Vísir - 16.02.1960, Blaðsíða 6

Vísir - 16.02.1960, Blaðsíða 6
W1SIR Þriðjudaginiv 16. febrúar 1960 WESWML D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIE H.F. Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru i Ingólfsstræti 3. Rjtstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Visir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Kr. 2,00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Gleðidagur á 8. hæð. Lyftur komnar í fyrsta háhúsið. ViÖíeisn og þjófnaður. Eins og kunnugt er hefir ríkis- stjórnin gefið út hvita bók um efnahagsmáli og kallar ,,Viðreisn“. Er þar gerð ; grein fyrir þeim tillögum, sem ríkisstjórnin gerir um lausn efnahagsmáJanna, og bent á verkun þeirra, eins og sérfræðingar stjórnarinn- ar hafa áætlað, að þær verði. Hér er því um mál að ræða, sem sjálfsagt er fyrir al- menning að kynna sér sem bezt, því að þetta snertir hvern mann á íslandi um þessar mundir. Það vill svo til, að stjórnarand- stæðingar hafa alveg um- hverfzt við það, að þessi hvíta bók hefir verið gefin út. Þeir hafa risið á fætur á Alþingi, hver af öðrum, til i þess að lýsa hneykslan sinni á þessu stórhættulega, nei, 1 glæpsamlega tiltæki ríkis- stjói’narinnar, og sumir hafa verið svo skynsamir og smekklegir, að þeir hafa líkt útgáfunni við frímerkja- þjófnaðinn, sem verið hefir í rannsókn að undanförnu. Mun þó enginn undrast, þeg-, ar það verður heyrin kunn-! ugt, að það er sjálfur Tíma- í'itstjórinn, sem tekur svo til orða, en hann hefir nú um árabil haft því erfiða hlut- verki að gegna að vera eins- konar siðferðisblys Fram- sóknarmanna. Slíkt er erfitt hlutverk og næsta vanþakk- látt, eins og alþjóð er kunn- ugt. Annars geta menn vel hugsað sér, hvernig Framsóknar- menn hefðu hagað útgáfu þessa rits, ef þeir hefðu ver- ið í stjórn og talið nauðsyn að skýra málið fyrir almenn- ingi í landinu. Vitanlega hefði Hermann Jónasson seilzt ofan í vasa sinn til að greiða kostnaðinn. Enginn veit til þess, að maður sá eyði opinberu fé, ef hann getur með nokkru móti kom- ið sínum aurum út! Nei, hann hefði svo sem ekki verið að íþyngja ríkissjóði með greiðslu á slikum kostn- aði, ef hann hefði verið i stjórn! Fyrsta svokallaða „háhýsið“ á íslandi stendur við Kleppsveg 4—6. Þangað flutti fyrsta fjöl- skyldan inn á 8. hæð fyrir 15 mánuðum og hefur orðið að ganga upp alla stigana þangað til í síðustu viku, að lyftur voru teknar þar í notkun. Og það seg- ir sig sjálft, að þá varð mikill gleðidagur enda var blaðamönn- um boðið að vera viðstaddir, er lyfturnar voru fullbúnar afhent ar íbúum hússins. í húsum þessum eru 48 íbúð- ir, en íbúar eru hátt á þriðja hundrað. Það er Byggingarsam- vinnufélag prentara, sem lét byggja þetta hús, og formaður félagsins, sem er Guðbjörn Guð- mundsson prentari, sagði blaða- mönnum aðdragandann að hús- byggingunni við þetta tækifæri. Um það hefur reyndar áður ver- ið getið í blöðum. Upphaflega fékk félagið leyfi til að byggja þarna 3—4 hæða hús, en félagið beitti sér fyrir því að láta gera líkan af húshverfinu þarna í kring og lét áttlyft hús á horn- ið og lagði síðan fyrir skipu- lagsnefd. Það var samstundis samþykkt að leyfa félaginu að byggja húsið þannig. Þá var næsta skrefið að athuga, hvern- ig haganlegast væri að byggja svo hátt hús, og þá var það, að þeir prentararnir komust á snoðir um svokölluð skriðmót. Húsið var upphaflega ekki teiknað með það fyrir augum, að notuð yrðu skriðmót. Ef svo hefði verið, hefði það reynst íbúðareigendum en ódýrara. En þrátt fyrir það munu allir þeir, er þar eiga íbúðir, ánægðir með sinn hag, og vantaði lengi vel ekki annað aðalþæginda en lyfturnar. En nú eru þær komn- ar. Það var mikið að gera hjá hinum ungu ibúum hússins þennan fyrsta dag, er lyfturnar voru teknar í gang. Tveir 7 og 8 ára gamlir snáðar stilltu sér upp innan við lyftudyrnar og stóðu prýðilega