Vísir - 21.06.1961, Page 6

Vísir - 21.06.1961, Page 6
8 VISIR Miðvikudagur 21. júní 1961 HAMING JUSAMT HJÖNABAND Þó il aldursmunur hjóna sé mikill. „Hve gamalt er bezt að fólk sé, þegar það gengur í hjónaband ?“ Þessa spurningu lagði átján ára stúlka fyrir lækni. Hún var ástfangin og gröm við fjölskyldu sína, er efaðist um, að hér væri um djúpa ’ást að ræða. Læknirinn kvað ekki hægt að gefa ákveðið svar við spumingunni. Hvenær fólk ætti að giftast, færi eftir þroska viðkomandi aðila. Læknirinn spurði stúlkuna mjög gætilega að því, hvaða hugmyndir hún hefði viðvíkj- andi hjónabandinu. „Ja“, svaraði hún. „Þegar við Bent emm gift, losna ég við afskiptasemi fjölskyld- unnar. Svo þykir mér vænt um Bent“. Foreldramir þvertóku fyr- ir, að dóttir þeirra giftist þessum manni. Að hálfum mánuði liðnum, en þann tíma hafði stúlkan verið afar sorg- mædd, varð hún aftur ást- fangin og gleymdi Bent inn- an skamms. Fimm ámm síð- ar giftist hún og var þá orð- in svo þroskuð, að hún óskaði þess fyrst og fremst að verða manni sínum góð kona. En hefði hún, er hún var átján ára, fengið blessun for- eldranna til að giftast Bent, sem var góður, tuttugu og tveggja ára piltur, myndi hafa verið um minni mögu- leika að ræða viðvíkjandi hamingju í hjónabandinu. Auðvitað hefði það hjóna- band getað farið vel. En oft fer það þannig, er ungt fólk giftist, að ástarsælan verður endaslepp. Það er varasamt að giftast til að losna við af- skiptasemi foreldranna. Ung- ar stúlkur taka á sig skyld- ur, er þær giftast. Þær þurfa að hugsa um eiginmann, heimili og böm, þegar þau koma til sögunnar. Hefði unga stúlkan gifzt Bent, og síðar hitt manninn, sem hún varð reglulega ást- fangin í, gat málið vandazt, og valdið óhamingju þeirra allra. Ást unga fólksins er oft duttlungasöm. Að þessu sinni forðuðu hyggnir foreldrar dóttur sinni frá að giftast manni, er hún unni lítið. Þau Bent og stúlkan voru of ung til að ganga í hjónaband. Það er miklu erfiðara að koma vitinu fyrir Else og Jörgen. Þau hafa lengi „hald- ■ið saman“. En hjónaband þeirra getur orðið óhamingju- samt þrátt fyrir það. Það er mikill mismunur á því að halda sanjan eða búa saman. Ef allt ungt fólk, sem dreymir um eilífa hamingju með þessari einu persónu, skildi þetta, fækkaði hjóna- skilnuðunum allvemlega. Á meðan unga fólkið held- ur saman eða er trúlofað, hef- ur það sitt einkalíf, og flest- ir eiga foreldra, sem sjá hag þeirra borgið. Unga fólkið, sem heldur saman, skemmtir sér, en kem- ur hin hversdagslega sam- búð hjónabandsins tæplega til hugar. Hvers végna að hugsa um alvöru lífsins, á meðan menn eru ungir og ástfagnir? Margt ungt fólk lítur mjög alvarlegum augum á ást sína og sjálft sig. Það er einmitt eitt af því, sem er töfrandi við æskuna, að geta orðið stórhrifinn og hugsjónaríkur. Þegar menn hugsa um vænt- anlegt heimili, er ekki verið að gera sér áhyggjur út af hversdagslegum erfiðleikum hversdagslífsins. En við þeim má ætíð búast. Síðar kemur á daginn að ástvinurinn, hvort sem um karl eða konu er að ræða, reynist ekki eins himneskur og laus við ókosti og vænzt hafði verið, og þegar fólk er mjög ungt á það erfitt með að skilja veikleika manna og ófullkomleika. Auðvitað á þetta ekki við um allt ungt fólk. Allmargir eru svo þroskaðir, þótt ung- ir séu, að þeim er ljóst, að hjónabandið krefur fómfýsi af beggja hálfu. Þetta fólk bíður með að gifast, þar til það er orðið nægilega þrosk- að. Það er ekki rétt að giftast fljótt af þeirri ástæðu, að ástin muni dofna, ef tilhuga- lífið sé langt. Ameríkanskt vikublað birti spumingalista fyrir nokkm. Spumingunum átti að svara samvizkusamlega. Svörin skyldu sýna, hvort ástfangið, ungt par ætti saman. Ein spumingin hljóðaði þannig: Getið þið bæði notað sama tannburstann ? Ef svo væri, sannaði það, að þau vildu hafa allt sam- eiginlegt. Spurningin var því ekki út í loftið. Ég hef talað um þessa spumingu við noltkra unga karla og konur, sem haldið hafa saman í nokkur ár, og það kom á daginn, að meira hefur verið rætt um hana, en stærri eða þýðingarmeiri at- riði. T.d. hafði sjaldan verið verið drepið á það, hvort kærustupör væru reiðwbúin að láta lífið fyrir ástvininn. Á meðan fólk er í tilhsuga- lífinu hefur það miklu meira frelsi en á sér stað eftir gift- inguna. Það er ekki fyrr en farið er að búa saman, að hið sanna eðli og eiginleikar koma í Ijós. Þá er ekki hægt að leyna neinu framar. í tilhugalífinu er vanda- laust að blekkja unnutstann eða unnustuna. Látast hafa áhuga á því, sem menn hafa engan áhuga fyrir o. s. frv. Unga