Vísir - 15.02.1960, Blaðsíða 11

Vísir - 15.02.1960, Blaðsíða 11
Mánudaginn 15. febrúar 1960 VfSIB II Bókaútgerð — Frh. af 9. s. En þegar eg er búinn að segja að þetta hafi sést hér, hika eg við að segja meira, því svo gæti farið að eg segði þá of mikið. Nafnaskrárleysið er enn eitt af okkar mörgu (og ætti eg að segja ágætu? Bara ef .... sagði Hannes) skrælingjamerkjum. Ekki eru þeir margir sem nú eiga frumútgáfuna af Þjóðsög- um Jóns Árnasonar, en þá sem eiga hana, \úldi eg mega biðja að taka hana ofan af hillunni, en um leið endurprentun Sögu- félagsins með þeim skrám sem henni fylgja. Eg held þeir segi þá allir: Já, satt segir Sn. J. Heyrt hefi eg' nefnda hala- negra, en veit ekki hvort til eru og þaðan af síður hvernig þeir þá hugsa eða tala. En til skamms tíma mundi eg hafa ætlað að hvítir menn hefðu sagt að enginn fyndist sá, er safnað gæti áður prentuðum ritgerðum látinna manna til útgáfu í bók- arformi án þess að tilgreina hvar eldri prentanir væri að finna. En nú er svo komið að eg mundi hika við slíka stað- hæfingu, að eg nú ekki taki dýpra í árinni. Nihil de mortuis .... En dauðir eiga fleiri kröfur á okkur en þá eina að við forð- umst lastmæli um þá. Nú er til orðið nýtt ísraels- ríki og þangað leita guðhræddir landar sér til sáluhjálpar. Þar eru að verða til nýjar bók- menntir á hebrezku, og að lík- indum fylgja sumum bókunum æfisögur höfunda. Væntanlega (samkvæmt áðursögðu) eru þær þá þar sem við mundum kalla aftan við bókina. Og það er þá góð íslenzka. En hvort sem lesendur mínir vilja trúa því eða ekki, þá er það sann- leikur að það væri líka sæmileg (eða þó a. m. k. ekki dæmalaus) íslenzka að keyra æfisöguna sem flejrg inn í miðja bókina. Já, frumleik erum við gæddir, 1. s. g. í allri þeirri niðurlægingu sem bókagerð okkar er nú kom- in í, svo að nú er hún ósam- bærileg við það sem hún var um aldamótin (Félagsprentsmiðj- an), og þó einkum nokkru seinna, þegar Gutenberg (því- lík nafngift!) kom til sögunnar (og enn heldur sú prentsmiðja uppi heiðri sínum), já, í allri þessari niðurlægingu (og mikil er hún) megum við vera þakk- látir fyrir það, að loks er búið jað reka á dyr gleiðletrunina; það er naumast að henni sjáist nú bregða fyrir, máske þó hjá allra lélegustu prentsmiðjum. En, bíðum nú við. Á frönsku er talað um að þarna sé maður sem annaðhvort ætti að hengja eða verðlauna. Þegar prentarar hættu að glenna sig, rugluðust þeir alveg í ríminu og höfðu enga glóru af því, hvar eða hvernig þeir ættu að gera letur- breytingar (þetta ,,hvar“ þekktu þeir raunar kannske aldrei), og þaðan af síður hafa þó rithöfundar gert sér nokkra hugmynd um þetta. Leturbreyt- jingar í íslenzku hafa til þessa engum reglum fylgt, nema þá um áherzlur. En nú um tveggja ára skeið hefir Jón Eyþórsson unnið að nýrri útgáfu á Ferða- bók Þorvalds Thoroddsens. Margir mundu ætla að slíkt væri létt verk og jafnvel löð- urmannlegt, en þeim góðu jmönnum skjátlast; það er bæði mikið verk og vandasamt, og lánsmaður var Þorvaldur í gröf sinni að Jón skyldi veljast til Istarfans. Þeir sem hér eftir fá jsvipuð verkefni, geta nú mikið ! af honum lært — ef þeir annars hafa hæfileika til að læra. Með- al annars mega þeir þar sjá hvernig nota ber skáletur. Lika annað, sem naumast nokkur virðist hafa kunnað hér áður, enda þótt það sæist í lítilli bók sem út kom fyrir sex eða sjö árum, en það er hvernig að skuli farið þegar athugasemdir eiga af einhverri ástæðu betur heima aftan við textann en undir honum á síðunni. Atli húskarl mundi að vísu segja að enn ætti Jón eftir það sem erf- iðast er, „og það er að deyja“, eða þó öllu heldur að ganga frá lokabindinu, sem nú er að sögn verið að setja. En sleppi hann vel frá því, eins og eg ætla að hann muni gera, þá er þessi ágæta bók líka orðin kennslu- bók í þeirri grein, sem höfund- urinn ætlaði sér aldrei að kenna og var líklega tæpast fær um að kenna, þó að fáa ætti hann sína líka um bæði fjölfræði og kennarahæfileika. Höfundur (útgefandi) ræður að sjálfsögðu þeim leturbreyt- ingum sem tákna áherzlur; aðrar leturbreytingar á setjar- inn að kunna að gera tilsagnar- laust, enda hefir hann þar hand- bækur sér til leiðbeiningar. Niðurl. Iðja, félag verksmiðjufólks Framboðsfrestur Hin aíþjéðiep vorkaup' stefna í Frankfurt An Main verður haldin 6.—10. marz. Allar upplýsingar gefur FERÐASKRIFSTOFA RÍKISINS Lækjargötu 3. Sími 1-15-40 Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða*’ greiðslu um kosnmgu stjórnar, varastjórnar, trún- aðarmannaráðs og varamanna, endurskoðenda og varaendurskoðenda. Framboðsfrestur er ákveðmn til kl. 6 e. h. mið- vikudaginn i 7. febrúar 1960. Hverri tillögu (lisíá) skulu fylgja sknfleg meðmæli 100 fuilgildra fé-t la gsmanna. p •; STtRKIR PÆGILEGIK Stálnaglar í úrvali. — 9IÝKJAVjH | Revkjavík, 14. febrúar 1960. Í 1; Stjórn $ # 4 Iðju, félags verksmiðjufólks, Reykjavík. St GEORCS SKÁTAR Allir. þeir skátar, karlar og konur eldri en 25 ára, sem hafa áhuga fyrir skátahreyfingunni, og vilja kýnnast göml- um skátafélögum, mæti í Skátaheimilinu (Nýja salnum) mánudag 15. febrúar kr. 8% e. h. Stafíandi St. Georgs Skátar mæti á sama stað og tíma, Nefndin. Vantar stnlkn \z eða allan daginn, til afgreiðslustarfa í verzíun mína á Langholtsveg 174. Uppl. á staðnum. ÁRNI. baldohsc. n SÍMI 11360 Va-ndlútur Kurlntenn láta okkur annast skyrtuþvottinn. ii fejrei ðstustaðir: jc.rnalaugin Gyllir, Langholtsvegi 136. Notað og nýtt, Vesturgötu 16. Efnalaugin Grensás, Grensásvegi 24. Búðin mín., Víðimel 35. Verzlunin Hlíð, Hlíðarvegi 19, Kópavogi. Smhgutn síatii Í43G(P Sendnwn AlkLÝSIVk frá sjávarútvegsmálaráðuneytssiu Hér með er lagt fynr alla þá, sem hafa undir böndum hvers konar sjávarafurðir, sem ætlaðar eru til útflutnings, að senda Fiskifélagi Isíánds ná- kvæmar og sundurliðaðar skýrslur um birgðir 'pess- ara vara, ems og þær eru að kvöldi máiYudags, 15. þ. m. Tekið skal fram hvort afurðanna er afl- að af bátum eða togurum. Skýrslurnar skal afhenda félagmu eigi síðar en 18. þ. m. eða póstleggja þær eða aígreiða í sím- skeyti fyrir sama tíma. Birgðaskýrslur um pær vörutegundir, sem matsskyldar eru, skulu staðíest- ar af viðkomandi matsmönnum. Reykjavík, 13. febrúar 1960. tJl

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.