Vísir - 25.01.1960, Blaðsíða 10

Vísir - 25.01.1960, Blaðsíða 10
10 VÍSIR Mánudaginn 25. janúar Í960 „Hvei's vegna ekki? Það eruð þér, sem voruð boðin.“ Hún kinkaði kolli. „En það var vegna þess aö þér hélduð að eg færi á föstudaginn.“ „Ætlið þér ekki að gera það?“ „Nei — eg á að verða hérna um óákveðinn tíma.“ Nú varð þögn, en hún raðaöi bollunum á skutulinn. „Og hver taldi yður hughvarf.... Dolores?“ spurði hann og bætti við án þess að bíða svars: „Yður þykir ekki miður að eiga að verða hérna áfram?“ Hún leit snöggt til hans, svo sneri hún sér að sjóðandi katlin- um. „Eg veit ekki! Eg verð að fara að vinna fyrir mér hvað líður, og það get eg ekki hérna á Bali Eruð þér reiður mér?“ „Hvers vegna ætti eg að vera það? Þér skiptið ekki svo miklu máli,“ sagði hann. Hún roðnaði og stillti sig um að svara því, sem komið var fram á varirnar á henni, í staðinn helti hún sjóðandi mjólkinni í könnu, og svo sagði hún: „Afsakið þér að eg hafði orð á þessu. Það skiptir auðvitað engu máli fyrir yður, en eg vil helzt vera hreinskilin. Þér buðuð mér hingað í dag til að sýna mér velvild, yegna þess að eg var að fara.“ „Og skólatelpuhugsunarháttur yðar léyfir yður ekki að njóta dagsins nema með samþykki yfirboðara yðar — jæja, nú hafið þér fengið það. Vatnið sýður.“ Hún hellti á könnuna og Paul tók tvær skálar með hnetum Og rúsínum og setti á skutulinn. „Það er helzt að sjá að þér haldið að eg amist við því að þér séuð hérna á Bali,“ sagði hann kuldalega, „en það er öðru nær. Það spillir yður ekki að eiga heima innan um balifólkið, en eg endurtók að Santa Lucia er ekki rétti staðurinn fyrir stúlku á yðar aldri. Þér fáið svikna mynd af mannlegu eðli og tilverunni." Hann tók hnot og rúsínu milli fingranna. „Vitið þér hve mikið þetta kostar? Allt þetta er um það bil fimm shillinga virði, en í gistihúsinu yðar kostar lítill skammtur handa einni manneskju tólf shillinga, og þetta héi-na mundi kosta þrjú sterlingspund." „Já, eg veit það, en það kostar mikið að reka staðinn, allir þjónarnir og....“ „Einmitt.... eg er bara að sýna yður að heillar viku kaup heima í Englandi hrekkur ekki fyrir rneiru ‘en nokkrum hnetum og rúsínum í Santa Lucia. Athugið þér það svolítið.“ „Þér hafið yðar foi’dóma. En annars erum við eiginlega ekki i sjálfxi gisthúsinu, Dolores, Melissa og eg.“ „Það kemur í sarna staö niður. Yður rnundi veitast mjög erfitt að verða heimavön þarna. En vel á minnst — hvar kemur Rudy Cartelle inn í dæmið? Eruð þér aö vona að hann bíði eftir yður þangað til þér verðið fullþroska?“ Hún andvarpaði úrræðalaus. „Þér eruð hi-otti — Rudy er ekki annað en kunningi — hann á ekkert skemmtilega daga, svo að okkur fannst rétt að bjóða honurn með okkur. Hann hefur engin auraráð.“ „Eruð þér að gera að gamni yðar?“ „Um Rudy? Hvers vegna haldið þér það?" „Hvað vitið þér urn þennan unga mann?“ spurði hann. „Að hann starfar í bankanum og getur ekki gert sér von um kjarabætur fyrr en eftir þrjú ár.“ „Hefur hann ekki sagt ykkur að íaðir hans er ríkur og á plant- ekrur á Sumatra?