Vísir - 27.01.1960, Blaðsíða 10

Vísir - 27.01.1960, Blaðsíða 10
10 VÍSIR AJiðvikudaginn 27. janúar 1960 14 Slierlie 'naföi hugsun á að lita ekki af brúðhjónunum, er; hjartað hamaðist í brjósti hennar, þó hún væri ekki viss um hvort Faul meinti það sem hann sagði eða væri aö gera að gamni sínu. Hún skotraði augunum til Rudy, en hann starði á brúðhjónin — hverskonar maður var hann? Gilti hann einu þó að Melissa væri að dufla við Paul? „Það er hræðilega heitt hérna — ef við höfum séð alla athöfn- ina er bezt að við förum út,“ sagði Sherlie og rétti úr sér. Það var hressandi að koma út í kvöldgoluna. Einhverra hluta vegna höfðu Paul og Sherlie komist út á undan hinum, og hann hélt fast um olnbogann á henni. 1K „Hvað gengur að yður?“ sagði hann. „Eg náði varla andanum þarna inni. En mér þótti.gaman að fá að sjá þetta,“ sagði hún eins rólega og hún gat. „Hvað var það sem þér sáuð en fór fram hjá mér?“ Hún skildi að hann vildi vita ástæðuna til að hún vildi allt í einu koþiast út. en var vör um sig. „Hvað hefði það átt að vera — eg hugsa að ekkert hafi farið fram hjá yður, ekki einu sinni fýluremman úr pípunni gamla mannsins, stm sat rétt hjá okkur." „En þér þolduö hana talsvert lengi áður en þér kvörtuðuð." „Já, eg gerði það — mér er þannig varið.“ , „Ekki að glefsa — þaö er ekki vingjarnlegt!“ Þau gengu upp dálitla brekku og úr öllum áttum gátu þau heyrt í heimagerðum xylofónunum og sáu fólk safnast saman kring um pallinn á skemmtisvæðinu, þar sem brúðhjónin áttu að sifja þegar skemmtunin byrjaði. „Ætlar það að dansa?“ „Ekki nema lítið, í kvöld verður aðallega etið og drukkið. . Fólkið vill helzt ekki dansa nema í sólskini, svo það byrjar varla dansinn að ráöi fyrr en á morgun.“ Þ|í:Æ.Hann nam staðar og Melissa og Rudy komu til þeirra."Melissa TVistuddi hendinni á handlegginn á Paul: ■— Herra Stewart, haldið þér að viö fáum að sjá fólkið dansa .3, 'morgun?“ i Sherlie íærði sig fjær og beiö forvitin eftir hverju hann mundi isvara. • „Já, auovitað. Það er bezt eftir hádegið — viljið þér að ég sendi TJilinn aftur?“ •: :;^,Eg gel ekki komið,“ sagði Rudy stirðbusalega. ■ i.Eg ekki heldur, því miður,“ sagði Sherlie. |,Það var leiðinlegt,“ sagði Paul tvírætt. „Þá verðið þér aðeins ein eftir, M lissa — móðir yðar amast ekki við því?“ ;,Hún treystir alltaf Englendingum,“ svaraði hún. „Þetta var fallega mælt — neyrðuð þér það, ungfrú Wingate?" Það var cmögulégt að botna í honum — fyrst vildi hann alls ekki sjá Dolores og Melissu van Geder. Sherlie þoldi ekki aö hugsa til hans framar. „Nú verðum við að fara heim,“ muldraði hún. „Kannske," sagði hann. „Komið þið með mér heim og fáið ykkur glas, og svo skal eg aka ykkur til Panleng sjálfur. Eg er hræddur um. að Niki sé varla fær um það núna, eftir allt ris- grjónabrennivínið." Tveimur tímum síðar skilaði Paul gestum sínum af sér við dyrnar á Santa Lucia og ók til baka samstundis. Það var svo að sjá sem kynni Melissu og Paul Stewart tækist prýðilega. Daginn eftir kom hún heim rjóð í kinnum og lék á als oddi. Hann hafði verið töfrandi, þau höfðu horft á dansinn og hann hafði farið með hana og sýnt henni höfnina, síðan höfðu þau róið i eiritrjáningi og horft á drengi kafa eftir ýmsu niður á sjávarbotn. „Hann kemur manni til að láta sér finnast að maður sé svo þýðingarmikil persóna,“ sagði hún hrifin, „eg vildi óska að eg hefði kynnst honum fyrr.“ i „En þá hefðir þú kannske ekki verið nógu þroskuð fyrir hans smekk,“ sagði Dolores spekingslega, „ekki hefði þig langað til að hann liti á þig sömu augum og hann lítur á Sherlie.“ Sherlie kepptist við aö sauma og þegar Melissa var farin sagði hún: „Eg gæti vel farið á morgun — þú hefur ekkert gagn af mér hérna.“ Dolores sat hugsi. „Eg er ails ekki viss um það. Það er kannske eins gott að við höfum tvær ástæður fyrir því að Paul Stewart komi til Santa Lucia, og svo hef eg líka afbeðið farmiðann.