Vísir - 20.02.1959, Blaðsíða 10

Vísir - 20.02.1959, Blaðsíða 10
10 VfálB Föstudaginn 20. febrúar 1959 31 heit SKALDSAGA EFTIR MARY ESSEX um meöan hann lá þarna, hvað var þaö sem bæröist í hug hans er hann var að búa sig undir vökunótt.ina þarna í kapeliunni? — Eg mundi vera hrædd við að vinna slikt heit, hvíslaði Candy. — Mér mundi aldrei detta í hug að gera neitt þvílíkt, hvíslaði Colin brosandi á móti.... Hann dró hana með sér fram í kap- elluna sjálfa og setti hana varlega í eitt af öftustu sætunum, næst dyrunum. — Hérna var það sem pabbi og mamma voru gefin saman fyrir mörgum árum. Þess vegna elska eg þessa litlu kirkju. Við höfum drýgt marga flónsku, þú og eg, Candy. Eg lét móður mína hafa áhrif á mig og lét hana taka ráðin af mér, — eg held að það hafi verið verstu mistökin mín. Eins og þú veist trúir maður ósjálfrátt því, sem móðir hans segir, og hún vildi ekki að eg giftist þér. Eg skil þetta allt núna. — Hún vildi láta þig giftast Katharinu frænku þinni. Þú sagð- ir mér það þegar við trúlofuðumst. . Katharinu, já — hann gat ekki stillt sig um að hlæja, þrátt fyrir unga munkinn og helgina þarna inni í kapellunni. — Það var lögulegt, skal eg segja þér. Hún strauk allt í einu með veit- ingaþjóni úr lítilli krá í hliðargötu í London, hvað segirðu um það? Og loks giftust þau — fyrir þremur vikum. Geturðu hugsað þér hvemig mamma hafi tekið þessu? Eg frétti það þegar eg talaði við hana í síma núna í morgun. Við töluðum mjög alvar- lega saman. —■ Þú munt ekki hafa sagt móður þinni að þú hafir hitt mig hérna syðra. — Eg minntist ekki einu orði á það. Henni líður ekki illa út af þvi, sem hún ekki veit. Bráðum flytur hún sig í ekkjubústaðinn — eg ætti að vera búinn að byggja henni út fyrir löngu, svo aö eg geti haft aðalhúsið einn. Candy svaraði með’semingi: — Þú verður að muna aö hún er móðir þín. Mér finnst þú ekki tala ræktarlega um hana. Colin yppti öxlum. Mæðurnar eru síngjarnar í ástríkinu, ekki sízt móðir mín! En mér finnst svo einkennilegt að lrugsa til þess aö það var hérna, sem foreldrar mínir giftust. Eg veit ekki hvað þú segir um þetta Candy — hann tók í hönd hennar — eg hagaði mér ekki fallega við þig, og þú særðir mig á móti, við höguðum okkur bæði eins og bjánar. Getum við ekki gleymt því og reynt á nýjan leik — með trúlofunarhringinn og allt annað? Eg hlýt að vera orðin rugluð, hugsaði Candy með sér. — Eg elska hann, það er þetta sem eg hef alltaf þráð, og þegar hann stingur upp á þessu sjálfur, þá — já, þá veit'eg ekki hverju eg á að svara. Þetta hefur mig dreymt um í marga mánuði, og nú gæti það ræst, en'þá þori eg ekki að rétta fram höndina móti gæfunni. — Colin.... mér þykir innilega vænt um þig, sagði hún lágt. — Vænna en nokkurntíma áður, held eg. En samt veit eg ekki hverju svara skal. — Hefur Jackson sagt eitthvað — um mig? — Þáð er ekki það sem veldur. Hann sagði að þér væri ekki treystandi, en.... Það er lögulegur málaflutningsmaður, sem eg hef fengið! Eg borga honum stórfé fyrir að flytja mál fyrir mig, og svo bak- talar hann mig í staðinn. — Þú hefur sannað þetta sjálfur, Colin, með því að fara með mig eins og þú gerðir. Þú snerir við mér bakinu — og mér er erfitt að skilja hvers vegna þú gerðir það, ef þér hefur þótt vænt