Vísir - 25.01.1960, Blaðsíða 6

Vísir - 25.01.1960, Blaðsíða 6
6 f SIR Mánudaginn 25. janúar 1960 D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Visir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. y Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 25,00 í áskrift á mánuði, kr. 2,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Þeir eru bara á móti. Alþingi hefir nú verið stefnt saman, eins og gert var ráð fyrir, og hefjast fundir þess nú í vikunni. En þótt þingið komi saman, er ekki þar með sagt, að það muni þeg- ar í stað geta snúið sér að vandamálum efnahagslífs- ins. Sérfræðingar ríkis- stjórnarinnar hafa verið að athuga og kynna sér málin að undanförnu, og þótt ýms- ar sögur gangi manna á milli um fyrirætlanir henn- ar, ber mönnum að taka öll- um slíkum sögum með var- úð. Tillögur ríkisstjórnar- innar verða lagðar fram eins fljótt og þess verður kostur, og þá mun það sjást, svart á hvítu, hvað gera þarf til bóta. Einn er sá hópur manna, sem þarf engar upplýsingar um tillögur og fyrirætlanir rík- isstjórnarinnar. Sá hópur telur einmitt sinnm hag bezt borgið með þvi^að almenn- ingur viti sem minnst um það, sem koma skal, svo að hægt sé að hræða hann með allskonar furðusögum og rugla hann svo í ríminu, að hann átti sig alls ekki á mál- Að vestan. Míkíl veðurblíða, eg fró eru heiðar ekki ruddar. Unnið að húsbyggiiiguim \ janúar. inu, þegar svo verður kom- ið, að það verður lagt fyrir | Alþingi. Þetta eru kommún- ^ istar, og það er óhætt að hnýta Framsóknarmönnum aftan í, því að þeir keppa nú ákaft við kommúnista í .ábyrgðarleysinu og láta hvergi hlut sinn fyrr en í fulla hnefana. Starfsemi og barátta stjórnar- andstöðunnar — ef baráttu skyldi kalla — er fólgin í; því að vera fyrirfram á móti öllu, sem stjórnin kann að gera. Stjórnarandstæðingar' vita ekkert um það, sem fyr- irhugað er, en samt tilkynna þeir almenningi: Við erumj á móti því, og það heróp hrópuðu þeir einmitt ákaft í Dagsbrúnarkosningunum, | sem fram fóru nú um helg- ■ ina. Það kom sér einmitt vel fyrir þá, að kosningarnar í því félagi skyldu fara fram, áður en það er gert heyin kunnugt, sem stjórnin ætlar að gera. Það er ekki víst, að að áróðri kommúnista hefði verið trúað af eins mörgum og raun bar vitni, ef tillög- urnar hefðu verið komnar fram. Þa5, sem ftjódin þarfnast. Engum blandast hugur um, að fslendingar eru komnir út í mikla ófæru í efnahagsmál- unum, Foringjar kommún- ista vita þetta ekki síður en ;aðrir, enda þótt þeir vilji ekki við það kannast, því að um leið mundu þeir viður- kenna, að stjórn þeirra hafi mistekizt, þegar þeir ætluðu að bjarga öllu við í vinstri vímunni. Það, sem íslenzka þjóðin þarfn- ast nú, er fyrst og fremst, að allar stéttir standi saman og starfi saman. Það er ekkert vafamál, að samstillt, sam- hend þjóð getur sigrast á flestum erfiðleikum, ekki sízt þegar þeir eru heimatil- búnir að langmestu leyti. Þess vegna eiga íslendingar að standa sérstaldega vel að vígi í þessari glímu. En það fer eftir þjóðhollustu stjórnarandstöðunnar, hvort baráttan verður eins auðveld og hún getur verið. Stjórn- arandstæðingar þykjast ætla að móta afstöðu sina eftir málefnum, og ætti ekki að þurfa að örvænta, ef þeir standa við það heit. Fram að þessu hefir andstaða þeirra hinsvegar verið á þann veg, að augljóst er, að þeir vilja fyrst og fremst gera af sér bölvun og koma stjórninni í vanda. Hin langa og óvenjulega milda veðurblíða er helzta um- ræðuefni manna. Manstu nokkra slíka áður? eru gömlu mennirnir spurðir. Svörin eru sitt á hvað. Sumir muna, nefna jafnvel ártöl. Aðr- ir muna ekki. Jú! Þetta hefir gerzt áður og þá sem