Vísir - 20.02.1959, Blaðsíða 4

Vísir - 20.02.1959, Blaðsíða 4
VfSIB Föstudaginn 20. febniar 1959 I Gullgrafarar í glerhúsi. Nokkrrn* orð unt i“ra 111 sók n a r 111 eun ««* flugvallarmál. Miðvikudaginn 11. febrúar 1959 birtist á öftustu síðu 34. tbl. Tímans fróðleg grein með yfirskriftinni „Bjarni Bene- diktsson gefur út annað Flug- vallarblað“. Eg vil biðja þá, sem ekki hafa séð þessa Tímagrein, að afla sér hennar nú þegar, Þeim, sem greinina skrifar, verður tíðrætt um persónuníð og níð- skrif. — Vesalingurinn verður þess auðsjáanlega ekki var, að sjálfur er hann staddur í gler- húsi, því að í þsesari grein er Stúdentablaðið notað sem skálkasjól til hins mesta níðs, óþverralegra og svæsnara en lengi hefir sézt á prenti. Það er s^emmtileg tilviljun, yað þegar gullkálfar Fram- soknarflokksins þurfa að 1 . j hrista skarnið úr klaufunum, kærður þeim fyrst fyrir að minnast Flugvallarblaðsins. Þeir fá oft erfiða drauma, þeg- ar þeir minnast þess, að Flug- vallarblaðið var á sínum tíma það vopn, sem þá sveið mest undan, eina blaðið á þeim tíma, sem þorði að gefa al- menningi sannar lýsingar á innsta eðli framsóknarmanna, •og dró fátt undan, en færði fram í dagsljósið það, sem þessi básalýður vonaði að hægt væri að fela í skúmaskot- um. Það er þessi gamli lenda- sviði frá dögum Flugvallar- blaðsins, sem gerir vart við sig, þegar dofnar á týrunni í fram- sóknarfjósinu. ^ Eg læt framsóknarmenn •Sjálfa um að dæma um það, • hvort eigin utangarðsmennska þjóðmálum, óværð í fjósinu eða venjulegt framsóknarvit er því valdandi, að þeir gefa tilefni til þess að tímabilið, sem Flugvallarblaðið var gefið út, sé rifjað upp. Skal hér stiklað á stóru um nokkur atriðd frá þeim tíma, til þess að gefa almenningi kost að sjá hvað það er, sem verið er að fiska eftir af hálfu Tím- ans, þegar hann fær, eftir svona langan tíma, öðru hverju ínnantökur út af tilveru Flug- vallarblaðsins. Þegar samstjórn Sjálfstæðis- eg Framsóknarflokksins var við völd á árunum 1953—56 voru, sem kunnugt er, utanrik- is- og varnarmálin illu heilli í höndum Framsóknar. Það eina, sem réttlætti þá ráðstöf- un, eða öllu heldur olli henni, '•SA’-oru næstum dagleg níðskrif ■'Tímans um þá fyrrverandi ut- „ anríkisráðherra, sem var úr •rfhópi Sjálfstæðismanna. Það er á vitorði allrar þjóð- arinnar, að á árunum 1953— 56 var formaður Framsóknar- flokksins Hermann Jónasson ákafur stjórnarandstæðingur, enda þótt flokkur hans væri í rikisstjórn. Sem formaður flokksins heimtaði hann, að einn af feægustu skósveinum sínum £rSl gerður að utanrikisráð- herra, ásamt illa bökuðum ný-framsóknarmönnum úr hópi kommúnista sem aðstoðardát- um. Um þessar mundir héldu kommúnistar uppi skefjalaus- um áróðri gegn varnarliðinu og öllu á Keflavíkurflugvelli. Þarna sá Stranda-garpurinn s'ér leik á borði. Á meðan hann lét skósvein sinn í stöðu varn- armálaráðherra þjóna í einu og öllu áróðri kommúnista, var hann -sjálfur að undirbúa sína frægu vinstri-stjórn með kommúnistum. Kommúnistar