Vísir - 15.02.1960, Blaðsíða 6

Vísir - 15.02.1960, Blaðsíða 6
6 vtSIR Mánudaginn 15. íebrúar 1960 WESIWL l'' DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Tl*Jr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. ilitstjómárskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3V opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (firnm línur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Kr. 2,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Framsókn sjálfri sér lík! Tíminn var fljótur að kveða upp dóm yfir þeim þætti fjár- lagaræðunnar, sem fjallaði um aukinn sparnað og hag- sýni í opinberum rekstri. Telur blaðið skipulagða hag- sýslu í þágu ríkisrekstursins óþarfa með öllu og reynir að skopast að hugmynd fjár- málaráðherra um að koma slíkri starfsemi á fót hér. Undarleg kenning er það hjá Tímanum, að þessi starfsemi sé óþörf hér á íslandi. í ná- grannalöndum okkar hefur hagsýsla reynst mjög vel, til þess að endurbæta starfs- kerfi ríkisins og draga úr ó- þarfa eyðslu. Vitað er, að t. d. Norðmenn hafa mikla trú á þessari starfsemi. Þar hef- ur sérstök deild í fjármála- ráðuneytinu unnið að þeim málum s.l. 12 ár undir um- sjón sérstaks hagsýslustjóra. Varla hefur þó skipulagið nokkurn tíma verið eins gallað þar og það er hér, enda engin hliðstæða Fram- sóknarflokksins íslenzka komist til valda í Noregi á síðari tímum. Andstaða Tímans gegn þessari hugmynd er auðvitað að nokkru leyti sprottin af ótta við það, að breyting frá nú- verandi ástandi kynni að koma illa við bitlingahjörð- ina, sem Framsóknarvaldið hefur raðað á ríkisjötuna. Hætt er við að margur Fram- sóknarmaðurinn myndi missa spón úr askinum sín- um, ef lagðar væru niður allar óþarfar nefndir og póli- tískir bitlingar. Og mjög er hætt við, að þegar allar slíkar hagnaðarvonir væru úr sög- unni, liði ekki á löngu þar til lítið væri orðið eftir af fylgi flokksins bæði hér í Reykjavík og víðar. En þar er komið að meginkjarnan- um. Hið sanna er, að ,,fyrirtæki“ eins og Framsóknarflokkur- inn getur ekki þrifist við heilbrigðar þjóðfélagsað- stæður. Tilvera hans byggist . á ýmiskonar afbrigðum og undanþágum frá stjórn- málalegu, fjárhagslegu og al- mennu velsæmi. Einhvers- konar einræðisaðstaða er honum lífsnauðsyn. Hann þarf bæði að geta keypt sér fylgi og kúgað menn til fylg- is. Mjög fáir skipa sér undir merki hans af fúsum vilja, nema þá í von um persónu- legan hagnað. Sá áróður, að flokkurinn sé fyrst og fremst málsvari sveitanna, hefur blekkt marga, og segja má að sumstaðar úti á lands- byggðinni sé litið svo á, að börnin fæðist til Framsókn- ar, eins og kristinnar trúar. Er mjög undir hælinn lagt, að fólk sem fær slíka stjórn- málauppfræðslu, verði þess nokkurn tíma umkomið, að hugsa sjálfstætt um þjóð- mál. Tólf milíjónum manna hjálpað á 14 árum til að byrja nýtt Eíf. (íreinargcrð frá sambandssíjórn V est ■■ r-Þýzkaland s. Framlög til vega breytist. Andstaða og ofsaleg barátta Framsóknarliðsins gegn kjördæmabreytingunni var af sömu rótum runnin og hatur þess á hagsýslu. Með afnámi litlu kjördæmanna var dregið stórlega úr mögu- leikum Framsóknar til þess að beita þeim vinnubrögðum, sem henni höfðu reynst bezt undanfama áratugi. Eitt af því sem fjármálaráð- herra minntist á í ræðu sinni, í sambandi við bætt skipulag og vinnubrögð, var skipting Alþingis á heildar- upphæð þeirri, sem áætluð er í fjái'lögum til vegalagn- inga. Þessar fjái'veitingar hafa undanfarin ár verið milli 220 og 230 að tölu, og um helmingur þeirra frá 50 og niður í 10 þús. kr. á hvern stað. Hér er vitanlega mjög skakkt að fai'ið, eins