“ „Nei, því fer fjarri! “ Hún hoi'fði á sólbakað andlitið og mjóa munninn með fyrirlitningarbrosið í munnvikinu og hugsaði til þess sem Melissa hefði sagt, að Rudy gæti ekki gifst fyrr en eftir þrjú ár. „Eruð þér viss um þetta, Paul?“ í sömu andránni fannst henni að hún gæti bitið úr sér tung- una. Hún hafði nefnt hann skírnarnafninu! „Já, Sherlie, það er eg,“ sagði hann mjúkt. „Þegar eg fékkst við skipamiðlun i Singapore átti eg mikil viðskipti við Cartelle gamla, og síðan eg kom til Mullabeh frétti eg af honum við og við — Greig skipstjói'i segir mér af honum. Cai’telle náði í þetta bankastarf handa Rudy fyrir tveimur árum. Eg hugsa að það hafi vakað fyrir gamla manninum að láta Rudy fá nasasjón af fjármálavísindum og vinna fyi'ir sér i fimrn ár, áður en hann kærni heirn og yrði samverkamaður föður síns. Eftir þrjú ár héðan í frá leggur Rudy sig á talsvert mörg þúsund pund.“ Sherlie var talsverða stund að átta sig á þessu, en svo spui'ði hún: „En hvei's vegna þai'f Rudy að halda þessu leyndu?“ Hann yppti breiðum öxlunum. „Ef til vill til þess að verjast áleitnu kvenfólki. Annars þekkir Rudy yngri mig ekki, og væri eg í yðar sporum, mundi eg ekki láta hann vita að þér vitið um þetta. Það væri gott bakhandartromp handa yður, sem engir aðrir en þér og eg þurfa að hafa nokkra hugmynd um.“ „Eg mundi ekki vita til hvers eg ætti að nota það tromp,“ sagði hún kuldalega. „Ekki núna, en síðar barnið gott. Þér verðið eldri með hverj- um deginum. Það er sagt að konan fari að þroskast með fyrsta kossinum, svo að byrjunin getur orðið þá og þegar, hvað yður snertir.“ „Þakka yður fyrir — eg skal láta yður vita hvernig það fer.“ Hann hló að hve súr röddin var. „Þessi skætingstónn ber vott um ótta. Þér eruö hrædd við að verða kysst, jafnvel þó að það væri sti'áklingur eiiis og Rudy.“ „Hvernig í ósköpixnum ætti eg að hræðast jafn óhugsandi möguleika?“ „Ætll ekki það — samt?“ Hann þreif í grannar axlir hennar og hún fann haröan kaldan munn hans þi’ýstast að vörum sér og varð agndofa. Svo sleppti hann henni og klappaði henni á kinnina. „Var það mjög bölvað?" sagði hann brosandi. Hann tók skutulinn og hún elti hann annars hugas inn í stof- una, en þráði að fá að vera ein með hugsunum sínum og þessum einkennilega dofa í vörunum. 4. KAP. Brúðkaupsstofan var troðfull af körlum og lj:onum í litríkum kímonóum. Konurnar höfðu greitt svart og gíjáandi hárið aftur, en kai'lmennirnir voru allir með litlar kollur úr svörtu flaueli á höfðinu. Allir voru masandi og hlæjandi og þarna var ilmur af blómum og kryddi og ýmiskonar sætindum — eimurinn var sterk- ur því að engir opnir gluggar voru í stofunni. Brúðurin sat á palli upp við þilið en á það var hengt áklæði með gullnu ívafi. Hún var hvítklædd og með slæðu, eins og brúðir víðsvegar um heim, en kjóll hennar var alsettur gulli og festum og slæðan fest um höfuðið með pei'lum úr lóninu og kx'ansi úr fi KVÖLDVÖKUNNI l«Sͧ I Há =■■ anilMmi -jk R. Burroughs IAHZAN - 3179 • K'i M WAS FOKCEP’ ~0 JSJíWPEP’. TO