Vísir - 21.06.1961, Síða 8
o
J
V1SI3
MiöviKudagur 21. júni 1961
ÚTGEFANDI: BLAÐAÚTGAFAN VlSIR
Ritsfjórar: Hersteinn Pólsson Gunnar G Schronv
Ritstiórnarskrifstofur: Laugavegi 27 Auglýsingar
og afgreiðsia: Ingólfsstrœti 3. ^skriftargjald e»
krónur 30,00 ó mónuði f lausorolu krónur
3,00 eintakið. - Slmi 11660 (5 llnui *. - Félags
prentsmið}an h.f.. Steindórsprent h.f.. Edd* h.t.
Einn árangur verkfallanna.
Samkvæmt skýrslu Fiskifélags Islands, sem var
gefin út í lok síðustu viku, var aflinn á öllu landinu mun
minni á fyrsta fjórðungi þessa árs en á sama tímabili
á síðasta ári. Nemur munurinn þriðjungi, að því er
bátana snertir, þegar síldarafli er ekki meðtalinn, en
hann hefir verið verulegur, eins og almenningi er kunn-
ugt. Hinsvegar var afli togaranna öllu betri en á sama
tíma í fyrra, enda þá meiri lægð í þeim efnum en dæmi
eru til frá öndverðu.
Menn gera að sjálfsögðu ráð fyrir, að fiskafli sé
misjafn ári til árs. Það er hinn eðlilegi gangur þessarra
mála. En hitt er ekki eðlilegt þegar menn gera sér bók-
staflega leik að því að rýra þann afla, sem úr sjó er
dreginn — koma í veg fyrir, að hægt sé að sækja verð-
mætin í sjóinn. Það er hið alvarlega, sem læra má af
að lesa þessar þurru tölur, sem Fiskifélagið hefir látið
frá sér fara. I stærstu verstöð landsins, Vestmanna-
eyjum, var ekki farið á sjó í tvo mánuði, fyrst vegna
verkbanns, en síðan vegna verkfalla, sem stóðu marg-
falt lengur.
Um það verður ekki sagt, hversu mikinn fisk Vest-
mannaeyingar hefðu getað fengið á þessum tveim mán-
uðum, en mjög hefði það minnkað bilið mill þessa afla,
sem fékkst á fjórðungnum í fyrra og nú. Kommúnistar
þóttust víst vinna mikinn sigur í því verkfalli, þótt þeir
semdu um síðir um það, sem þeim bauðst án verkfalls
í byrjun, en mesti sigur þeirra er vitanlega sá, að þeir
komu lengi í veg fyrir öflun og sköpun verðmæta. En
um leið og þeir geta reiknað sér sigur að þessu leyti,
verður þjóðin að telja sér ósigur, því að hver sigur
kommúnista er ósigur hennar, en sigur hennar er ósigur
fyrir kommúnista. Svo einföld er j rauninni sú barátta,
sem þjóðin á í við skaðræðisöflin.
Vinslitin fyrir 20 árum.
A morgun eru liðin 20 ár frá því að Hitler rauf
grið á Stalin vini sínum og lét herskara sína vaða inn í
Rússland. Þeim leik lauk með ósköpum tæpum f jórum
árum síðar, og er óþarfi að rifja hann upp hér.
Hins má gjarnan minnast, að þenna dag misstu
nazistar síðustu málsvara sína á íslandi, því að þá hættu
kommúnistar að styðja og mæla öllu bót, sem þeir tóku
sér fyrir hendur. Það var um þessi tímamót fyrir tuttugu
árum, sem kommúnistar hættu á einni nóttu að tala
um ,,landráðavinnu“ og fóru að tala fjálglega um
,,landvarnavinnu“, enda leið heldur ekki á löngu áður
en skjóta mátti hér á landi, ef það kæmi Rússum að
gagni, eins og einn foringinn sagði.
Líklega nefna kommúnistar ekki þetta atriði á
morgun, er þeir minnast innrásar nazista í Rússland
fyrir 20 árum.
Ein a£ mörgum uppstillingum Krúsévs á Parísarfundinuin fræga.
J landi lífsgleðinnar*
Sovézk áróðursstarf-
semi hefir ávallt beinst
allmjög að h þvj,^að
lýsa Sovétríkjunum sem
„paradís verkalýðsins“.
