Vísir - 25.01.1960, Blaðsíða 7

Vísir - 25.01.1960, Blaðsíða 7
Mánudaginn 25. janúar 1960 VÍSIB 7 Þessi mynd er af Douglas MacArthur hershöfðingja, sem er áttræður á morgun, 26. janúar. — Með honum er á myndinni (til hægri) Cester LaRoche, forseti „U.S. National Football Foundation“, og eru þeir að skoða „MacDonaId-silfurkerið“, sem knattspyrnuflokkar háskóladeilda í Bandaríkjunum eiga að keppa um árlega, c-g hljóta að launum heiðurstitilinn „bezta knattspyrnulið háskóla Bandaríkjanna.“ Berlínarblöð segja Breta gripna móðursýki. Út af nýnazisma og Gyðingaandúð. Itús ntiljón Iftftttlnmttslti". Fregnir frá Berlín herma, að fólk þar lesi nú um það í blöð- unum, að móðursýki hafi grip- ið brezku þjóðina út af nýnaz- ismanum í Þýzkalandi og and- úðinni gegn Gyðingum. Brezkur fréttaritari að nafni Robin Blyth símár 'þaðan, að fólk lesi um það í blöðunum, að Þjóðverjar á Bretlandi séu móðgaðir á götum úti, að brezk fyrirtæki afturkalli pantanir á þýzkum vörum, og þýzkt fólk í starfi á Bretlandi sé rekið fyr- irvaralaust. Ennfremur, að listi með nöfn um fólks, sem sagt hafi verið upp vinnu, hefði verið sendur stjórninni í Bonn, en þó hafi því verið neitað þar, að nokkur slíkur listi hafi þangað borizt. Síðar var haft eftir tals- manni utanríkisráðuneytisins: „Það er hugsanlegt, að sumt fólk, sem var sagt unp starfi, hafi haldið, að það hafi verið vegna Gyðingaandúðar í Þýzka- landi“ og þvi var neitað, að ut- anríkisráðuneytið vissi um, að stofnað hefði verið til nokkurs banns í Bretlandi á viðskipti við Þýzkalands, og talið, að fregnir um allt þetta hefðu ver- ið mjög orðum auknar. Hinsvegar var því ekki neit- að, að nokkrum fyrirhuguðum vináttu-hópferðum frá Þýzka- laridi til Bretlands hefði verið frestað, m. a. ferð til þess að auglvsa ferðalög í Vestur-Þvzka landi og ferðum þýzkra sjóliða til Bretlands. Jafnaðarmenn í Vestur- Þýzkalandi hafa skorað á stjórn ina í Bonn að birta öll levni- skjöl, sem geymd ena í húsi nokkru í Berlín, og kallað er „hús milljón leyndannála“. — Bandámenn komust yfir skjöl þessi og vopnaðir hermenn þeirra gæta þeirra, en viður- kenndur er réttur sambands- stjórnar Véstur-Þýzkalands yf- ir þeim. Ráðherra sá, sem hef-j ur vald í þessu efni er dr. Theo j dor Oberlander, ráðh. sá sem; fer með mál flóttamanna, og sakaður er um ábýrgð á fjölda aftökum þúsunda Gyðinga og Pólverja, er na2istar ruddust inn í AusturPólland 1941. Hann hefur jafnan neitað allri ábyrgð og þátttöku, en játað að hann hafi verið með þýzkri her sveit þar eystra, er þetta gerð- ist. Að hans eigin beiðni heíur alþjóðanefnd ákærurnar gegn gegn honum til rannsóknar sem kunnugt er. Samið við Sovétríkin. ■ • - ’ • ... Dagana 15.—23. janúar fóru fram í Moskvu samningavið-; ræður um áframhaldandi vöru- skipti milli fslands og Sov- étríkjanna á grundvelli gildandi viðskiptasamninga milli land- anna frá 1. ágúst 1953. Samningsviðræðum þessum lauk í dag, 23. janúar, með und- irskrift bókunar og gagn- kvæmar vöruafgreiðslur á næstu þremur árum, til ársloka 1962. Bókunina undirskrifuðu formenn samninganefndanna, Pétur Thorsteinsson sendiherrá af íslands hálfu og M. P. Kuz- min, aðstoðar utanríkisverzlun- arráðherra af hálfu Sovétríkj- anna. Með bókun þessari og vöru- listum þeim, sem henni fylgja, er gért ráð fyrir svipuðum við- skiptum við Sovétrikin og á undanförnum