Vísir - 15.02.1960, Blaðsíða 1

Vísir - 15.02.1960, Blaðsíða 1
12 síður Ffl. árg. Hér sjást íslendingarnir í Aspen í Colorado í sl. viku. Frá vinstri: Hermann. Stefánsson fararstjóri, Eysteinn Þórðar- son, Jóhann Vilbergsson og Leifnr Gíslason. * Banaslys á Akureyri. Maður hrapaði í stiga, var örendur, er komið var meÖ hann í sjúkrahúsið. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Aðfaranótt s.l. sunnudags varð banaslys á Akureyri, er maður hrapaði í stiga og mun sennilega hafa látizt samstund- is. Slysið skeði á þori’ablóti, sem starfsmenn Akureyrarbæjar og Landsbankaútibúsins á Akur- eyru héldu sameiginlega í fé- lagsheimili karlakórsins Geys- is að Lóni á Akureyri. Þess má geta að samkoman fór fram á efri hæð hússins, en þangað upp er brattur og óað- gengilegur stigi. Klukkan þrjú um nóttina þegar gestir voru að búast til brottferðar, steypt- ist einn þeirra fram yfir sig of- arlega í stiganum og hrapaði niður. Maður þessi, Stefán Að- alsteinsson múrarameistari, Munkaþverárstræti 20, var þeg- ar í stað fluttur í sjúkrabifreið í spítalann, en hann var örend- ur þegar þangað kom. Stefán heitinn var 52 ára gamall, kvæntur og áttu þau hjónin fjögur börn. Var kona hans með honum í hófinu þeg- ar slysið skeði og var rétt kom- in niður stigan þegar Stefán hrapaði. Stefán var Svardæling ur að ætt og uppruna, en var búinn að vera heimilisfastur á Akureyri þrjá síðustu áratug- ina eða vel það. — Frh. á 12. s. Tvísýnar horfur á Kýpur. StærÖ Rands undir Riersföðvar áfrám ágreiningsefni. Mánudaginn 15. febrúar 1960 Dágóður afli Hrollaugseyjar. Afli var yfirleitt tregur fyrir helgina, nema nokkrir Vest- mannaeyjabátar, sem sóttu langt austur með landi, austur að Hrollaugseyjum, þeir öfluðu vel. Akranesbátar öfluðu illa á laugardaginn, fengu aðeins 75 lestir á 14 báta, mestan afla fékk Sigrún 8.8 lestir, en þeir, sem veiddu minnst fengu ekki nema 3 lestir. Hefur aflatregða verið hjá Akranesbátum alla síðustu viku. Flestir Akranes- bátar eru á sjó í dag, en þó ekki allir. ' Keflavíkurbátar munu líka hafa fengið mjög trega veiði á laugardaginn, en Grindavíkur- bátar eitthvað skárra. 37. íbl. Eftir seinasta fund Hugh Foot landstjóra Breta á Kýpur og leiðtoganna tveggja Maka- riosar og Kutchuks eru horfur enn tvísýnar, þótt nokkuð þok- aði í rétta átt fyrir lielgi. Makarios sagði eftir fundinn í gær: ..... yj y - „Ef Bretar þráast við að krefjast 300 ferm. landsvæðis undir herstöðvar er engin von um samkomulag." Sagt er, að 200 ferkm. sé há- mark þess, sem Makarios vilji láta þá fá. Stærð herstöðvanna er aðal áreiningsefnið nú sem fyrrum. Frézt hefur, að lýðveldi kunni að verða lýst yfir á Kýp- ur fyrir marzlok, hvort sem Bretum líkar betur eða verr. Forsetinn að Hrafnistu. Forseti íslands, lir. Ásgeir Ásgeirsson, og forsetafrú Dóra Þórhallsdóttir konxu í opinhera heimsókn í Hrafnistu, Dvalar- heimili aldraða sjómaima, sunnudaginn 7. febrúar. Forstjórahjónin, frú Rann- veig Vigfúsdóttir og Sigurjón Einarsson, tóku á móti forseta- hjónunum. Forseti ávarpaði heimilisfólkið og stjórn þess, en forttiaður Sjómannadagsráðs, Henr.rý Hálfdánarson, þakkaði og gat stuttlega framtíðarmála félagsskaparins. Heimsókn þessi fór í alla staði prýðilega