Vísir


Vísir - 07.03.1961, Qupperneq 7

Vísir - 07.03.1961, Qupperneq 7
Þriðjudaginn 7. mai-z 1961 VfSIR % VfSIS Lagadeildin telur samkomulagið viðurkenningu Breta á 12 mílum. IUiklar icmræður á Alþingi um landhelgistinálið. Utanríkismálanefnd hefur skilað áliti sínu um tillögu rík- isstjórnarinnar varðandi lausn landhelgisdeilunnar. Nefndin varð ekki á eitt sátt. Meirihlut- inn leggur til að tillaga verði samþykkt óbreytt en minnihlut- inn er klofinn og skilar tveim á- litum. Framsögumenn gerðu grein fyrir áliti nefndarmanna á fundi sameinaðs Alþingis í gær. Jóhann Hafstein talaði af hálfu meirihlutans 'en Þórarinn Þórarinsson og Einar Olgeirs- son af liálfu minnihlutns. í upþhafi ræðu sinnar gat Jó- hann Hafstein þess að utanrik- ismálanefnd hefði ekki orðið sammála um afgreiðsiu málsins. Ráðherrarnir Bjarni Benedikts- son og Guðmundur í Guðmunds son mættu á fundum nefndar- innar ásamt Davíð Ólafssyni fiskimálastjóra og svöruðu ýmsum fyrirspurnum. I nefndinni voru rædd veiga- mikil áreiningsatriði, t. d. um orðalag orðsendingarinnar til utanríkisráðherra Breta. Leit meirihluti nefndarinnar svo á að orðin „falli frá mótmælum" jafngiltu viðurkenningu Breta á 12-mílna landhelginni. Meðferð málsins styður þetta svo og orðalagið á ensku, sem er enn skýrara. Þá verður ekki farið fram á framlengingu veiðiheimildar- innar eftir hin tilskildu 3 ár sem Brefar munu fá að veiða innan landhelginnar. Og öllum vafa um rétt okkar er eytt. Þegar Danir gerðu landhelg- issamninginn við Breta 1901 var samið um uppsagnartíma. Báð- ir aðilar gerðu sér ljóst að þessi samningur mundi ekki standa um alla eilífð. Samið var um minnstu hugsanleg réttindi. Nú viðurkenna Bretar óaftur- kallanlega hina 12-míIna land- helgi. Enginn óskar eftir því að sú viðurkenning sé uppsegjan- leg. Eða vill nokkur íslending- ur að viðurkenning þeirra á nýj" ustu grunnlínubreytingunum verði tekin aftur síðar, með upp sögn þessa samkomulags? Það er misskiinmgur að við getum ekki haldið áfram að færa út yfirráðasvæði okkar kringum landið. Við lýsum því yfir <í niðurlagi orðsendingar- innar að við munum vinna að frekari útfærslum eða breyting j um grunnlína. Við lofum að til- kynna Bretum slíkar fyrirhug- aðar breytingar 6 mánuðum áð- ur en þær eigi að koma til fram- kvæmda. Ef Alþjóða dómstóll- inn á þeim tíma hefur ekki kveðið upp úrskurð, sem bann- ar okkur íyrirhugaða útfærslu, kémur hún síðan til framkv. Við höfum því aðeins skuld- | bundið okkur til að hlýta al- i þjóðalögum. Er það ný skuld- binding? Við höfum áður undir- gengist þessa skuldbindingu. Við erum í Sameinuðu þjóðun- um og allir meðlimir þeirra eru háðir úrskurði Alþjóða dóm- stólsins. Afstaða okkar til annarra þjóða eða þeirra til okkar hlýt- ur að verða sú að þær fái að veiða innan 12-mílnanna sama tíma og með sömu skilyrðum og Bretar. Andstæðingar málsins hafa lagt til að því verði vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu. Auðvit- að má deila um hvenær slíkt á að gera. En um þetta mál er það að segja að það er helgasta skylda Alþingis að leysa það. Það er freistandi að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu. En þetta er samkomulag milli þinga