þremur árum. Utanríkisráðuney tið, Reykjavík, 23. janúar 1960. . Alsír. Frh. af 1. siðu. fránskir herflokkar komu inn á torgið, en þeir svöruðu í sömu mynt. í átökunum var all mikið manntjón, sem áður var sagt, og einnig kom til átaka víðar í borginni, en herlið var sent í skyndi til að skakka leik- inn. Það, sem óður gerðist. Það, sem var forleikur að þessum atburðum var, að De Gaulle lýsti yfir óbreyttri stefnu, og að frá henni yrði ekki hvikað. Var birt tilkynn- ing í lok Parísarfundar þess, er haldinn var í fyrri yiku, en þann fund sat Massu ekki, eins og búizt hafði verið við, og var þá sýnt, að hann var fallinn í ónáð. Samtimis bárust fregnir um, að hann væri í „stofufang- 1 elsi“, þ. e. fengi ekki' að fara frá París, og að fjölskylda hans : væri á leiðinni frá Alsír til Par- j ísar. Boðað var að De Gaulle myndi fara til Alsír 5, febrúar. Alvarlegt umferðarslys við Selfess í gær. Bifreið valt með tveim mönnum og annar slasaðist mikið. Horfurnar. Um þær voru í morgun að- eins fyrir hendi umsagnir brezkra blaða. Þau telja „loft [ allt lævi biandið" í Alsír, „hlað ið sprengiefni“, eins og eitt kemst að orði, og þurfi eklti mikið til, að allt fari í blossa. En, að áliti þeirra, sem líta ró- legri augum á málið, eru horf- urnar mjög breyttar frá maí 1958, að því er varðar aðstöðu ríkisstjórnar Frakklands, — stjórnin þá var veik, hafði ekki einhu.ga fylgi flokka og þjóðar, og lyppaðist niður, og brautin rudd fyrir Ðe GaulJe, sem naut óskipts f.vlgis hersins. Nú hafi De Gaulle sennilega fylgi heima þjóðarinnar allrar að kalla, hvað sem fylgi flokkanna líð- ur, og svo virðist sem aðeins hluti franskra landnema að- hyllist að beita valdi — og að agi hafi haldizt i franska hern- um, þótt án vafa eigi Massu þar fylgi margra og samúð flestra. en herinn hafi ekki neit að að hlýða þjóðarleiðtoganum og yfirmanni sínum, og því kurini De GauIIe að halda velli. Eitt blaðið veltir ’fyrir sér hvo.rt hann muni taka sér einræðis- vald, og telur þá tvísýnt hversu fara muni. Frá fréttaritara Vísis. Selfossi í morgun. — Alvarlegt umferðarslys varíi á þjóðveginum hjá Selfossi um hódegisleytið í gær, er bifreið livolfdi með tveim mönnum og annar beirra slasaðist mikið. Þetta var bifreiðin X-1183, í sem er eign Efra-falls virkjun- arinnar. í henni voru tveir n-'.enn, er slysið vildi til, báðir frá Eyrarbakka. Var bifreiðin á leið þangað niður eftir og ný- lögð af stað frá Selfossi þegar siysið vildi til. Ekki er vitað með vissu um orsakir óhappsins en' helzt gizkað á að þær hafi verið af völdum hálku. — Biíreiðinni þvolfdi á veginum og skemmd- ist hún mjög mikið. Annar mannanna sem í henni var skrámaðist og skarst allmikið, er hlaut auk þess mikinn höf- uðáverka, og er ekki að fullu rannsakað hvort um höfuð- kúpubrot er að ræða eða ekki. Hann liggur á sjúkrahúsinu á Selfossi. Hinn maðurinn slas- cðist ekki alvarlega. Aðfaranótt sunnuaagsins siasaðist maður á Þorrablóti, sem fyrirtæki eitt efndi til á Selfossi. Maðurinn skarst á slagæð af völdum rúðubrots og tók það lækni þrjár klukku- stundir að gera að meiðslum hans. Mikil flóð Marokko. í Umsáturs ástand Talið er, að um 20.000 land- nemar og stuðningsmenn þeii'ra hafi tekið þátt i mótmælunum í Algeirsborg. . Umsátursástandi héfur verið j lýst yfrr og aukið herlið og lög- reglulið sent til borgarinnar. Þar er