Vísir - 25.03.1959, Page 3

Vísir - 25.03.1959, Page 3
Miðvikudaginn 25. marz 1959 VÍSIR 9 SiJömMlsá©: EH.EEK Stjörnubíó hefur valið fyrir páskamynd einkar skemmti- lega dans- og söngvamynd, sem nefnist á ensku „My sister Ei- leen“ (Ella systir), sem Janet Leigh, Jack Lemmon og Betty Garrett leika aðalhlutverkin í. Kvikmyndin er gerð eftir sam- nefndu leikriti. Það er mjög létt yfir öllu hér, mikið um söng og dans og Janet Leigh heill- andi í hlutverki Ellu. ---•--- tVrja iBíá: Kóngurinn og ég. Nýja Bíó sýnir kvikmyndina „Kóngurinn og ég“ (The King and I), sem fjallar um Síams- kóng og kennslukonu hans. Kvikmyndin gerist á sjöunda tug aldarinnar sem leið. — Þetta er mjög athyglisverð og vel leikin mynd, sem þau ÐEBORAH KERR og YUL BRYNNER leika aðalhlutverk- in í. — Þessi kvikmynd hefur hvarvetna vakið mikla athygli og mun svo einnig reynast hér. — Um ýms önnur hlutverk en þau tvö, er nefnd voru, skiptir miklu, og hefur tekizt vel val þau öll. — Leikstjóri er Walt- er King. Hemlngwsy, gairJ urinn og hafið. Eins og mörgum mun nú kunnugt um, hefur verið gerð kvikmynd eftir sögu Heming- ways, „Gamli maðurinn og haf- ið“. Sagan var á sínum tíma á- litin hafa fært höfundinxun Nóbelsverðlaunin, og var mynd arinnar því beðið með allmik- illi eftirvæntingu. Margir lýstu yfir því, þegar er myndin hafði verið frum- sýnd vestan hafs, að hér væri sennilega á ferðinni eitt mesta meistaraverk kvikmyndanna. Þó voru ekki allir á sama máli, og töldu fram ýmislegt er drægi úr áhrifum sögunnar. Sá fyrsti gafst upp. Það er því ekki úr vegi að rifja upp nokkur atriði um gerð myndarinnar og dóma þá sem hún hefur fengið. Eins og kunn ugt er fjallar.saga Hemingways um viðureign gamals fiski- manns við gríðarmikinn fisk, * viðureign sem stendur marga daga og nætur. Sá sem fyrstur var fenginn til að stjórna töku myndarinnar, Fred Zimmer- mann nokkur, gafst upp eftir nokkurra mánaða erfiðleika, og þá tók við John nokkur Stur- g'es, og tókst honum að ljúka írando er að skilja, iíærður fyr.ir eð valda hugaraugri m. m. Hin fagureyga Anna Kashfi, eiginkona Marlons Brando, 24 ára, hefur ákært maka sinn fyrir alls konar illa meðfcrð á sér og krafizt skilnaðar frá hon- um. Hann á að hafa valdið henni hugarangri, alls konar vandræðum og margs konar tjóni og meiðslum, Marlon, sem er 10 árum eldri en hún, mun sennilega ekki láta málið hafa sinn gang fyr- ir dómstólunum, því að hann mun standa mjög höllum fæti í deilunni. ■ Hann hefur reynt að komast að samningum við Önnu. Nú nýlega munu samningar hafa tekizt: Anna á að fá allar tekj- ur hans af myndinni, sem hann er nú að leika í, Orpheus í und- irheimum. Þær tekjur eru áætl- aðar 1 milljón dollara. Anna' er sem stendur á Hawaii með son þeirra Christi- an, sem er fæddur 11. maí 1958. Hún segist vona, að hún geti nú braðum. farið að leika aftur. • Anna og Marlo Brando giít- ust í kyrrþei 11. okt. 1957 í Los Angeles. En vandræðin byrjuðu snemma, þegar Anna fullyrti að hún væri alindversk. Foreldrar hennar, hjónin Willi- gm O’Gallaghan og kona hans í Cardiff, sögðu hana vera dótt ur sína, Jóhönnu. Þegar hún gistist