nú, að í nágrannalöndum okkar er frost og mikil snjókoma líkt og nú gerist úti í Svíþjóð, jafnvel í Suður-Frakklandi. Samtímis er norður við heimskautsbaug eindæma veðurblíða. dag eftir dag. Væri sól komin hærra á loft myndu allir telja þetta vor- eða sumarveður. Eins og alltaf þegar veðrið er gott er fólk óttaslegið um, að þá og þegar hljóti að breytast. Koma hríðarveður og mikil frost. Þessi ótti byggist á til- finningu en ekki á rökum. Vel má við því búast, að við eigum eftir að fá ósviknar vetrarskorp- ur, en sennilega standa þær stutt. Það er gamalla manna mái, að jólafastan og langafasta dragi svip af hvor annari. Alla jólaföstu mátti heita ósvikin veðurblíða. Einstöku sinnum komu þó dagar með öðrum svip. Svipað veðurlag mun verða á langaföstu og vár á jóla- föstunni. Þá er sjálft vorið eftir. Skiptir miklu máli, að þá viðri vel. Áður í þessum pistlum hefi eg minnzt á nauðsyn þess, að vegirnir um Breiðadalsheiði og Botnsheiði séu bílfærir að vetrinum, svo lengi sem unnt er. Þetta eru stuttir fjallvegir, svo kostnað- ur við að halda þeim opnum yrði ekki mjög mikill, sízt í snjóléttum vetrum eins og nú er. Með því að halda heiðum þessum bílfærum hefði það, sem af er þessum vetri, verið örugg- ar samgöngur við ísafjörð, og einnig oftast bílfært frá íafirði alla leið til Reykjavíkur, því bæði Rafnseyrarheiði og Gemlufallsheiði hafa verið snjóruddar þegar þörf hefir gerzt, sem vart hefir verið oft- ar en einu sinni eða tvisvar. Vestíjarðavegurinn nýi hefir verið opinn og bil- fær án snjóruðnings í nær all- an vetur sem liðið er, enda ó- venju snjólétt. Það er bæði hart og óvið- kunnanlegt fyrir byggðarlögin norðan Breiðadalsheiðar, þar sem ibúafjöldi héráðsins er mestur, að vera útilokaður frá bílvegasambandi, sem næstu nágrannar njóta daglega. Sem dæmi um ágæti tíðarfarsins nú í jan- úar er þess geið, að unnið hef- ir verið undanfarnar 2 vikur við að ljúka steypu á hæð, sem íshúsfélag ísafjarðar hefir í byggingu, og verkið gengið á- gætlega. Gæftir. Það sem af er janúarmánuði hafa þær verið með eindæmum. Aðeins tveir dag'ar, sem frátök hafa verið; meira sökum straums en veðurs. Hafa Vest- firðingar oftast mátt venjast þvi, að nokkur veðrahamur væri í janúarmánuði. Aflabrögðin frá nýári eru almennt ágæt. Eiga miklar gæftir þar stóran hlut að. Aflahæstu bátarnir eru komnir hátt í hundrað lestir frá áramótum. Viðræður fulltrúa sjómanna- samtakanna og sjómanna um jólaleytið báru góðan árangur. Mun nú samið um flest nema fiskverðið. Bíða aðilar þar á- tekta. Hannibal Valdimarsson. hefir sent Vestfirðingum nýársboð- skap, sem birtist í blaðinu Vest- I firðingur. Er það löng hugvekja og kemur víða við. Hannibal ver það í alllöngu máli, að nú sé ekki þörf neinna efnahags- aðgerða og talar um kauprán og árásir núverandi ríkisstjórn- ar á alþýðu. Hannibal er sýni- lega í all-miklum stríðshug, er ' hann sendir Vestfirðingum ný- : ár-kveðjuna, en lítill jarðvegur mun vera fyrir ófriðaraðgerð- um hjá Vestfirðingum nema ör- fáum. Vonandi fá þeir ekki að ráða. Rækileg rannsókn ágrein- ingsatriða er sjálfsögð og nauð- synleg, en allt slíkt virðist nauðsynlegt að gera með eðli- legri stillingu, og án þess að stríðsæsingar og ófriðaraðgerðir komi þar nærri. Arn. Pálsmessa er í dag. Það var trú manna að veðrátta ársins fari eftir veðrinu á Pálsmessu. Abnenmngitr ræður. En það er eitt afl, sem getur skelft stjórnarandstöðuna og haldið henni í skefjum, svo að hún dragi úr skemmdar- starfi sínu. Það er sterkt al- menningsálit, sem minnir stjórnarflokkana á, að þótt þeir telji sig hafa einhverj- ar skyldur við foringja sína og framgirni þeirra, hafa