Vísir - 16.06.1961, Síða 9

Vísir - 16.06.1961, Síða 9
rösludagur 16. júní 1961 VtSIR 9 ■“* <• I i® rjykanoi i T Tm sama leyti og vorsólin 1 hellti geislum sínum | yfir Reykjavík og sérhvert tré skartaði nyju laufskrúði, kom út ljóðabók eftir nýjan ' höfund, sem var allt 1 einu 1 setztur á skáldabekk, án J þess að menn vissu til þess, að sú kynlega árátta að fella i hugsanir sínar og tilfinning- ' ar í fjötra stuðla og höfuð- stafa, ríms og hátta hefðu i sótt á hann og rænt hann • svefni og sálarró. Maðurinn var meira .að segja svo ó- háttvís og á eftir tímanum að yrkja flestöll kvæðin með hefðbundnu ljóðformi, sem lærðustu menn vissu ekki betur en væri nú loksins dautt og grafið undir fjall- háum hlöðum af eldföstum atómljóðum, og ekki bætti það úr skák að kalla bók, sem kom út um varptímann, Fjúkandi lauf, enda hefir ríkt þögn á þingum skálda um þetta skírlífisbrot skáld- gyðjunnar. Höfundur þessarar nýju bókar er Einar Ásmundsson j hæstaréttarlögmaður. Fáa, j nema nánustu vini hans, J grunaði, að hann fengist við J að yrkja, enda mun hann | hafa ort sér til hugarhægðar, J en ekki fyrir prentsmiðjur, þótt skáldskapurinn væri stundum lítil raunabót, eins og hann segir í fyrsta kvæði bókarinnar: Hver galli verksins þyngdi huga minn og innri raddir ætíð verkin smáðu, því allt var daufur svipur, tómleg mynd af hugans sýn, sem orðin aldrei náðu. Þrátt fyrir það stóð hug- ur hans til þjónustu í must- eri ljóðagyðjunnar, því að hann segir í upphafi sama kvæðis: Oft var mín huggun einni þér að þjóna, og þá var tíminn horfinn mínum sjónum. Á dyrnar þínar þreyttur oft eg barði, í þínum helgidóm eg fór úr skónum. Það leynir sér ekki, að Einar Ásmundsson hefur beitt sig ströngum aga við ljóðagerð sína. Hann stígur hvergi hálft spor út fyrir þá veröld, sem hann þekkir. Lífsreynsla hans hefir fært honum yrkisefnin, af því eru kvæðin laus við allt tóma- hljóð og glamur, 'sem sker mann svo átakanlega oft í eyrun, en strengirnir í skáld hörpu hans syngja næstum allir með tregatóni. „Haust og vetur, helja og gröf“ eru aðalyrkisefnin, og þeim ger- ir hann bezt skil. Hversu mörg þeirra skálda, sem framleiða ljóðabók næstum árlega, mundu ekki stór- græða á að skipta á heilli bók og einu kvæði eða jafnvel einni vísu á borð við þessa, sem er sú síðasta af þremur í smákvæði sem heitir Vökin: Ot við bakkann bíður gildran, blóðlaust hefur á þig mænt, fórnarsvangt úr svölu leyni auga dauðans djúpt og grænt. Einar er skáld trega og lífsleiða, en hann er samt ekki beiskur og hann skellir ekki skuldinni á samtíma sinn. Viðkvæmni hans er Einar Ásmundsson. hárfín án þess að vera nokk- uð' væmin eða tilgerðarleg, hann beygir sig fyrir sínum skapadómi, en vill sarrit þrátt fyrir allt „kenna til og lifa“ þó eftir litlu sé að sækjast: Svo rennur dagurinn út í ekki neitt, og einveran grá og þögul á dyr þínar ber. En kannski er smástrá eitt- hvert, sem óskar þess heitt að ilma í kvöld af fátækt sinni hjá þér. Einar bregður upp skýr- um myndum í sumum ljóð- um sínum. Hver skyldi ekki þekkja þessa mynd, sem er dregin með fáum en skýrum dráttum: Og heima við bæinn á hlaðinu stendur kerra og hrúga af reipum, sem þorna á spýtum og stein- um. Kötturinn læðist úr krók bak við skógviðarköstinn og kastar snöggu tilliti fram yfir hlaðið. Engin