í sinni stöðu sem lyftuverðir. Farþegarnir voru reyndar flestir á þeirra reki,en það komst enginn upp með neinn moðreyk og allir urðu að haga sér eins og mann- eskjur. Lyfturnar eru frá V-Þýzka- landi, en uppsetningu hefur ann ast umboðið hér, Eirikur Orms- son. Þeir hafa orðið alllanga reynslu í slíkum verkum, og -eru nálega 40 ár síðan þeir settu fyrst upp lyftu hér á landii Enda þótt lyfturnar kosti yfir 200 þúsund krónur, telja þeir byggingarfélagsmenn, að það jborgi sig að byggja svona hátt hús með húsverði og lyftum. ,,Við höfum þægindi einbýlis- hússins, en ekkert af áhyggjun- um“, sögðu þeir. // n Þeim verður ekki bumbult, Framsóknarmönnum, þótt þeir taki dálítið stórt upp í sig á stundum. Þeir eru svo liprir í samvizkunni, að aðr- J ir komast ekki nærri þeim í þeim efnum — ekki einu sinni kommúnistar á stund- um. Óþarfi er að nefna dæmi j þessu til sönnunar, því að 1 svo vel er þjóðin farin að þekkja Framsóknarflokk- inn. Menn héldu þó, að Framsókn- armenn mundu hafa vit á að nefna ekki það, sem óhætt er að kalla snöru í hengds manns húsi, þegar þeir eru ) annars vegar. Ofsinn ber ’ bara stundum hyggindin of- * uríiði, og þá fara hinir ó- enn gætnu að tala af sér. Þannig var það um daginn, þegar einn af nýliðunum í þing- mannahópi Framsóknar fékk að tala með. Sá maður sagði, að nú ættu ,,gróðasjónarmiðin“ að sitja í fyrirrúmi, og þessi vísdóms orð henti Tíminn síðan á lofti og notaði í risastóra fyrirsögn á ræðuna. Má segja, að þarna hafi ekki ekki hallazt á hjá ræðu- manni og ritstjóra, en var- lega ættu þessir málsvarar Olíufélagsins að tala um ,,gróðasjónarmið“. Þeir búa sannarlega í glerhúsi, þessir menn, og sízt ættu þeir að væna aðra um annarlega gróðafíkn. Handknattleikur: Valsstiílkurnar sigruðu íslandsmeistarana óvænt. Hörkuspennaijtdi leikur milli * IR os KR i meistarafl.karla. Drantb ©r næst Framsóknarmenn ættu að fara sér varlega í að væna aðra um það, sem þeir eru sjálf- ir þekktastir fyrir, Þeim hef- ir til skamms tima tekizt að leyna þjóðina því, að það eru einkum gróðasjónarmið- I og bezt hefir komið fram að undanförnu við rannsókn olíumálsins nýjasta. Sýndi olíumálið fyrra þó alivel inn- rætið, en ekki nægðu dóm- arnir þá til að skelfa skálk- ana. in, sem ráða gerðum þeirra, Því fer míöS fíarrh að lokið sé en þegar þeir eru búnir að koma sér fyrir í stjórn um skeið, teija þeir, að unnt sé að gefa gróðafíkninni lausan tauminn. Þegar svo er kom- ið, er ekki iangt út fyrir landamæri velsæmisins, eins rannsókn á málum Olíufé- lagsins og Hins íslenzka steinolíuhlutafélags. Hún er hinsvegar komin á þann rek- spöl, að almenningur hefir lítillega fengið að kynnast því regindjúpi spillingarinn- I handknattleiks meistara- mótinu að Hálogalandi voru háðir 14 leikir um síðustu helgi. Komu úrslit sumra þeirra mjög á óvart og voru geysliga spenn- andi. Einna mest kom sigur Vals- stúlknanna á óvart yfir K.R.- stúlkunum, sem hafa verið bæði Reykjavíkur- og íslands- meistarar 2 ár í röð og farið ó- sigraðar úr öllum mótum á þessu tímabili. Valsstúlkurnar, sem allt eru ungar stúlkur og hafa tiltölulega litla keppnis- reynslu að baki, sigruðu með 8 mörkum gegn’7. Leikirnir á laugardaginn fóru sem hér segir: ar, sem Framsóknarflokkur- inn ber ábyrgð á. Hún hefir sannað, að þetta brask er ekki óviljandi yfirsjón, sem einn maður ber ábyrgð á, þar eru fleiri sekir, eins og koma mun á daginn. En höfuð- ábyrgðina ber Framsóknar- flokkurinn, sem hefir ævin- lega ætlast til þess, að önnur lög giltu fyrir hans menn en aðra borgara og að sumu leyti vill hann gera sína menn æðri lögunum. Þegar svo er komið, hlýtur að fara illa, því að dramb er falli næst. 2. fl. kvenna A, Víkingur— Ármann 9:4, F. H.