Vísir - 25.01.1960, Blaðsíða 9

Vísir - 25.01.1960, Blaðsíða 9
Mánudaginn 25. janúar 1960 VlSIR i Aðalstræti 6 nmar vk $§p|SjÍP Flótti - F' .11 llftL. Einhver mest áberandi af slíkum gagnráðstöfunum stjórnarvaldanna var, þegar Austur-Þýzkaland var skilið frá Vestur-Þýzkalandi mcð hinu j svonefnda járntjaldi, sem reistj var fyrir einum áratug. Það er gaddavírsgirðing — sumpart rafmögnuð — plægð landræma. ca 90 m. á breidd, vélbyssur og varðturnar og um 5 km. breitt ,,bannsvæði“. Lögregluvörður- inn við landamærin hefir verið eitthvað 40.000 manns, þar til í júlí í sumar, að hver varðmað- ur fékk sér til aðstoðar meðlim úr ,,bardagasveit“ ríkisverk- smiðja og iðnvera í landinu. Fleiri flýja um Berlín. Afleiðingin af þessum aðgerð-! xim yfirvaldanna er sú, að straumur flóttamanna gegnum Berlín verður sífellt meiri hlut- fallslega. Yfir árið 1957 fóru 40 af hundraði flóttamanna gegnum Berlín. Fyrri hluta árs 1958, þegar hömlur voru fyrst settar á ferðir manna til Vestur- Þýzkalands, var hlutfallstalan orðin 60 af hundraði og um miðbik ársins 1958 var hún orð-; in 80 af hundraði. Þannig er Berlín raunverlega orðin síð- asta smugan í járntjaldinu, semj unnt er að komast í gegnum. Austur-þýzk yfirvöld geta ekki hindrað ferðir manna frá Austur-Þýzkalandi til Austur-1 Beriínar, vegna þess að hún er j talin höfuðborg hins austur- j þýzka alþýðulýðveldis. Þeim hefir ekki — a. m. k. enn sem komið er — tekizt að einangra austurhlua borgarinnar frá vesturhlutanum í meira en fá- eina daga 1 senn, og þá hefir það verið með ólöglegum að- gerðum, því aö í lögum fjór- veldanna frá 1945 er kveðið á um, að ferðir manna til og frá innan takmarka borgarinnar skuli vera frjálsar. Þrátt fyrir það hafa austur-þýzk yfirvöld neytt allra bragða til að ganga á bak þessara laga og setja upp einskonar landamæravörð á mörkum austur- og vesturhlut- ans og taka þannig fyrir flótta- mannastrauminn til vestur- landa yfir Berlín. En á meðan þessar aðgerðir bera ekki árangur, heldur fólk- ið áfram að flýja yfirráð kommúnismans gegnum þessa einu smugu í járntjaldið, Vest- ur-Berlín. Það má því í raun og I veru segja, að sameining j Þýzkalands, a. m. k. hvað snert- ir þýzku þjóðina, eigi sér nú stað í Vestur-Þýzkalandi. nng-/U/ me© brotna frsmsúBu. Boeing 707 þota lenti hcilu og höldnu nýlega í New York, eftir að flugstjórinn hafði til- kynht, að framrúða í flugstjóra- arklefa væri sprungin. í þotunni voru 120 farþegar. Það hefir sem kunnugt er all- oft komið fyrir, að lendingarút- búnaður (hjólaútbúnaður) flugvéla af þessari gerð, hefir reynzt í ólagi, og mikið verið unnið að endurbótum, svo að slíkt endurtæki sig ekki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.