twc BEUTE rEEI :GTW OP TWE JUNSLE t.OSC’ Tl-SE OTHS2S LOOSC67 O.'J IN AfAAZE/AENT A PEW TWOU&WT OE ATTAC<INI& TWIS STCAW&E /AALS, BUT A OUIC< LOO< ATTMEIR SU5RUE7 LEA.I7EK AN!7 TWEK AMNPS WE<E CHAN&EIT. Garth varð tilneyddur að gefast upp fyrir hinum kröftuga apamanni. Hellna- mennirnir horfðu undrandi á foringja sinn fallinn. — Nökkrir þeirra voru að hugsa um að ráðast á þennan ein- kennilega aðkomumann sem sigrað hafði foringja þeirra, en þegar þeir litu á foringja sinn fallinn snerist þeim hugur. Þeir féllu á kné frammi fyrir sigurvegaran- um og viðui'kenndu hann sem konung hellnamanna. Eg var í káetu með ungi'i stúlku og eg gat ekki annað en dáðst að henni þegar hún stóð að morgni dags fyrir framan spegilinn og var að dyfta sig. — Kærastinn minn kemur og sækir mig, sagði hún dálítið feimin þegar hún sá að eg horfði á hana. — Eg óska yður allra heilla, sagði eg. — Þér hafið sannar- lega ástæðu til að halda ýður til. Svo andvarpaði eg og mælti ennfremur: — Eg held að maðurinn minn taki aldrei eftir því hvernig eg lít út — eg hefði alveg eins vel getað gifzt blindum manni. Hún leit á mig hissa. — En það er einmitt það sem eg er að gex-a. — Eg horfði á hana og trúði henni varla. — Ætlið þér að giftast blindum manni? Og haf- ið snyrt yður svona rækilega, þó að hann geti alls ekki séð yður? — Já, sagði hún himinlifandi. — Eg hugsa mér alltaf að hann geti séð mig með hjarta sínu. (Úr Reader’s Digest). ★ Áætlunarbúskapur. — Konan mín er snillingur í að gjöra ó' dýr innkaup. Hún kaupir á hverju ári í ágúst á útsölu jóla- gjafir og geymir þar til í des- ember. En hún sló öll sín met sex mánuðum áður en fyrsta barn okkar fæddist. Þá dró íiún upp úr hirzlum sínum þrjá tækifæriskjóla sem hún hafði keypt þrem árum áður en við giftumst. Halla og Hal Linker - Framh. af 3. síJId. myndir sem nota má í sjón- varpsþætti þeirra hjónanna, sem þau hafa séð um í fjögur ár. í þessu ferðalagi átti Davíð litli afmælisdag í Lima í Perú, og var það áttundi afmælisdag- ur hans, en hann hefur aldi'ei átt tvo afmælisdaga í sama landi. Áætlað er að þau hjónin ferð- ist um Evrópu á næsta súmi'i, og vonast þau til að geta heirn- sótt ísland í ferðinni. Munu þau þá verða stödd hér yfir þjóðhátíðardaginn 17. júní og taka þátt í hátíðarhöldunum. I ár eru 10 ár liðin síðan Halla giftist Hal Linkei', og fór af landi burt með honum. Hef- ur hún víða ferðast á þessúrn tíu árum, er vel þekkt víða um heim, o ghefur verið landi sínu til kynningar og sóma á mai-g- an hátt. Sýnist að ekki væri ó- viðeigandi að vel yrði tekið á móti þeim hjónum, og þeim ein- hver sómi sýndur. Þau Halla og Hal hafa nú verið á ferðalögum með litlum hvíldum í 10 ár og alltaf gætt þess að fi'æða menn um ísland, þar sem þess hefir vei'ið kostur. Hafa þau því unnið mikið laixd- kynningarstarf, án þess að þiggja laun fyrir. Hvernig væri að sýna þeim lítinn þakklætisvott í sumar með því að fá Höllu til að taka að sér hlutverk Fjallkonunnar 17. júní?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.