Vísir - 15.02.1960, Blaðsíða 3

Vísir - 15.02.1960, Blaðsíða 3
Mánudaginn 15. febrúar 1960 VÍSIB íþróttir úr öllum áttum Skarphéðinn Guðmundsson, eini stökkmaðurinn í hópnum. Nk. fimmtudag hefjast Vetrarleikarnir. Við sendum fjóra keppendur til keppninar a5 sinni. Þei*1 keppa í alpagreinunum og stökki. “ Allt reyndir skí5amenn sem keppt hafa erlendis ™ sumir þeirra oft. Xú er tæp vika þar til vetrar- leikimir hefjast, og eins og kunnugt er dveljast nú 5 ís- ienzkir skíðamenn vestan hafs, þar af munu fjórir taka þátt í sjálfum Olympíuleikunum. Þeir sem f.vlgzt hafa með skíoaíbrótt inni hér ó landi undanfarið munu vafalaust kannast við nöfn þeirra flestra. Hinir fjórir þátttakendur íslands í þessum 8. vetrarleikum, sem háðir eru, eru komnir hvcr úr sinni átt- inni, ef svo má segja, að vísu aðeins úr þremur áttum þó, því að tveir þeirra koma frá Siglu- firði, sem reyndar er ekki að furða, því að óvíða á landinu á skíðaíþróttin jafnmiklum vin- sældum að fagna og þar. Er 7. vetrarleikarnir voru háðir í Cortina á Ítalíu fyrir fjórum vetrum, sendum við þangað átta manna lið til keppni, og í þeim hópi var fyrsta og til þessa eina konan sem tekið hefur þátt í vetrar- leikunum, en hún var Jakobína | ekki nema tvítugur. Hann mun fæddur í Hnífsdal, en er nú bú- settur á ísafirði. Kristinn hef- ur dvalizt erlendis meira. eða minna undanfarna 3 vetur, bæði við keppni og æfingar. Hann Jakobsdóttir frá ísafirði. Að-1 eins einn hinna átta, sem tóku þátt í leikunum þá. eru nú með al keppenda. en bað er Eysteinn Þórðarson. Hinir þrír, sem nú skulu heyja baráttuna við hin erlendu stórveidi skíðaíþróttar- innar eru, Kristinn Bened'kts- son frá ísafirði. o<J Siglfirðing- arnir Jóhann Vilbergsson og Skarphéðinn Guðmundsson, en hann kenDÍr í stölcki. Hinir þrir 'keDpa aliir í alpagreinum. A.uk þeirra dvelst svo vestra ungur skíðamaður héðan úr Reykja- 'vík, Leifur Gislason. Hann hef- ur m. a. kennt á HolmenkolleD 1958, orðið unglingameistari (Revkjavik) í svigi sama ár, auk þess sem hann vann stór- 'svigkenpni sem haldin var í •maimánuði s.l. vor. Hann mun þó ekki taks þátt í Ol-ieikunum 'sjálfum, heldur kenpa við nokk ur önnur tækifaéri. Eins og áður er sagt, er hér um að ræða ágæta menn í sinni íþrótt. Yngstur af þátttakénd- unum fjórum er ísfirðingurinn Kristinn • Benediktsson. Hann er' faéddur 5. maí 1939 og því Kristin Benediktsson, yngsti þátttakandinn. hefur gerzt æði víðreistur, kom- ið m. a. þeirra erinda til Sví- þjóðar, Noregs, Austurríkis og Sviss. Hann var einn af þeim sem valdir voru til þátttöku í heimsmeistarakeppninni, sem haldin var í Bad Gastein í Aust- urríki 1938. Kristinn komst þó ekki svo langt að keppa í það skiptið, því að hann var.ð, fyrir slysi meðan á æfingum stóð og gat því ekki tekið þátt. Um haustið 1958 var Kristinn aftur ,í Austurríki og stundaði þar æf- • ingar og keppti 6 sinnum, bæði j í Austurríki og Sviss, auk þess sem hann fór þá einnig til ítal- | íu til keppni. Hann tók einnig þátt í Holmenkollenmótinu á j s.l. vetri og varð þar 14. í svigi ! og bruni og 16. í stórsvigi. Þá ! tók hann einnig þátt í keppni í ! Are í Svíþjóð á s.l. vetri og varð ! þar 6. í stórsvigi. Þá varð Kristinn. einnig 1. hér heima á Skíðamótinu, sem haldið var á Akureyri og hann náði einnig 1. sæti á móti sem haldið var í fyrra á ísafirði. 1 i bæði skiptin var um svig að ræða. í haust sem leið lagði Krist- inn leið til Danmerkur, þar sem hann vann eitthvað, en síðan hélt hann til Austurríkis. Þar tók hann þátt í nokkrum smá- mótum fyrir jólin, og gekk vel. Þess má geta, að Kristinn mun að einhverju leyti hafa æft með austurríska Olympíuliðinu. Elztur keppendanna er Sigl- firðingurinn og stökkmaðurinn Skarphéðinn Guðmundsson. Hann er fæddur 7. apríl 1930, og er því nær þrítugur. Hann er um þessar mundir okkar bezti stökkmaður, og á því leik- ur lítill vafi, að þegar honum tekst vel, þá er hann stílfeg- ursti stökkmaðurinn. Skarphéð- inn hefur iðkað stökk frá unga aldri, og þegar árið 1947 dvald- ist hann við æfingar í Noregi. Hann hefur m. a. þrisvar orðið íslandsmeistari í stökki, og einkum hefur hann náð sér á einn fyrir 40 m stökk, annar fyrir 60 m og sá þriðji fyrir 90 m