, en hitt virðist þó ekki ó- sennilegra að það hafi verið að einhverju leyti meðfætt. Enda þótt þarna ríkti fátækt, var heimilið harla merkilegt. Agnes unni mjög manni sínum og' dáði hann, og það segja þeir, er bezt þekktu til, að verið hafi að verðleikum. Hann var grand- varleikinn sjálfur í allri hegð- un, ágætlega greindur og hafði af sjálfsdáðum aflað sér góðrar menntunar án skólagöngu. Þarna var menntun öll í háveg- um höfð. Agnes geymdi sér í minni ótæmandi sjóð þjóð- kvæða og þjóðsagna og William lagði mikla stund á að kenna börnum sínum og fór það vel úr hendi. Hver tómstund sem gafst frá stritinu, var rækilega notuð til menntunar, og svo var að orði komizt um heimilis- fólkið, að þar mataðist hver og einn þannig', að hann hefði spón- inn í annari hendi en bók í hinni. Eindrægni og samheldni innan fjölskyldunnar var mikil, og þar sem landkostir voru svo litlir, jók það á örbirgðina að William gat ekki fengið það af sér að láta neitt barnanna burt af heimilinu út í heiminn, þar sem foreldrarnir væru ekki til að vei-ja þau fyrir freistingun- um og hættunum. Þrátt fyrir sin þröngu kjör, tók William á hverjum vetri farkennara til þess að kenna börnunum til viðbótar því, er hann gat sjálfur látið þeim í té. Og þarna hafði hann hamingj- una með sér, því að þessi kenn- ari var frábær maður, vel menntaður, áhugasamur og lag- ' inn kennari, og hafði góðan skilning á að velja börnunum þær námsgreinar, er þeim máttu helzt til menningar verða. Ekki naut Robert þessar- ar heimiliskennslu lengur en til ellefu ára aldurs, enda varð þá hinn ungi farkennari, John Murdoch, skólameistari í Ayr. Þar sótti Robert tíma hjá hon- urn eftir því sem við varð kom- ið, og varð vel að sér í reikn- ingi, ágætlega í ensku, og sæmi- lega bjargfær í frönsku, auk þess sem hann komst dálítið niður í latíny. Kominn nær tví- tugu sótti hann svo nokkra hríð skóla í öðrum bæ til þess að læra þar geometríu og landmæl- ingar. Það er þannig fullkomin fjarstæða að tala um hann sem óuþpfræddan sveitamann. Hann var prýðilega menntaður mað- ur, þó að skólaganga hans væri ekki mikil. Á átjándu öld var Edward Young eitt hinna mest lesnu enskra skálda, ekki aðeins í heimalandinu heldur og erlend- is. Vifrir menn lesa hann enn í dag. Ebenezer Henderson seg- ir að hartn væri uppáhaldsskáld sira Jóns lærða. Sagt er að hann hafi Burns kannað utan- bókar. Víst er það, að efnið í eitt kvæða sinna, „Address to the Devil“, sækir hann í kvæði eftir Young. En annars var hann ágætlega lesinn í enskum öndvegisskáldum, og þá vitan- j lega í þeim skozku einnig. All- an Ramsay og Robert Fergus- son taldi hann meistara sína, enda leynir það sér ekki um hinn síðarnefnda, þó að læri- sveinninn yrði skjótt meistar- anum meiri. William Burnes andaðist 1784, og þá tóku tveir elztu synirnir, Robert og Gilbert, við jörðinni. En því fór fjarri að búskapurinn batnaði við það, enda var nú Robert tekinn aö gerast nokkuð ölkæy. Eihs og mjög er títt um skáld, var hann einnig hneigðui' til ásta og lenti í nánum kynnurn við ýmsar ungar stúlkur. Hvorttveggja glapti þetta fyrir honum. Sá hann að svo búið mátti ekki standa, heldur yrði að leita nýrra úrræða um atvinnuveg. Honum bauðst skrifstofustarf á «« • Framh. á 9. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.