Vísir - 27.01.1960, Blaðsíða 4

Vísir - 27.01.1960, Blaðsíða 4
4 VtSIR Miðvikudaginn 27. janúar 1&6Q Berklaskoðun var fi’ainkvaBiind á 16—‘17 |iúSe maiiiis sJ. ár. Fimmtíu berklasjúkiingum var útveguð sjúkrahúsvist. í 6erklavarnadeild Heilsu- verndarstöðvar Reykjavíkur voru framkvæmdar 19.153 berklaskoðanir á 16.571 manni á árinu sem leið. Langmest voru l>etta Reykvíkingar, en þó var 1341 utanbæjarmaður, þar af 552 Hafnfirðingar. Mest var um skyggningar og skyggnimyndatökur, en auk þess allmjög um berklaprófanir bæði á fólki, sem leitaði til deildarinnar og eins á nemend- um í framhaldsskólum. Þar voru ennfremur framkvæmdar loft-brjóstaðgerðir, svokallaðar streptomysin inndælingar og BCG bólusetningar. Fimmtíu sjúklingum var útveguð sjúkra- húss- eða hælisvist. í skýrslu Heilsuverndarstöðv- ar Reykjavíkur er skýrt frá því, að þeim, sem undir rannsókn gengu, hafi verið skipt í þrjá flokka, en þeir eru sem hér segir: 1. Þá, sem verið höfðu undir eftirliti deildarinnar að minnsta kosti tvisvar á ári og henni því áður kunnir: alls 1326 manns, 529 karlar, 726 konur, 71 barn. Virk berklaveiki fannst hjá 25 þeirra eða tæplega 1.9%. 19 þeirra voru með berklaveiki í lungum. í 23 tilfellum eða rúmlega 1.7%, var um sjúk- linga að ræða, sem veikzt höfðu að nýju. 2 sjúklingar höfðu haldizt óbreyttir frá árinu 1957 (1 sjúkl. með adentitis colli og annar með salpingitis). 13 sjúk- lingar eða tæplega 1% höfðu smitandi berklaveiki í lungum, og höfðu þeir allir veikzt á ár- inu. Af þeim voru 7 smitandi við beina rannsókn, en hjá 6 fannst smit við nákvæmari leit, ræktun úr hráka eða magaskol- vatni. 2. Fólk, sem vísað var til stöðvarinnar í fyrsta sinn, eða hafði komið áður, án þess að á- stæða væri talin til að fylgjast frekar með því: Alls 6180 manns, karlar 1974, konur 2615, börn 1591 yngri en 15 ára. Af þeim reyndust 59, eða tæplega 1% (0.96%), vera með virka berklaveiki, þar af voru 43 eða 0.7% með berkla í lungum, íungnaeitlum eða brjósthimnu, 18 eða tæplega 0.3%, höfðu smitandi berklaveiki. 8 þeirra höfðu smit við beina rannsókn, en 10 við rælctun. Hjá 6 sjúk- lingum með berklabreytingar í lungum fannst ekki smit. Hinir sjúklingarnir voru sem hér seg-! ír: 4 með pleuritis exsud., 1 með erythema nod., 14 með hil.; tub. og var einungis um börn að ræða í síðast töldum tveim fiokkum. i 3. Stefnt var í hópskoðun alls 9065 manns, 1267 þeirra voru yngri en 15 ára. Virk berkla- veiki fannst hjá 14 ára dreng <og var þar um að ræða primær fnf. og 24 ára konu, sem reynd- íst vera með frekar litlar bólg- 'AU' í báðum lungnatoppum; var Sienni leyft að vera heima, enda íannst ekki smit við ræktun. flGamlar berklabreytingar fund- «ist hjá 84 sjúklingum, 77% þeirra voru kunnir stöðinni áð- ur. 221 sjúkl. voru með afleið- ingar brjósthimnubólgu, 67% þeirra voru áður kunnir stöð- inni. Meiri hluti þessa fólks (5571 fullorðnir, 590 börn), höfðu verið í samskonar skoð- un áður. 4. Að þessu sinni var ekki framkvæmd nein hverfisskoð- un á vegum stöðvarinnar. Eins og undanfarin ár var af 1 hálfu stöðvarinnar lögð áherzla á, að allir smitandi sjúklingar væru vistaðir á hæli. 3 