öllum skólum lokað og öll flutningatæki stöðvuð. í Frakklandi hafa útifundir og verið bannaðir og kröfugöng ur. Enn síðari fregnir herma: Herlift og lögregla hefur slegift hrjivr nm hundruft manna í Algeirshorv. sem enn heifa aft verfta vift á kor unum De Gaulle um að gef- ast upp. Skeiðará - Framh. af 12. síðu. rnegn «fýla sem af þv! íeggur. í síðasta hlaupi lagði svo mikla eitrun frá hlaupinu að fuglai' í Morsárdal drápust unnvörpurn., silungar drápust í rærliggjandi lækjum og blöð féllu af trjám. Núna væri fýlan sízt minni og kvað hann hana hafa verið svo megna að sér hafi liðið orðið illa í flugvél- inni. í morgun átti Vísir tal við Ragnar bónda Stefánsson á Skaptafelli og sagði hann að ekkert hafi vaxið í Skeiðará í r>ótt hvort sem það væri ein- kenni þess að hlaupið hefði náð hámarki Mikil flóð urðu í Marokko- um miðbik þessa mánaðar, aft því er hermt er í fregnum frú Rabat. Könnunarflugvél frá Banda- ríkjaflotanum flaug yfir Sebou- fljót, sem var í miklum vexti, og í þann veginn að flæða yfir RHarb, sléttlendi við sjóframmi, en þar eru bandarískar her- stöðvar. Flotinn bandaríski hefur flugstöð í Kenitra (Port Lyautey), á suðvesturjaðri Rharb, og einnig var flugstöðin. í Sidi Slimane í nokkuri hættu vegna flóðanna. Þyrilvængjur voru hafðar til taks til björgun- ar á fólki, en til þess kom þó ekki, að þeirra væri þörf. Þaft voru miklar úrkomur í Riffjöll- um, sem orsökuðu vatnavext- ina. Sendiherra afhendir skilríki. Hinn nýi sendiherra íraels á íslandi, herra Arie Aroch, af- henti nýlcga foisríu trún- aftarbréf sitt viö háfíiiegá at- höfn á Bessastöðum, að við- stöddum utanrikisráðherra. Að athöfninni lokinni höfðu forsetahjónin boð inni fyrir sendiherrann. 15,980 feta tindur á hafsbotni. Bandarískt skip hefir orðift" vart við gríðarháan fjallstind á botni S.-Atlantshafs. Tindur þessi er um 900 km. eða orsakirnar væru vestur af Góðvonarhöfða, næst- aðrar. Ragnar sagði að óin hafi vaxið ört í fyrrinótt og talsvert j í gær, en síðan ekki. I fyrri- nótt kom talsvert jakahlaup í ána, en yfirleitt voru jakarnir ekki stórir. Áin hefur alls brotið eða grafið upp 5 símastaura en aðrir 6 eru umflotnir vatni sem stendur. Ragnar sagði það sama og dr. Sigurður að af ánni leggði ó- venju mikla fýlu, jafnvel enn r.iegnari en í síðasta hlaupi, er þá var óvenju mikil. Frásagnir eru um mikla fýlu í Skeiðarárhlaupum áður fyrr, síðast í hlaupinu 1861, sem er eitt hið mesta hlaup sem sagnir fara af og flæddi þá yfii' mikinn hluta Skeiðarársands. Þá lagði af því megna og eitr- aða fýlu sem drap fugla unn- vörpum, einkum endur, lóma, spóa og kjóla. Sú saga endur- tók sig í síðasta hlaupi sem að íraman segir. um beint í vestur frá Höfða- borg, og er það hald vísinda- raanna, að þarna hafi verið eyja fyrir um það bil 10,000 árum. Niður á „tind“ þenna eru 210 fet, en umhverfis hann er 16,000 feta dýpi. Þvermál tindsins er um 8 km. en undirstaða hinnar- fornu eyjar 55 km. Óðinn á heimleið. Varftskipift Óftinn er á heim- leið frá Danmörku. Brezku togararnir eru nú að veiðum við Austurland út af Ingólfshöfða, á siglingaleið hins nýja varðskips. Varla er þó þess an að vænta, að hinn nýi Oðdnn verði eins stórvirkur og gamli Þór, sem kom með nokkra land- helgisbrjóta með sér, er hanik. kom fyrst í höfn á íslandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.