Vísir - 10.02.1960, Page 4

Vísir - 10.02.1960, Page 4
« VfSIR Miðvikudaginn 10. febrúar 1960 - - Hagsyni í opinberum rekstri. — fóru 8.6 millj. umfram, vegna flugmála tæpar 6 millj. um- fram og vegna atvinnuaukning- arlána 5.15 millj. Til viðbótar þessum fjárlaga- liðum verða í reikningnum 106.4 millj. Eru svo færðar nokkrar fjárhæðir á 20. gr. ut an fjárlaga, svo sem framlagið til Alþjóðagjaldeyrissjóðs og fleiri atriði, sem ég ræddi hér áðan. Greiðslujöfnuðurinn á síðasta ári. Varðandi svo að lokum greiðslujöfnuð ríkissjóðs fyrir árið ’59, þá lítur hann svo út: Rekstrarhagnaður varð 72.2 millj. þar við bætast fyrningar 4 millj., samtals 76.2, þar við bætast innborganir á 20. gr. 9.3 millj., samtals því 85.5 millj. Eins og ég gat um er í fjárlög- um ’59 teknamegin gert ráð fyr- ir 25 millj. af greiðsluafgangi ársins ’58, en sú tala mun hafa verið áætlunartala, þar sem ekki lágu fyrir endanleg reikn- ingsskil, þegar fjárlögin fyrir *59 voru samþ. Nú reyndist þessi greiðsluafgangur 43.5 millj. þegar búið var að jafna .greiðsluhalla frá árinu 1957. I>egar þessi upphæð 43.5 millj. leggst við framangreindar 85.5 millj. koma út 129.06 milljón, en til frádráttar kemur svo skv. 20. gr. fjárlagaliðir og veitt lán samtals 121.04 millj., þannig verða eftir 8.02 millj. af greiðsluafgangi þegar búið er þannig að jafna milli áranna ”57, ’58 og ’59. Þetta yfirlit er bráðabirgða- "jppgjör og geta því niðurstöð- ur breytzt nokkuð. Um leið og efnahagskerfi þjóðarinnar í heild er endur- skoðað og endurbætt þarf einn- ig að endurskoða og endurbæta allt starfskerfi og starfshætti ríkisins sjálfs, stjórnarráð, skrif stofur þess, ríkisstofnanir. Til- gangurinn með slíkri endur- skoðun er sá að tryggja hvar- vetna það bezta skipulag og bezta starfslið, sem völ er á. Skortur á skipulagi, óhagkvæm, úrelt vinnubrögð, veik verk- stjórn, óhentug húsakynni, allt þetta veldur oft í ríkis- rekstrinum, að afköstin verða lélegri, starfsemin dýrari, starfs fólkið fleira en þörf er á. Einn- ig þarf að athuga hvaða starf- semi ríkisins má að skaðlausu leggjast niður. Með hyggilegri vinnubrögð- um. meiri vélakosti, rösklegri verkstjórn, væri oft hægt að fá miklu meiri vinnu og betri fyr- ir minna fé. Til eru vissulega þær skrifstofur og stofnanir ríkisins, sem eru til algerrar fyrirmyndar um stjórnsemi, stundvísi og vinnuafköst, en víða eru þverbrestir í innvið- um og mikið skortir á að ár- vekni, stundvísi, vinnusemi og afköst séu með þeim hætti, sem vera bæri. Hér þarf að verða breyting á. Þrem starfsmönnum Stjóm- arráðsins var fyrir nokkru fal- ið að gera till. um strangara eft- irlit með því að starfsmenn í ríkisþjónustu mæti stundvís- lega til starfa, skili fullum_ vinnustundafjölda og eðlileg-i um afköstum. Þeir hafa skil-i að till. sínum, sem fela í sérj mjög aukið aðhald, að starfs*-' menn skuli m. a. skrá sig með stimpilklukku til vinnu og frá, ákvæði um viðurlög við ó- stundvísi og annarri van- rækslu og fastara eftirlit með því að þessum reglum sé hlýtt. Þessi nýja skipan mun bráð- lega upp tekin eftir að samráð hefur verið haft um fram- kvæmd reglanna við Bandalag starfsmanna ríkis og bæja. En hverjar leiðir á að fara við allsherjarendurskoðun rík- isrekstarins, til þess að sem beztum árangri verði náð? Að mínu viti koma þar einkum 2 leiðir til greina. Önnur leiðin, gamla aðferðin, sem flestar ríkisstj. hafa gripið til, er að skipa spa'rnaðarnefnd- ir, þar sem nefndarmenn vinna að því í hjáverkum og venju- lega fyrir einhverja þóknun að gera till. um sparnað i ríkis- rekstrinum, skila þeim síðan eftir hæfilegan tíma til ríkisstj., sem framkvæmii- stundum eitt- hvað af þeim, oftar sáralítið en oftast ekkert. Þetta er ekkert sérstakt íslenzkt fyrii-bæri