réðust m. a. heiftarlega á það, sem þeir kölluðu óheppilega sambúð fslendinga við varnar- liðið á Keflavíkurflugvelli. íslenzkir ríkisstarfsmenn höfðu þá til íbúðar þrjár húsa- samstæður með 24 íbúðum á vallarsvæðinu. Nú skyldu þeir hraktir þaðan, enda kom tvennt til, annars vegar nauð- synin að lúta áróðri' kommún- ista, hins vegar möguleiki til að láta gæðinga framsóknar fleyta rjómann af framkvæmd- unum við byggingar nýrrá húsa. Allt var þetta framkvæmt með mikilli nákvæmni, eins og raunar allar aðrar fram- kvæmdir á Keflavíkurflug- velli um þessar mundir. Fram- sóknarmenn voru eins og hungraðir grísir á sorphaug. Syona feitan bita höfðu þeir ekki áður komizt í; sérstaklega eftir að þeim hafði tekizt að sundra samtökum iðnaðar- manna, sem fyrir vóru á staðn- um. I Það var frá þessu og öðru, sem Flugvallarblaðið þorði að segja. Létu þá framsóknar- menn Flugvallarblaðið og að- standendur þess alveg í friði?, munu menn spyrja. 'Nei, ekki alveg. Aðstandendur Flugvall- arblaðsins voru ofsóttir vikum og mánuðum saman, svo sem frekast var þorandi í landi, þar sem austrænt „lýðræði" var ekki alveg fullkomlega komið á. Réttarhöld voru höfð yfir þeim dag eftir dag. Suma þeirra tókst að hrekja úr góðri atvinnu, ekki vegna þess að þeir reyndust um eitthvað sek- ir, heldur notaði varnarmála- deild utanríkisráðuneytisins aðstöðu sína og húsbóndavald yfir varnarliðinu til þess að láta reka þá. Hver níðgreinin á fætur annari var birt um þá í Tímanum. Um opinbera starfsmenn var njósnað eins og hvern annan glæpalýð, og ekki sparað að sjóða saman kærur, ef nokkurt minnsta til- efni gafst. Þá var ekki eins auð velt að reka úr starfi. Allt þetta snerist í höndum Framsóknar og varð henni til ævarandi skammar. Dóms- málaráðuneytið hefir enn í dag ekki séð ástæðu til að sinna þessum heimatilbúnu kærum eða þá hreinlega jarða’ð þær í ruslakörfunni. Eg vil að lokum gefa Fram- sóknarmönnum heilræði: Haldið áfram að skrifa i sama dúr. Þið hafið enn ekki áttað ykkur á, að sá tími er liðinn, að þið getið endalaust villt um fyrir fólki með falsi og forréttindasvindli. Þjóðin er á góði leið með að þekkja ykkur niður í kjölinn. Haldið áfram á sömu braut, og vanti ykkur frekari upplýsingar frá tímabili Flugvallarblaðsins, skulu þær fúslega látnar í té. Keflavíkurflugvelli, 16/2 1959. Þórður E. Halldórsson. Krúsév ekki aufusugestur í Noregi. Hann knúÖi fram stjórnarskipti í Finnlandi, sem hann vill gera fyrirmynd NorÓurlanda í sambúð við Sovétríkin. Ilot’d gagiift*}rifti í norsknm og sæftftsktiiii blöðum. Það er skrifað fiknin öll í Norðurlandablöð um liina fyr- irhuguðu Norðurlandaför Krú- sévs, og eins og þegar hefir verið getið í skeytum, eru óánægjuraddir margar. í Nor- egi liefir Gerliardsen verið gagnrýndur fyrir, að bera mál- ið ekki upp við Stórþingið og kemur fram, að Norðmenn hafi ekki gleymt því, sem gerðist í Ungverjalandi, og Krúsév sé enginn aufúsugestur í Noregi. Eitt af því, sem veldur stjórn landsins og lögreglu miklum áhyggjum