Vísir - 20.02.1959, Blaðsíða 12

Vísir - 20.02.1959, Blaðsíða 12
Kkkert b!að er ódýrara í áskrift en Vísir. Látlð hann færa yður fréttir eg annað yðar hálfu. Sími 1-16-60. VÍSIR Föstudaginn 20. febrúar 1959 Munið, af þeíi. sem gerast á&rifendtur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðid dkeypis tii mánaðamóta Simi 1-16-60. Styrkjum v KSVFÍ á komidaginn. Konurnar safna fé fyrsta góudag. Hinn árlegi merkjasöludagur Kvennadeildar Islands er á eunnudaginn kemur. Sá dagur er fyrsti dagur Góu, nefndur Konudagur og heigaður kven- þjóðinni og málefnum liennar. Nú, þegar undanfarnar hörm- ungar hafa dunið yfir okkar litlu þjóð, og Ægír hefur brýnt raustina með þeim afleiðing- um, sem við öll þekkjum, er að- eins sjálfsagt og eðlilegt að hvert mannsbarn langi til þess ; ð leggja sinn takmarkaða skerf til þess að sjómenn okkar geti öðlast aukið öryggi. Sumir eiga því láni að fagna að hafa aðstöðu til þess að standa í beinum framkvæmd- um þessum málum til velfarn- aðar. En alþýða manna stendur jafnan þróttlítil til skjótra fram kvæmda, og felur þær í umsjá forystumanna þjóðfélags’ins. í Við getum samt öll lagt okk- Kappdrætti Sjálfstæð- isflokksins. Miðasalan heldur áfram í skrifstofu happdrættisins í Sjálfstæðishúsinu. Þeir, sem fengið hafa heim- senda miða, eru beðnir að gera skil sem fyrst og stuðla þannig að því, að rekstur happdrættis- ins geti gengið sem greiðlegast. Miðar verða sendir heim og greiðsla sótt til þeirra sem þess óska. Skrifstofan í Sjálfstæðishús- inu er opin alla virka daga kl. 9 f.h. til kl. 5 e.h., sími 17104. Happdrætti Sjálfstæðisflokksins. ar litla lóð á skálarnar við og við, og nú gefst gullið tækifæri, einmitt þegar okkur klæjar 1 hendurnar. Kvennadeild Slysavarnafé- lagsins starfar fyrst og fremst í þágu slysavarna á sjó, og hef- ur unnið þar mikið og árang- ursríkt starf. Á síðastliðnu ári lögðu konurnar 200 þúsund krónur til þeirra mála, og hafa fullan hug á að auka starfsemi sína að miklúm mun. Hin látna atorkukona frú Guðrún Jónas- son átti frumkvæðið að stofnun kvennadeildarinnar, og var það hennar. helzta áhugamál til dauðadags. Deildin starfar á- fram í hennar anda og henni til heiðurs, og þessi félagsskípur er einmitt sá, sem við getum snúið okkur til nú, þegar okk- ur langar öllum til að leggja hönd á plóg. Sölubörn eru beðin um að koma í Grófina 1 til að selja merki. Þau kosta 5 og 10 krón- ur. Munið: Andvirði seldra merkja rennur tii slysávarna. Styðjum starfsemi Slysa- varnafélagsins. : 'ÁSfc. f gær var aftur gengið á fjörur milli Reykjanesstáar og Gárðskaga, ef eitthvað skyldi hafa rekið úr Hermóði, og þá var Iéttibáturinn af Hermóði m. a. fluttur til Reykjavíkur. Myndin er tekin, þegar báturinn hefur verið settur á vörubifreið. (Myndirnar tók Þórður G. Halldórsson). Macmillan á að fá margt að sjá. Ekki hefur fieira rekið. Víðtæk Ieit að því er reka kynni úr v.s. Hermóði bar ekki árangur í gær utan þess, að smá- vegis rekald, svo sem hurðar- brot, klossi og annað smábrak. Var þetta flest rekið á svipuð- um slóðurn og björgunarbátarn-' ir er rak strax á land morgun- inn eftir að slysið átti sér stað. Fjöldi manna var við leitina, bæði frá landhelgisgæzlunni og menn af Suðurnesjum. Veður var vont og mikið brim. Leit- inni verður haldið áfram í dag. $kák])ingið ; EIb umferð eftir í meistaraflokki, í > A licmii veláur Siverjir komast x ■írslifaliaruftiina. Áttunda og næst síðasta um- ferð < meistaraflokki Skákþings Reykjavíkur var tefld í gær- kveldi. í A-riðli vann Gilfer Ólaf, Guðmundur vann Reimar, Jón Guðmundsson vann Sigurð, Sturla og Arinbjörn gerðu jafntefli en biðskák varð hjá Inga R. og Stefáni. í B-riðli vann Jón Þorsteins- son Eið, Jónas vann Daniel, Bragi vann Dónald, en Gunn- ar og Kristján gerðu jafntefli. Ranghermt hafði verið í Vísi áður að Guðmundur hafi unnið Gilfer. Úrslitin urðu öfug. Þá má geta þess að í bið- skákum sem nýlokið er að tefla gerði Sturla jafntefli bæði við Jón Guðmundsson og Gilfer í A-riðli. í B.