held- ur alþekkt víða um heim. Sparnaðarnefndir eru skipaðar með brauki og bramli. Nú skal bruðlið úr sögunni, sukkið stöðv að, spillingin afmáð og upprætt, bitlingar skornir niður. Það skal sparað og sparað. En því miður verður oftast svipuð nið- urstaða, að fátt kemst í fram- kvæmd og árangurinn lítill. Og þá er ég kominn að nýju j fá sérstaka greiðslu fyrir hvert verk sem þeim er falið og eru margar slíkar ráðunautaskrif- stofur til í nágrannalöndunum. Þessi starfsemi, sem kölluð er á norrænum tungum „rational- isering“, hefur verið kölluð hagsýsla á íslenzku. Reykjavík- urborg setti slíka skrifstofu á stofn hjá sér fyrir 2 árum og hefur hún þegar gefið góða raun. Og enda þótt einhverjir kunni að að kalla þetta undar- legan sparnað, að byrja á því að setja á stofn skrifstofu eða skrif stofudeild, þá er reyuslan sú alls staðar, að þessi kostnaður borgar sig upp í beinhörðum peningum á stuttum tímaogþað margfaldlega. Kostnaður við strangara eftirlit og umbætur í viimubrögðum er vanur að skila hagnaði fljótlega. leiðinni, sem margar aðrar þjóð ir, að fenginni langri reynslu, eru farnar að fara. Og hún er þessi. Til þess að ná raunhæfum árangri um sparnað í opinber- um rekstri, aukna hagkvæmni og betra skipulag, þarf að vinna að þessu að staðaldri af hinum færustu kunnáttumönnum. Yf- irstjórn slíks starfs er þá oft- ast í höndum einhvers starfs- manns ríkisins. Hann hefur sér til aðstoðar verkfræðinga, rekstursfræðinga, hagfræðinga og aðra, sem gert hafa slik störf að sérgrein sinni, enda er nú svo komið við ýmsa háskóla að sérstök kennsla og námskeið eru höfð í þessum fræðum. Þá er ýmist að slíkir sérfræðingar eru fastir starfsmenn ríkisins eða sjálfstæðir ráðunautar, sem Norðmenn veita aðstoð. A vegum fjmrn. er hafinn undirbúningur að skipulagri hagsýslu í þágu ríkisrekstursins og aflað gagna og upplýsinga víða. Eftir því sem ég hef kynnt mér slíka starfsemi, tel ég að fordæmi Norðmanna henti okk- ur íslendingum einna bezt. í tólf ár hefur sérstök deild í fjmrn. norska unnið að þessum málum að staðaldri. Eg hef rit- að fjmrh. Norðmanna um þessi mál og hefur hann heitið allri aðstoð til að koma slíkri starf- semi á fót hér, m. a. boðist til að senda okkur til ráðuneytis hagsýslustjóra norska ríkisins til leiðbeiningar'við að byggja upp starfið hér. Þegar undir- búningi þessa mála er lengra á veg lcomið, mun það að sjálf- sögðu lagt fyrir Alþ. Því' að það ætla ég að allir góðir ís- lendingar séu sammála um, áð nauðsynlegt sé að hafa sívökult auga á öllu því í rekstri ríkisins er til sparnaðar má horfa, bættra vinnubragða og aukinn- ar hagsýni. Á þeim skamma tíma, sem liðinn er frá myndun stj., hefur mestur hluti dagsins að jafnaði farið í undirbúnings efnahags- málafrv. Tími hefur því ekki unnizt til að koma fram sparn- aðar í einstökum greinum og er fjárlagafrv. því að verulegu le>"ti byggt á og reiknað út.með kostnaði og útgjöldum við rík- isreksturinn eins og hann er nú. Margir eru þeir útgjaldaliðir í þessu frv., sem ríkisstj. telur sjálfsagt að reyna að lækka. En slíkt krefst undirbúnings- vinnu. Það þýðir ekki að áætla þá lægri í fjárlögum fyrr en komin er niðurstaða um hvert einstakt atriði varðandi nýtt skipulag og hvern sparnað það leiðir af.sér. Atriðin, sem spara má á. Margar tillögur um sparnað. Eg hef að undanförnu kynnt ingsskorti og viljaleysi vald- mér álit og till. nokkurra sparn- hafanna eða af því að önnur aðarnefnda, sem ríkisstj. hafa skipað undanfarinn einn og hálfan áratug. í þessum álits- gerðum er oft mikinn fróðleik að finna og margar till. skyn- Samlegai;. En þegar litið er yfir störfin og árangurinn í helld, stór þjóðmálaverkefni hafa al- tekið hug ráðamanna og orðið að sitja í fyrirrúmi á hverjum tíma