Vísir


Vísir - 27.01.1960, Qupperneq 1

Vísir - 27.01.1960, Qupperneq 1
12 síðut 12 síður &0. árg. Miðvikudaginn 27. janúar 1960 21. tbl. Fádæma fiskiSeysi er nú h|á Eyjabátum. Mikil atvinna í landi og enn skortir fólk. Frá fréttaritara Vísis. Vestm.eyjum í morgun. Þeir draga dauðan sjó hvort sem þeir róa austur í Meðal- lajidsbugt, vestur á Selvogs- banka eða á miðin kringum Eyjar. Afli 74 línubáta, sem héðan ganga hefur verið með - 31 dó Mikið slys varð í gær í jámbrautarstöðinni •' Seoul, höfuðborg S.-Kóreu, er fólk var að hraða sér í lest, þegar það ætlaði að skreppa út úr borginni af því að frídagur var. Svell var í stöðinni, og er það hald manna, að ein- hver í hópnum hafi dottið, en síðan hafi menn dottið hver um annan, og varð þetta til þess, áð 31 maður beið baha, en 50 meiddust. Á síðasta ári fæddust .750,170 börn í Bretlandi, og hefur sú tala aldrei verið hærri frá 1948. eindæmum lítill undanfarna daga. Þeir koma að landi með eina tvær eða þrjár lestir, já og sum ir með svo lítinn afla, að þeim finnst ekki ástæða til að láta vigta hann. Komið hefur fyrir að lítill afli hefur verið um þetta leyti en ekki eins og nú. Róa héðan stærri og fleiri bát- ar en áður og leita víða fyrir sér. Þrátt fyrir lítinn afla, sem á land berst er mikil vinna í landi enda skortur á fólki til sjós og lands. Á hverju einasta kvöldi hefur verið unnið meira eða minna í öllum fiskiðjuverum eftir kvöldmat. Auk þess er mikið um byggingaframkvæmd ir og ýmsis önnur störf. Þegar fer að fiskast aftur verður því tilfinnanlegur skortur á fólki, því nokkrir bátar hafa enn ekki getað róið vegna þess að ekki fást sjómenn á þá. Fiskilaust víðar. Fréttaritarar Vísis í verstöðv um á Reykjanesskaga og í Faxa flóa síma þær fréttir að lítið sé um fisk, hvar sem leitað sé, djúpt eða grunnt. Einna skárst hefur það verið hjá bátum, sem lögðu grunnt út af Grindavík, en varla er að búast við því að sá afli haldist lengi ef margir sækja á þau mið. Þýzkir munu bæta netatjón IMorðmanna. Hein Davidsen eyðilagði net 100,000 n. krónur. fyrir Osló í gær. Blaðafulltrúi vestur-þýzku sendisvæitarinnar hér í borg hefur Iátið í ljós við blaða- menn, að stjórn hans harmi mjög framferði skipstjórans á Ilein Davidsen. Það hefur komið í Ijós, að skipstjórinn olli tjóni, sem nam 100,000 norskum krónum, er hann fór með botnvörpu sína hvað eftir annað um netasvæði norskra fiskimanna á fimmtu- daginn. Vogel, blaðafulltrúi sendi- sveitarinnar, hefur tilkynnt, að skipstjórinn muni verða yfir- heyrður um þetta jafnskjótt og lil hans næst, og sendisveitin muni gera allt, sem henni er unnt til að bæta fiskimönnum tjónið. Á myndinni sjóst heimsins beztu umbúðir, að því leyti að þær eru til margra hluta nytsamlegar og sérfróðir telja að þær eigi eftir að ryðja sér til rúms. Þær eru úr gúmmíi og aðallega notaðar til að geyma vökva. Efri myndin sýnir hvernig umbúð- unum tómum er komið fyrir á bílpalli, og hvernig túban þenst lít þegar hún er fyllt. — Tóm og samanpökkuð er túban aðeins 25 tommur í ummál, en full tekur hún 400 gallon eða 20 tonn af vökva. Túburnar eru framleiddar í mörgum stærðum. Vegir héð- an færir. — en varasamir. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð ríkisins í morgun voru þá allar höfuðleiðir til Reykjavíkur færar. Allmikil lausamjöll var að vísu á vegum í nágrenni bæjar- ins og sums staðar lítilsháttar skafrenningur en þó ekki svo að kæmi verulega að sök. Hins vegar eru vegirnir taldir vara- samir og að ekki þurfi að hvessa til muna svo að þeir lokist. Á Holtavörðuheiði hafði ekki snjóað í gær til muna og veg- urinn yfir hana var þá sæmi- lega greinfær. ■fc Tilkynnt hefur verið í Pek- ing, að mynduð hafi verið ný „alþýðustjórn“ í Tíbet! De Gaulle er í vanda Á hann að láta skjéta í Alsír eða breyta stefnu sinni? Stjórnarfundur í París í dag. Öllum ber saman um, að de Gaulle hafi aldrei orðið fyrir eins iniklu áfalli á ferli síniun, sem forseta og nú, þegar land- nemar í Alsír hafa raunveru- lega gert uppreist. í meira en sólarhring hafa sveitir landnema, vopnaðar hverskyns byssum, sem þeir hafa getað komizt yfir, og alls konar heimagerðum sprengjum staðið andspænis hersveitum stjórnarinnar, sem eru undir stjórn Maurice Challes hers- höfðingja. Landnemarnir ögra hersveit- unum til að hefia skothríð, sem þeir gera ráð fyrir, að mundi verða upphaf enn víðtækari mótspyrnu gegn stjórnarvöldunum, en her- sveitirnar halda að sér hönd- um, því að úr vöndu er að ráða. Menn óttast, að það mundi jafnvel leiða til uppreistartil- rauna og blóðsúthellinga heima í Frakklandi, ef herinn beitti landnemana hörðu. Þótt meiri- hluti Frakka muni líta á Alsír sem „óaðskiljánlegan hluta“ Frakklands, eru þeir einnig mjög margir, sem eiga skyld- menni í þessari nýlendu, og Líf í tuskunum — og dauðinn nærri! Flmm drepnlr á knattspyrnuleik í Port Said - tugir slasa5ír. Á föstudaginn fór fram sögu- legur knattspyrnuleikur íPort Said í Egyptalandi. Þar áttust við Ieikmenn úr Port Said, og flokkur frá Suezborg, eri dóm- ariim vaj fró Kairo. • Það :^ykir, ef. tit vilT fenguim ■ tíðindum -sœta-"þar r sýðra, . eri okkur íslendingum finnst lík- lega fullvel að verið, að á þess- þustu áhorfendur úr sætum sín- um og æptu hver í kapp við um kappleik biðu fimm manns \ annan: „offsæt •— offsæt“, og bana, en tuttugu og níu lentu í sjúkrahúsi. Leikurinn fór 2:0 Suez í vil og þegar sednna markið var gert, - og. -d<Mnarinn . flautaði, réðust á dómarann og keppend- ur úr Suezliðinu. Þeir þeyttu grjóti, stólum og tómum flösk- ura áð þeim öllum, og sömuleið- Frb. á- 2. siðu. : Óðinn kominn. Varðskipið Óðinn kom á ytri höfnina í Reykjavík á hádegi í dag eftir þriggja sólarhringa sigiingu frá Danmörku. — Skipið fékk sæmilegt veður á heimleið, enda gekk ferðin að óskum. Oðinn leggst að bryggju kl. 2 og fer dómsmálaráð- herra Bjarni Benediktsson um borð. Almenningi verð- ur gefinn kostur á að skoða skipið frá kl. 3,30 til 5,30 í dag og nokkra stund næstu daga. mundu ekki þola það mótmæla- laust, að skotið væri á þá. Landnemar gátu jafnvel haldið áfram að draga að sér nauðsynjar í gær, en þær voru fyrst og fremst allskonar vopn. Þá var tilkynnt, að þeir menn úr þeirra hópi, sem treystu sér ekki til að hleypa af byssu, skyldu halda til síns heima hið skjótasta. Enginn þá þetta boð í byrjun, en í nótt hurfu nokkrir menn á brott úr röðum landnema. Boðaður hefur verið stjórnarfundur í París í dag, og er gert ráð fyrir, að til tíðinda dragi að honum lokn. um — annað hvort láti de Gaulle skjóta eða hann. breyti stefnu sinni í Alsír- málinu, hverfi frá því að landsmenn ákveði sjálfir stöðu landsins gagnvart Frakklandi. 4 = 11 Það fjölgaði rétt einu sinni hjá Francisco Rodrig- uez og konu hans í bænum Matamoros í Mexikó á fimmtudaginn. Þau áttu sjö börn, en nú bættust hvorki meira né minna en fjögur í hópinn. Bæði móður og fjór- buruin heilsast vel, að því er frégnir herma. Frú Rod- riguez er 44 ára að aldri.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.