og ráðherrann benti á. Mun ekki. of mælt hjá honum, að við þennan píring fari önnur hver ki'óna til ónýtis. Það er því aug- Ijóst, að bæði ríkissjóður og fólkið sem veganna á að njóta, myndi græða á því, að upphæðirnar til hvers vegar yrðu fæi’ri og stæri'i. Hugmynd fjármálaráðherra er 4ra ára áætlun í vegamálum þar sem veitt yrði t. d. 100 þús. kr. á fjögurra ára fresti, í stað 25 þús. kr. árlega, í tiltekinn veg. Að svo stöddu skal engu um það spáð, hvernig Framsókn- armenn bregðast við þessari hugmynd í þinginu, ef meiri hluti fjárveitinganefndar fer að ósk ráðhei'rans og hefur þetta sjónarmið í huga við skiptingu vegafjárins. En hitt mó fullyi'ða, að fyrir kjöi’dæmabreytinguna hefðu Framsóknarmenn talið það flokki sínum mjög óhag- kvæmt, að taka upp þessa aðferð — en allt sem er Fi’amsóknarflokknum óhag- stætt, verður auðvitað að fella! Sambandsstjórn V-Þýzka- lands hefur birt greinargerð um fjárframlög og aðstoð til flóttamanna eftir síðari heims- styrjöldina. Greinargerðin var birt af ráðuneyti mála, sem varða flóttamónn. Kemur þar í ljós, að veitt hefur verið að- stoð 12.055.000 Þjóðverjum frá lokum síðari heimsstyrjaldar eða á 14 árum. Hér var m. a. um það að ræða, að annast móttöku cg koma fyrir flóttamönnum, frá löndunum austan tjalds og sjá þessu þýzka fólki fyrir atvinnu. Innan um var slæðingur af fólki, sem vísað hafði verið burt úr fyrrgreindum löndum. Langsamlega mestur hluti þess- ára tólf milljóna kom fyrst í stað eftir styi'jöldina. Giskað er á, að á flóttanum hafi 3 millj. manna farizt. Ekki hefur tekið fyrir flóttamannastrauminn með öllu. Enn flýja um 200.000 manns ái'lega hin kommúnist- isku lönd. Og eitthvað af fólki af gömlum, þýzkurn stofni fær ávallt brottfararleyfi, frá Sovét ríkjunum, Póllandi og fleiri löndum austan tjalds. 12 milljarðardollara. Það er áætlað í fyrrnefndri gi-einargerð, að varið hafi verið frá 1945 til þess að koma upp húsum yfir þetta fólk og koma því fyrir, uþphæð, sem nemur 12 milljörðum dollara, þar af 7 milljónum með beinum fram- lögum einstakra sambandsríkja og úr rikissjóði sambandslýð- veldsisins, en hitt úr jöfnunar- sjóðum.. Samkvæmt lögum 1952 var lagður sérstakur skattur á hús- eigendur, sem ekki urðu fyrir þvi, að hús þeirra skemmdust af völdum styrjaldarinnar, og rann þetta fé í sjóði til hjálpar þeim, sem verr voru settir í þessum efnum. 700 Þús íhúðir og íveruhús. Á þeim 14 árum, sem hér um ræðir hafa verið byggðar 790. þús. íbúðir og íveruhús með að- stoð opinberra stofnana og sjóða og til þess varið upphæð, sem svárar til tveggja milljarða dollara. Tala atvinnulausra flótta- manna var í október s.l. 17.1% af tölu allra atvinnuleysingja í landinu — og eru það sömu hlutföll og atvinnuleysingja í hlutfalli við ibúana. Árið 1959 var búið að koma 105 þúsund 565 fjölskyldum fyrir viðbúskap, en margar fjöl- skyldur, sem áður voru í sveit, vildu annaðhvort ekki setjast þar að aftur eða vantaði jarð- næði. Út af fyrir sig — Það er athyglisvert við lausn þessara vandamála, að forðast hefur verið eftir því, sem umit var að hafa fólk þetta í flótta- mannabúðum, nema í móttöku- stöðvum fyrst í stað, enda býr það allt, þegar búið er að koma því fyrir í sérstökum íbúðum. Þeir, sem eru í flóttamannábúð unum eru nýkomnir, eða „leif- ar“, sem ekki hefur enn verið unnt að koma fyrir, svo að það gæti byrjað nýtt lif. Flóttamanna flokkurinn. sem stofnaður var eftir styrj- öldina má heita í andarsliti'un- um. Hann hefur svo lítið verk- efni, vegna þess, að flóttamenn- ii'nir eru hættir að líta á sig sem flóttamenn. Óleyst vandamál. Enn eru þó ekki