hreyfing, allt er syfjað og liggur í yfirgefinni ró, tómir stein- dauðir hlutir. Þetta erindi er úr kvæði, sem heitir Kvöld á slætti. Mér finnst einhvern veginn, að hann hafi æskuheimili sitt í huga, þegar hann yrkir þetta, og það hilli upp í end urminningunni. Kvæðið er fyrst og fremst ,,maleriskt:‘, en í lokin gefur hann því aukið inntak með tveimur síðustu lióðlínunum: Kvöldið fer yfir, og kul sezt um hlíðar og sléttur eins og kvíði, sem læsist um þreyttan og uppgefinn huga. Einn kosturinn við kvæði Einars er, hve gott vald hann hefur á málinu. Hann fellur samt aldrei í þá freistni að fela ófrumlega eða óskýra hugsun undir pilsfaldi hagmælskunnar. — Hann er jafnan minnugur þess að „at digte det er at holde dommedag over sig selv.“ Skáldskapur hans er ekki torskilinn og myrkur. Stíllinn er knappur og per- sónulegur. Það er erfitt að hugsa sér, að hægt sé að breyta til batnaðar vísu eins og þessari: Dulspakan bónda dreymir harðan vetur, draumhestur hvítur stendur úti á hlaði, hófar úr klaka. hneggið eins og þytur, en hríðargusur standa úr báðum nöstum. Því miður einskorðar Einar sig um of við þennan feigð- arblæ, sem andar frá svo til hverri ljóðlínu. í einu kvæði kveður við ljúf og léttfleyg glettni. Það er á þessa leið: Ung hún sat á arinhellu. Eg bauð góða nótt. Þá brosir hún og hvíslar: Eg hlusta, er fólkið sefur rótt, og þegar kyrrt er kasta eg kjólnum mínum bláum. Þá brýzt þú inn. En bæjar- dyrnar bind eg aftur með tveimur stráum. Eg ætla ekki að kveða neinn dóm upp um það, í hvaða sæðaflokki þetta kvæði á heima, þegar hin einstöku kvæði eru vegin á reizlu skáldskaparins, en það hefði verið skemmtileg tilbreyting, að þau hefðu verið fleiri. Annað kvæði með léttari tón er Haltu fast-----, en það minnir um of á þýðingu Jónasar, Ljúfi gef mér lítinn koss, bragar- hátturinn er sá sami, og kvæði Einars er eins og for- leikur að hinu. Taktu allt sem eg á til, eg er sköpuð þér til gleði. Þína ósk eg eina vil, ekkert fyrir þér eg dyl. Alltaf meðan eg er til, eg skal vera þér að geði. Taktu allt sem eg á til, eg er sköpuð þér til gleði. Ef þetta er ekki a la Jónas Hallgrímsson, er hér eitt dæmi af mörgum um það, hversu fólkinu svipar sam- an í Súdan og Grímsnesinu. Ein er sú bragaríþrótt, sem lengi hefur verið iðkuð á íslandi með vafasömum hagnaði, en það eru Heine- þýðingar. Þýðingin hefur oft verið léttvæg fundin, þegar hún og frumkvæðið hafa verið settar á met.a- skálar skáldskaparins. Ein- ar þýðir eitt kvæði eft.ir Heine og mér er nær að halda, ef Heineþýðendum íslenzkum væri raðað upp eftir gæðum en ekki afköst- um, mundi Einar standa mjög framarlega í röðinni. Þessi vísa ber ekki þýðing- arsvip: Auga guðs í geimsins riki gætir mín þó, hvar sem er. Og sem brenni ljós h.já líki loga stjörnur yfir mér. Hér hefur verið stiklað á stóru og fátt athugað af gaumgæfni eins og löngum vill verða við fljótan lestur, en athugulir lesendur leggja þessa bók samt ekki frá sér eftir einn lestur og menn hrista ekki svo auðveldlega af sér áhrifin, enda þótt hér sé engin æðri vizka á borð borin, ekki háfleyg trúar- ljóð eða eldheit ástaljóð. Fyrir utan kvæðin, sem áð- an var vitnað í, segir á ein- um stað frá stúlku, sem fer úr peysunni sinni á þurrk- degi. Það er allt og sumt. Það vantar þjóðfélagsádeil- ur og