Vísir - 25.01.1960, Blaðsíða 3

Vísir - 25.01.1960, Blaðsíða 3
Mánudaginn 25. jaiiúar 1960 yíspR 3 Halla og Hal Linker hafa að vanda gert víðreist undanfarið ár, en svo sem flestir vita, er það þeirra starf að ferðast um Og taka kvikmyndir af ferðum sínum, sem þau síðan selja eða leigja til sýninga. Kvikmyndir Linkers eru mjög eftirsóttar og sýndar víða um heim, og hafa íslenzkir bíó- gestir oft séð þær. Halla, kona Linkers, er íslenzk, og ferðast txm með manni sínum og syni þeirra Davíð. Vísir hefir orðið sér úti um fréttir af síðustu ferðum þeirra, sem voru mn S.- Ameríku. Þau flugu til Mexico City frá Los Angeles og dvöldust þar í marga daga við kvikmynda- töku. Um 30 kílómetra frá borg- inni tóku þau myndir af hinu fræga musteri fjaðrasnáksins Quetzalcoatl. Skýra þjóðsögur Indíána frá því að hvítur maður og rauðskeggjaður, er klæddist skikkjum frábrugðnum þeim, er þeir höfðu áður séð, hafi komið til Mexico og Yucatan hundruðum ára á undan Spán- verjum. Hann kenndi Indíánum ýmislegt, er þeir aldrei höfðu heyrt um áður, eins og t. d. um ræktun. Sögur segja að hann hafi orðið illur, þegar Indíánar tóku aftur upp þann slð að fórna lifandi mönnum til gúð- anna, og hann fór frá þeim í illu, og sagði að einhverntima kæmi að því að bræður hans hinu megin við höfin, mundu koma og sigra Indíána. Var þetta víkingur? Þess vegna var það, að þegar Spánverjar komu síðar, voru Indíánar hræddir við þá, því að þeir þóttust vissir um að þar væru bræður hvíta mannsins. Þegar þessi hvíti maður fór frá Indíánum, segja sögur að hann hafi siglt á fjaðrasnák til aust- urs, en þaðan hafði hann upp- runalega komið. Síðan hefur hans verið getið í sögum um ,,fjaðrasnákinn“, og margir sögufræðingar eru á þeirri skoðun að hann hafi sennilega verið Evrópumaður, og þá ef til vill víkingur, sem sigldi til Ameríku, og að vængjaði snák- urinn, sem hann sigldi burt á, hafi verið víkingaskip með drekahaus á stafni. Bolivíu tóku þau ýmsar myndir af furðulegum rústum við Tia- huanaco, og skrítnum djöfla- dönsum Indíána. Hér er Halla að búa um rúm. Þessi mynd cr tekin ofarlega við Amazonfljót, bar sem þau voru tvær nætur um kyrrt. Flugnanet er yfir rúminu, bví að ella er ekki vært í bví. Hauðskeggur á fjaðrasnák Halla og Hal Linker í S.-Ameriku Frá Mexico flugu þau Linker- hjönin beint til Perú, en þar tóku þau nokkrar myndaræmur í Lima, höfuðborginni. Síðari flugu þau yfir Andesfjöllin til Iquitos við efri hluta Amazon- fljótsins. Þau i fóru síðan með litlum vélbát uppeftir árini og dvöldust tvær nætur í strákofa, meðan þau voru að taka kvik- myndir af þjóðflokkunum þar. Síðan var aftur farið til Lima, og flogið yfir Andesfjöllin, til !Cuzco. Flugvélarnar á þessari leið eru Douglas-Dakota vélar, !og hafa ekki þrýstiloftsklefa, þannig að farþegar verða að setja á sig súrefnisgrímur þegar farið er yfir fjöllin í 20 þús. feta hæð, svo þeir missi ekki meðvitund. Til týndu borgarinnar. Þau tóku myndir af dönsum I Inkanna í Cuzco, en ferðuðust síðan heiian dag til að komast til Machu Picchu, hinnar týndu borgar Inkanna, sem fannst fyr- ir aðeins 40 árum. — Frá Cuzco fóru þau með járnbraut- arlest og ferðuðust í heilan dag, þar til komið var að Titicaca |vatni, sem er hæsta skipgenga |stöðuvatnið í heimi, og um nóttina sigldu þau yfir vatnið til Bolivíu. Vatnið er í 12 þús. feta hæð yfir sjávarfleti. í Götuuppþot — og til Chile. La Paz er hæsta borg í heimi, og stendur á 11 þús. til 13 þús. féta hæð yfir sjó. Borgin stendur í brekku, þess vegna fer það eftir því, hvar mað- ur er staddur í borginni, hve hátt maður er yfir sjó. Þarna, í La Paz, vildi það til, að þau hjónin lentu í götuuppþoti, sem varð í sambandi við hersýn- ingu. Steinn lenti í höfði Davíðs litla, en sem betur fór varð ekki alvarlegt sár af, en blæddi þó mikið. j Síðan flugu þau til Santiago í Chile og tóku þar myndir. Síðan fóru þau með jeppa til Farallones, sem er frægur skíðabær í Andesfjöll'unum. Frá Chile flugu þau síðan enn einu sinni yfir Andesfjöllin, en í I þetta sinn í fullkominni flug'vél ' með loftþéttum farþegaklefa, — til Buenos Aires, síðan á- fram í Sunderland flugbáti yfir Platofljót til Monteviedo í Uruguay, og tóku þar myndir af nautasmölun í Uruguay. Þá var flogið til Rio de Janeiro, og í þeirri ferð var Marlene Dietrich einnig farþegi. í Rio voru margar kvikmyndir tekn- ar. Þau dvöldust þar á Copa- cabana-ströndinni, en flugu síð- an til Trinidad. Þar voru mynd- ir teknar af ýmsum þjóðlegum dönsum og ýmsu öðru athyglis- verðu, svo sem tjörupollinum mikla, þar sem tjáran vellur upp úr jörðdnni, og er sett beint ^ á tunnur til útflutnins. I Tóku 40 stuttar : kvikmyndir. I Síðan var flogið til Curacao í Vestur-Indíum, en loks til Panama. í Panama tóku þau myndir af Panama skipaskurð- inum, og fengu til þess sér- stakt leyfi yfirvalda. Þá var snúið aftur til Los Angeles með flugvél, sem kom við í öllúm helztu ríkjum Mið-Ameríku á leiðinni. í þessari ferð tóku þau að minnsta kosti 40 stuttar kvik- Framh. á bls. 10. Þessi bolivíska Indíánakona, sem Halla Linker mætti á förnum végi, notaði tímann vel, því að hún spann af kappi á göngunni. Myndin er tekin í 12,000 feta hæð í Andesfjöllum. Þarna eru Halla og Davíð, sem er bara orðinn býsna hár í loftinu, að skoða musteri í Mexíkó. Það er helgað Quetzalcoatl, fjaðrasnáknum, sem sagt er frá í meðfylgjandi grein. Þessir broshýru karlar eru „gauchos“, kúrekar, í Uruguay. Og það er cðlilegt, að beir brosi, því að þeir eru yíst ckki vanir að sjá bjartliærðar meyjar frá „ísa köldu landi“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.