fram og var gamla fólkinu bersýnilega til mikillar ánægju. I Hrafnistu eru nú samtals 124 vistmenn, þar af 44 í sjúkra deild. Menn verða að Iæra list nautabanans eins og annað, og námið er bæði erfitt og hættulegt. Hér sést til dæmis lærlingur í bæix- um Valdemorillo á Spáni í hættulegri aðstöðu. Lærlingurinn er kallaður Bombita (litla sprengjan), og honum tókst að sigra bola um síðir, þótt hann meiddist nokkuð í byltunni. Ægir fann talsveröa síld SA af landinu. Hefur aöra 12 daga leit í kvöld. — Jakob Jakobsson stjórnar leitinni. Varðskipið Ægir er nýkom- inn úr síldarleitarferð fyrir sunnan og suðaustan land og fann talsvert magn á síðarnefnd um slóðum. Ægir hefur hér skamma við- dvöl, fer aftur í kvöld og heldur áfram að kanna, hvað verði af síldinni, sem hverfur frá SV-landi í janúar, að því Rafmagnsskömmtun á Akureyri. Leiðlndaveður nyrðra með 8 stiga frosti. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Akureyrarbær hefur átt í erf- iðleikxun nxeð rafmagn enn að nýju vegna klakastíflu í Laxá og x’ar skömmtun tekin upp í bænxun á 10. tínianum í gær- kvöldi. Á laugardagskvöldið gekk upp með leiðindaveður nyrðra, kólnaði verulega og gerði norð- anfjúk, sem síðan ágerðist. í gær var hvassviðri á Akureyri með éljagangi og í morgun var þar 8 stiga frost og leiðindaveð- ur, nokkur snjókoma, en ekki mikil. Strax á laugardagskvöldið tók að skafa í Laxá og von bráðar safnaðist í hana krap, sem síðan óx smám sam- an í allan gærdag, og í gæi’- kvöldi var krapið orðið svo mik- ið að ekki var nægjanlegt vatn fyrir allt kerfið. Var þá tekin upp skömmtun á rafmagninu og Akureyri hefur bænum ver- ið skipt í tvö kverfi. Fær hvert þeirra raforku 4 klst. í senn. í morgun var allt í fullkom- inni óvissu með rafmagnið og er viðbúið að hert verði á skömmtuninni frá því sem nú er. feidverjar laeffja samkeppiii Indverjar byrjuðu í fyrsta skipti útflutning reiðhjóla á síðasta ári. Vonast þeir til að geta unnið mikla markaði í Asíulöndum, sem Evrópuþjóðir hafa m. a. isetið að, og að þetta geti orðið imjög ábatasamt. (UPI.) er leitarstjórinn, Jakob Jakogs- son fiskifræðingur sagði við Vísi í morgun. Ægir fór af stað í ferðina 3. þ. m., og hafði Jakob fiskifræð- ingur tvo aðstoðarmenn úr landi og auk skipshafnar, en skip- herra á Ægi er nú Jón Jóns- son. Fyrst var leitað fyrir suð vestan land, en þar urðu þeir ekki varir. Þá var haldið aust- ur með landi og leitað suðaust- ur af landinu, þar sem fannst tálsvert magn. Það er vitað mál, að eitthvað af síldinni, sem hverfur héðan í janúar, heldur í áttina til Nor- egs. En nú liggur fyrir, að kanna straummótin út af Aust- urlandi, hvort síldin nemur þar staðar til að hrygna. Mögulegt er, að síldin haldi sig það djúpt, að enda þótt síld in sé ekki tiltæk fyrir veniu- lega síldveiðibáta, getur verið, að hún haldi sig á djúpmiðum og heppilegt sé fyrir togara að stunda þar síldveiði eftir að þeir hafa nú fengið flotvörpu til islíkra veiða. Eins og áður segir, leggur ! Ægir aftur af stað í kvöld, og mun leit og könnun standa enn ! yfir í 12 daga. Jakob Jokobs- son stjórnar leitinni áfram. -^r Kínverjar skutu af strand- virkjabyssum á Matsu um sl. helgi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.