Vísir - 16.06.1961, Side 3
I
Fö'-trJagur 16. júní 1961
VlSIR
»
4
I
♦
,y:
S55:::::::::::::íA:í:$»í^»::::
í.v.v.v.v.v.vmwav,;,;/
............
Fegurstu
I dag birtum við myndir af Marlene Dietrich,
Marlene hinni eilífu, sem fyrir löngu er orðin amma,
en er þó enn kvenna fegurst.
Hér er hún fyrir nokkrum vikum í Hollywood,
þar sem hún leikur í nýrri kvikmynd, „Niirnberg
réttarhöldin“, með Burt Lancaster.
Síðbuxurnar minna á að sagt er, að Marlene
hafi verið fyrsta konan, sem klæddist þeim á al-
mannafæri og vakti auðvitað hneyksli!
Bróf:
t ngadauðinn
á Tjörninni.
Bretar hjálpa til að
finna Venusnik.
Hefur verið týnd síðan um
miðjan febrúar.
Hér liggja fyrir framan mig
á borðinu fjórir dauðir og hálf-
dauðir andarungar sem segja
sína sögu. Ungamæðurnar hafa
komið með þá fyrir stuttu síð-
an á Tjörnina, og vilja synda
með þá á gamlar slóðir þar sem
þeim er mest gefið, en veður
breytist og bárur rísa á vatninu,
: og brotna við steinkantinn sem
hlaðinn hefir verið með Tjarn-
argötunni. Slást þessir litlu
vesalingar þá við grjótið en
komast hvergi á land, blotnar
þá dúnninn við litla brjóstið
þeirra strax svo þeir verða ó-
sjálfbjarga, og krakkarnir
bera þá hálf og aldauða inn
til okkar á slökkvistöðina, þar
sem ekkert er hægt fyrir þá
að gera.
Eg er að segja frá þessu af
því að eg veit að svo mörgum
þykir bæði gaman og vænt um
litlu ungana, þegar þeir koma
með mæðrum sínum á Tjörn-
ina fyrst á • vorin, og myndu
sannarlega vilja að þeim væru
sköpuð þar hin beztu uþpeldis-
skilyrði, og að tillit yrði tekið
til þess þegar lagfæring færi
fram á umhverfi Tjarnarinnar.
En eins og nú er háttað með
frágang tjarnarbakkanna hér
á heimatjörninni, þar sem unga
mæður halda sig mikið með
unga sína, er það hreinasta
hending ef nokkuð af þessu
ungviði heldur þar lífi. Vil eg
því biðja yður, sem þarna ráð-
ið vinnubrögðum, um smálag-
færingu. Það er þá fyrst nokkr-
ar steyptar uppgöngubrýr við
grjótkanta Tjarnargötunnar,
þar sem ungarnir ættu hægt um
uppgöngu, og helzt að grjót-
hnullungarnir í götuhallanum
yrðu fjarlægðir á nokkrum
stöðum, og grasþökur settar í
staðinn. Ennfremur vil eg biðja
um þrjá haglega útbúna flot-
fleka, sem staðsettir væru
nokkra metra frá landi, tveir
meðfram Tjarnargötunni, og
einn framan við Vonarstræti,
og gætu ungamæður átt þar
griðland með unga sína.
Vona eg svo að góðvild yðar,
og umhyggja fyrir aðþrengdu
lífi, ráði því að þér gerið allt
sem hægt er til að minnka
ungadauðann á Tjörninni, því
hann er okkur Reykvíkingum
sízt til sóma.
Kjartar. Ólafsson.
Kannskc geta brezkir vís-
indamenn í rannsóknarstöðinni
á Jodrell Bank hjálpað Rússum
til að finna Venusflaugina —
Venusenik — þá sem þeir týndu
17. febrúar sl.
Rakettunni var skotið á loft
12. febrúar sl. en radio-merki
hennar dóu út fimm dögum
síðar. Síðan hefur ekkert frá
henni heyrst svo vitað sé með
vissu. Rakettan á nú að vera
komin eins nálægt Venus og
henni var ætlað að fara. Rann-
sóknarstöðin í Jodrell Bank
hefur náð merkjasendingu ein-
mitt úr þeirri átt sem rakett-
ann ætti að vera í um þessar
mundir. Rússar hafa beðið vís-
indamennina þar að kanna mál-
ið betur. Ei er vitað um nokk-
urn annan hlut sem gæti sent
frá sér radiomerki úr þessari
átt. Tveir rússneskir vísinda-
menn eru viðstaddir tilraun-
irnar.
I