um mig. ' ''Eg. átti hræðílegæ æfi lieima, skilurðu það ekki? Geturðu ekki reynt að skilja live erfitt eg átti — þú varst ekki sú eina sem áttir bágt um þær mundir. Þið mamma þín voru ekki góðar í minn garð heldur — að eg ekki minnist á þennan andstyggilega málaflutningsmann sem þú hafðir. Candy andvarpaði. — Eg reyndi að skilja þig, Colin, en eg get ekki þurrkað fortiðina út formálaiaust. Eg verð að fá tíma til að hugsa mig um. Hann tók í báðar hendur líennar og horfði fast í augu hennar, en hún leit niður. Hún vildi ekki láta sigrast. — Vitanlega skaltu fá tíma til að hugsa þig um, elskan mín, sagði hann lágt og þrýsti hendur hennar. — Nú veistu hvernig mér er innanbrjóst — en þú mátt ekki láta þennan lævísa mála- flutningsmann hafa áhrif á þig. Hann þykist vera að láta sér annt um þig — en um íeið gerir hann árás á mig. Þaö er áreið- anlegt að þeim manni átti þú ekki að treysta. — Hann er ekki eins slæmur og þú villt vera láta, sagði Candy. — Hann getur vafalaust verið ljúfmenni þegar hann vill — hann veit hvernig hann á að halda á spilunum. Eg ætla að fara með þig hingað einhvern morguninn snemma, þá verður altarið prýtt hvítum lilpum. Og svo látum við gefa okkur saman á laun, — mamma fær ekkert að vita um það fyrr en það er afstaðið. Þá ætla eg að síma til hennar: „Eg hef gifst Candy. Eg elska hana svo heitt, að eg get ekki hugsað mér að lifa án hennar, Eg giftist henni í fallegu kapellunni sem þið voruð gefin saman í.“ Svo kyssti hann hana. Hafði hún gleymt hve hætulegur kossarnir hans voru? Hvað þeir vöktu af tilfinningum hjá henni? Dökk augun i honum ljómuðu, það var líkast og þau drægu úr henni allan mátt — hafði hún gleymt að þau höfðu gert henni meira illt, en hún hélt að hún gæti afborið? Átti hún þrek til að draga sig í hlé núna — en gat hún hins- vegar lifað áfram með honum, þegar efinn hjá henni var svona sterkur? ■ Hún leit til unga munksins við altarið, alvarlega unga manns- ins, sem tekið hafði hina mikilvægu ákvörðun fyrir lífið og ætlaði að hugsa um hana heila nótt. '■ — Aktu mér heim, Colin, hvislaði hún. — Lofðu mér að láta svarið bíða þangað til eg hef hugsað til'hlítar. Þau óku hægt til baka.' Colin var að tala um framtíðina, um ástina og um allt það sem hann ætti nú að gæti boðið henni. Þau’mundu- flytja inn i stói-a húsið, þau mundu búa við góð efni og ekki þurfa að neita sér um neitt. Hún gæti'fengið allt — og þó var eitthvað sem hélt Candy til baka. Þegar þau sveigðu heim að Villa des Lilas og nálguðust hliðið, — Líttu á, sagði Colin, — Jackson vinur okkar hefur gesti. Kannske honum þóknist að bjóða mér glas í dag — mér finnst nærri því að eg eigi það hjá honum. — Eg skal athuga hver er kominn. Candy var komin út úr bílnum áður en hann staðnæmdist. Kannske hafði hún einhvers- konar hugboð um aö hættá væri á ferðum. Hún sá ekki betur en ljós loguðu um allt húsið, en þegar hún kom inn í forstofuna sást ekki nokkur manneskja þar. Ljósin loguðu eins og vant var og á borðinu stóð hálffúllt glas, sem gengið hafði verið frá. Vindlingaaska á borðinu og skál með ólívum lá á hliðinni — þarna hafði einhver verið að flýtá sér.... Nanny kom inn úr dyrunum frá eldhúsinu og Candy sá þegar í stað að hún hafði grátið. — Nanny! Hvað er