-riðli gerðu Jón Þorsteinsson og Gunnar jafn- tefli og sömuleiðis Bragi og Jónas. Nú er aðeins ein umferð eftir í meistaraflokki áður en úr- slitasennan hefst milli þriggja efstu manna í hvorum riðli. Staða efstu manna í A-riðli er nú þannig að Stefán Briem er efstur með 6V2 vinning og biðskák, Ingi R. Jóhannsson hefur 6 vinninga og biðskák, Arinbjörn Guðmundsson 5 vinninga og biðskák og Eggert Gilfer 4% vinning og biðskák. í B-riðli er Jón Þorsteinsson efstur með 6 vinninga (og hef- ur lokið keppni), Benóný Benediktsson hefur 5% vinn- ing, Jónas Þorvaldsson 5 og Gunnar Ólafsson 4M> vinning. Næst og síðasta umferð verður tefld á mánudagskvöld- ið, en biðskákimar á sunnudag. Hæstiréttur — Framh. af 1. síðu. var veitt áminning með bréfi fjármálaráðuneytisins 9. ^jan. 1948 í tilefni af misfellum í starfi. Ósannað er gegn and- mælum hans, að hann hafi síð- ar hlotið áminningu eða við- vörun frá yfirboðurum. Fjár- málaráðuneytið vék honum úr starfi. Ekki var honum veittur kostur á að skýra málið af sinni hálfu- áður en frávikning var ráðin. Fyrirvaralaus frávikning var að' svo vöxnu máli ekki á nægum rökum reist, sbr. 19. gr. laga nr. 33/1935, og þykir Gunnlaugur af þeim sökum eiga rétt á bótum, er þykja hæfilegar ákveðnar kr. -20.000- 00 og málskostnaður kr. 4000.- 00 í héraði og fyrir Hæstarétti. - Hann fer til Leningrad og Kiev og víðar. Sáerkásri að$!aða eílir Kýptir- fiiaidíiau. Kennarar mótmæla. Keflavik, 5. febr. 1959. „Á fundi Félags barnakennara á Reykjanesi, sem haldinn var í Keflavík, 26. jan. s.l., var rætt um frumvarp það til laga um breytingu á lögum um fræðslu barna, sem nú liggur fyrir Al- þingi og samþykkt samhlj. eftir- farandi áskorun: „Fundur Félags barnakennara á Reykjanesi, haldinn í barna- skólanum í Keflavík, 26. janúar 1959, skorar á hið háa Alþingi að fella „Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 34 1946, um fræðslu barna“, sem nú ligg- ur fyrir þinginu, flutt af Karli Kristjánssyni og Birni Jónssyni. Fundurinn telur, að breyting þessi á lögunum myndi draga að miklum mun úr aðsókn að Kenn araskólanum og með því sé stig- ið skref afturábak frá eðlilegri þróun í fræðslumálum þjóðar- innar, ef slakað væri svo stór- lega á kröfum um menntun kennara eins og- lagt er til i frumvarpi þessu.“ Kunnugt er orðið lun nokkur atriði áætlunarinnar, sem gerð liefur veriþ' varðandi dvöl Mac- millans í Sovétríkjunum. Hann mun, auk þess sem hann ræðir við höfuðkempuna Krúsév í Moskvu, fara til Len- ingrad og Kiev (Kænugarða), höfuðborgar Ukrainu, skoða kjarnorkuver og kjarnorku- knúinn ísbrjót og samyrkjubú og kemur fram í sjónvarpi. Er þó ótalið margt af því sem Macmillan fær að sjá. Sterkari aðstaða. Aðstaða Macmillans til við- ræðna er talin hafa styrkzt við það, að samkomulag náðist um sjálfstætt Kýpur. Blöðin í Bretlandi í morgun telja þó, að viðræðurnar muni hafa könn- unargildi aðeins, —■ hið mesta. sem hægt væri að gera sér von- ir um, segir Manchester Guardian, að hann hefði upp úr Krúsév hvort hann vildi koma til móts við vestrænu þjóðirnar og gera einhverjar tilslakanir — og þá hverjar. Fréttamenn sem fara með Macmillan eru kátir, því að þeir eiga að vera lausir við alla skeytaskoðun, er þeir síma um heimsóknina. Veralegar breytingar á fjárhagsáætlun bæjaríns. Áætluð útgjöld lækkuð um 19 millj. kr. og útvarpsstiginn lækkar. Bæjarstjórn Reykjavíkur kom saman til fundar í gær til að ræða fjárhagsáætlun Reykja víkur fyrir yfirstandandi ár. Hófst fundurinn kl. 9 árdegis, stóð hann yfir allan daginn og langt fram á nótt. Áður en gengið var til dag- skrár í gærmorgun tók forseti bæjarstjórnar frú Auður Auð- uns til máls og mælti á þessa leið: „Þeir válegu atburðir hafa gerzt síðustu daga, að tvö skip isienzk, togarinn Júlí frá Hafn- arfirði og vitaskipið Hermóður, hafa farizt með allri áhöfn. 42 íslezkir sjómenn, af þeim 26 Reykvíkingar, hafa látið líf- ið í þessum átakanlegu sjóslys- um og öll þjóðin er harmi lost- ín. Eg bið bæjarfulltrúana að votta minningu þeirra, sem fór- ust, virðingu sína og ástvinum þeirra samúð með því að rísa úr sætum.“ Að þessu loknu tók borgar- stjóri Gunnar Thoroddsen til máls, þar sem hann fylgdi frumvarpinu að fjárhagsáætlun- inni úr hlaði í mjög ýtarlegri ræðu. Gat hann fyrst þeirra breytinga, sem orðið hefðu i sambandi við vísitölunan í land inu frá því er fjárhagsáætlunin var samin. Við endurskoðun á fjárhags- áætluninni voru þessi megin- sjónarmið ráðandi: 1. Að færa niður útgjaldaliði Framh. a 7. ríðu. V.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.