Vísir - 04.02.1959, Blaðsíða 10

Vísir - 04.02.1959, Blaðsíða 10
10 V I M « Miðvikudaginn 4. febrúar 1959 17 heit SKALDEAGA EFTIR MARV E5SEX ur bar hana nær oddanum, sem sagan sagði að hafmeyjan hefð- ist við á. Candy sneri við og horfði inn til strandarinnar. Hún var kom- in miklu lengra en hún hafði haldið. Hún gat varla greint þrepin í steinstiganum, enda var þokuslæðingur milli hennar og lands. 3:4ú hélt hún í áttina til lands aftur. Hún synti hægt og reglulega en von bráðar fann hún að henni miðaði ekkert áfram. Sterkan straum lagði frá landi og hún barst lengra burt í stað þess að færast nær. Hér til mikillar skelfingar sá hún að hún færðist sifelt nær hafmeyjarskerinu. Þaö stóð drungalegt og ógnandi beint upp úr fijónum, og virtist mundu slúta yfir hana og kaffæra hana. Þannig var hafmeyjarsögnin orðin til, það skildi hún nú. Hún hristi hárið frá augunum á sér og reyndi skriðsund, en var óvön því og þreyttist fljótt, án þess að henni miðaði nokkuð áfram. Hún leit við og sá að hún var komin upp að „liafmeyj- u:nni“. Þá fór hún að hrópa á hjálp. Einhver hlaut að heyra neyðaróp hennar — fiskimaðurinn sem hún hafði heyrt syngja áðan? En hjálpin varð að koma fljótt. Hú var þreytan ekki verst, angistin var miklu verri. Candy æpti hvaö eftir annað en heyröi sér til skelfingar að ópin endurköstuðust frá klettunum. Máfarnir görgúðu hásir, eins og þeir væru að hæðast að henni, og sjórinn skall á klettinn og srajattaði. Hugsum okkur að hún fengi nú krampa? Hún mátti til að hi-eyfa sig, reyna að vera róleg, synda og synda þó að þaö kæmi eliki að neinu gagni, þvi að nú rak hana fram hjá oddanum og skerinu svarta. ( “• Allt í einu heyrði hún mannsrödd. Eða var þaö ímyndun? Hún reyndi að teygja sig upp úr til að heyra betur — og nú sá hún einhvern stinga sér og synda til hennar. Candy lokaði augunum. Hún hafði hætt að nota hendur og fætur því að nú sökk hún. Hún klemmdi varirnar saman og náði sér upp á yfirborðið aftur. Þá heyrði hún enska rödd, stutt, stutt, skýr skipunarorð: — Á bakíð. Verið máttlaus. Róleg nú ....! Hún hafði ekki orku til að gera það sem hann sagöi, en hann hjálpaði henni. Hún fann að hún var orðin ótrúlega þung. Sterkir handleggirnir sem gripu hana héldu henni uppi, svo að nú gat hún opnaö munninn, og nú hljóöaöi hún eins hátt og hún gatt. — Hættið þér þessu! heyrði hún sagt við eyrað á sér. — Þér frarfið ekkert að hræðast lengur. Við komumst bráðum í land. Hún lokaði augunum og gerði sig eins máttlausa og hún gat, og íann að maðurinn hafði örugg tök á henni. Stundum vissi hún ekki hvar hún var, meðvitundin bilaði. — Við erum ekki langt frá landi núna, ekki að gefast upp, heyrði hún sagt. Þaö var eins og röddin kæmi úr fjarska. Hún gat ekki svarað. Og þegar hún fann volgan sandinn undir il^im sér fór hún að hlæja eins og geggjuð manneskja og skalf eins og hún hefði komið upp úr krapalóni. En hláturinn hætti bvátt er björgunarmaðurinn tók hana upp og bar hana þangað sem fötin hennar lágu. Hún fann hvernig hjarta hans barðist og skildi að það