stökk. Skarphéðinn hafði þá notað tvo hina fyrrnefndu, og stökk m. a. af sextíu m pallin- um 175 fet, eða um 53 m. Stóð þá til að honum byðist nokkur tækifæri til að keppa, áður en leikarnir hæfust. Sá skíðamannanna, sem einna þekktastur mun af þeim fjór- ntenningunum, og eini Reyk- víkingurinn 'í hópnuni, er Ey- steinn Þórðarson. Hann er þeirra næst-elztur, fæddur 3. marz 1934. Að vísu mun Ey- steinn fæddur og uppalinn á Ól- afsfirði, en hann hefur búið hér í Reykjavík mörg undanfarin ár og þá keppt sem slíkur. Eins og áður var minnzt á, var Ey- steinn einnig rneðal þátttak- enda á siðustu vetrarleikum. þar var hann 56. af 95 keppend- um í stórsvigi og 26. af 95 kepp- endurn í svigi, Síðan hefur Ey- steinn farið viða. Hann var val- inn til þáttt.öku i heimsmeistará keppninni 1958. — Þremur ár- um áður, eða árið fyrir Olym- píuleikana, keppti hann í fyrsta skipti í Holmenkollenmótinu og sama ár varð hann ísl. mejst- ari í svigi og stórsvigi. Ol-árið keppti hann einnig í Kiszbúhl í Austurríki og á Holmenkollen- mótinu, auk þess sem hann varð þá ísl.meistari í svigi, stór svigi og bruni. Árið 1957 tók Eysteinn þátt í alþjóðiegu skíða móti, sem haldið var i Garm- isch Partenkirchen en brá sér einnig til Ítalíu og keppti þar. Það ár hélt hann einnig titli sínum hér heima í svigi og bruni. 1958 keppti hann í Weng- en í Sviss auk þátttökunnar í heimsmeistaramótinu. Það ár fór hann aftur til keppni á ítal- íu og var ísl.meistaratitla sina frá árinu áður. í fyrravetur keppti hann bæði á Homenkoll- enmótinu og í móti sem haldið var í Chamonix. Ekkert íslands mót var haldið í fyrravetur, og var þvi ekki um að ræða að verja þá titla. Eins og sjá má af ofanrituðu, 'er Eysteinn reyndasti skíðamað- uroinn, a. m. k. ef miðað er við þátttöku í hinum harðsnúnu mótum erlendis. En það er ein- rnitt sú reynsla sem vill koma að notum þegar á hólminn er komið við hóp hinna erlendu keppenda. Að öllum öðrum keppendum ólöstuðuni, má segja að mestar vonir séu tengd ar við Eystein, enda héfur hann verið í framför öll undanfarin ár. Hann er orðinn það reyndur skiðamaður, að hann verður vafalaust látinn njóta þeirra forréttinda ásamt öðrum góð- um skíðamönnum, að fá lágt rásnúmer í svigi, en það getur haft mikið að segja, að komast í brautina áður en hún er öll uppgrafin. Eysteinn fór til Aust urríkis fyrir jólin og hefur keppt bæði þar og í Sviss í vet- ur. Hann hélt vestur til Aspen í lok janúar. t ' rr” ’ ■lllSi' ^ Eysteinn Þórðarson, Reykvík- ingurinn í hópnum. (Þó ættað- ur frá Ólafsfirði). strik nú seinni árin, orðið Norð- urlandsmeistari þrjá síðustu vetur. Skarphéðinn er Sam- vinnuskólagenginn og gegnir | forstjórastarfi á Siglufirði. — | Skarphéðinn var einn þeirra I þriggja skíðamanna, sem biðið i var til Aspen í Colorado í | Bandaríkjunum nú í upphaíi j janúarmánaðar (hinir voru Jó- hann Vilbergsson og Leifur Gíslason). Hann skrifaði hing- að laust fyrir mánaðamótin s.l. og var þá í bezta yfirlæti í Asp- en. Þar voru þrír stökkpaílav, Jóhann Vilbergsson. Hann er frá Siglufirði eins og Skarp- héðinn. Jóhann Vilbergsson, hinn Sigl firðingurinn, er árinu yngri en Eysteinn, fæddur 20. marz 1935. Hann var valinn til þátttöku í heimsmeistarakeppninni í Bad Gastein 1958, en hann hefur samt stundað utaní'erðir vegna íþróttarinnar, bæði til keppni og æfinga, síðan 1957, en það ár tók hann m.a. þátt í Holmen- kollenmótinu, og náði góðum árangri hér heima á landsmót- inu. Árið 1958 keppti hann á tveimur stöðum erlendis, auk Bad Gastein. Annar þeirra var á Italiu. Jóhann var einn af þeim sem æfðu með Egon Zimm ermann, skíðakappanum aust- urríska, á mcðan hann dvaldist hér um 2 mánaðaskeið á s.l. vetri. Auk þess bar Jóhann sig- ur úr býtum í nokkrum mót- um sem haldin voru hér á s.l. ári. Jóhann var einn hinna þriggja sem héldu 'til Aspen í janúarbyrjun. íslendingarnir tóku um s.l. helgi þátt í móti, sem haldið var í Aspen, og gekk þar mis- jafnlega. Annars hefur verið skýrt frá því í blaðinu hér áð- ur (fimmtudag). Þessi mynd er frá Aspen í Colorado, þar som ísl. skíðamennirnir kcpptu um síðustu helgi. Brekkan heitir Thundcr Bowl, eða „þrumuskál".

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.