Marlon lét hún skrá, að hún væri fædd í Darjeeling á Indlandi og að faðir hennar héti Devi Kashfi. O’Callaghan staðfesti að hún væri fædd á Indlandi, þar sem hann hefði starfað, „en hún er dóttir mín og í minni fjölskyldu er ekkert indverskt blóð,“ seg- ir Bretinn. Anna þrætir fyrir þetta og segist vera fædd af indverskum foreldrum og O’- Callaghan hafa seinna kvænzt móður hennar. Þetta reið .Marlon að -fullu, 1 myndinni. Upphaflega hafði verið gert ráð fyrir að taka myndarinnar myndi kosta tvær milljónir dollara, en áður en lauk var kostnaðurinn orðinn 5 milljónir. Þegar tökunni var lokið lýsti Sturges yfir því, að hér væri sennilegá um að ræða lélegustu mynd, frá tæknilegu sjónarmiði, sem hann hefði nokkurn tíma gert. Litirnir væru óeðlilegir og ýmis önnur tæknileg atriði myndu hafa verið talin úrelt 1939. Þrátt fyr- ir það voru þó hinir tæknilegu erfiðleikar taldir smámunir einh í samanburði við túlkun efnisins. Sumir segja nefnilega að Hemingway hafi ætlað að skrifa nýjan „Moby Dick“. Þannig hafi höfundinum verið efst í huga hin táknræna hlið sögunnar, þ. e. fiskurinn stóri er lífið sjálft, en fiskimaðurinn ímynd mannsins. En svo virtist, segja sumir gagnrýnendur, að til þess að túlka söguna rétt hafi kvikmyndagerðarmanninn skort kunnáttu. Þannig er mik- ill hluti myndarinnar af Spen- cer Tracy (sem leikur gamla manninn) í bátnum, þyljandi hugleiðingar Hemingways. Þeir voru ekki á veiðum. Eitt má þó segja um mynd- ina, sem óvenjulegt má teljast. Hún fylgir bókinni sem næst út í æsar„ Þannig hefur stjórn- andi'myndarinnar lagt sig fram við að reyna að ná því and- rúmslofti, sem í bókinni er yf- ir samskiptum manns og fisks, og skilningi gamla mannsins á sigrurn sínum og tapi. Skiln- ingur sá sem Ti;acy er sagður hafa lagt í hlutverkið er þó af mörgum talinn annar en stjórn- anda. Þar við bætist, að Tracy fékk aldrei tækifæri til að fara á veiðar meðan á myndatök- unni stóð, þannig að sjálfur sést hann hann aldrei í viður- eigninni við stóra fiskinn, heldur sjást þeir til skiptis, Tracy og svo fiskurinn. Þetta mun hafa dregið nokkuð úr þeirn eðlilega blæ sem margir bjuggust við að sjá. En hvað sem öllurn neikvæð- um dómum um myndina líður, er hún af mörgum talin meist- ara verk, eins og áður var minnzt á, og vonandi verður hún sýnd hér á landi innan tíðar svo að kvikmyndahúss- gestir hér geti dæmt fyrir sig sjálfa. hann fór að hverfa að heiman dögum saman. Þegar hann kom heim dag og dag talaði hann ekki um annað en trúarbragða- deilur, hljómlist og negramálin í Little Rock. Þetta, sagði Anna, „var ekkert umræðuefni við konu.“ Svo kom að því að Anna gaf manni sínum utanundir í einu rifrildiskastinu,- og þá sauð upp úr. Hann fer úr jakkanum. HÚN sparkar af sér skónum. Hann er James Mason, liún er Junia Cravvford og þau eru albúin til ástaratlotnt á sófanum í „A Touch of Larceny“, sem nú er verið að taka í Elstree. — En þetta fór öðru vísi en til var stofnað: Maðurinn liennar kemur heim og -— kemur þeim að óvörum, Það varð uppi fótur og fit og Bardot hér og Bardot þar — Bardot allsstaðar. Það er sama hvað hver segir um Roger Vadim