er hvernig takast megi að gera nægilegar örygg- isráðstafanir til þess að vernda Krúsév meðan hann dvelst í Noregi, enda sagt að hár margra embættismanna séu þegar tekin að grána all- mjög. Er lögreglunni slíkur vandi á höndum, að hún telur sig aldrei hafa fengið vanda- samara hlutverk. Hvar á hann að búa? Það er ein spurningin, eitt vandamálið, sem ráða verður fram úr. Ekki getur komið til mála, að hann búi í sovézka sendiráðinu, þar sem heim- sóknin er opinber. Og ekki virðist geta komið til mála, að hann búi í neinu hinna stóru gistihúsa í borginni, Þá yrðu fjölda margir aðrir gestir að flytja burt, en vopnaðir verðir að flytja inn í herbergi þeirra. Þetta yrði allt nokkuð flókið og myndi ekki „líta yel út“. Og helzta lausnin að margra áliti er, að fá handa honum heilt hús til úmráða, hús, sem væri nokkuð einangrað, svo að auð- velt væri að hafa gát á öllu. Vilja sjálfir hafa „fingur með í spilinu“. Og' svo eru menn ekki í vafa um það, segir í norskum blöð- um, að þegar um öryggisráð- stafanir er ræða, vilja Rússar sjálfir hafa „fingur með í spil- inu.“ Mehn eru minnugir þess, að þegar þeir Krúsév og Búlg- anin fóru í heimsóknina til Bretlands, fór sjálfur höfuð-1 paur leynilögreglunnar, Serov, þangað til þess að kynna sér öryggisráðstafanirnar, en af- skipti lians vildu Bretar raun- ar ekki láta bjóða sér. — Sér- stakt, rússneskt varðlið kemur án vafa með Krúsév, og mun ásamt norsku lögreglunni sjá um, að enginn grunsamlegur komist of nálægt forsætisráð- herranum. Að undantekinni heimsókn hans til Finnlands 1957 er þetta fyrsta opinbera heimsókn hans til vestræns lands síðan Sovétríkin börðu niður byltinguna í Ungverja- landi. Heimsóknartíminn ekki enn ákveðinn. Um þetta allt er rætt í Verdens Gang og segir þar, að heimsóknartíminn hafi ekki enn verið ákveðinn, en blaðið telur að Norðurlöndin þrjú, sem Krúsév aetlar að heim- sækja, muni reyna að fresta heimsókninni þar til síðari hluta sumars. Undir eins og samkomulag næst um það verði tilkynning um það lögð fyrir Krúsév, en formlega hafi ekki enn verið um þetta atriði rætt við hann. Óboðinn gestur. Morgenbladet birtir grein um heimsóknina, þar sem vik- ið er að þeim ummælum Ger- hardsens á fundi með frétta- mönnum, að menn vilji gjarn- an að heimsókn Krúsévs geti átt sér stað á þessu ári. „Norska þjóðin er áreiðanlega ekki á sama máli og forsætis- ráðherrann um þetta og það ætti hann að vita.“ í blaðinu er vikið að því, að um sama leyti hafi Eisenhower verið spurður um það á fundi hans með fréttamönnum, hvort Krúsév yrði boðið til Banda- ríkjanna, og hann hafi svarað nei mjög reiðilega. Hann hafi svarað svo — ekki eingöngu vegna þess, að „sömu áhrifa kenni og' hér í Noregi, ef af þessari heimsókn verður“, en afstaða manna sé tengd atburð- unum í Ungverjalandi. Gremja Eisenhower hafi byggst á nær- tækari ástæðum — hinum heiftarlegu árásum Krúsévs á Bandaríkin í lok ræðu þeirrar, sem hann flutti í lok flokks- þingsins. Einnig hér. „Einnig' hér í Noregi