sjúkl. fengu þó leyfi til að vera heima, þótt um smit væri að ræða. Var um tvö gamalmenni að ræða, nálægt áttræðisaldri, sem ekki treystu sér á hæli, voru þeir einangraðir heima og settir í lyfjameðferð, með þeim árangri, að þeir voru báðir orðnir nei- kvæðir um áramót. Þriðji mað- urinn var frá Hafnarfirði, fannst hann skömmu fyrir jól; og er hann einnig í lyfjameð-1 ferð með góðum árangri. Að lokum má geta þess, að á árinu sem leið voru fram- kvæmdar í Rannsóknarstofu Háskóla íslands, en að tilhlutan Heilsuverndarstöðvarinnar, bæði hrákarannsóknir og rækt- anir úr hráka, magaskolvatni, þvagi, brjóstholsvökva og greftri úr ígerðum. Þau tilfeUi voru samanlagt hátt á 7. hundr- að talsins. Aidargömul augíýsing. Með nokkuð öðrum hætti en svipaðar augiýsingar nú. Fórnaði sér fyrir börnin. Franskur hermaður varpaði sér á sprengju frá spellvirkja. Það var ekki nema þriggja sekúndu umhugsunarfrestur. Michel Corneille undirforingi í franska hernuím liafði þessar sekúndur, ekki meira, til þess að bjarga lífi tveggja barna sinna, en hann hikaði ekki. Samkvæmt fregn frá Fort National í Alsír var hann stadd- ur inni á kaffistofu, „Chez Ali“, ásamt konu sinni, og tveimur sonum, Daniel 7 ára, og Henri 4ra ára, sem voru í eltingarleik á gólfinu, en þau hjónin stóðu við barinn. Allt í einu opnuðust útidyrnar örlítið og hand- sprengja var lögð inn fyrir, — ósköp hægt og drólega — beitt aðferð, sem löngu er orðin al- kunn í Alsír. Jafnvel drengirn- ir vissu hvað mundi gerast — þeir námu staðar á gólfinu og horfðu skelkaðir á sprengjuna, sem stöðvast hafði rétt við fæt- ur þeirra. Corneille horfði andartak á þessa gráu kúlu — vitandi, að' hún myndi springa á næstu sekúndum. Hann hikaði ekki. Hann varpaði sér yfir hana og um leið rak kona hans upp neyðaróp. Corneille beið bana, en drengirnir hans særðust lít- illega. Enginn annar særðist. Daginn eftir 7. janúar, var Corneille grafinn ,,með fullri hernaðarlegri sæmd“ í herbúð- unum við Tizi-Ouzou skammt frá. Kistan var umvafin þrílita fánanum og hershöfðingi hans lagði heiðursmerki á fánaklætt lok kistunnar. Auglýsingar og orðalag þeirra breytist svo að segja frá ári til árs. Það getur verið býsna gaman og fróðle,gt að bera saman hundrað ára gaml- ar auglýsinear og þær sem birtast í blöðunum nú. Og af því að bókaauglýsingar fyrir síðustu jól munu flestum í fersku minni skal hér birt aug- lýsing um bók. sem kom út rétt eftir miðia öldina. sem leið. Auklýsingin birtist í Þjóðólfi, og tók hvorki meira né minna en heilan dálk í blaðinu með smáu letri. Hún er svohljóð- andi: „Það er nú þegar töluverður tími liðinn að engar rímur hafa komið út, og álítum vér sem öld þeirra sé á enda. Jafnvel þó að vér ekki hér viljum bein- línis halda á móti rímunum, af því að þær voru betri en ekk- ert. þá verðum vér samt að seeia, að vér erum fegnir því, að tími þeirra er um garð geng- inn. Þær voru flestar svo ortar. að ekkert þótti í þær varið. ef þær voru ekki fullar af Eddu. og voru þó opta.stnær einnútt þessvegna hartnær óskilianleg- ar fyrir almenning, fyrir utan aHar þær smekkleysur, sem í þeim finnast, og ýmsu, sem stríðir