að? Candy var hás af geðshræringu. — Það er hún Diana, hikstaði hún. Það er eitthvað að henni. Hún var svo þreytt að eg ætlaði að leggja hana. Hún var svo köld — og þó er svo heitt í dag — ísköld var hún. Herra Jackson sótti lækninn, og hann segir að það sé hjartað. Það er bilað vegna sjúkdcmsins, og nú var hún svo yfir sig þreytt. . .. Hjartað! Candy hafði alveg gleymt Colin, sem var kominn inn. og var að skima eftir einhverju í staupinu. Hún hljóp inn eftir ganginum. Hún heyrði einhvern taia inni í lierbergi Ðiönu og opnaði dyrnar varlega og bjóst v.ð öllu því versta. Hún liafði haft óljóst hugboð um það i allan dag, að eitthvað' válegt væri yfirvofandi. A KVðLDVÖKUNNI £. R. Burroughs A -/QP At'Qj' Tarzan gekk á hljóðið. 'l Það voru tvæí manneskjur að rífast. Brátt kom hann í rjóður þar sem kona var THE WOMAN WAS FUKIOU5 ANI7 STEAPILy ÞEN0UNCE7 HEE COAAPANION— fyrir og jós skömmunum yfir félatga sinn, en hætti þegar Tarzan kom skyndi- léga aðsvífandi.' . Frú ein fekk heimsókn af stúlku sem haíði verið í vist j hjá henni, þrem mánuðum eft- ir að hún gixtist. j „Hvernig geðjast yður að i því að vera gift?“ spurði frúin. Brúðurin svaraði glöð og hrifin: ,,Jú, það er ágætt að gifta sig frú. Já, það er ágætt. En hamingjan hjálpi mér hvað manni getur leiðst!“ ★ Negri kom á skrifstofu og keypti sér giftingarleyfí, kom svo aftur eftir viku og breytti ; nafninu á stúlkunni. j „Eg er búinn að skipta um jskoðun," sagði hann. Ritarinn í skrifstofunni sagði honum, að hann myndi þá þurfa að greiða iy2-dollar í viðbót. Þetta væri nýtt leyfi. „Eru lögin svona?“ spurði sá dökki og varð hugsi. Ritarinn kinkaði kolli og' ufn- sækjandinn hugsaði sig vand- leg um í fulla mínútu. „Nei,“ sagði hann að lok- um. j,Sú gamla dugir vel. Það er ekki hálfs annars dollara munui' á þessum negrastelpum nú á dögum.“ ★ Hún var sparsöm húsfreyja og leit á deyjandi bónda sinn með strangri vanþóknun, þar sem hann stundi og byltist til í rúminu. — William Henry, sagði hún ávítandi. — Þú þarft ekki að engjast og sparka svona og slíta beztu lökunum mínum al- veg út, jafnvel þó að þú sért að deyja. ★ , I Sacramento, meðan Joe Borrego svaf vært í hótelher- bergi sínu kom þjófur með ;bambusstöng með krók á og I„veiddi“ buxurnar hans geg'n- um rifu á glugganum. Hann veiddi líka ferðaviðtæki sem. Joe átti, armbandsúrið hans og vasabókina hans með 185 dölum. ★ Maður, sem á ársgamlan son, ; hitti prestinn á sunnudag sið- degis. ■ ■ „Hvers vegna lcomuð þér ekki í kirkju í1 morgun?“ var fyrsta spurning hins ’ andlega leiðtoga. : ,,Eg gat ekki komið,“ var svarið. „Eg varð a'ð vera heima og gæta barnsins. Barnfósti’an er veik.“ „Það er engin afsökun,“ sagði presturinn. ,,Á, er það ekki? Jæja, næsta sunnudag skal eg koma með barnið í kirkju með mér og sjá hvernig yður geðjast að því.“ * Kvennagullið Armaud hafði skorað hr. Richard á hólm af því að Richard hafði gert sín- ar hosur grænar hjá unnustu A.rmands. „Segðu mér eitt,“ sagði einn af vinum hans, „ertu ekki hræddur við þessi skot?“ 1 „Nei, ekki þegar Richard á í hlut.“ ,,Ög hvers vegna ekki?“ „Það skal eg segja þér. Hann er forstjóri fyrir liftryggingar- félaginu, þar sem eg' er tryggð- ur.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.