og því ber Alþingi að ráða mál- inu til lykta. Margar ályktanir hafa verið gerðar um iandhelgismálið. Þær eru fæstar, sem gerðar hafa ver ið eftir að samkomulagið kom til sögunnar. Afstaða fólksins ehfur mikið breytzt síðan. En samt hafa verið gerðar margar ályktanir síðan. Af þeim má ráða að almenningur skilur og samþykkir samkomulagið. Vélstjórafélag Vestmanna- eyja skoraði á Alþingi að sam- þykkja tillöguna og skoraði á þingmenn Suðurlands að fylgja henni. Sams konar ályktanir bárust frá matsveinum á sjó, stjórn farmanna- og fiskimanna sambands íslands. Stjórn sam- bandsins telur samkomulagið vel heppnað, og lítur á það sem áfanga til frekari útfærslu. — Skipstjór- og stýrimannafélagið Varðan í Vestmannaeyjum hef- ur lýst samþykki sínu, svo og Útvegsmannafélag Akraness, S,';ómannafélag Reykjavíkur, Félag ísl. botnvörpuskipaeig- enda, Landssamband ísl. út- vegsmanna og Útvegsmannafé- lag Hafnarfjarðar. Hins vegar hafa borizt tillög- ur frá hinum ýmsu flokksdeild- um í flokkum stjórnarandstöð- ^unnar t. d. frá Æ-skulýðsfylk- ingunni. Sömuleiðis frá félög- jum, sem starfa óskylt sjó- mennsku og eru þessar álykt- anir í andstöðu við samkomu- lagið. Viðbrögðin i Bretlandi eru ( þau að megn an'dstaða og óá- j nægja ríkir með ríkisstjórnina og samkomulagið. Forystumenn brezkra sjávarútvegsins hafa lýst óánægju sinni og blöðin í Bretlandi telja brezku ríkisstj. hafa gefist upp. Þau telja við- urkenningu Breta á 12-mílun- um ótvíræða. Fullyrða sum blaðanna að Bretar hafi látið af þeim kröfum, sem fyrir ári síðan voru lágmarkskröfur og gert sig ánægða með mun minna. Síðan tók til máls Þórarinn Þórarinsson. Taldi hann að héþ væri um að ræða stœrsta og örlagaríkasta mál, kferri Álþingi hefur fjallað um áratugum sam an. Verið er að láta af hendi réttinn til landgrunnsins alls. Þeir sem geta gert látið slíkan rétt af hendi er trúandi til að láta af hendi réttinn til sjálfs landsins. Afstaða blaðanna í Bretlandi er byggð á drengilegum leik- reglum þessarar þjóðar. Bretar sparka aldrei í fallinn andstæð ing eða hælast um yfir sigrum sinum. í Ijósi þessa verður að skoða skrif brezkra blaða um | sigur íslendinga. Síðan talaði Einar Olgeirsson: Brezka stjórnin hefur látið und | an fyrir hönd brezka auðvalds- ins, en þó með því að græða um 1 leið. Hún hefur reynt að tryggja 1 sér að við getum ekki fært frek ar út en orðið er. Hættulegt er að samþykkja tillögur ríkis- stjórnarinnar, þar sem tímar og aðstæður munu brevtast og við vitum ekki hvað við tekur. Við vitum ekki hvað verður um al- þjóðadómstólinn og þróunin í ; tækni fiskveiðanna bendir til , þess að samkomulagið geti orð- ið okkur dýrkeypt. Síðar í umræðunum, eftir kvöldmat, talaði Bjarni Bene- diktsson dómsmálaráðherra og svaraði nokkrum atriðum, sem komið höíðu fram í ræðum stjórnarandstæðinga. Kvað ráð- herrann því fara fjarri að sam- komulagið við Breta sé fjötrar i íslendinga í viðleitni þeirra til að færa út grunnlínur í fram- tíðinni. Einn ræðumanna taldi Alþjóðadómstólinn og sam-j komulagið slíkan fjötur að -viðj myndum skaðast á því. En sann! leikurinn er sá, að við þurfum \ aðeins að tilkynnaBretum hvað við höfum í hyggju, með sex mánaða fyrirvara og