Því er haldið fram, að í
iðnaðinum hafi vinnustund-
um á viku verið fækkað i
40.2 klst. Ennfremur er því
haldið fram, að 50 af 55
milljónum manna, sem
vinna í verksmiðjum og á
skrifstofum, þurfi ekki að
vinna nema 6—7 klst á dag.
Þessum staðhæfingum og
fleirum hefur verið útvarp-
að um allan heim til þess að
leggja áherzlu á, að komm-
únistiska fyrirkomulagið og
kerfið sé fullkomnara því,
sem er í „auðvaldsríkjun-
um.“
En þegar sovézki verka-
maðurinn kvartar yfir því,
að þegar vinnustundum sé
fækkað beri hann minna úr
býtum, heyrist lítið um það
í sovézku útvarpi til annara
landa. Og 7 klst. vinnudagur
— alla virka daga — hefur
ekki enn leitt til þess, að
verkamaðurinn fái fleiri frí-
stundir eða geti notað þær
að eigin vild.
í lýðræðislöndunum hefur
verkamaðurinn full yfirráð
yfir frítíma sínum. Hann
getur notað hann til þess
að vinna fyrir sjálfan sig,
eða aðra, og haft hagnað af,
án þess nokkur fáist um, til
þess að fara i ferðalög með
fjölskyldu sinni, til þess að
sækja skemmtanir, í stuttu
máli: Hann er alfrjáls og
engar hömlur á hann lagðar
varðandi notkun frístunda.
En í Sovétríkjunum hafa
valdamenn ímugust á sliku
frjálsræði verkalýðsins. Þar
er ætlast til þess, að verka-
maðurinn noti frístundin.ar
til þess að auka við þekkingu
sína og tæknikunnáttu.
í einni tilskipun sovét-
stjórnarinnar er ákvæði um
það, að húseiganda, sem á
bifreið, og notar hana sér til
tekjuaukningar, skuli stimpl
aður sem „sníkjudýr“. —
Ákvörðunina um útlegð get-
ur „verkamannadómstóll“
tekið eða verkalýðsfélag, og
áfrýjunarréttur er enginn.
Tilskipunin nær til allra
fullorðinna og vinnufærra
manna, sem ekki „starfa
heiðarlega, forðast félagslega
nytsamt starf og lifa sem
„sníkjudýr“ og bregðast
þannig þeim skyldum, sem
stjórnarskráin leggur sovét-
borgurum á herðar.“
Tass lýsir þeim, sem hér
er átt við, sem mönnum,
,,er hafi notið menntunar á
kostnað ríkisins, neitað að
láta þar nokkuð í móti
koma, og að loknu námi í há-
skóla eða tækniskóla, forðast
að taka að sér það hlutverk,
sem þeim er ætlað.“
Tass segir og sömu mann-
tegundar og iðjuleysingja
þá menn, sem nota. eignir
sínar, m. a. einkabifreiðir,
svo og eignir ríkisins með
því að nota opinber farar-
tæki, til þess að afla sér
tekna, sem þeir hafa ekki
unnið fyrir.
Þá er stjórninni heimilt
að gera upptækar eigur
manna, sem þeir hafa kom-
ist yfir, án þess að stunda
heiðarleg störf.
Er það nokkur furða þótt
sovét-verkamaðurinn velti
því fyrir sér hvers vegna
verkalýðsfélag eða verka-
mannadómátóll skuli hafa
heimild til þess að dæma
menn til 2ja—5 ára vinnu-
þrælkunar í vinnustöðvum?
Þessir dómstólar voru
settir á stofn 1959, þegar af-
numdir voru, eftir dauða
Stalins, hinir alræmdu dóm-
stólar (troikas) fram-
kvæmdavaldsins. Enginn
vafi er, að afleiðing þess, að
verkamannadómstólarnir
voru settir á stdfn, er að
verkamenn hafa gert æ
meira að því að njósna hver
um annan.
Fyrir nokkru var birt
grein um verkamannadóm-
stólana eftir höfund að nafni
K. Keizerov (í Sotsialist-
ichenskii Trud, nr. 3, marz,
1961). Þar segir, að leiða
megi fyrir rétt þá, sem köma
of seint til vinnu. Þar er
því og haldið fram, að dóm-
stólarnir eigi ekki að bíða
eftir verkefnum, heldur
taka sér þau, þótt engar
Framh. á 9. síðu