Vísir - 16.06.1961, Síða 5
Föstudagur 16. júní 1961
V I S 1 H
3
KASSAGERÐIN
KRAFÐIST LÖG-
BANNS.
Kassagerð Reykjavíkur hef-
ur krafizt þess fyrir fógetarétti
að lagt verði lögbann á aðgerð-
ir verkamannafélagsins Dags-
brúnar gegn vinnu starfsmanna
Kassagerðarinnar.
Lögfræðingur Kassagerðar-
innar Páll S. Pálsson hrl. lagði
kröfuna fram í gær ásamt
greinargerð. Þar er bent á að
aðgerðir Dagsbrúnar séu gerðar
í fullkomnu heimildarleysi, að
ekki sé nokkur fótur fyrir þeim
í íslenzkum lögum. Lögfræð-
ingurinn gat þess einnig að
Kassagerðin væri að framleiða
kassa utan um frystan fisk til
útflutnings og það mundi verða
mikið tjón fyrir frystihúsin ef
sú framleiðsla yrði að stöðvast.
Lögmaðurinn benti enn frem
ur á að enginn starfsmanna
Kassagerðarinnar væri í Dags-
brún og sú vinna sem Dagsbrún
stöðvaði hefði ekki verið fram-
kvæmd af meðlimum Dags-
brúnar.
Með þessu máli er reynt að
stemma stigu fyrir sífellt meiri
áleitni verkfallsmanna við lög
i og rétt. Þeir hafa tekið að sér
löggæzlu í landinu í algjöru
heimildarleysi, að því er lög-
fræðingurinn álítur.
Talmaður Dagsbrúnar Egill
Sigurgeirsson hrl. fékk frest til
kl. 16 í dag til að skila svari
sínu og greinargerð.
Einn af varaforsætisráð-
herrum Sovétríkjanna,
Mikhail Krumitjov, varð
bráðkvaddur í síðustu viku,
60 ára gamall.
Sýning um ævistarf
Jóns Sicfurðssonar.
— opnuð í BogasaEnum í dag.
f dag verður opnuð í Bogasal
Þjóðminjasafnsins sýning sem
fjallar um ævi og starf Jóns
Sigurðssonar. Sýningin verður
opnuð kl. 5 síðdegis í dag af
Gylfa Þ. Gíslasyni, mennta-
málaráðherra, og verða þá við-
staddir boðsgestir, en sýning-
in verður opnuð almenningi
klukkustundu síðar.
Að þessari sýningu standa
Þjóðminjasafnið og Félag ísl.
fræða, og þeir sem unnið hafa
mest að undirbúningi sýning-
arinnar af hálfu félagsins, eru
þeir Árni Böðvarsson, Jón Að-
alsteinn Jónsson og Þórhallur
'‘Vilmundarson.
' Sýningin fjallar um sögu
hinnar heilladrjúgu starfsemi
og forystu Jóns Sigurðssonar í
sjálfstæðisbaráttu 19. aldar, en
auk þess er að finna þar sýnis-
horn af bréfum hans og bréfum
til ýmissa merkra manna, svo
og bækur og útgáfur sem hann
starfaði að.
Á sýningunni eru einnig ljós-
myndir, málverk og högg-,
myndir af Jóni, auk húsgagna
úr búslóð hans, ræðustóls úr
þingsals Menntaskólans o. fl.
Er þetta hin merkasta sýning,
og vafalaust mun almenning-
ur leggja leið sína í Bogasalinn
þann tíma sem sýningin stend-
ur.
FULLTRÚIÍSLANDSI
TOKYOFERD.
Nýlega lagði flugvél upp frá
Kastrup-flugvelli til Japans og
var mjög dýrmætur „farmur“
í lienni.
Meðal farþega voru nefnilega
fimm yngismeyjar, þær feg-
urstu, sem eigendum flugfé-
lagsins hafði tekizt að finna til
að bjóða í ferðalag til Tokyo í
og nokkra daga dvöl í Japan. |
Voru stúlkurnar valdar þannig.:
að ein var frá hverju Norður-
landanna, og fyrir fslands hönd
fór Ragnheiður Jónasdóttir
(Sveirissonar læknis) þessa för.
Það er japanskt flugfélag,
sem bauð stúlkunum í þessa
för, og gerir. það vitanlega í
auglýsingaskyni, ekki aðeins
gagnvart Japan, þar sem það
verður að keppa við mörg út-
lend flugfélög, heldur og með!
tilliti til væntanlegra farþega J
á Norðurlöndum.
Kagstœðir tæjar-
reikningar 1960.
Eignir jukust en skuldir lækkuðu.
Nokkur atriði úr ræðu Geirs Hall-
grímssonar borgarstjóra í gær.
Reikningar Reykjavíkurbæjar 1960 lágu fyrir
bæjarstjórnarfundi í gær til fyrri umræðu. Niðurstöður
bans sýna að áætlanir og rekstrarútgjöld hafa staðizt
svo til nákvæmlega, skuldir bæjarsjóðs hafa lækkað
mjög verulega, bætt hefur verið úr fjárskorti ýmissa
fyrirtækja bæjarins, og að greiðslujöfnuður bæjar-
sjóðsins er hagstæðari nú en um langt skeið. Jafnframt
varð mikil eignaaukning þrátt fyrir óvenju miklar af-
skriftir.
Geir Hallgrímsson borgar-
stjóri skýrði reikningana í
ítarlegri ræðu. Hann hóf mál
sitt með því að þakka þeim
starfsmönnum Reykjavíkur-
bæjar, sem gengu frá reikning-
unum, þeim Gunnlaugi Peturs- (
syni borgarritara, Guttormi,
Erlendssyni aðalendurskoðanda
og Karli Á. Torfasyni aðalbók-
ara. Síðan ræddi borgarstjori
reikningana.
