Vísir - 21.06.1961, Side 2

Vísir - 21.06.1961, Side 2
2 VlSIR Jfrí&vikudagur 21.~Júní 1961 pnJ DP pli P t=s Dl w//////m KR keppir í kvöld við Hollendingana. í kvöld leika Hollendingarn- ir annan leik sinn hér. Mæta þeir Bikarmeisturum KR og hefst leikurinn kl. 8.30 á Laug- ardagsvellinum. KR-ingar mæta ekki til leiks með sitt sterkasta lið. Þórólfur er skroppinn til Skotlands, eins og kunnugt er, kemur ekki heim fyrr en á laugardag — og Þórólfur faðmar Gunnar, Gunnar faðmar Þórólf. 1—0 fyrir tsland. Helgi Jónsson leikur heldur ekki með vegna anna. Þá er Gunnar Felixson vafa- samur, vegna meiðsla, sem hann fékk í landsleiknum, KR hefur að vísu sterka varamenn, eins og í Ijós kom í fyrra, en það hlýtur að segja til sín, þeg- ar þrjá sterka menn vantar í liðið. Það verður t. d. fróðlegt að sjá, hvernig liðinu reiðir af án Þórólfs. En hvað sem úr verð- ur, þá er hitti víst að KR-ingar gefa ekki sinn hlut fyrr en i fulla hnefana. KR-Iiðið verður væntanlega þannig skipað: Heimir Guð- jónsson, Hreiðar Ársælsson, Bjami Felixson, Garðar Árna- son, Hörður Felixson, Reynir Schmidt, Leifur Gíslason, Sveinn Jónsson, Ellert Schram, Gunnar Felixson, og Gunnar Guðmannsson. Erlendis frá. ítalski spretthlauparinn, Berutti, „sem sló í gegn“ í Róm í fyrra, virðist vera í góðri æf- ingu aftur. Hann hljóp fyrir skömmu 200 metrana á sama tíma og hann hljóp í Róm í fyrra, en það var Olympíumet. Tíminn, 20.5, er sá sami og heimsmetið, hlaupið á braut með beygju. Brasiliska knattspyrnuliðið Santos lék um daginn við Ev- rópumeistarana Benefica frá Portúgal og sigruðu þeir fyrr- nefndu 6—3. Santos hafði yfir Hefðum átt að vinna segja Danir Eins og frá var skýrt hér í blaðinu í gær léku Danir og Svíar landsleik í knattspyrnu á sunnudaginn. Leikurinn fór fram í Kaupmannahöfn og sigruðu þeir síðarnefndu með tveim mörkum gegn engu. Ole Madsen skoraði fyrir Danina, en Rune Börjesen annað mark Svíanna. Hitt var sjálfsmark. Dönsku blöðin eru öll sam- mála um óréttmæt úrslit, tala um himinhrópandi ranglæti og slæman dómara. Fjórar víta- spyrnur hefðu átt að vera dæmdar á Svíana segir Póli- tikeiíyí risafyrirsögn. Það mun- ar ekki um það! Framverðirnir Bent Krogh og Bent Hansen, útherjinn Ole Madsen og varnarleikmenn- irnir Hans Chr. Nielsen og H. Hellbrandt voru beztu menn danska liðsins. „Svíar hafa aldrei verið lélegri en nú“ og R. Börjesen og B. Nyholm, markvörðurinn eru þeir einu sem fá góða dóma. Athugun var gerð á því, hve milcið dönsku landsliðsmenn- irnir léttust við að leika í 90 mínútur. í Ijós kom, að þessir ellefu menn léttust samtals um I6V2 kg. Einn leikmannanna missti 3 kg! í kvöldverðarboði því, sem KSÍ hélt hollenzku og ís- lenzku knattspyrnumönnun- um að landsleiknum loknum á mánudagskvöldið var Sveinn Teitsson verð- launaður fyrir sína tuttugu landsleiki. Afhenti Björgvin Schram formaður knatt- spyrnusambandsins honum litla styttu af knattspyrnu- manni, áletraða. Þakkaði hann Sveini fyrir alla góðu leiki fyrir ísland og lét í ljós þá von sína, að þessi 20. leikur hans yrði ekki seinasti. Undir það tóku all- ir viðstaddir með dynjandi lófataki. Sveinn Teitsson hefur leikið með Akranesliðinu allt frá 1948 eða 13 ár sam- tals. 1953 lék hann sinn fyrsta landsleik gegn Aust- urríki. Skoraði hann þá mark, sem lengi mun vera minnistætt, þeim