Vísir - 16.06.1961, Qupperneq 1
IrisiB
51. árg. — Föstudagur 16. júní 1961. — 133. tbl.
Enn deilt
um 1%.
I nótt stóð sáttafundur
með vinnuveitendum og
Dagsbrún til kl. 1. Höfuð-
efni fundarins var deilan
um hvort 1% hækkunin
skyldi renna beint sem
kauphækkun til verka-
manna eða í styktarsjóð
Dagsbrúnar.
Dagsbrún kvað vinnuveit-
endum heimilt að skipa annan
endurskoðanda styrktarsjóðs-
ins. Vinnuveitendur lýstu því
yfir að bað breyti engu þeirra
fyrri afstöðu.
í morgun hafði enginn fund-
ur verið boðaður í dag. Verk-
fall Þróttar hófst á miðnætti
og hittast deiluaðilar á fundi í
dag.
Erlendir sjó-
menn slasast.
Frá fréttaritara Vísis.
Patreksfirði í morgun.
f gærdag kom hingað þýzki
togarinn Frederick Buff, frá
Bremerhaven. Einn skipsmanna
hafði orðið fyrir „bobbingum“
og fengið heilahristing og á-
verka á höfuð.
Hann var fluttur hingað í
sjúkrahúsið. En þýzki togarinn
var ekki þar með laus allra
mála. Þegar togarinn var að
leysa festar og á leiðinni út úr
höfninni vildi það slys til, að
einn skipsmanna festist með
fingur undir vír á tromlu.
Fór togarinn togarinn þegar að
bryggju aftur og var maðurinn
fluttur til lænis, sem varð að
taka fingurinn af. Mönnunum
báðum líður nú vel eftir atvik-
um.
í gærmorgun kom hingað
brezki togarinn Velia frá Fleet-
wood með botnlangasjúkling,
Framh. á 5. síðu.
99 stúdentar
Þorgeir Pálsson stærðfræðideild hlaut
hæsta einkunn 9,20.
Þær gengu fyrstar út úr
skólanum eftir að stúdent-
um hafði verið afhent skír-
teinin. Yndisþokkinn leynir
sér ekki né ánægja þeirra í
fríðum andlitunum. En þær
voru hógværar og var ekki
um að fjölyrða.
Mennetaskólanum í Beykja-
vík var slitið í gær. Brautskráð-
ir voru 99 stúdentar. Kristinn
Ármannsson rektor hélt ræðu
og gaf yfirlit yfir starfsemi
skólans á skólaárinu. Þá minnt-
ist rcktor látinna starfsmanna
skólans: Jóhannesar Áskelsson-
ar yfirkennara, séra Friðriks
Friðrikssonar, Björns Jokobs-
sonar íþróttakcnnara, dr. Þor-
kels Þorkelssonar veðurstofu-
stjóra og Karls Kristjánssonar
húsvarðar.
Síðan afhenti rektor nýstúd-
entum verðlaun og skírteini.
Alls gengu 107 undir stúdents-
próf, þar af 8 sem eru að taka
prófið í áföngum og geyma
nokkur próf til haustsins. —
Hæstu einkunnir hlutu Þorgeir
Pálsson stærðfræðideild, 9.20
og var það jafnframt hæsta
einkunn í skólanum á árinu,
Þorsteinn Gylfason, máladeild,
9.16 og Gunnar Benediktsson
9.10. Þetta eru allt ágætiseink-
unnir.
Margir eldri nemendur skói-
ans voru viðstaddir skólaupp-
sögnina. Nokkrir árgangar af-
hentu skólanum gjafir. Stein-
dór Gunnlaugsson lögfræð-
ingur talaði fyrir hönd 50 ára
stúdenta og Tómas Guðmunds-
son fyrir hönd 40 ára stúd-
nta. Báðir afhentu peninga-
gjafir til Bræðrasjóðs. Þá tal-
aði Gylfi Þ. Gíslason mennta-
málaráðherra fyrir hönd 25 ára
stúdenta og færði skólanum
málverk af Kristni Ármanns-
syni rektor, gert af Sigurði feig.
urðssyni. Ráðherrann mælti á
latínu. Loks talaði Aðalsteinn
Guðjohnsen fyrir hönd 10 ára
stúdenta og afhenti skólanum
smásjá að gjöf.
Að lokum þakkaði rektor
sýndan vinarhug og sagði skól-
anum slitið.
Aðeins ný
frímerki
17. júní.
Bréfapóststofan verður op-
in laugardaginn 17. júní frá
kl. 8—13.
Verða þá eingöngu seld ný
frímerki, sem gefin eru út í
tilefni af því að liðin eru
ár frá fæðingu Jóns Sig-
urðssonar.
Danska ríkisstjómin ekki
sammála um frestunina.
Einkaskeyti frá fréttaritara
Vísis í Khöfn í morgun. —
Viggo Kampmann for-
sætisráðherra Dana gekk í
gær á fund ambassadors
Islands í Danmörku Stefáns
Jóhanns Stefánssonar og
tilkynnti honum formlega
þá ákvörðun dönsku ríkis-
stjómarinnar að fresta af-
hendingu handritanna. I
yfirlýsingu dönsku ríkis-
stjórnarinnar segir að hún
líti ekki á lögin um afhend-
inguna, sem eignarnám.
Hún kveðst þó ekki
vilja eiga á hættu illdeilur
sem kunna að leiða af því
að ekki sé virt krafan um
frestun afliendingarinnar.
Ríkisstjórnm tók jafnfiamt
fram að hún mundi jafn-
skjótt og nýtt þing kemur
saman leggja frumvarpið
fyrir það til samþykktar.
Það er einnig ætlun dönsku
ríkisstjórnarinnar að láta hraða
Ijósmyndun þeirra handrita,
sem væntanlega verða afhent
Islendingum.
Enda þótt ríkisstjórnin komi
fram sem ein heild er hún gef-
ur út þessa yfirlýsingu er vitað!
að innan hennar voru mjög
skiptar skoðanir um það hvort
taka ætti tillit til kröfunnar
um frestun.
Eftir að skeyti fréttaritarans
hafði verið sent í gær barst enn
eitt skeyti til danska þingsins
með kröfu um frestun. Hafa þá
61 þingmaður undirrita kröf-
una. — Þingmaður Færeyja,
'Johan Poulsen, hefir lýst því
yfir að hann muni ekki rita
undir slíka kröfu.
Vísir og
17. júní.
Það hefir ekki verið venja,
að Vísir kæmi út 17. júní, en að
þessu sinni verður brugðið út
af þeirri venju, þar sem dagur-
inn er að mörgu hátíðlegri en
endranær. Blaðið kemur út eld-
angjaA So ‘qijbuibjjXj i eunuaus
að kalla eingöngu helgað minn-
ingu Jóns Sigurðssonar, birtar
greinar um hann með myndum
og þar fram eftir götunum.
Móttaka ríkisstjórnar
17. júní.
Ríkisstjórnin tekur á móti
gestum í Ráðherrabústaðnum,
Tjarnargötu 32, þjóðhátíðar-
daginn 17. júní, kl. 4—6.
Forsætisráðuneytið,
15. júní 1961.