stúlkan ver miklum tíma til snyrtingar, svo hún verði sem yndislegust og gimilegust. Ungi maðmrinn legur gsi fram til þess að vera stimamjúkur og kurteis. Þegar piltur og stúlka’, sem einungis þekkja betri hliðar hvors annars, giftast, 'getur hversdagsleikinh “kbihið yfir þau eins og kalt stéypiibað. Hann kemst að því, að hún notar mikinn tíma og dýr fegrunarmeðöl til þess að fegra sig. Hún verður þess vör, að kurteisi hans er ekki svo mikil, að hún endrst til notkunar á hverjum degi. Á tímum afa okkatr og ömmu var það ekki óaljgengt, að fólk giftist ungt. Stúlkur 16—17 ára gamlar. Á þessa staðreynd minna ungir menn á voram tímum, er þeir vilja giftast ungir, og mæta mót- spymu foreldranna. En hjónabandið er ekki sam- bærilegt þá og nú. Unga fólk- ið hafði minna frjálsræði fyrr á tímum. Skoðun foreldranna var þá þung á metumrm. Það bar lítinn árangur, þótt unga fólkið bæri.fram mótmæli. Þá var hjónaskilnaður óhugsan- legur nema undir sérsstökum kringumstæðum og óhugn- anlegum. Þótt unga fólkið væri þá stundum ekki ánægt bar það harm sinn í hljóði. Oft varð hjónabandii5 gott, er tímar liðu þótt lfitið eða ekkert væri um ást í fyrstu. Það var siður foreldm fyrr- um, að gefa fátækum manni ekki dóttur sína, ef hún var af efnuðu fólki komim Mað- urinn þurfti a ðgeta séð konu sinni og væntanlegum börn- um farborða. Að bera upp bónorð, áður en sú trygging væri fengin, var þýðihgar- laust. Á vorum dögum vilja konur gjarnan komast í hjónabönd, sem þær gieta lif- að í án þess að þurfa,að bera kvíðboga fyrir framtíðinni. Hjónabönd, þar sem maður- inn er 15—20 ámm eldri en konan, fara oft vel og verða hamingjusöm einmitt vegna þess, að eiginmaðurinn hef- ur náð þeim þroska, sem konuna vantar. Álitið er, að heppilegasti aldursmunur á hjónum sé fimm til átta ár. Ameríkanar telja það heppilegan gifting- araldur karla, er þeir em tuttugu og átta ára. En hvað konum viðvíkur segja þeir, að tuttugu og þriggja ára aldurinn sé heppilegastur. 1 USA er það almennt álitið, að konan eigi ekki að vera eldri en tuttugu og sjö ára, er hún eignast fyrsta bamið. Á Norðurlöndmn eiga marg- ar ltonur ekki fyrsta barnið fyrr en þær em komnar um eða yfir þrítugt, og em eins hamingjusamar og þær, sem yngri era. En læknisfræðilega séð, eru árin fr átuttugu og eins árs aldri til tuttugu og fimm, bezti aldurinn fyrir konur til þess að fæða frum- burð sinn. Á þessu aldurs- skeiði er líkami konunnar bezt til bameigna fallinn. Það er álitið áreiðanlegt, að hjónabandið verði farsælla ef maðurinn er eldri en kon- an. En mörg hjónabönd hafa verið og em hamingjusöm, þótt konan sé mörgum áram eldri en maðurinn. Maður, sem hefur verið mjög sam- rýmdur móður sinni og gift- ist konu, sem er tuttugu ár- um eldri en hann, fær bæði móður og eiginkonu við gift- inguna. Mjög ung stúlka get- ur, án þess að hafa gert sér grein fyrir því, þarfnast ör- yggis og samúðar, svo að hún verður ástfangin í manni, sem er tuttugu og fimm árum eldri en hún. I hjónabandi milli t. d. tví- tugs manns og fertugrar konu, getur komið snurða á þráðinn eftir nokkur ár. Það getur komið fyrir, þegar hann er þrítugur, en hún fimmtug. Þá mun konan eiga erfitt með að fylgja manni sínum í hvívetna. Hann er enn ungur, en hún orðin roskin. Þegar maðurinn er miklu eldri en konan, getur farið á sömu leið. Hann er miklu orkuminni en hún, og full- nægir henni ekki. Það mun konunni ganga illa að skilja og sætta sig við. En það veld- ur sjaldnar vandræðum í hjónabandi þótt maðurinn sé eldri en konan heldur en ef hið gagnstæða á sér stað. Konur eru gæddar miklu meiri samlöðunarhæfileikum en karlar. Venjulegast eru hjónabönd, þar sem um er að ræða mik- inn aldursmun, byggð á sterkri ást og alllöngum að- draganda. Viðvaranir hafa verið margar og umhugsun- artími nægur. Það þarf hug- rekki til þess að brjóta í bág við almenningsálitið og við- teknar siðvenjur. En sé um heita ást að ræða, er ekki hægðarleikur að telja hjóna- efnum hughvarf. En þeir, sem hafa hugrekki til þess að bjóða almenningsálitinu byrginn, hafa möguleika til að verða hamingjusamir. Það eru ekki til neinar fastákveðnar reglur um það, hve gamlir eða ungir menn eiga að vera til þess að verða hamingjusamir í hjónaband- inu. Hið sama má segja um konur. (Þýtt). ÖL — GOSDRYKKIR Höfum til gosdrykki, Maltöl og Pilsner og flest- ar tegundir tóbaks. Verzlunin RÉTTARHOLT og SÖLUTURNINN Réttarholtsvegi 1. Úrvals hangikjöt, nýkomið úr reyk. KJÖTSÖÐ S.S. Álfheimum 2. Sími 34020.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.