“, Hún blaðaði í hrúgu af reikningum og svo leit hún á Sherlie ! „Eg er ánægö með þig, Sherlie. Mér datt í hug að þér veitti ekki af að fá einhverja vasapeninga meðan þú ert hérna og ef til. vill eitthvað af fatnaði. Faðir þinn lét ekki mikið eftir sig, svo' að eg get ekki gefið þér neina rausnarlega peningagjöf.1 Sherlie ætlaði að fara að andmæla þessu, en þá bandaði Dolores frá sér. „Mér hefur dottið í hug að þú gætir gert eitthvað til gagns hérna í gistihúsinu. Kannske gæti eg kennt þér svo að þú gætir tekiö I að þér bréfaskriftirnar og haldið reikningsbækurnar, það mundi létta á mér, svo að eg gæti tekið að mér þann hluta starfsins, sem hann faðir þinn annaðist.“ „Mig langar mikið til að hafa eitthvað fyrir stafni — eg tek fegin þessu boði.“ „Já, eg vona að þú gerir þitt bezta. Ef við getum sannfært eigendur gistihússins um að reksturinn sé i góðum höndum, er hugsanlegt að þeir vilji hafa mig hérna áfram — sem gistihús- stjóra. Því miður get eg ekki borgað þér hátt kaup, en þú færð fæði og húsnæði hérna, og kaupið ætti að nægja fyrir fötum Eftir alla óvissuna síðustu dagana kom þetta tilboð eins og sólargeisli fram úr skýjarofi. Þetta mundi veita henni öryggi, og hún vissi hvar hún stóð er hún hafði fengið fasta atvinnu. Þetta yröi engin eilífðarstaða, en hún mundi fá æfingu og þetta gæti komið henni að haldi er hún kæmi til Englands. Hún mundi ekki verða jafn háð Dolores og áður og dagarnir mundu ekki fara til dnýtis. IÖjuleysið átti vel við Melissu, en Sherlie var ekki vön að iifa i leti, og nú mundi hún verða miklu ánægðari með lífið. Það lá vel á henni þegar hún fór að hátta um kvöldið. Staríið byrjaði næsta mánudag, og fyrstu dagana fékk hún meira og meira að gera. Dolores reyndi að finna einhverja galla á því sem hún gerði, en þegar það tókst ekki kinkaði hún kolli og brosti til hennar: „Þú ert fljót að læra, Sherlie. Það verður ógaman þegar um- boðsmenn eigendanna koma til að líta eftir hjá okkur. En þú , heitir Wingate og það bætir kannske úr.“ Hún ákvað að Sherlie skyldi ganga í gráum línkjól með hvítum j kraga og ermauppslögum og í svörtum skóm þegar hún væri að j vinna, og að hún ætti ekki að skipta sér af öðru en því, sem 4 KVDtDVÖKUNNI f wwiiiiiiiiiii:iiiiií«i— ¥- Læknirinn hafði skoðað manninn og sá, að hann var illa farinn. „Það er of lítið blóð í áfeng- isstraumnum hjá yður,“ sagði hann. ★ Meðan síðari heimsstýrjöldin stóð yfir fékk ungur bóndi bréf frá konu sinni, sem spurði hann hvernig hún ætti að setja kart- öflurnar hjálparlaust á austur- hluta jarðeignar þeirra — en maðurinn var í hernum. ,,Hvað sem þú gerir elskan, þá farðu ekki í austurhlutann því að þar erú byssurnar grafn- ar.“ Eins og venjulegt er á stríðs- tímum var bréfið ritskoðað. Brátt fékk hann bréf frá hinni ungu konu sinni og þar stóð: „Heil hersveit af hermönn- um kom hingað og gróf upp all- an austurhluta jarðeig'narinn- ar. — Hvað á eg nú að gera?“. „Settu kartöflurnar niður,“ svaraði hann. ★ „Þú er eins og þú hafir mik- inn höfuðverk.“ „Það hefi eg lika. Það er veðr- inu að kenna.“ „Kannske það sé líka dálítið höfðinu að kenna.“ „Það er mikill munur að sjá hana núna.“ „Já, víst er mikill munur að sjá hana. Nú lítur hún út eins og jólatré með permanent krullur!“ ★ Vinnuveitandi var að finna að við stúlku, sem -hjá honum var ritari, og benti henni á nokkrar villur hjá henni. En hún greip fram í fyrir honum og sagði: „Herra Smith, kl. er 2 mín- útur yfir 5. Má eg benda yður á, að þér eruð að ónáða mig í mínum eigin tíma?“ R. Burroughs : w ,y awr ga.rtm LíiSP' i' !-Oj-JS% STALK.INS TJSÆH Tö.u_ SISASSBS IN i sjr* Cr .OíCdr GAMa .> TAKZAIM 3181 1-r Svo var þáð dág nokkurn að Tarzan og Garth fóru einir saman til veiða. Gengu SUFPENLy, HOWEVER^THEY gOTH HALTER TKAMSFIXEP (N AWE—iQ.u-5o4-a þeir í hávöxnu grasi og leit- uðu að bráð- Komu þeir þá auga á risavaxið, dýr, það K3KTHEEE, LOOMINS BEFOKE THEW. WAS A ÞIMOSAUe OF HUSE ANF’ Hlt7E- Ous peoPOKTiOLS - - A TfZlŒRATOR! Uutr. by Uoiud FMtura dyodlcau. loc.. Nærfatna5yi katrlmanna •g drengja fyrirlíggjandl LH.MULLER 1 ólcs ShpSí Ss ee B </«) Skólavörðustíg 3. Sími 14927 Skattaframtöl. — Bókhald. llarcjam Fidela, golf, grillon. stærsta sem Tarzan hafði augum litið til þessa. Þetta var dinosaur af tegundinni Triceratop. ÆRZLC?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.