sem sáu. Sveinn einlék upp allan völl inn og þegar andstæðingarn- ir bjuggust við sendingu, þrumaði hann af 30 metra færi og knötturinn lenti í bláhorninu — inni. Sjö árum seinna skoraði Sveinn aftur mark fyrir ís- lcnzka landsliðið, þá gegn Dönum í Kaupmannahöfn í fyrra. Hann skoraði eina mark fslendinga og leiknum lauk 1—1, eftir einhvern bezta leik íslenzks landsliðs. Sex sinnum hefur Sveinn orðið íslandsmeistari eða jafnoft og lið Akraness. Á leikvellinum hcfur hann áunnið sér vinsældir og að- dáun áhorfenda og leik- manna, með- og mótherja, fyrir drengilega framkomu, snjallan leik og ódrepandi baráttuhug. í dag er Sveinn Teitsson fyrirliði íslenzka Iandsliðs- ins á leikvelli. Blaðið óskar honum til hamingju með á- fangann. 1 Hvað um knöttinn? 4—0 í hálfleik, en Benefica minnkaði bilið niður í 4—3. Það var ekki fyrr en undra- maðurinn Pele, skoraði tvö mörk, sem sigurdnn varð vís. Rússland sigraði Tyrkland í knattspyrnu 1—0, og Júgó- slavar sigruðu Marokko 3—2, eftir að Marokkóbúar höfðu haft yfir 2—0 í hálfleik. Nýlega léku Ítalía og Argen- tína landsleik í knattspyrnu. Ítalía sigraði 4—1 og þrjú af mörkunum skoraði Argentínu- maðurinn Lojacono. Þeir hika ekki við það, þarna suður frá að skipta um föðurland eftir þörfum. Mitt í öllum hávaðanum og gleðinni, sem ríkti í búnings- klefa íslenzka landsliðsins, tók ég eftir honum 1 einu horni klefans, skítugum og þreytt- um. Enginn virti hann viðlits, né gerði sér það ómak, að þakka honum fyrir góðan leik. Laun heimsins eru vanþakk- læti varð mér að orði, um leið og ég rölti yfir til hans og tók hann tali. „Ja, svona er það nú oftast nær. Enginn hirðir um mig. eftir að leiknum er flautað af. Hér er ég nú búinn að vera brennipunkturinn í 90 mínút- ur, níu þúsund manns hafa fylgzt með hverri hreyfingu minni og allir þessir stæltu í- þróttamenn, tuttugu og tveir, hafa hlaupið og hamast á eftir mér. Og svo ligg ég hérna, fyr- ir hunda og manna fótum. Anri ars verð ég að segja það, sem íslenzkur fótbolti og eign Reykj avíkurbæjar, að ég var stoltur af sjálfum mér í kvöld. Hollendingunum tókst svo illa rið hemja mig. Eg reyni auðvit- að alltaf að gera útlendingum lífið eins erfitt og hægt er, en í kvöld tókst mér það svo ljóm- andi vel. Og ég er þakklátur íslenzku leikmönnunum. Þeir spörkuðu mér ekki alltaf í eintóma vit- leysu eins og ?vo oft áður og furðu sjaldan til mótherja. „Hvaða spark er þér minni- stæðast úr leiknum?11 „Ja, minnistæðast. Það var reyndar ekki spark, heldur kállspyrna. Fjórða markið. Steingrímur hitti mig ekki nógu vel, mokaði mér hálfpart- inn yfir vörnina, og ég sagði við sjálfan mig, þarna er Þór- ólfur — hann er í upplögðu færi. Og sælutilfinningin, maður, þegar ég small í netið — henni verður ekki lýst!“ AxOl Andrésson, 18. þessa mánaðar var til moldar borinn íþróttafröm- uðurinn og æskulýðsleiðtog- inn Axel Andrésson. Allir þeir, sem kynnzt hafa Axel, og unna íþróttum heilum hug, sjá á bak góðum félaga og ötulum leiðbeinanda. Þeir kveðja hann með sökn- uði en minnast um leið með þakklæti allra þcirra ómet- anlegu starfa og stunda, sem hann hefur helgað íþrótta- æskunni. Benedikt G. Waage, for- seti ÍSÍ, minntist þessa ást- sæla og fórnfúsa brautryðj- anda hér í blaðinu í fyrra- dag.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.