og uppfinn- ingu hans, Brigitte Bardot, hún er sízt dalandi stjarna og má segja að hún standi nú á eigin fótum og þurfi ekki lengur á uppfinningamanninum að halda. Um fáar myndir hefur verið talað eins mikið, áður en þær komu á tjaldið, og „Babette fer í stríðið“, þar sem Brigitte leikur aðalhlutverkið. Babette er ung stúlka, sem lendir í Dunkirk og kemst þaðan yfir til Englands. Þar skúrar hún gólf hjá NAAFI og svo er hún send aftur yfir sundið til þess að annast njósnir fyrir Breta í Norður-Frakklandi. Hún sést í mörgum gervum í myndinni, en mesta eftirtekt vekur þó klæðnaður hennar þegar hún er í hreingerningunum: stuttur bómullarkjóll og svunta, höf- uðklútur um hárið og hvítar ullarhosur við svarta, háha.ú- aða skó. Svo skiptir hún um og klæðist herklæðum, stálhjálmi, hermannastígvélum og öðru til- heyrandi. Christian-Jaque, fyrrverandi eiginmaður Martine Carol, seg- ir um myndina: — Flestir hafa talað um Brigitte sem kyn- bombu, ég vil vekja athygli á 1 Lou Costello og Eric Blore látnir. Við könnumst öll við Abbott og Costello tvfstirnið. Nýlega er Lo’.i Costello látinn á fimmt- ugasta og fyrsta aldursr.vi. — Iíann lézt úr hjartaslagi og hafði fengið tvö áföll á einni viku. Honum dugði ekki létt- lyndið og gamanseminn til langlífis. Eric Blore lézt 1 marz, 71 árs að aldri. Banamein hans var einnig hjartaslag. Hann var þekktur fyrir leik sinn sem „gentleman genteman" og helztu myndirnar sem hann lék í „Flying down to Rio“, „Dia- mond Jim“ og „Top Hat“. henni sem leikkonu, fyrst og fremst leikkonu. Margir undr- ast það einna mest, að hún skuli aldrei svipta klæðum í mynd- inni .... Sjálf segir hún: „Eg er orðin leið á þessu kynbombutali og ég trúi ekki öðru en að leikhús- gestirnir séu líka orðnir leiðir á því. Mig langar ekki til að vera alltaf eins og fólk býst við að ég sé. Og get ekki hugsað til allra þessara Bardota, sem eru að hringsnúast í kringum mig. Þær apa efiir hárgreiðslu minni og göngulagi — þær apa allt eftir. Maður getur séð þetta í hverri einustu götu í öllu Frakklandi. Látið ykkur ekki detta í hug að ég gangist upp við þetta eða stæri mig af því. Það fer í taugarnar á.mér!“ Ef þetta er ekki líka eintóm- ur leikur og uppgerð þá kemur það ef til vill á daginn, að nú komi fram á sjónarsviðið önn- ur Bardotgerð — það væri ekki svo vitlaust, ef hún reyndist ekki vera svo vitlaus þegar allt kemur til alls, stúlkan sú arna. „Dekki5 flýtiir í bíóöi." „The Declcs Ran Red“, heitir ein nýjasta mynd James Mason og Brodericks Crawford. í íslenzkri þýðingu myndi myndi nafnið hljóða eitthvað á þá leið, að skipsdeljkið fljóti í blóði. Myndin er talin frekar óvenjuleg hrollvekja, en hún segir frá manni nokkrum (Broderick Crawford), sem hefur áhyggjur þungar af fólksfjöldanum í heiminum og féleysi sínu. Þar sem hann er staddur um borð í skipi, sér hann sér leik á borði, og hyggst slá tvær flugur í einu höggi með því að drepa alla um borð og stela síðan skipinu. Myndin kvað vera nokkuð æsandi á köflum, þótt nafnið sé talið nokkuð villandi, þar sem mynd in er ekki í litum.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.