hlýta úr-| skurði Alþjóðadómstólsins, ef hans verður kraíizt. Það er skoplegt að heyra stjórnarandstæðinga tala um ! óhæfilegan langan frest, sem við veitum Bretum. Þeir fullyrða ’ að við höfumf fengið rétt til þeirra grunlínubreytinga, j sem nú er verið að gera, á Gen- j farráðstefnunni 1958. En hvefs vegna reyndu þeir aldrei að not færa sér þann rétt og leggja nú til að reglugerðin um landhelg- ^ ina verði samþykkt óbreytt án þessarra grunnlínubreytinga. — : Þeim hefur ekki dottið í hug að koma með breytingartillögur j við frumvarp það, sem nú er í efri deild um samþykkt 12- I mílna reglugerðarinnar, og miða frumvarpið við óbreyttar,grunn I linur eins og þær vö'ru áður en. hýjústu'breytingarnar komu jtil sögunfiar. Þeir menn, sem 'svona fára. að, ættu ekki að setja fyrir sig- þótt við gefum þjóðufn 6' mán- aða frest áður en ákvafðanir okkar taka gildi. Og Vinstri stjórnin lét nokkra mánuði líða frá því að hún gaf út reglugerð- ina um 12 mílur. Þangar til hún lét hana köma til framkvæmda. Buðu einnig langan frest" í til- lögum sínum til NATO um lausn landhelgisdeilunnar. Ó- samræmið er allt of mikið hjá stjórnarandstæðingum og óþarfi að fjölyrða um þetta frekar. Fram til þessara síðustu daga hefur Hermann Jónasson haldið því fram, að aðgerðir okkar ættu að byggjast á alþjóðalög- um. Og það hefur aldrei fyrr heyrzt í s.ölum Alþingis að við ættum ekki að fara að alþjóða- lögum. En enginn er betur til þess fallinn að tryggja okkur að við náum rétti í þessum mál- um en Alþjóðadómstóllinn. Ef þessi samningur væri upp- segjanlegur væri samkomulagið okkur einskis virði, sagði Bjarni Benediktsson. Þá gætu Bretar sagt upp ákvæðunum um að hlýta betri alþjóðarétti, og tek- ið upp gömlu baráttuaðferðirn- ar, herskipavernd og löndunar- bann. Þess vegna hljóta íslend- ingar að halda fast við ákvæðin um að ekki megi segja upp samningnum. Stjórnarandstæðingar tala um að rétt sé að þjóðaratkvæða- greiðsla verði látin fara fram um málið. 1 stjórnarskránni er skýrt tekið fram, að Alþingi og ríkisstjórn skuli fara með samn ingagerð við af hálfu þjóðar- innar. Með þessu er sú skylda lögð á herðar Alþingi að af- greiða málið sjálí't og skjóta sér ekki undan þvi. Allt tal stjórnarandstæomga um að alþingismenn hafi ekki umboð til að samþykkja tillög- ur ríkis.stjórnarinnar er fjar- stæða. Alþingi lagði fyrir ríkis- stj. þann 5. maí 1959 að vinna að þessum málum og ríkisstj. hefur farið eftir því umboði. Sjálf hefur þjóðin staðfest þetta_ umboð í tveim þingkosningum síðan. Alþingi lagði fyrir ríkisstjórn- ina að afla viðurkenningar á landgrunninu. Sýnt hefur ver- ið fram á, að ísland er hag- kvæmast að gera það með sanrn- ingum við aðrar þjóðir eða reka réttar síns fyrir Alþjóðadóm- stólnum. Með því að Br-etar sætta sig við þetta hafa þeir lýst yfir, að þeir muni ekki í Framh. á íl. síðu. Vörðyr — Óðinn — Heisndallur Hvöt halda S’álfsíæðisíélögln í Reykjavík í kvöld kl. 8,30 í S:álrsiæðishússnu. Húsið opnað kl. 8. Lokað kl. 8 30. 1. Spiluð félagsvist. 2. Ræða: Gunnar Schram, rlistjóri. 3. Spilaverðlaun a-hent. 4. Dreg'ð í happdrætti. 5. Kvikmyndasýning. Skemmtinefndin.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.