leyst að ■fullu öll vandamál í sambandi jvið þetta fólk, einkum í hinum 'fátækari sambandsrikjum V. Þ. isvo sem Bayern, Neðra Sax- Jlandi og Schleswig-Holstein, iþar sem kjör hinna nýaðkomnu íei'u ekki enn sambærileg við jkjör þeirra, sem fyrir voru. Eigin húsbændur eru nú 8 af hundraði fyrrver- iandi flóttamanna, þótt 'á þeirra ræki eigin atvinnu, þar sem þeir áður áttu heima. Fleiri en eðlilegt er vinna erfiðis- vinnu og ýmsa vinnu, sem er árstíðabundin, en þetta færist í betra horf smám saman. Hallgrímur Lúðvíksson lögg. skjalaþýðandi í enskx oe þvzku. — Sími 10164 SVFÍ fær góðar gjafir. Að undanförnu hafa deildir S.V.F.Í., sem eru yfir 200 tals- ins víðsvegar um land, sent skrifstofu félagsins yfirlit yfir starfsemi sína á liðna árinu og sést á þeim að deildirnar hafa starfað mikið og vel á árinu bæði að fjáröflun og fram- kvæmdum. Meðal annara framlaga er félaginu hefur borizt að undan- förnu frá deildum hefur Kvennadeildin í Keflavík af- hent kr. 53 þúsund, Slysav.d. „Eykyndill“ í Vestmannaeyjum sent kr. 30 þús., Slysav.d. kvemxa í Garðinum kr. 15 þús., og Slysavarnad. ,,Þorbjörn“ í Grindavík 6.500 kr. Auk þess hafa borizt fleiri framlög og gjafir frá deildum og einstak- lingum til slysavai'nastarfsem- innar. Fyrir skömmu gaf frú Krist- ín Gísladóttir, Hobro Jótlandi Slysavarnafélaginu 5000 kr. til minningar um systur sina Guð- í'únu Gísladóttur, Hólavalla- götu 7, er andaðist 12. jan 1959. Einnig hefur félaginu borizt 6 þús. kr. gjöf frá Sigríði Jóns- dóttur, Elliheimilinu Grund til minningar um systkinin Guð- rúnu Gísladóttur hjúkrunai’- konu og Magnús Gíslason er fórst með togaranum Júlí. í Björgunarskútusjóð Austui'- lands hefur kvenfélagið ,,Harpa“ á Stöðvarfii’ði gefið kr. 10 þús. og slysavarnad. ,.Sigurvon“ Sstöðvarfirði kr. 7000.00 í sama skyni, einnig hefur slysav.d. Ái’sól Reyðai’- firði gefið 11 þús. kr. í Björgun- arskútusjóðinn. Fyrsta kjamasprenging Frakka fyrir heigi. Fór fram 1200 km. fyrir sunnan Algeirsborg. Frakkar hafa gcrt tilraun J með kjarnorkusprengju og tókst liún skv. áætlun, en eiga ' langt i land að framleiða kjarn- orkuvopn til hernaðarnota. Fi'akkar gei’ðu tilraunina um kl. 5 á laugardagsmorgun i Saharaauðninni, um 1200 km. suður af Algeii'sborg. — Hefur þessi atbui'ður síðan verið höf- uðefni blaða og víða farið hin- um hörðustu orðum um þennan vei'knað, — jafnvel að Frakkar hafi framið stórglæp gegn öllu * F0TA- aðgerðir innlegg T Timapantanir í síma 12431 Bólstaðai'hlíð 15. Þorvalúur Ari Arason, hdl. LÖUMANNSSKRIFSTOFA SkólivörSutlg U »/• Mll lóh^bml'iluon AJ - ftmh «/ og 1340 * flmn#/ni 4*« mannkyn. Þó vii'ðist svo, sem leiðtogar vesturveldanna telji, að hann þurfi ekki að spilla fyi'ir árangri af Genfarráðstefn- unni um bann við kjarnorku- sprengjum og eftii'lit með að slíkt bann verð haldið, en í 15 —16 mánuði hefur nú árangui's- laust verið reynt að ná sam- komulagi á Genfarráðstefnu þi'íveldanna um þessi mál. Fleiri munu eftir fara — Mikill fögnuður greip ýmsa hina íhaldssamari leiðtoga Frakklands yfir tíðindunum. De Gaulle sjálfur simaði til Guille- mat kjarnoi'kumálaráðherra og Mesmet landvarnaráðheri'a, og byi'jaði skeytið á orðunum: „Húi-ra fyrir Frakklandi“, en þessir ráðherrar voru þá í Alsír. Mjög óvænt virðist það hafa komið mönnum í Paris almennt, hve það var fordæmt hörðum, oi'ðum út um heim, að tilraunin var gerð, og það kom mjög ó- notalega við menn, er Nkrumah forsætisráðherra Ghana fyrii'- skipaði að fi'ysta þegar i stað allar innstæður Frakka í land- inu, en þær nema milljónatug- um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.