eða tillitssemi til þeirra starfsmanna, sem sparnaðurinn þarf að bitna á. En að minni skoðun er aðalástæðan þó sú, hlýtur maður að undrast hve! að hér þarf önnur vinnubrögð, íátt af þessum till. hefur í raun ekki skyndiáhlaup í sparnaðar- <og veru komizt í framkvæmd. skyni heldur stöðuga starfsemi, ÍEg skal ekki rekja hér hvers nákvæma rannsókn, þrotlaust Stegna, hvort það stafar af skiln- starf. Nokkur slík atriði skal ég þó nefna hér, sem verður að end- urskoða á árinu og ætti að vera hægt að lækka í fjárlögum næsta árs. Fyrst vil ég taka það fram, að utanríkisráðuneytið hefir að undanförnu haft til sérstakrar athugunar með hverjum hætti mætti koma við sparnaði varð- andi utanríkisþjónustuna. í öðru lagi skal ég nefna framkvæmd skattamála, þ. e. a. s. fyrirkomulag við álagn- ingu og skattheimtu. í sam- bandi við endurskoðun. á skatta- og útsvarslögum er til ath. að gerbreyta öllu því kerfi frá. griírini. Nú eru undirskatta-1 nefndir 219 að tölu og 3 menn í hverri samtals 657 menn.; Yfirskattan. eru 24 og 3 menn' í hverri, samtals 72 menn. Kostnaður við þessar nefndir og ríkisskattanefnd nemur nær 3 millj. kr. á ári. Það er nú til athugunar hjá tekjuskatts- nefndinni, hvort eigi sé rétt að leggja niður það skipulag, sem verið hefur, og hafa í staðinn nokkrar skattstofur, t. d. eina fyrir hvert núverandi kjör- dæma, með hinum færustu starfsmönnum. löggiltum end- urskoðendum og öðrum, sem tækju við framkvæmd skatta- mála. Þetta mál er n athugun- arstigi. í þriðja lagi má néfna, að reksturshalli Skipaútgerðar ríkisins er áætlaður 15 millj. kr. í þessu frv. Þetta mál hef- ur oft verið til umr. og verður tekið til sérstakrar ath.( hvort ekki er hægt að draga verulega eða að öllu leyti úr þessum miklu útgjöldum ríkissjóðs án þess að draga úr þeirri þjón- ustu, sem veita þarf í þessum efnum fyrir landsbvggðina. í fjórða lagi. Innflutnings- skrifstofan, sem kostað hefur allmikið fé, verður 'ögð niður skv. frv. um efnahagsmál', og bankar og viðskiptnmálaráðu- nevtið taka við störfum hennár og verður kostnaður væntan- lega við það nýja skipulag ekki nema hluti af núverandi kostn- aði. í fimmta lagi. kostnaður við skyldusparnað og alla skrif- finnskuna í sambandi við hann, er 2 millj. 150 þús. Þetta skipu- lag þarf allt að endurskoða. í sjötta lagi, kostnaður við framkvæmd orlofslaea er á- ætlaður 625 þús. kr. Lagafrum- varp til að draga stórlega úr þessum kostnaði var fl.utt á síð- asta þingi en náði ekki fram að ganga. Hér má vafalaust lækka útgjöld verulega. í sjöunda lagi, kostnaður við eyðingu refa og minka er sam- kv. núgiídandi lögum og skipu- lagi hvorki meira né rninna en 3 millj. kr. á ári. Með endur- skoðun á þessu skipulagi hlýt- ur að mega færa þessi útgjöld stórlega niður. I áttunda lagi. Árum saman hefur verið töluVerður halli á rekstri póstsjóðs. Ætlunin er nú að láta hana bera sig. í níunda lagi þarf að endur- skoða bílakostnað ríkisins og starfsmanna þess og setja um það fastan reglur. í tíunda lagi er vafalaust hægt að leggja niður ýmsar launaðar nefndir. Og í ellefta lagi skal ég loks geta þess, að bráðnauðsynlegt er að ganga fastar og betur eft- ir innheimtu ríkistekna og úti- standandi skulda, eins og yfir- skoðunarmenn ríkisreikninga hafa ár eftir ár bent greinilega á. Framh. á 9. síðu. AðstoðarborgarJæknirinn í Kaupmannahöfn, dr. med. Hans Erik Knipschildt, sem nýkominn er frá Bandaríkjunum efti- briggja mánaða dvöl þar. Þessi mynd var tekinn, er hann var { heim- sókn í Lederle ranusóknarstofuninni, í Pearl River, Novv York og ineð honum er dr. Arden Moyer. Læknarnir eru að skoða lifandi lömunarveiru í glasi, en hún er notuð til að framkalla Is í við vtikinni.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.