í fjárhagsáætlun fyrir árið
1960 voru rekstrartekjur áætl-
aðar kr. 261.882.500,00, en urðu
samkvæmt reikningikr. 2 7 Q.—
624.494,03 eða að^ins kr. 8,7
millj. hærri en gert var ráð
fyrir í áætluninni.
Rekstrargjöldin voru áætluð
kr. 219.882.500,00 og á árir.u
voru gerðar viðbótarsamþj’kkt-
ir af bæjarstjórn kr 311 þús.,
þannig að áætlunin er alls kr.
220,0 millj. Samkvæmt reikn-
ingum urðu rekstrargjöldir. kr
220.5 millj. eða tæpum 300 þús.
kr.hærri en áætlunin.
Hrein eign bæjarins í árslok
1960 var 688.8 millj. kr. og
hafði aukist um 58.4 millj. á
árinu. Hafa eignir bæjarins auk-
ist mjög ört á undanförnum
árum, enda þótt þeirri reglu sé
Loftleiðir
t
Frh. af 16. síðu:
árið og Saga unz hún var seld.
Ein léíguflugvéi frá Braathen
var i förum allt árið og önnur
hluta árs. Á þessu ári var Þor-
finnur Karlsefni keyptur 4.
marz, en Hekla seld og afhent
11. marz. í gær voru nákvæm-
lega 14 ár síðan Hekla kom
fyrst til landsins. Starfsmenn
Loftleiða eru nú um 300, þar
af helmingur í Reykjavík. Á
árinu skilaði félagið tæpum 24
Vextirnir sköpuðu jafnvægi
í peningamálunum.
Framsóknarmenn og
kommúnistar hafa þrásinn-
is gagnrýnt vaxtahækkun-
ina og kveðið hana mesta
mein fyrir efnahagslíf-
ið og afkomu almennings.
Sannleikur málsins er allur
annar. Vaxtahækkunin í
janúar 1960 átti sinn ríka
þátt í því að loks eftir mörg
ár er komið jafnvægi á í
pcningamálunum og útlán
bankanna og sparifjármynd-
unin stenzt að mestu á.
Við vaxtahækkunina tóku
sparifjárinnlög mjög að auk-
ast. Síðustu níu mánuðina
1959 voru þau aðeins 226
millj., cn á sama tímabili
1960 höfðu þau axið upp
í 380 millj. Er það aukning
um hvorki meira né minna
en rúmar 150 millj. kr. Á
sama tímabili 1959 voru út-
lán bankanna 350 millj. kr.
meiri en innlögin. Árið 1960
var loks fengið hér jafnvægi.
Þá nam aukning sparifjár-
innlaga nær 16 millj. kr.
meiru en útlána.
Sparifjárinr.lög eru und-
irstaðan undir fjárfesting-
unni og blómlegu efnahags-
lífi. Jafnvægi milli innlána
og útlána er hér höfuðnauð-
syn og það náðist fyrst eftir
gengisbreytinguna. Á þessa
Iilið málsins minnast komm-
únistar og framsóknarmenn
aldrei. Þeir láta sig engu
varða þótt sparifé fólks rýrni
óhæfilega og fólkið tapi svo
trausti á srjaldmiðlmum, að
það hætti að leggja fé í
banka.
it
yfirleitt fylgt að afskrifa fast-
eignir í fasteignamat
Skuldir bæjarsjóðs lækkuðu
um 9.4 millj. kr. á árinu. Af-
borgunarlán hækkuðu um 12
millj., skuldabréfalán lækkuðu
um 1.4 millj., lausaskuldir
lækkuðu um 9.4 millj. og
skuldir við ýmsa lánardrottna
lækkuðu um 14.6 millj. kr, —
Skuldir við sjóði bæjarins
hækkuðu um 4 millj.
í lok ræðu sinnar gat borg-
arstjóri þess að skuldir ríkis-
sjóðs við Reykjavikurbæ hefðu
lækkað um 6.1 millj. á árinu
éða úr 20 9 millj í 14 millj. kr.
Greiðslujöfnuður bæjarsjóðs-
ins sjálfs varð hagstæður á
árinu um 4.6 millj. króna. Hann
hafði á undanförnum á árum
mest ■orðið hagstæður um 2
milljónir.
millj. kr. í erlendum gjaldeyri
til bankanna.
Á þessu ári hafa verið fluttir
15,412 farþegar, 18'*?' meira en
á sama tíma í fyrra, flutningur
á vörum aukizt um 15%, pósts
um 62%. Farþegabókanir hafa
aldrei verið meiri en nú.
Heildarvelta félagsins nam s.
1. ár kr. 227,167,242. Afskrifað-
ar voru kr. 11,153,610, rekstrar-
afgangur kr. 1,141,388.
Stjórnin var öll endurkjörin,
og samþykkti fundurinn að fé-
lagið réðist í kaup á fjórðu
Cloudmastervélinni.
Sjómenn —
Framh. af 1. síðu.
sem var skorinn upp strax. Hon
um líður nú vel.
Tveir bátar eru nú farnir héð
an og norður á síld, eru það
Sæborg og Sigurfari, sem fóru
norður í gærkveldi.
lyrsta \-
skip þýzka.
í frétt frá Hamborg segir, að
fyrsta vestur-þýzka kjarnorku-
skipið verði 16 þús. lesta vöru-
flutningaskip.
Skipasmíðinni verður lokið í
fyrsta lagi í árslok 1964. Frá
þessu var skýrt á fundi í Ham-
borgar-senatinu fyrir skömmu.