þeir þó enn ríkari skyldur við almenning í landinu. Almenningur þarf að kynna sér tillögur ríkisstjórnaidnn- ar vandlega, þegar þar að kemur. Hver einstakur á að vega þær og meta, án þess að láta áróður hafa áhrif á skoðanir sínar, og ef hann fellst á, að leið ríkisstjórnar- innar sé fær og sjálfsagt að fara hana, eiga hinir ó- breyttu borgarar að slá skjaldborg. um stjórnina og láta alla áróðurspostula. vita, að þeim sé fyrir beztu að hafa sig hæga. í dag, 25. janúar er svokölluð Pálsmessa, sem haldin er í minningu þess að Páll postuli snerist frá ofsóknum gegn kristnu fólki, tók sjálfur kristna trú og varð einn ötulasti og á- kafasti talsmaður kristinnar. Páll postuli fæddist í litlu þorpi í Citicar í Litlu-Asíu og ólst upp í flokki Farísea. Páll gekk hart fram í ofsóknum gegn kristnum mönnum, en í miðjum ofsóknum sínum sner- ist hann til trúar á Krist.Þá var Páll á leið til Damaskus. Af Páli postula eru ritáðar miklar sögur á íslenzku, bæði í Postulasögum og viðar, og eru margar þeirra forn- ar og merkilegar. Árið 1874 kom út vönduð og ítarleg út- gáfa af Postulasögum á ís- lenzku, en voru gefnar út í Nor- egi af próf. Unger, nafnkunn- um fræðimanni. Meðal Norðmanna ríkir sú trú að Pálsmessa dragi ekki nafn af Páli postula heldur öðr- um Páli, sem var bardagamað- ur, mikil hetja og bogskytta svo af bar. Þessvegna hafa Norð menn rist boga á rúmstafi sina, sem tengdir eru Pálsmessu og kallað var „Pál skytta.“ Eftir sögunum að dæma var Páll postuli hálfshöggvinn með sverði og þessvegna hefur Thor valdsen einkennt mynd hans með sverði. Píslarvætti Páls er talið hafa orðið 66 árum eftir Krists burð. Gamlar veðurspár voru í ís- lenzku þjóðlífi miðaðar við Pálsmessu. Hér fer á eftir ein slík veðursná — í Ijóðum: Heiðríkt veður og himininn klár á helga Paulus messu, mun það boða mjög gott ár; marka og það af þessu. En ef þokan Óðins kom á þeim degi bjargi fénaður dauða og fellisvor forsjáll bóndinn syrgir. Ritstjórn tímaritsins Andvara. í rúman aldarfjórðung, eða síðan árið 1935, hefi eg, vegna stjórnar Þjóðvinafélagsins, haft með höndum ritstjórn Andvara og Almanaks Hins íslenzka þjóð- vinafélags. Nokkru eftir að bókaútgáfur Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins voru samein- aðar, vakti eg máls á því, að rétt væri og reyndar nauðsyn- legt að breyta Andvara, gera ; hann að reglulegu tímariti, er , út væri gefið a. m. k. í 3 heftum . á ári. Sú tillaga fékk góðar undirtektir, en framkvæmdir drógust úr hömlu. Úr því eg var kjörinn forseti Þjóðvinafé- lagsins 1958, hreyfði eg þessu máli á nýjan leik. Siðastliðinn vetur var svo ákveðið að gera breytingu á Andvara, stækka hann og' gera hann að sterkara þætti í félagsútgáfu Menning- arsjóðs og Þjóðvinafélagsins en áður. Talið var eðlilegt, að i Menningarsjóður hefði hlut- deild í ritstjórn Andvara, úr því þessi breyting var ráðin. Eg hafði í fyrstu hugsað mér þriggja manna ritstjóra, tvo frá ! Þjóðvinafélaginu og einn frá Menningarsjóði, en það vurð úr, að ritstjórarnir yrðu tveir að- i eins. Tók framkvæmdastjóri bókaútgáfu Menningarsjóðs, en | af hálfu Þjóðvinafélagsins ann- aðist eg hana áfram. _Nú hefir sú breyting orðið á ritstjórn Andvara, að Helgi Sæmunds- son, formaður Menntamálaráðs, hefir tekið sæti Gils Guð- mundssonar. Tilkynning um þetta, sem nýlega birtist í blöð- | um og útvarpi, hefir valdið mis- skilningi nokkrum, og því er þessi orðsending birt. Af hálfu Þjóðvinafélagsins mun eg ann- ast ritstjórn Andvara eins og hingað til, þar til stjórn Þjóð- vinafélagsins gerir hér aðra skipan á. Þorkell. Jóhannesson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.