beinlínis á móti allri fegurð og list skáldskapar. Þessi rímnaold ríkti víðar en á Islandi, þó hún kæmi ekki fram í sömu mynd, en hún er allsstaðar horfin fyrir löngu. Vér hljótum að vera alltaf nokkuð á eftir timanum, af því Þessí <>-ír dánumer.n settu nýlega heimsmet hvor i sinni greín fluglístarinnar, og það kostuteg- asta við þaft er, aft þeir eru allir kallaftir Joe (efta Jói), sem er furftualgengt nafn í Ameríku. Joseph B. Jordan (efst til vinstri) setti hæðurinet 144. des. s.I., er hann flaug upp s 103,395,5 feta liæð. Joseph H. Moore setti hraftamet yfir 100 kílómetra leið, er hann íiuug aft jafnafti íneð 1,216 mílnahraða, og Joseph W. Rogers setti cinnig- hraðamet yfir 18 kílómetra vegalcngd, er hann flaug með 1,520,9 mílna hrafta. — Neðst til hægri eru kapparnir mcð verftlaunabikar- ana sína. (j að eðli lands vors er nú einu sinni eins og það er. En það er samt fyrirhugað voru landi, eins og öðrum, að því eigi að fara fram. Síðan formskáldin ortu dráp- ur sínar, svo sem Þjóðólfur í Hini Haustlöng, Eilífur Guð- rúnarson Þórsdrápu, og fleiri, hefur enginn, að undanteknum rímnaskáldum, orðið til að búa til nokkurt hetjukvæði á ís- lenzka tungu. Vér teljum ekki útleggingar Jóns Þorlákssonar af Milton og Klopstork, af því að bað eru engin frumkvæði. Vér látum því'vita af því, að vér höfum bvt-jað á að eefa út dránu um Örvar-Odd í tólf kvæðum. með sama h»tti og hetjukvæð' annarra þióða eru gerð. Allar bióðir eiga sér hetju kvæði: Itviir eiga þren^ingar- lióð Dant°s. Jferósalemskvæði Tassós, P.otlandskviðu eftir Ariosto, Grikkir átt.u binar frægu dránnr um Ódéss-if og Híum eftir Hómer. Rómverjar áttu Virgilíus, Óvidíns og marga fleiri mætti telia meðal allra menntaðra þjóða. Vér vonum því. að menn rmmi taka vel á móti hinni fyrstu t’iraun til hetiukvæðis, sem kemur út hér á landi. Þetta kvæði er ekki æt’^ð til að svngja nema sumctogqr. Söngur er ekki allsstaðm iafn- Umpur, o» bað á heldur ekki ’ ;ð að svngia iafn langt kvasði. 'vfér ætlumst til að prentun bQss verði búin fvrst í júnímánuði, og sð bókin verði hér um bil tíu arkir að stærð. Um verð og sölulaun getum vér ekki sagt enn. en vér lofum því að hafa það svo sanngjarnt sem með nokkru móti má verða. Þar sem vönd orð koma fyr- ir, þá er þeirra getið í athuga- greinum aftan við hvert kvæði, og aftan við bókina mun höf- undurinn gera grein fyrir því helzta, er honum þvkir þörf á að geta um. Bókin er prerituð með nýju letri og á góðan ranp- ír, og vonum vér að hún - ð út- liti muni geta jafnast við -bað bezta, sem hér hefur verið út gefið. Jón Árnason, Egill Jónsson, Jón Árnason, Egill Jónsson, Einar Þórðai'son, Benedikt Gröndal. Gamble Benedicí, bandar. milljónamærin, sem strauk með bílstjóra til Parísar, sá sig um hönd og fór fhigleið- is heim með Douglasi bróð- ur sínum í sl. viku. — Frönsk lög um vernd ung- linga varð Gamble og elsk- huga hennar að fótakefli, en saiukvæmt þeim er hægt að krefjast aðstoðar yfirvalda til að taka fram fyrir hend- ur þeirra, sem ekki hafa náð 21 árs aldri, vift þær aðstæð- ur, sera þama voru fyrir hendi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.