gera menn sér ljóst, að það er ekki eingöngu vegna þess, sem g'erðist í Ungverjalandi, sem hefur áhrif í sambandi við þessa heimsókn", segir blaðið, og a'ð það muni einnig reynast þungt lóð á metaskálunum, að þess verður í engu vart, eftir það sem gerðist í Ungverja- landi, að Krúsév hafi breyzt sem maður eða kúgari. Hin nýja stefna. Tönsberg Blad segir, að margt bendi til, að Krúsév komi sem óboðinn gestur til Noregs, Danmerkur og Sví- þjóðar. Það sé alveg í samræmi við hina nýju stefnu, sem hann hafi tekið gagnvart Norður- löndum, og menn hafi fundið smjörþefinn af frá Finnlandi. Blaðið nefnir einnig Norður- landaráðið í þessu sambandi og samkomulagsumleitanirnar um tollabandalag. Einnig beri að skoða hina nýju stefnu með tilliti til Berlínardeilunnar og tilraunar Mikojans til að hafa áhrif á Dani til að hindra nán- ara samstarf við Vestur-Þýzka- land til varnar sundunum. Svona vilji drottnari hins rauða heims sýna sig á Norður- löndum, en allur hinn frjálsi heimur viti, að hann sé þar ekki velkominn. Til viðbótar framkomu hans gagnvart Finn- landi, hvernig hann auðmýkti Sænsku akademiuna, hvernig hann reynir að þvinga Dani, og ofan á ásakanir hans í garð Noregs, verki það sem hrein og bein auðmýking, að honum skuli vera boðið til Noregs. Rakinn gangur málsins. Ritstjórnargrein í Aftenpost- en rekur gang málsins og víkur að því, að þegar forsæt- isráðherrar Norðurlanda heim- sóttu Sovétríkin fyrir þremur árum, hafi þeir boðið Krúsév að endurgjalda heimsóknina, en enginn tími ákveðinn, og þegar Sovétríkin bældu niður frelsisbyltingu ungversku þjóð- arinnar, létu forsætisráðherr- arnir í Ijós, að það væri ekki tímabært, að ákveða neinn tíma. Þetta hafi öllum frjálsum þjóðum þótt eðlileg afstaða, og þegar það fréttist í sambandi við fund Norðurlandaráðsins á s.l. hausti, að forsætisráð- herrarnir hefðu skipt um skoðun, þ. e. að tími væri kom- inn til að hrinda í framkvæmd hugmyndinni um heimsókn til höfuðborga Norðurlandanna þriggja, hafi komið öflug mót- mæli úr öllum áttum. Ungverjaland. Blaðið víkur því næst að fundi Gerhardsens með frétta- mönnum, þar sem hann til- kynnti, að forsætisráðherrarn- ir væru nú sammála um að á- kveða tímann, og segir að austurríska blaðið Salzburger Nacbrichtcn hafi ‘birt fregn- ina með feikna stórri fyrirsögn: „Eru menn þegar búnir aff gleyma Ungverjalandi?“ „Það eru margir sem spyrja svo nú. Og þeir verða enn fleiri, sem spyrja þegar Krúsév kemur.“ Þegar ICrúsév knúði fram stjórnarskipti í Finnlandi. Þá víkur Aftenposten að því, er Krúsév fyrir nokkrum vikum knúði fram stjörnar- skipti í Finnlandi. Þá gaf hann í skyn, að hann hefði í huga nýja áætlun (program) eða stefnu varðandi Norðurlönd. Hann vildi, að Finnland yrði fyrirmynd Norðurlanda í sam- búð við Sovétríkin. „Vér ger- um því ráð fyrir, að í þeirri á- ætlun sé förin til Stokkhólms, Kaupmannahafnar og Oslóag eðlilegur þátt,“ segir blaðið. ,j( Framh. 6 ð. eíðu. J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.