hefði verið mikil áreynsla að berjast við straum- inn með hana í eftirdragi. Candy gat ekki komiö upp nokkru orði, hún starði á mann- inn. Hann hafði aðeins farið úr jakkanum og skónum áður en hann lagðist til sunds. Hún ætlaði að segja eitthvað, þakka | honum m tungan hiýddi ekki. Það var eins og kverkarnar herpt- j ust saman og hún fékk velgju af saltbragðinu. — Þér jafnið yður bráðum, sagði hann. Liggið hérna alveg kyrr, .g skal ná i koníak. Roleg, nú er engin hætta lengur. Hún gat aðeins kinkað kolli og svo lokaði hún augunum. Henni m L.-l hann iiom aftur og hélt vasapela upp að munninum á henni og studdi undir hnakkann „ li nrað hinni hendinni. — Svona.... drekkið þér þetta — þá hlýnar yður. o leit h:. : \ n.Tan. Áfengið var eins og bruni i hálsinum t henni. — Þetta er það eina sem :r, sagði hann og brosti af- sakandi og tók í höndina á henni. x; m ikyrr nokkrar mínútur. Hún fann þægilegan yl fara um sig alla, skjálftinn hvarf. Svo leit hún upp. Það ar orðið dimmt, tunglið hékk eins og gljáandi silfur- peningur yfir trjátoppunum. Þetta var allt eins og undarlegur draumur. Lífgjafi hennar var á hnjánum við hliðina á henni, rennvotur og hár ð klesst niður á ennið, en hann brosti hughreystandi. Hún r' langi á svipmikið r- '’Pfð osr grá augun. — Mér íinnst.... að eg hafi séð yður fyrr, stamaði hún og reyndi að standa upp. — Verið þér elcki að hugsa um það. Farið þér nú varlega. Þér þolið ekki mikla áreynslu eins og stendur. Farið þér yöur hægt. Candy hafði sést upp, hún laut fram og starði. Svo lokaöi hún augunum og opnaði þau hægt aftur. Var hana að dreyma? Var martröðinni ekki lokið ennþá? Nei, þetta var sem henni sýndist. ÞaÖ var í raun og veru hann — maðurinn sem hafði bjargaö henni var maðurinn sem hún hataði mest. — Þér eruð — Ilugh Jackson málaflutningsmaður, sagði hún loðmælt. — Ekki get eg neitað þvi. Eg er Hugh Jackson, sagði hann og yppti öxlum og steig á fætur. Candy fann aðeins óglöggt til þess að hún var borin upp bratta steinstigann, en þegar hún var borin gegniun garðinn fann hún ilm af jasmín og rósum. Og nú lá hún í rúminu sínu með hræðilegan höfuðverk. Hún var sáraum og ekki með fullum sönsum. Það var líkast og hún væri að hrapa niður í yztu myrkur. Sviminn hvarf smátt og smátt. Hún leit kringum sig og reyndi að festa augun á einhverju hvítu við rúmið. Það reyndist vera hetta ungrar nunnu, sem sat og horfði á hana, en perlurnar á rósakransinum hennar runnu í sífellu milli fingranna á henni. Þegar Candy hreyfði sig stóð nunnan strax á fætur og laut yfir rúmið. Augun voru eins og blátt postulín í fölu andlitlnu hughreystandi bros lék um varirnar. Líður yður betur núna? spurði hún á dálítiö stirðri ensku. — Eg skil þetta ekki fyllilega.... muldraði Candy. — Hvað hefur komið fyrir? — Þér verðið að liggja alveg kyrr, sagði nunnan og strauk koddann. — Þér þurfið fyrst og fremst ró. En þér eruð eflaust svöng. Haldið þér ekki að eg ætti að koma með súpuspón handa yður?.... Og svo megið þér ekki vera hrædd. Þér hafið verið í alvarlegri hættu, en