—Haukur 7:0. í 2. fl. karla sigraði Þróttur— í. R. 10:8, F. H. vann Fram 113:11, en líkur eru til að það hafi verið úrslitaleikur í þeim flokki, því þetta eru að ailra dómi sterkusu liðin. Leit á |tíma út fyrir sigur Fram, því það hafði um skeið 6:2 yfir. jLoks sigraði Víkingur Val í þessum flokki með 11 mörkum ■gegn 9. Á sunnudaignn sigraði Vík- ingur Ármann í 2. fl. kvenna B jmeð 16 mörkum gegn 4, og í meistaraflokki kvenna. Þróttur Fram 14:9 og Ármann F. H. 16:10. f 2. fl. karla B, vann Ár- mann K. R. 7:4, í meistara- flokki karla, I. deild, sigraði F. H. Aftureldingu 34:14. í 3. fl. karla vann Víkingur K. R. 11:7. í meistaraflokki karla, II. deild, sigraði Fram S.B.R. | 49:6 og í meistaraflokki karla, j I. deild, sem var leikur kvölds- | ins, sigraði K. R. í. R eftir hörkuspennandi og tvísýnan leik, 21:18. Fengu Í.R.-ingarnir mjög gott forskot í byrjun leiks- ins, 6:1, en gættu sín ekki sem | skyldi og lyktaði með jöfnu, 1 9:9. Útvarpið. „Mig langar til þess að mirm- ast nokkrum orðum á sumt af því, sem flutt hefur verið í út- varpinu í vetur. Mér finnst, að það megi vel koma fram frá ein- staklingum, hvernig þeim þykir hafa tekizt í vetur, og væri ein- mitt æskilegt, að meira væri gert að því, að menn segðu álit sitt í blöðúnum, og ekki eingöngu til að finna að, heldur líka til að láta ánægju sína í Ijós yfir því, sem þeim eru ánægðir með. Ann- ars eru kröfur manna svo mis- jafnar, dómgreind, smekkur o. fl., að ekki er nema eðlilegt, að ólíkar skoðanir séu látnar í ljós, en ýmislegt ætti samt að geta orðið til bendingar í því, sem ( menn hefðu um þetta að segja, ' ef menn tækju sig til fleiri en 1 gert hafa um nokkurn tima, og segðu sitt álit. Til bóta. Það, sem mér kemur einna fyrst í hug er það, að mér finnst vera um framför að ræða, að því er hljómlistina varðar, að mjög hefur verið dregið úr útvarpi á því sem lélegt er, og á ég þar t. d. við það, að rokklög heyrast nú miklu sjaldnar en áður og annað slíkt, og meira er en áður af léttri, auðskilinni hljómlist. Mun það sannast, að ef áfram- hald verður á þvi að láta hið lé- legasta þoka fyrir góðri, léttri, skemmtilegri músik, munu kvart anir þeirra, sem ekki vilja þung- skildari hljómlist hjaðna, en göfga tónlist, þótt hún fari kann- ske fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum, ber að sjálfsögðu að kynna, og sýna fullan sóma, enda sívaxandi sá hópur, sem skilur hana og kann að meta. Leikritaval er allmjög gagm-ýnt og ef til vill með réttu. Efni stunra hefur mér fundizt blátt áfram ljótt stundum, en sumt hefur verið gott. Hafa sumir leikendur — eða leikstjórar athugað það nægi lega — hvernig það lætur í eyr- um hlustenda, er leikendur fara j með hlutverk persóna, þegar öldur tilfinninga risa hátt? Á slíkum leik verður stundum sá hávaða- og móðursýkisbragur, að vægast sagt er mjög öfga- kenndt og ónotalegt á að hlýða, og myndu áhrifin engu minni, þótt nokkuð væri úr dregið. Þvi má heldur ekki gleyma, að börn og unglingar hlusta á útvarp eigi siður en fullorðnir, og lít ég svo á, að hafa beri í huga meira en : gert er, að efni sé ekki þannig, að menn vi’;; cgjarnan, að börn iþeirra á unglingsaldri séu meðal hlustenda. Létt efni. Eg hygg, að finna megi nóg af leikritum, alvarlegs efnis, sem eru göfgandi og mannbætandi, og þó sneydd öllu, sem ljótt er. Annars finnst mér hafa tekizt sérlega vel með útfærslu á léttu og skemmtilegu efni í leikrits- formi, og nefni þar til Umhverf- is jörðina á 80 dögnm, skáldsögu Jules Verne, en þar var svo prýði lega með allt farið, að fólki á öll- um aldri var óblandin ánægja að. Það er einmitt eitthvað af þessu tagi, sem er svo vel þegið af almenningi. Það er svo nota- , leg tilbreyting í því f>Tir þá, sem | heima eru að lokinni vinnu, | húsfreyjuna, er hún loks getur | tylt sér niður, og bömin og ung- . lingana, eftir að hafa • lokið i heimavinnumii undir skólann [næsta dag, að fá svona útvarps-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.