baráttusöngva og margt fleira. Með því að draga dæmin saman, má heimfæra orð alheimssöngv- arans upp á bókina. í henni er aðeins einn tónn, en hann er hreinn. Aðalgeir Kristjánsson. Ingólfur Möller, skipstjóri: Sfávarútvegur og sjésókn. Snemma í vor birti eg nokkr- ar hugleiðingar Um sjávarút- veg og sjósókn í dálkum þessa blaðs. í lok hugleiðinganna mæltist eg til, að menn létu vita, ef þeir hefðu hug á að efna til opins hlutafélags til sjávar- útvegs. Áhuginn leyndi sér, og enn er hann ekki kominn fram. Staðreyndin stendur nú samt, að framleiðsla og aftur fram- leiðsla er það fyrirbrigði, sem verður að sitja í fyrirrúmi fyr- ir öllu öðru. Við þurfum þorsk til þess að eignast stúdent, en við þurfum ekki stúdent til þess að eignast þorsk. Öll okk- ar tilvera byggist á þorski. Hvort sem við lifum betur eða ver á þessu okkar bléssaða landi fer fyrst og fremst eftir því, hvort aflabrögð eru betri eða verri, og ekki er það ein- hlítt, því einnig kemur til lið- ur, sem tilkostnaður heitir. Sé honum ekki haldið innan þröngra takmarka vinnur það á móti hagsæld fólksins. Ódýrasta aðferðin til þess að veiða þorsk er handfæraveiði. Dýrust netaveiðin. Ekki mun gefast betri fiskur en sá, sem á handfæri fæst, og ekki lélegri en sá, sem úr netunum kemur. Fljótt á litið virðist því auðsætt að handfæraveiðar séu sú veiði- aðferð, sem æskilegust sé. Nú á nýliðinni vetrarvertíð var handfærabátur meðal hæstu báta að tonnatölu til og þarf þá ekki að fara í grafgötur um þjóðarhaginn. Áður fyrr var til- högun fiskveiða sú, að bátar voru að veiðum meðan áhöfnin var að draga í þá fullfermi á færi sitt. Þá var fiskurinn allur saltaður, en nú er komið arinað snið. Nú er fiskurinn að lang- mestu leyti unninn í fersku á- standi, svo að það setur á- kveðin tímatakmörk um lengd veiðiferðanna. Kunnáttumenn munu þó sammála um, að hægt sé að varðveita fisk í ís í nokkra daga án þess að gæðin rýrni, svo að orð sé á gerandi. Eins og áður segir þá bygg- ist öll okkar tilvera á þorski. Efnahagur okkar grundvallast á þorski. Það gefur því auga leið, að efnahagsgrundvöllur okkar verður þeim mun traust- ari, sem við höfum minni til- kostnað við að afla fiskjarins. Hvaða liðir eru það nú, sem koma undir kostnað? Við skul- um sjá. Nr. 1. Skip og rekstrarvörur til þeirra svo sem olía og vá- trygging, nr. 2 veiðarfæri, nr. 3 hafnarmannvirki og nr. 4 kaup- greiðslur. Nú skulum við at- huga þessa liði. Það eru þá fyrst skipin — þau mega ekki vera stærri en svo, að þau fullnýtist við að- alveiðarnar. Við skulum taka dæmi — 40 til 50 tonna bátur og 100 til 1'20 tonna bátur stunda línuveiðar .Minni bát- urinn hefir alveg eins mikla möguleika til afla og stærri báturinn. Því verður fiskpund- ið úr minni bátnum verðmæt- ara en fiskpundið úr stærri bátnum. Að öðru jöfnu. Veiðarfærin: Nælonfærið, er sjálfsagt afkastamest miðað við stofnkostnað, en því verður mannshöndin stöðugt að fylgja, svo að það krefst stórrar áhafn- ar. Línan er góð þegar fiskur- inn er við botninn ög tekur beitu, en við hana þarf eins og nú er beitingamenn í landi. Nælonnetin eru dýr en afkasta- mikil í miklum fiski, en mörg- um stendur stuggur af eyðingu hrognfiskjarins, og hæfileik- um nælonnetanna til þess að Framh. á 11. síðu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.