nú er hún liðin hjá. Þér verðið alveg jafn- góð eftir þetta. Skiljið þér það. — Já, sagði Candy, — en segið mér hvað hefur komið fyrir. — Þér fóruð í sjó, og mér skilst að þér hafið hætt yður of langt frá landi og hafið lent í strauminum. Það er ekki flóð og fjara hérna eins og i Englandi, og eg veit að sagnir eru um af- brýðisama hafmeyju sem rænir ungum stúlkum — en þetta hefði farið illa ef Monsieur hefði ekki heyrt þegar þér hrópúðuð. Hann hljóp niður að sjó og synti út og bjargaði yður. Hvaða Monsieur eruð þér að tala um, systir? spurði Candy. Hjartað herti sláttinn aftur og henni varð illt í höfðinu. Endur- minningu skaut upp i huga hennar. Var hún ekki að spyrjp um I eitthvað sem hún vissi? m hn.f? Ini! ÁKVOLDVÖKUNNI I..I wm rL'f.i-h'tC.Í'íiíVKSt'íliVútÍ'íúii'itvÍ'íú '/•» •'/.••V.MV.t« ••/.'•• »/■«■ H .Burrouöft* m, ■■Cl h mm^mWíá m FCZ WAZULu WAREiOES WATCHE7 SREATHLESSLy FRC'A A HIPIKC PLACS IN THE SEU3H— Bræðurnir stigu út á brúna. Fyrir neðan rann mó- Svertingjahöfðdnginn Prófraunin var hlaðin spen rauð áin full af krókódíium. horfði á þá úr skógarfylgsni. ingi. Konur eru salt jarðar — þær hrekja menn út í drykkjuskap. n Það var ekið yfir hundinn hans Nonna og hann syrgði hundinn vikum saman „Svona nú, Nonni minn, hættu þessu. Þú lézt ekki svona þegar hún amma þín dó.“ „Nei, það var ekki von,“ sagði Nonni. ,,Eg ól ekki hana ömmu upp frá því að hún var hvolpur." * Konan kom aftur í búðina. — Þessar buxur sem þér selduð mér eru ekki „sanforized“, sagði hún við afgreiðslumann- inn. — Eg þvoði buxurnar hans Villa og þær hlupu svo að barnið getur varla gengið. Hvað á eg að gera? — Reynið að þvo honum Villa, sagði afgreiðslumaður- inn. — Kannske hann hlaupi líka. * — Hann litli bróðir minn kom frá himnaríki. Þeir vilja vist hafa frið og næði þar! * — Varið ykkur á ormunum í eplunum, sagði kennarinn. — Þeir geta varað sig sjálfir, sagði Pési. * Nonni og Hjalli horfðu á feita konu ganga á vogina, hún setti peninginn í rifuna og beið svo eftir réttri vigt. En vogin var rotin og skráði aðeins 65 pund. — Hamingjan sanna! sagði Hjalli. — Hún er hol. * —; Mamrha? sagði lítill snið- ugur strákur. — Elskarðu mig? — Já, elskan mín. — Því skilurðu þá ekki við hann pabba og giftist mann- inum í bi'jóstsykursbúðinni? * — Munið það, æpti leilcstjór- inn. — Hagið ykkur eðlilega — alltaf. Svona nú. Nú byrjum við, Hópurinn byi'jaði að hreyfa sig og allt virtist vera í bezta lagi. Þá hrópaði forstjórinn allt í einu: — Stanz! Þá gekk hann til eins leikarans. — Þér eigið ekki að lyfta hattinum þegar þér gangið framhjá henni, sagði hann leiðbeinandi. — Hvers vegna á hann ekki að gera það? spurði leikkonan. — Af því, sagði forstjórinn, — að hann leikur manninn yðar. * — Fyiúrgefið ungfrú, en dansið þér þennan dans? — Nei, það geri eg ekki. — Vilduð þér þá ekki halda á vindlingnum mínum fyrir mig? * — Komdu einhverntíma með konuna þína og kynnstu konunni minni. — Eg á enga konu. — Jæja, komdu samt og cynnstu vinnukonunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.