Vísir - 16.06.1961, Síða 11

Vísir - 16.06.1961, Síða 11
Föstudagur 16. júni 1961 VtSIR 11 „HORFÐU REIÐUR UM ÖXL.“ Nýlega lagðl Þjóðleik- húsið á stað í leikför og sýndi leikritið „Horfðu reiður um öxl“. Fyrsta sýningin var í Borgarnesi s.l. föstudag. Húsið var fullskipað og var leiknum forkunnarvel tekið. Að lokinni sýningu ávarpaði Halldór Sig- urðsson alþingismaður leik- arana og þakkaði leikflokknum fyrir komuna. Hann sagði að það vaeri merkur listrænn við- burður að sjá jafn góða sýningu i samkomuhúsi Borgarness. Næsta dag var sýnt á Logalandi i Reykholtsdal og þar næst á Breiðaþliki á Snæfellsnesi, á báðum stöðunum við góða að- sókn og ágætis viðtökur. Að þessum sýningum loknum fór leikflokkurinn aftur tii Reykja víkur. Næstkomandi mánudag leggur flokkurnin svo aftur upp í hringferð kring um land- ið. Fyrst verður sýnt í Búðar- dai þann 19. júní, en þaðan verður haldið til ísafjarðar og sýnt þar 21. þ. m. Myndin er af Gunnari Eyj- ólfssyni og Kristbjórgu Kjeld í aðalhlutverkunum. Athugasemd frá S.I.S. Að gefnu tilefni viljum vér taka það fram, að 7. töluliður samnings vors við Verkamanna félagið Dagsbrún. dags. 9. þ. m„ er á þessa leið: „3. málsgr. 13 gr. orðist svo: ,,í styrktarsjóð Dagsbrúnar- manna skulu vinnuveitendur greiða sem svarar 1% af út- borguðu kaupi verkamanna fyr- ir dagvinnu til að standa straum af veikindum og sjúkrakostnaði. Dagsbrún lýsir yfir því, að sjóð- udinn skuli ekki notaður tii styrktar félaginu eða félags- mönnum í sambandi við vinnu- stöðvanir. Um útreikning og mnheimtu gjalds þessa skulu að- ilar í sameiningu setja nánari tV Þrettán manns Hafa verið handteknir í Ungverjalandi fyrir starfsemi gegn ríkinu. Átta þeirra eru prestar. Nýlega handtók danska lög- reglan fimm bílþjófa. Var þyrla látin fylgjast með ferðum þeirra. reglur eigi síðar en 1. desember 1961.“ “ Rvík, 15. júní 1961. Vinumálasamband samvinnufélaganna. Þjó&hátíð í Hafnarfirði. Þjóðhátíðin í Hafnarfirði hefst kl. 1.30 með guðsþjónustu í Þjóðkirkjunni. Síra Garðar Þorsteinsson prédikar. Síðan hefst skrúðganga að íþróttavellinum við Hörðuvelli, lúðrasveit leikur fyrir göng- unni. Kl. 2.30 hefst lýðveldisfagn- aður á íþróttasvæðinu. Verður þar margt til hátíðabrigða, ræða, ávörp, iþróttakeppni og Kristín ' Anna Þórarinsdóttir flytur ávarp Fjallkonunnar eft- ir Jón Helgason. Kl. 5 verða barnaskemmtan- ir í kvikmyndahúsum bæjar- ins. Þar verður m. a. fluttur þáttur úr Skugga-Sveini og Soffía frænka frá Kardi- mommubæ kemur í heimsókn. Kl. 8 að kvöldi verður svo Leiðabók SVR Strætisvagnar Reykjavíkur hafa gefið út leiðabók með margvíslegum upplýsingum um ferðir vagnanna. Leiðir vagnanna eru nú orðn- ar 23 og þess hefir lengi verið þörf, að til væri einhver bækl- ingur eða pési, þar sem bæjar- búar — og aðrir — gætu fengið nauðsynlegar upplýsingar varð- andi ferðirnar, tíðni þeirra, viðkomustaði og fleira. Bætir þetta kver vel úr þessari vönt- un. Frá Umferð&nefnd. Umferðarnefnd hefur ákveð- ið, að tekinn skuli upp akreina- akstur á Hverfisgötu austan Snorrabrautar. Jafnframt hefir nefndin sam- þykkt, að bannaðar skuli allar bifreiðastöður á þessu svæði. Svo og leggur hún til, að bann- aðar verði bifreiðastöður aust- anvert við stíg bann á Hlemmi, sem er með austurhlið hússins Laugavegi 105. kvöldvaka við Vesturgötu. Þar flytur Stefán Gunnlaugsson bæjarstjóri ávarp. Ævar Kvar- an leikari les upp og margt fleira verður til skemmtunar. Kl. 10 hefst dans. Mun hljómsveit Karls Lilliendahl leika fyrir dansi, einsöngvari verður Sigurdór Sigurdórsson. SKIPT UM HREYFLA í FLUGVÉL BJÖRNS. Björn Pálsson, flugmaður, hefur haldið kyrru fyrir nú um miðbik vikunnar. Ástæð- an er ekki slæmt veður, heldur skýringin fólgin í því, að verið er að skipta um hreyfla í flugvél hans. Þessar upplýsingár fékk Vísir hjá Birni í gær, en vafalaust verður hann aftur farinn að fljúga fyrir viku- lokin, því að verkið mun ekki taka langan tíma. Sjávarútvegur — Keflavík UtsölumaSur Vísis í Keflavík er Georg Ormsson, Túngötu 13, sími 1349. o Fastir kaupendur og þeir, sem óska að gerast áskrifendur, eru beÖmr að snúa sér til hans. Dagblaðið V í S I R Framh. af 9. síðu. halda áfram veiði eftir að þau eru komin á rek á sjónum. Hafnarmannvirki: Með því útgerðarlagi, sem nú tíðkast, þarf að vera hægt að afgreiða alla báta í hverri verstöð á svo sem 3 til 4 klukkustundum, og því eru stöðugt heimtaðar auknar hafnargerðir með fjölg- un bátanna. Fjárhagslegan grundvöll mun þó oft alveg vanta fyrir slíkum fram- kvædum. Kaupgreiðslur: Hrein hluta- skipti tel eg að heppilegust væri„ því að áhöfnin þarfnast gðhalds þess. sem pyngjan ein veitir. . Til hverra ráða er hægt að grípa tíl þess 'að koma fram sparnaði við fiskveiðarnar? Mér finnst. að bað liggi í aug- um uppi, að bátar, sem eru 50 tonn og þaðan af stærri, ættu að stunda bað sem kallað er útilega. Við það sparast mikil olía og slit á bátunum, en einn- ig ætti það að bafa í för með sér minna tjón á bátunum og þar með lægri vátryggingar- gjöld. Við það að bátarnir kæmu ekki aúir að landi svo að segja í einu. mundu hafnar- mannvirki nvtast betur. lS kannske síðast. en ekki sízt, mundi þessi brevting geta leitt af sér. að menn færu að gera sér betur grein fvrir. að um að gera sé að koma fisk-pundinu sem ódvrustu á land. Margir segja. að ekki fáist fólk til þess að stunda þessar veiðar, en eg held að það sé ekki rétt, vegna þess. að betta fvrirkomulag ætti að geta k- ið afraksturinn tiT'muna. og begar allt kemur til alls, er bað nú það. sem mannskennan er að sæjkast eftir — stærri kaka. Þessi grein fiskveiðanna, sem nú var nefnd. veitir flestum atvinnu og er viðráðanlegust kost.naðar vegna. Síldvsiði er hið óráðna hapndræti. það er eins og rauður þráður í gegn- um sögu síldveiðanna, að það eru sömu mennirnir sem afla. Mér fyndist því mjög vel at- hugandi, hvort ekki væri hægt að fá þessa tiltölulega fáu afla- menn til að vera um kyrrt á miðunum og halda áfram veið- um aflahrotuna út, en láta önn- ur skip flytja aflann að landi. Mönnum kann að finnast þetta fjarstæða, en eg er sann- færður um, að þetta væri spor í átt að bættum viðskiptajöfn- uði. Ef 40 skip færa aflamagnið að landi, vantar svar við þeirri spurningu, hvort lítil þjóð hafi efni á að láta 200 horfa á. Þetta er ekkert gamanmál, held ur berstrípaðar staðreyndir, sem nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir. Svo eru það togararnir, þessi stórkostlegu atvinnutæki, sem hvað mestan þátt áttu í ævin- týrinu ísland nútímans. Síð- ustu árin hefir sigið á ógæfuhlið fyrir þessum stóru skipum. Nauðsynlegt er að hafa í huga, að það eru ekki togarar, sem eru takmarkið, heldur aflinn, sem þeir færa að landi. Fari svo, að aflinn beri ekki kostn- aðinn við útgerð togaranna í beinni eða óbeinni merkingu, er auðvitað ekkert annað að gera en þakka þeim mikla hjálp og lofa þeim að hvílast. Eg er einn þeirra manna, sem trúa því statt og stöðugt, að sjávarútvegur sé og verði okkar höfuðatvinnuvegur. Það virð- ist vera að koma í tízku, að tala um sjávarútveginn sem eitthvert vandræðabarn, hann sé ekki nógu árviss, en hvaða at vinnuvegur annars stendur und ir innflutningi nauðsynja okk- ar? Eg þekki hann ekki. Jafnframt því að trúa á sjáv- arútveginn þá trúi eg því líka að rekstur hans verði að breyt- ast eitthvað í átt við það, sem eg hefi hér lítillega gert grein fyrir. Umfram allt verða menn að hafa í huga, að fiskurinn hefir aðeins takmarkað verð- gildi. Verðmætið verður ekki mælt á klukku verkalýðsfor- ingjanna heldur á eftirspurn- ina eftir fisk-pundinu á heims- markaðnum. Eg tel bráðnauð- synlegt að leggja klukkuna og kaffitímafarganið til hliða- en í þess stað taka upp ákvæðig- vinnu í sem ríkustum mæli. Með það fyrir augum að auka hagsæld fólksins og tryggja stöðu okkar í samkeppninni á sölumörkuðunum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.